Morgunblaðið - 08.12.1931, Page 8

Morgunblaðið - 08.12.1931, Page 8
8 MORíiUNBLAÐTÐ Rinso HREINSAR virkilega þvottana, og heitir pví RiNSO „ Jeg er komin af aesku- árunum,“ htoóum Og )^9s vegna er jeg svo )>akklát Riaso fyrir hjálp me8 pvottana. sparar mér nurgra tíma vinxm l Jeg )úrf ekki lengnr aC standa núanÆ og nudd&ndi yfir gufunni i pvottabalanum I Rinso gerír ijómandi sáposudd, sem naer út óhreinindunura fyrír mig og gerír lökin og dúkana snjóhvít, án sterkra blei- kjoefna. Rinso fer vél meiJ pmttana, páð vinni petta verk." Xr afieins seh i pökkum — aidrei umbúiSalaust Utill pakki—3« Stfir pakki —gg æfi, sem í því felast. Forráðamenn bæjarins ráða hjer um mestu. Sjá þvx um að landið verði undirbúið til ræktunar og íbúum bæjarins veittur greiður aðgangur að því. Munu ótal hendur vera til starfa, og alt land bæjarins ræktað á ör- stutturn tíma.Líkt mun vera ástatt í öðrum kauptúnum. Sigurður Sigurðsson. Htvínnuleysisstyrkurinn. Hveraig á að úthluta honum, ef nokkur verður? í Morgunblaðinu 27. þ. m. er þess getið að Verkamannafjelagið Dagsbrún hafi boðað til fundar um atvinnuleysismálin, og þar hafi komið á fundinn meðal annara for- sætisráðherra, og eftir honum er haft að 95% sjeu til í Bjargráða- s.jóði handbært hvenær sem vill. Ekki liefi jeg frjett að nein von verði um gagn af fundi þessum, því gagn tel jeg ekki þó nokk- urir drengir, að fundinum lokn- um fari á fund til borgarstjóra, og hafi í hótunum um það, sem þeir aldrei þora, eða geta fram- kvæmt. — Nú vildi jeg gjarnan vita, hve mikið er í svo nefndum Bjargráðasjóði, eða hvað hugsa ráðamenn hans sjer, að hann dugi lengi til hjálpar og hve mikið mun koma í hlut Reykjavíkur- bæjar og hveruig ætla þeir sjer að því verði úthlutað? •Jeg vil leyfa mjer að gera að tillögu minni, að sjerstök bjarg- ráðanefnd verði skipuð, og hún setti her upp almennings matsölu- hús, þangað væru all.ir boðnir, sem mat þurfa að þiggja og nm leið sjeð fyrir einhverri vinnu, því nóg er til að láta gera, sem að gagni má verða, , og þar með vinna menn líka fyrir sjer og sín- um. En ekki finst mjer nein á- stæða til, að Verkamannafjelagið Dagsbrún hafi neinn íhlutnnar- rjett um kaupgjaldið. Mjer finst lieldur ekki ná neinni átt, að út- hluta atvinnuleysisstyrk í pening- um beint til þeirra er styrksins þurfa, þó það sje máske venja í öðrum löndum, því svo segja mjer fróðir menn, þar um, að þeg- ar fólkið fari að Lifa á slíkum styrk, þá hverfi vinnulöngnnin og þar með sjálfbjargarviðleitnin og kæmi slíkt fyrir hjer, þá má at- vinnuleysisstyrkur sannarlega kall ast þjóðarböl. Náttúrlega þarf margt fólk til að matbúa og bera fram matinn fyrir hina væntanlega mörgu gesti, þar kemur líka vinna fyrir hinar mörgu stúlkur, sem ekki munu hafa annað fyr.ir sig að leggja þegar til kemur. Enn fremur munu menn segja, að fleira þurfi en mat- inn til ]æss að fólli lifi eða líði sæmilega, og er það alveg rjett, jeg ætlast til þess að nefndin kynni sjer ástæður allra þurfamanna, og greiði fyrir þá það, sem menn geta ómögulega án verið, sem þeir svo aftur giæiða með vinnu sinni. Það má gera ráð fyrir að margir muni ekki vinna fyrir nauðþurft- um, því jeg býst ekki við að Bjarg ráðasjóður endist lengi til að greiða hátt kaup, og þar af leið- andi þarf sjerstaklega á góðri stjórn að halda, sem sjer sæmileg- ar leiðir til þess að láta sjóðinn endast sem lengst, því nú, sem stendur er varla hægt að geta þess ti! hvenær náverandi ástandi af- Ijettir. — Það væri æskilegt, að sem flestir kæmu með tillögur til bjarg ráða og það, sem fyrst. Tillaga frá bæjarstjórn um að hækka útsvörin um 10%, getur ekki talist fram- bærileg eins og líka búið er að sýna fram á. Mjer skilst heldur ekki að lengur tjói að tala um mistök hjá landsstjórn eða bæj- arstjórn, það er svo margoft búið að því, og getur aldrei orðið bjargráð fyrir Reykjavíkurbæ. 