Morgunblaðið - 27.09.1931, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ
11
Ríkisbúskapur og biúðarbúskapur.
Frk. —---
Búskapur þjóðarinnar.
Það eru óhagstæð búskaparár
ihjá þjóðinni, og menn vænta mik-
ils ha-lla á þjóðarbúinu. Orsak-
irnar vita allir: Tekjurnar hafa
.minkað, sökum þess að búsaf-
urðirnar hafa fallið í verði, en
útgjöldin hafa ekki minkað, því
-eyðslan fer stöðugt vaxandi.
Það versta við þennan óhag-
stæða búrekstur er það, að ekki
er hægt ag tala um minni gróða,
því gróðinn var áður lítill, og ekki
er heldur hægt að grípa til sjóða,
þvi eignir búsins eru litlar eðrar
en einhver hluti atvinnutækjanna.
Hjer ber því að sama brunni og
áður, að eina bjargráðið verður
iðjusemi og sparsemi.
Það er ekki vinsælt að tala nm
sparsemi. Það hefir ekki verið í
tísku á síðari árum að heimta fórn-
ir af almenningi. Flokksforingjar
’hafa 1 ifa.ð á ]>ví að skjalla fólkið,
tæla það til að gera hækkaðar
’kröfur og telja því trú um að auð-
velt sje að fullnægja þeim. Fáir
-eoa engir ha,fa haft áræði til að
segja þjóðinni að hún lifði um
■efni fram, því ])eir menn, sem
‘.segja sánnleikann í þessu efni, eiga
það alveg víst að verða rægðir við
fólkið. Það 'yrði strax sa.gt, að þeir
vildu svelta vinnulýðinn og arð-
ræna hann. En flestir kjósa held-
nr lýðhyllina, en að bera sannleik-
anum vitni. Þetta hlaut auðvitað
:að enda með því, að neyðin kæmi
til sögunnar. Og nú stendur hún
við dyrnar.
Islendingar ' eru áð upplagi
eyðslusamir og- heldur frábitnir
því, að safna fje. Það er sagt mjög
;algengt, einkum um einhle-ypa
menn, að þeir sjeu álíka vel stæðir
eftir það ár, sem gefið hefir þeim
•6000 kr. tekjur, eins og þa<5 ár,
sem gefið hefir 3000 kr. tékjur. —
Menn eyða því, sem til fellst. —
Við Jiessa eyðslutilhneigingu, sem
;að vissu leyti ber vott um stór-
brotið lundarfar, bætist svo það,
að sífelt er prjedíkað af sósíalist-
nm móti efnahagsstarfsemi, og
þeir, sem safna fje, sífelt níddir
og tortryggðir, auk þess að spar-
semi manna' og sjálfsafneitun fær
ekki önnur laun frá því opinbera,
en að spariskildingar ])eirra eru
teknir af þeim hálfgerðu eigna-
námi í opinber gjöld, um leið og
mannorð þeirra er skattlagt.
Það er því ekki beint ginnandi
að spara saman fje á Islandi, þó
lífsnauðsyn s.je það fyrir þjððar-
heildina og ríkið. Og á því er eng-
inn vafi, að þjóðin getur spa.rað
mikið; það er bara erfitt að fá
menn til þess af fúsum og frjáls-
um vilja.
Það má biíast við því, að ein-
hver sósi þjóti nú upp til handa
og fóta og spyrji fólkið, hvort því
finnist það of sælt, þó ekkj sje
nú farið að þrengja. enn kosti þess.
En það er einmitt einkennið á
skynsamlegri sparsemi, að hún
þrengir alls ekki kosti manna. í
þessu sambandi má nefna, að um
aldamótin síðustu eyddu íslending-
ar rúmlega ellefu hundruð smá-
lestum a.f sykri. Það var 14.9 kg.
á mann. Þetta virðist nokkuð mikil
sykureyðsla í landi, sem flæðir í
mjólk. En árið 1928 var sykur-
eyðslan komin yfir fjögur þúsund
smálestir, eða 38.6 kg. á mann.
Sykur er auðvitað næringarefni,
eldsneyti fyrir líkamann, en að
eins að vissu marki.
Vissulega gæti þjóðin sjer að skað-
lausu, og án þess nokkuð komi í
staðinn, minkað sykurneytsluna
niður í 40 pund á mann til jafnað-
ar. Það mundi spara neytendum
nál. 1 niilj. kr. á ári.
