Morgunblaðið - 08.12.1931, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 08.12.1931, Qupperneq 3
MDKGli N fiLAfllg 3 1 Otgef.: H.f. Arvakur, Reykjavlk. E Rltatjörar: Jön Kjartansaon. = Valtýr Stef&naaon. | Rltstjöm og afgreiOala: = Auaturstrœtl 8. — Slaal 100. AuKlýalngaatJórl: E. HafberK. = AUKlýslngaakrlfatofa: = Auaturatrœti 17, — Slaai 700. Helanasímar: 1 Jön KJartansson nr. 741. _ Valtýr Stefánsaon nr. 12X0. E. Hafberg nr. 770. = Áakrlftagjald: Innanlanda kr. 2.00 i. mánuSI. i Utanlands kr. 2.50 A minuOL i t lauaaaölu 10 aura elntaklO. = 20 ura meO Leabök. = wiimmiiiiiiiiimmmiiiitiiiiiimiiiimiiiiiiiiuiHnuuiiiR Bruni í Uiðey. Hús verkafólksins brennur til kaidra kola. I fyrrakvöld kom upþ eldur í liúsinu „(flaumbíte“ í Viðey. Þetta var stórt tvílyft timburhús með kjallara undir, bygt á tímum Miljónafjelagsins, en seinna iiafði "verið gert við það viðbygging. -— Það stóð hátt og eitt sjer. Þarna var bústaður verkafólksins lijá Viðeyjarstöðinni, þess er átti heim- ili í eynni. Var þarna oft margt um manninn, aðallega ungt fólk, -og var þar stundum gflaumur mik- 111. Þess vegna var liúsið kallað „Glamnbær" og nafnið festist við það. Eldurinn magnaðist skjótt svo að ekki varð við neitt ráðið og brann húsið til kaldra kola á stuttri stund. Éitthvað bjargaðist þó af húsgögnum úr útbygging- unni, þar sem var íbúð Kjartans Xiárussonar bókara hjá Kárafje- laginu. En fátt annað mun hafa bjargast úr húsinu og er sagt að ráðskonan, sem bjó uppi á lofti, hafi mist alt sitt, og var það óvá- trygt. Húsið mun hafa verið vá- trygt, sjerstaklega, en ekki er blaðinu kunnugt live mikflu su uppliæð nemur. Talið er að kvikuað hafi út frá ■ofni. Hernaðarskaðabœtumar "Verður dregið úr þeim að mun? Basel, 7 des. United Press. FB. Sjerstök ráðgjafarnefnd kom saman á fund í gær til undir- búnings undir fund þann, sem í rauninni er þriðja ráðstefnan um hernaðarskaðabæturnar. Talið er líklegt, að nefndin muni bera fram víðtækar tillög- ur á núgildandi samningum í þessum efnum og m. a. að dreg- ið verði að miklum mun úr ófrið- arskaðabótúnum. Er ekki búist við, að þessi mál verði að fullu til lykta leidd í þessum mánuði, •en framhaldsráðstefna verði baldin í janúar. Um leið og Baselfundurinn verður haldinn, kemur Jiggin- nefndin svokallaða á fund í Ber- lín til þess að ræða skuldamál Þýskalands. í nefnd þeirri eiga sæti alþjóða-bankamenn. Stúkan Verðandi heldur fund > kvöid klukkan 8. Eftir fund verð- xir kökubögglauppboð og kaffi- drykkja. Allur ágóðinn rennur í ‘gjúkrasjóð. Uerður 5ílðareinkasalan afnumin nú þegar? Á laugardaginn var sneri Tryggvi ÞórhalLsson forsætisráðherra sjer til formanns Sjálfstæðisflokksins, Jóns Þorlákssonar, og spurði hann að því, hvort miðstjórn flokksins niúndi vera því fylgjandi, að numin yrðu úr gildi lögin um einkasölu á síld, og hvort þing- menn Sjálifstæðisflokksins mundu á þinginu í vetur greiða atkvæði með bráðabirgðalögum, sem gefin yrðu út um þetta efni. Á. fundi mið.stjórnarinnar á ýsunnudag var það ákveðið, að svara þessari fyrirspurn frá Tr. Þórhallssyni, þannig: Að það væri vilji miðstjórnar, i að flögin um Sildareinkasöluna! 