28. nóvember 1931. T. T. Þing Bandaríkja kemur saman. Washington, 6. des. United Press. FB. Sjötugasta og annað þjóðþing Bandaríkjanna verður sett hjer á morgun. Á meðal hinna mikil- vægustu mála, sem rædd verða á þessu þingi, eru alþjóða-málin, aðallega samvinna í stjórnmálum og viðskiftamálum, sem snerta allar þjóðir að meira eða minna leyti. Áhugi manna fyrir alþjóða samvinnu var mestur í Banda- ríkjunum í forsetatíð Woodrow Wilson’s. — En sá áhugi fjaraði mjög út á síðustu tólf árunum, sem republikanar hafa verið við völd. Til dæmis að taka um það, hve áhuginn jfyrir alþjóðasam- vinnu er lítill, má benda á það, að enn hefir eigi tekist að fá sam- þykki öldungadeildar þjóðþings- ins fyrir þátttöku Bandaríkjanna í alþjóðadómstólnum (World Court), enda þótt flestir utan- rikismálaráðherrar Bandaríkj- anna á síðari tímum hafi verið slíkri þátttöku samþykkir og mælt með henni. — Heimskrepp- an hefir hins vegar haft þau á- hrif, að áhugi Bandaríkjanna fyr- ir alþjóðasamvinnu hefir aukist á ný, enda eru Bandaríkin þegar farin að taka þátt í slíkri sam- vinnu, og má til dæmis nefna, að Hoover forseti beitti sjer fyrir því í sumar, að skuldagreiðslu- frestur um eitt ár komist á. Enn fremur má geta þess, að Banda- ríkin tóku þátt í starfi fram- kvæmdaráðs Þjóðabandalagsins til þess að binda enda á Man- sjúríudeiluna. Hefir ríkisstjórnin sætt árásum fyrir það af óvinum Þjóðabandalagsins í Bandaríkj- unum. Eins og nú er ástatt, er þess, því að vænta, að umræður á þingi því, er nú fer í hönd, snúist mjög um það, hvort framlengja beri skuldagreiðslufrestinn, og jafn- vel, hvort taka skuli til endu’rskoð unar samninga um ófriðarskuld- irnar yfirleitt. Stjórnmálamenn austurríkj- anna eru yfirleitt þeirrar skoð- unar, að Bandaríkjunum sje það hagsmunamál, að vinna með Ev- rópuríkjum í fjárhags- og við- skiftamálum, en á meðal stjórn- málamanna Bandaríkjanna hefir ávalt gætt þeirrar skoðunar, að óviturlegt sje fyrir Bandaríkin að hafa mikil afskifti af deilumálum annara ])jóða, og er sú skoðun enn almenn og öflug meðal almenn- ings og stjórnmálamanna í vest- urríkjunum. Taldar eru nokkrar líkur til þess, að öldungadeildin samþykki nú Ioks þátttöku Bandaríkjanna í al j) j óðadómstólnum. Borah, formaður utanríkismála nefndar öldungadeildar þjóðþings ms, mun leggja ]>að til enn einu sinni, að Bandaríkin viðurkenni íússnesku ráðstjórnina, en það verður að teljast mjög vafasamtr að sú tillaga hans nái sam]>ykki ]>jóðþingsins. Dullunpr ðslarinnar í framgöngu, svaraði systir hans fálega. En jeg skil ekki hvað gengur að ykkur, að vera að teyma telpukrakkann út í þetta alt saman. Jeg skal sannarlega tala yfir hausamótunum á Kristófer, þegar hann lætur svo lítið að sýna sig. X. Myrtile var alt í einu orðin þreytt. Settist hún á fallin trjá- stofn og fór Kristófer að dæmi hennar. Fyrir neðan þau var Monte Carlo, óregluleg og sund- urleit. Breiður fjörðurinn og biik- andi hafið. I brekkunn.i og land- flákanum fram undan henni, stóðu dreifð skrauthýsi svo langt sem augað eygði. Eitt þeirra stóð við sjó fram og starði Myrtile þangað. — Hugsið yður, nú eru þrír dagar síðan jeg sá Gerald, sagði bim. — Hann á annríkt, svaraði Kri.stófer fremur stuttlega. — Annríkt, endurtók him efa- blandin. — Hann leikur bæði tennis og golf á hverjum degi og svo evða faðir hans og systir þó nokkuru af tíma hans. — .Tá, en þjer hafið alt af ein- hvern tíma afgangs til að heim- sækja mig á liverjum morgni. Þar að auki var það ekki systir hans sem var að aka með honum í gær. — Þú verður að muna það, að Gerald átti hjer kunningja áður en Iiann fann þig, svaraði Kristófer. — Jeg veit það v(d. Jeg má ekki ímynda mjer að hann telji mig svo mik.ils virði. En hvers vegna