'Nei, íslendingar eru ekki spar-
samir. Það sjest best á því, hve
ótrúlega mikill verðmunur getur
verið á sömu vörutegund hjátveim
seljendum í sama bæ. Slíkt mundi
ekki geta átt sjer stað, ef fólk
legði stund á að sæta jafnan bestu
kaupum. Margar húsfreyjur hafa
ekki hugmynd um hvað ha.framjöl,
sykur eða kartöflur kostar pr. kg.
Hvað varðar þær um það!
Það mætti margt segja og sanna
um óþarfa eyðslu, og benda á ráð
til að spara. En ef Alþingi lætur
þau mál sig engu skifta, ekki einu
sinni að því er ríkisbiúð varðar, og
þ.jóðin er einráðin í því, að virða
engan kennara í þeim málum nema
neyðina, þá er víst þýðingarlítið að
prjedika sparsemi í blaðagrein.
Þa.ð verður þá að eins tilefni fyrir
heimskan og óþjóðhollan lýðlodd-
ara til að æsa fólk gegn spar-
neytnj og til fjandskapar við þann
sem skrifar.
Atvinnuleysi er eflaust eitt hið
þyngsta böl fyrir hvaða þjóðfjelag
sem er. Það er ofur skiljanlegt, að
atvinnuleysi lijá nolckrum hluta
þjóðarinnar veldur skorti <hjá allri
þjóðinni. Sú þjóð, sem hefir lítið
meira en til klæða og fæðis, ef all-
ar hendur vinna, má ekki við því
að nokkur hluti fólksins hætti að
vinna, eins og verður í atvinnu-
leysi. Þeir, sem ekki hafa vinnu,
hljóta á einhvern hátt a.ð verða ó-
magar á hinum. Það skapast al-
mennur skortur.
Þau lönd, sem tæmt hafa flestar
eða allar þær auðlindir sínar, sem
greiður aðgangur er að, geta sí-
fellt bviist við atvinnuleysi, ef ekkj
eru hafðar á glöggar gætur. En
í landi eins og fslandi, sem er nær
ónumið og á flest það ógert, sem
gera þarf, er óskaplegt að nokkur
maður skuli þurfa a.ð vera iðju-
laus, ef hann á annað borð vill
vinna. En svona er þetta. Og það
getur ekki verið óviðráðanlegt.
Orsakirnar hafa áður verið
nefndar í þessari grein: Kostnað-
urinn við framleiðsluna hefir sem
sje ekki lækkað í sama hlutfalli
og verð framleiðsluvörunnar. —
Framleiðendur neyðast til að færa
kvíarnar sama.n, en við það missir
fólk atvinnu, sumir algerlega, aðr-
ir lengri eða skemri tíma ársins.
Það versta fyrir hag þjóðarims-
ins er það, að í stað þess að fra.m-
leiðslan þvrftj að aukast sem
svarar verðfallinu, til þess að búið
fengi sömu tekjur, þá einmitt
minkar framleiðslan jafn-ört og
verðið fellur, af ástæðum þeim, er
áður voru nefnda.r. Hjer er því um
eina, að eins ema úrlausn að ræða:
Tilkostnaðurinn verður að lækka.
Þessj atvinnumál snerta mest þá
sem við sjávarsíðuna búa, því þar
er megin hluti vinnulýðsins. Nú er
veri að virða fyrir sjer tillögur
sósía.lista í þessum málum, mann-;
anna, sem þykjast sjálfkjörnir tilj
að taka umboð af verkalýðnum og
sjómönnum i öllum þeirra málum.
Ráð þeirra er fyrst og fremst
hærra kaup.
Auðvitað eykur þetta atvinnu-
leysið, því öll hækkun tilkostn-
aðar lamar atvinnulífið. En verka-
menn, sem ekki fá vinnu, hafa
ekkert gagn af því, þó til sjeu á
pappírnum svo eða svo háir kaup-
taxtar.
Annað ráð sósíalista er að hækka
skattana og greiða mönnum a.t-
vinnuleysisstyrk j einhverri mynd.
Þetta ráð, eins og hið fyrnefnda,
vinnur í öfuga átt við það, sem
þarf. Það eykur atvinnuleysið, af
því það þyngir á atvinnurekstr-
inum.