'i yrðu afnumin sem allra fyrst. — Miðstjórnin mundi stuðla að því, i að þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði með bráðabirgða- lögum um það efni, er til kæmi. Morgunblaðið hefir ekki fengið að vita', hvenasr von er á bráða- birgalögunum um afnám Síldar- einkasölunnar. Vonandi verður ckki löng' biðin eftir þeim. En þá er eftir að vita, hvaða nienn verða valdir í skilanefnd- ina, tifl þess að gera upp þetta mikla þrotabxi. Er mikið undir því komið, að vel takist valið á þeim mönnum, svo útför þessa afsprengis hins pólitíska banclalags Fi’amsóknar og sósíalista, verði ekki dýrari en nauðsyn ber til. Brotalöm á utanríkisstjórn Kínverja. Shanghai, 6. okt. United Press. FB. Settur utanríkismálaráðlierra, W. Koo, hefir beðist lansnar. Sze að- alfulltrúi kínversku stjórnarinnar í Þjóðabandalaginu liefir símað lienni og beðist lausnar frá starfi Wellington Koo, hinn nýi utanríkisráðherra Kínvei'ja. sinu, en Uhiánfi-kai-shek liefir svarað lionmn og lagt fast að hon- mn halda át’ram starfi sínu, enda úafi liann hið fyflsta traust stjórn- axánnar. Einnig er lagt fast að Koo að taka aftur lausnarbeiðni sína. Tollamál Breta. Engir samningar um tollmál að svo stöddu. París, 7. des. United Press. FB. För frakknesku nefndarinnar, sem fara átti til London til þess að ræða innflutningstolllamál við bresku stjórnina, lxet’ir verið frest- að, þar sem breskir ráðíherrar hafa látið ákveðið í ijós í ræðum, sem þeir hjeldu í gær og fyrradag, að" eig'i geti komið til mála að nokk- urir samningar verði gerðir um tollamál að svo. stöddu. Lonclon 7. des. TJnited Press. FB. Hymans, utanríkismálaráðh erra Belgíu, kom hingað í gær, til þess að ræða innflutnmgstolflamál við bresku stjórnna. fltvinnub ötavinnan er byrjuð. I gærmorgun var byrjað á atvinnubótavinnunni, en varð lítið úr sakir óveðurs framan af clegi. Tfckin verða fyrir þessi verk: Framræsla í Breiðholtsmýri. Þar eiga 50 menn að komast að vinn- unni. Við holræsi inni á Kirkju- sandi verða 20. Þá verður unclir- búin götugerð á Barónsstíg frá nýja barnaskólanum, að Lands- spítalanum og á Vitastíg, frá barnaskólanum yfir Skóllavörðu- torgið. Við gatnagerð þessa verða um 40 manns Bráðlega verður byrjað á að gera grjótgarð frá Grandagarðin- ■iim og vestur að Vestm'götu. Á hleðsla sú að verða ytri brún Hringbrautar þarna. Sjór hefir bi'otið land þarna undanfarin ár. Einnig verður grafið fyrir vatns- ug gasæðum í ÁsvaJllagötu, og Ilringbraut beggja vegna við hina nýju verkamannabústaði, þar verða um 40 manns í vinnu. AIIs er búist við að 200 manns verði teknir í atvinnubótavinnuna á næstunni. TTnnið er 6 ltlukku- stundir á dag, fyrir venjulegt kaup. Dagkaupið er rúmlega 9 kr. Stór farþegaskip. Camden, New Jersey, 5. des. United Press. FB. „Manhattan“, stærsta farþega- skip, sem smíðað hefir verið í Eandaríkjunum, var hleypt