Það sem gera þarf, og næsta
þing hlýtur að gera, er að ljetta
opinberum gjöldum að miklum
mun af atvinnuvegunum.
Eins og nú er, fara flest þessi
gjöld hækkandi að hundraðshluta,
eftir því sem varan fellur í verði.
Þetta kemur af því, að flest gjöld-
in eru miðuð við magn, en ekki
við verðmæti. Svo er að minsta
kosti um innflutningsgjald á kol-
um, sa.lti, tunnum, veiðarfærum
o. fl. Útflutningsgjald af síld, síld-
armjöli og lýsi. Utflutningsgjald
á ]>orskfiski fer eftir verðmæti. —
En hafnargjöld eru hin sömu,
hvort sem skipið aflar fyrir 100
þiis. kr. eða y2 miljón um árið.
Oll þessi gjöld verða að lækka
að miklum mun, og útflutnings-
gjöld öll að miðast við verðmæti.
Nokkru fyrir stríð var verk-
una.rkostnaður á fullverkuðum
fiski um 4 kr. á skippund. Mark-
aðsverð á þessum fiski er svipað
nú og þá var, en verkunarkostnað-
urinn hefir hækkað um 500—
600%.
Þessi verkunarkostnaður nær
auðvitað engri átt. Hann er nú
orðinn alt að 30% af söluverði
hinna.r verkuðu vöru. Og þó hefir
ríkið sjálft „sett met“, þar sem
])að hefir lagt að hrammana, eins
og við síldina. Þar hefir verkunar-
og sölukostnaður orðið 60—70%,
af söluverði og jafnvel yfir 100%
á því, sem unnið er úr mjöli og
lýsi, ef vextir og lögboðin gjöld
eru með talin.
Þá er víst hámarki náð, þegar
framleiðendur fá ekkerrt fyrir afl-
ann óverkaðan, og ríkið verður
jafnvel að gefa með honum.
Verkalýðsfjelögin ættu að taka
mál þessi til meðferðar. Verka-
mennimir sjálfir eiga að sýna að
þeir eru foringjunum framar. Þeir
ættu því að rannsaka málið frá
því sjónarmiði að auka straum
framleiðslunnar. Það er það eina
sem tryggir fólkinu atvinnu. Það
væri líka dálítið skemtilegt, ef
verkalýðurinn sjálfur tæki fram
fyrir hendur foringjanna, og færi
að rannsaka skilyrðin til þess að
lækka kostnaðinn á framleiðslunni,
í stað hins eilífa rifrildis um kaup-
taxta., sem er það efnið, sem for-
ingjarnir vilja binda hugi allra
verkamanna. við.
Meira,
Lifur. — Hjörtu. — Svið.
Klein
Baldursgötu 14. Simi 73.
Rndsvar.
í Morgunblaðinu á sunnudaginn
er grein eftír ungfrú Laufeyju
V aldimarsdóttur, og á hún að
vera svar við grein þeirri er jeg
skrifaði í Morgunblaðið um hinn
nýja lokunartíma brauða- og
mjólkurbúða. Og þar sem ung-
frúin kemur með villandi upplýs-
ingar um það, sem mestu máli
skiftir, verð jeg að svara henni
nokkurum orðum og árjetta jafn-
framt fyrri grein mína.
Því verður ekki móti mælt, og
það mun reynslan sanna, er fram
líða stundir, að stórkostlegt óhag-
ræði er að því fyrir alla, að mjólk-
urbúðimar skuli ekki vera opnar
nema kl. 9—11 á sunnudögum. —
Bitnar það á framleiðendum mjólk-
ur, neytendum (en það er allur
almenningur hjer í bæ, og þó sjer-
staklega börnin) og þeim, sem
mjólkina selja,
Skal þetta nú skýrt nánar.