af stokkunum í dag. Skipið er smíð- að af ,,New-York Shipbuilding Company“, og er 30.000 smálest- ir. Annað skip, af sömu stærð, er aformað að smíða hjer. „Man- hattan“ er 705 fet á lengd og getur flutt 1300 farþega. Áætl- aður hraði skipsins er 20 hnút- ar. Kostnaður við smíði skips- ins mun vera um 10 miljónir dollara. „Manhattan“ er fyrsta farþegaskip, sem smíðað er í Bandaríkjunum síðan árið 1897, til siglinga á norðurleiðum At- lantshafs. — ,,Manhattan“ brenn ir olíu. — Sjómannakveðja. FB, 7. des. Farnir til Englands. Kveðjur. Skipverjar á Andra. HBlmiIísiðiiaðarfiBlag Is ands. Að loknum bæjarstjóruarfundi á fimtudaginn kvaddi frú Aðal- björg Sigurðardóttir sjer hljóðs. Kvaðst hún vera með skilaboð til bæjarstjórnarinnar frá Heimilis- unaðarfjelagi íslands. Fjelag þetta hefði fengið húsnæði hjá bæjar- stjórn í nýja barnaskólanum til að hafa þar námskeið og kenna hús- mæðrum að hagnýta gömul föt og á'lla afganga til þess að gera ixr nýja klæðnaði fyrir börn sín. Nú væri þessu námskeiði lokið og vildi fjelagið mælast til þess, að bæjarfulltrúarnir kæmi þangað upp eftir á föstudagskvöldið og sæi það með eigin augum hver árangur liefði orðið af þessu nám- skeiði. KI. 8 á föstuclagskvöldið áttu bæjarfuiltrúai'nir að koma þangað, en svo uudaiflega brá við, að eng- inn þeirra kom nema þær könum- ar frú Aðalbjörg og frú Guðrún Jónasson. Sýnir slíkt allmikið á- hugaleysi, þar sem um jafn-þýð- ii’.garmikinn fjelagsskap er að ræða og Heimilisiðnaðarfjelagið, fjelagsskap, sem bærinn hefir sjálf ur viðurkent að væri góður og þarfur, með því að greiða götu lians. En þegar fjelagið býður bæj- arfulltrúunum að sjá livert það starf sje, sem bærinn hefir stutt, þá vilja þeir ekki sjá það. Þetta er ekki rjett. Námslceið það, sem Heimilisiðn- aðarfjelagið hefir nú haldið, var eingöngu fyrir húsmæður, eins óg áður er sagt. Frumkvæðið að því átti formaður fjelagsins, frú Guð- rún Pjetursdóttir, Skólavörðustíg 11, og lxafði hún allan veg og vanda af því hvernig það fór úr hendi. Stóð námskeiðið í þrjár vik- m* samfleytt, eða rjettara sagt 21 kvöld frá ld. 8—10 og var kent 5 kvöld í viku. Kenslukonur voru tvær, frú Gunnfríður Jónsdóttir, kona Ásmundar Sveinssonar mynd höggvara og frú Guðrún Ásmunds- dóttir, .Njálsgötu 4. Ileimilismæður þær, sem sóttu námskeiðið voru um 20. Þeim var kcnt að sniða föt, kent að bæta alls konar fafnað og kent að. liag- nýta alt sem til felst á heimili af gömlum og slitnum fatnaði, flík- um, sem börn eru vaxiu upp úr, og nothæfum pjöt-lum úr fuilorðinna fötum, sem eru svo slitin, að ekki er llengur hægt að ganga í þeim. Það er heimskunn og viðurkend hagfræði, að nýtni er eins góð eða| betri heldur en fjáröflun. Og gam- all málsháttur segir, að ekki sje minni vandi að gæta fengins fjár en afla þess. En nii er það svo, að öllum fjölda húsmæðra hjer í bæ ríður á því að fara sem drýgst með alt, er þær fá hauda milli. Og eigi á það síst við nú á þessum aðsteðj- andi vandræðatímúm. Enginn efi er á því, að alllur þorri húsmæðra vill gera sitt besta í þessu efni, n margar skortir þekkingu til þess —- auðveld og auðlærð ráð. Með þessu námskeiði hefir Heimilisiðn- aðarfjelagið einmitt viljað hæta úr þessu, og ltonurnar liafa sýnt, að þær kunna að meta þetta og vilja færa sjer fræðsluna í nyt. Og má lijer jafnframt geta þess, að þær hafa beðið Morgunblaðið að færa fjelaginu kærar þakkir sínar fyrir námskeiðið og segja að þær hafi verið ákaflega ánægðar með það. Hvennasuliið. nýjasta og besta sagan eftir Rafael Sabatini (höfund skáldsagnanna Ástin sigrar og Drabb- ari), fæst nú í bóka- búðum. — Verð 4 kr. í barnaskólanum var til sýnis vmna húsmæðranna á þessnm tíma. Það voru um 90 munir aljs, aðallega fatnaður á konur og börn og flest af því unnið úr gömlum. flíkum og afgöngum, sem þær vissu eltki áður iivað þær áttu við að gera. Það var gaman að sjá allar konurnar þarna saman komn- ar og hve ánægðar þær voru. — Þarna áttu þær ljómandi falllega jólakjóla lianda telpunum sínum, regnkápur, frakka og alklæðnað handa drengjunum, „matrosaföP', treyjur með rennilás, svuntur, hversdagskjóla, og ótal margt ann- að. Þær voru hýrar á svip er þær litu yfir þetta. Það var skiljan- legt. Þarna höfðu þær sjálfar búið til bestu, nytsömustu og iagleg- ustu föt á börnin sín. Og þær gátu sagt með sjálfum _sjer: „Þetta hefi jeg sjálf gert, sniðið og saumað úr ýmissu, sem jeg vissi ekki áður hvað jeg átti af að gera. og var fyrir á heimilinu eins og livert ann að rusl. En nú hefir mjér verið kent að nota þetta, og' nú á jeg nóg og ódýr föt handa börnunuín mínum fyrst um sinn, og kann framvegis hetur en áður að hjálpa mjer sjálf!“ Jeg vilcli að bæjarfulltrúarhir hefði verið þarna. Á. Samsteypnsljórn f Eistlandi. Riga 5. des. United Press. FB. Eftir samningaumleitanir sem stóðu yfir í vikutíma, heíir for- maður demokratiska miðflokks- ins, Skujeneer; myndað sam- steypustjórn. í stjórninni taka þátt: Kristilegir jafnaðarmenn, bændaflokkurinn, einnig lett- neski frjálslyndi flokkurinn, og kaþólski flokkurinn. Skujeneer er stjórnarforseti, en Karl Sarin utanríkismálaráðherra. — Þing- ið hefir samþykt traustsyfirlýs- ingu til stjórnarinnar með 63 :51 atkvæði. Jafnaðarflokkarnir og smáflokkarnir eru mótfallnir stjórninni og telja, að hún muni eiga skamt líf fyrir höndum. Fjallheimtur í Noregi. Norðmenn reka ekki fje sitt á fjall og láta það vera þar eftir- litslaust alt. sumarið, eins og ís- lendingai' gera. Menn hafa þar enn i seljum, og þangað er alt kvikfje, kýr og kálfar, kindur og geitur, rekið uni Jónsmessuleytið og þess gætt fram á haust. En það kemur þráfaldlega fyrir, að smalarnir ndssa sauðfje út úr höndunum og verður refum, úlfum og björnum að bráð. t haust liafa heimtur orðið með verra móti frá norskum seljf um, sjerstaklega í Guðbrandsdöl- um. Eftirleitarmeun, sem sendlj; hafa verið upp um fjöll og firn- indi þaðan, hafa fundið nokkura ræfla. sem tófan liefir fjallað um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.