Að undanförnu hefir mjólk ver-
io að flytjast til bæjarins allan
daginn. Er hún flutt af svæðinu
innan úr Kjós, sunnan frá Höfn-
um og austur í Fljótshlíð. Er það
tveggja mála mjólk, bæði frá því
kvöldinu áður og eins morgun-
mjólkin. Vanalega hefir mikill
hluti hennar komið nokkuru eftír
hádegi og síðar. Þessi mjólk kemst
því ekki til neytenda um helgar,
og ekki fyr en búðir eru opnaðar
á mánudögum. Frá því kl. 11 á
sunnu'dagsmorgnum og þangað til
á mánudögum geta því ekki aðrir
fengið nýja mjólk en þeir, sem
fá hana heimsenda frá smábiúmum
í Reykjavík og grend. Hinir verða
þegar best lætur, að kaupa á sunnu
dagsmorgnum sólarhrings gamla
mjólk, sem verður að nægja til
næsta dags. Með hinni nýju reglu-
gerg er það útilokað að allur al-
menningur g-eti á sunnudögum
fengið keypta málnytu þess dags.
Hún er beinlínis tekin af börn-
unum með valdboði, og mæðumar
neyddar til þess að gefa þeim
gamla mjólk — ef nokkra mjólk
er þá að fá á sunnudögum þegar
.fram í sælrir. Býst jeg við því að
svo fari t. d. í vetur, að fram-
leiðendur kynoki sjer við, að brjót-
ast með mjólk sína til Reykjavík-
ui á sunnudögum, ef þeir eru ekki
vissir um það að geta komið henni
í búðirnar fyrir lokunartíma, Gæti
þá svo farið, að marga sunnudaga
kæmi ekki hingað mjólk nema frá
þeim kúabúunum, sem næst eru
Reykjavík. Yrði þá tilfinnanlegur
mjólkurskoriur hjer þá daga, en
á mánudögum yrði meiri mjólk
heldur en hægt er að selja og
halda. óskemdri. Er því mjólkur-
markaðinum hjer í bænum stór-
spilt með hinum nýju ráðstöfun-
um, og læt jeg ósagt hverjar af-
leiðingar það hefir, en allir geta
sjeð, að kosti framleiðenda er mjög
þröngvað.
Að undanförnu hafa mæður get-
að fengið spenvolga nýmjólk bæði
kvölds og morgna. Slík mjóík er
talin langhollasta fæða fyrir ung-
börn, ef liún er úr heilbrigðum
kúm. Nú er það útilokað, að hægt
sje að fá þessa mjólk á kvöldin,
og er því hætt við, eins og jeg
sagði í fyrri grein minni, að mjólk-
ursalan fari aftur að færast inn
1 í fjósin, þegar mjólkurbiiðirnar
Kensla.
Undinritaður kennir í vetur sem
að undanförnu:
Þýsku, frönsku, latínu, dönsku
og íslensku, og bý menn undir próf
við hina. opinberu skóla í þessum
greinum.
Vegna utanvistar minnar hefst
kenslan fyrst um miðjan október.
Menn gefi sig fram á heimili mínu,
Lindargötu 41.
G-uðbrandur Jónsson.
Regnfrakkar
eru bestir og ódýr-
astir hjá okkur. Ný
sending tekin upp
fyrir nokkrum dög-
um. —
VHruhúsið.
I^JiL Silvo
UUlllllliil silfurfægilögur er óviðjafnan- legur á silfur, plet, nickel og alumineum Fæst i öllum
gm
lllffl!
1 SILVER llPOL'SHÍ
1 nTííiliHií helstu verslun-
s ^ um.
I slátrið
þarf að nota íslenska rúgmjölið
frá Mjólkurfjelagi Reykjavíkur.
Ekkert annað rúgmjöl er jafn-
gott til sláturgerðar. Biðjið kaup-
mann yðar um íslenska rúgmjölið.
Hafi hann það ekki til, þá pantið
það beint frá Mjólkurfjelajgi!
Reykjavíkur.
Mjólkurtjelag Reykjavfkur.
•r stAra orOM
kr. 1.25
á borðtd.
Statesmi
eru lokaðar, og er það áreiðanlega
ekki spor í menningaráttina.
Mjólkin er sú vara, sem einna
mest vandhæfi er á að geyma
nokkuð. Þess vegna er það svo,
um öll nálæg lönd, að mjólkur-
búðir eru liafðar opnar á helgum
dögum, jafnt sem virkum. Hjer
er brotið í bág við þá reglu, og
hlýtur illa að fara, Mjólkurþúð-
irnar þurfa að vera opnar svo
lengi á sunnudögum, að framleið-
endur geti notað sjer markaðinn
í Reykjavík, og Reykvíkingar
fengið þá mjólk er þeir þnrfa.
Björn Björnsson.