getur hann ekki verið eins vingjarnleg- ur við mig eins og þú? Ef hann að eins vissi hve mjer finnast dag- arnir lengi að líða, þegar jeg sje harn ekki! Kristófer herti upp hugann. — Myrtile, sagði hann: Þú veitst, að mjer þykir mjög vænt um þig. Já, þjer hafið verið afar- vingjarnlegnr við mig, svaraði hún út í bláinn. — Og af því jeg er svo vin- gjamlegur, get jeg líka leyft mjer að segja, það sem ef til vill þykir æði óþvegið, hjelt hann áfram. Þvi ert flón, stúlka Utla, að eyða tímanum með drauraum og hugs- nnum uin Gerald. Viljir þú giftast, þá er það að minsta kosti skyn- samlegt að hugsa að eins um einn. Hún leit upp með sýnilegum áhuga. Litlu síðar sagði hún svo, alvarleg og liugsandi: — Já — en herra Kristófer .... — Kristófer — greip liann fram í fyrir henni. —- Nú, jæja — Kristófer — þjer1 segið að jeg eigi að gera það sem engir aðrir gera, þar sem þið hafið komið með mig. Alls staðar eru konur og karlar, sent ferðast sain- ■ n, að fella saman hugi. Síðan jeg kom hingað, hefi jeg sjeð fjölda af ástföngnum stúlkum, bæði í gildaskálunum, skemtigörðunum og gangstígunum. Sennilega von- ast þær ekki eftir að giftast öllum. sem þær líta ástaraugum. Kristófer laut áfram og lagði lófa sinn á hönd hennar. — Góða Mvrtile, viltu ekki hlusta á það sem jeg ætla að segja þjer? spurði hann biðjandi. „Það er furðuvert hve mikið þú hefir lesið, þegar þess er gætt, hvert uppeldi þú hefir hlotið á bónda- bænum. En taktu nú eftir því sem jeg segi. Hngin raunveruleg lífs- reynsla fæst af því sem lesið er. Þú segist hafa eytt löngum tíma í að hugsa uin hvert leiðin lægi. — Og af því þú ert komin yfir fjalls- tmdinn og ofan í hlíðina hinum megin, heldur þú að þjer sje orðið þctta kunnugt. Góða mín, í raun og veru ertu ekki farin að hefja ferðina enn þá. Him sdeit upp strá og sneri því um fingur sína. — Nú, og hvað svo? hvíslaði hún. — Það sem þú á degi ‘hverjum sjer með þínum ytri augum, er ekki lífið sjálft, mjög mikið af því er auðvirðileg eftirlíking. Eigi er lieldur alt það hrein og sönn ást, er þú sjer í augum unga fólksin.s. Stundum er það mjög ósæmileg eftirlíking. —- Það virðist þó vera mjög hnmingjusamt, tautaði hún. - Jeg hygg asð ef svo er, þá sie það að eins um stundarsakir. svaraði hann aftur. Það er fölsuð gæfa, sem getur ónýtt þá sönnu hamingju, ef hún kemur einhvera t'ma. Það sem ]>ú sjer h.jer er ekki Hfið sjálft; ,jafn vel ekki góð skuggsjármynd af því! Að mestu leyti eru þetta skemtanasjúkir fcrðalangar, sem koma hingað um stund til að losa sig við allar al- varlegar áhyggjur, og slæpast hjer glaðir í geði án annars tilgangs eri að sóa fjenu og njóta Qífsins. -— Sennilega fylgir því þó alvara hjá suimum, mótmælti hún. Einn þcirra sem enga alvöru ihefir í þessum efnum, er að minsta kosti Gerald, sagði Kristófer. Segi jeg þjer ]>að þrátt fyrir að hann er vinur minn. Hann er hjer að eins ti! að leika sjer. Efalaust myndi hann æskja þess að gera bað á þann hátt að það særði eng- an, en sýni það sig að slíkt sje ómögulegt, þá er hann nægilega óbilgjarn til þess að hugsa um að njóta lífsins hvað sem það kynni að kosta einhvern annan. Ilún færði sig að eins fjær. Þetta eru ekki vinarleg orð, sagði hún ásakandi. ...Tá, en jeg fullvisáa þig um 'ið jog er einlægur vinur hans; .enda þótt jeg sje skynsamari en hann. Þar að auki hefi jeg sagt honum sjálfum það sama og jeg segi þjer. Jeg hefi jafnvel sagt honum meira. Viltu 'heyra áfram- haldið ? Hún svaraði engu. Þjer i'irðist alt svo fagurtr lijelt hann áfram, af því að þú ;sjer það alt ccjóst — þú hefir of- íiiitu í . augunum. Það sem þú ímyndar þjer að sje ást er annað og miklu óttalegra. Gerald elskar þig eigi. Hann langar alls eklri til að giftast þjer. Hann er alt of sjálfselskur. Um þessar mundir er það svo, að síðari hluta dagsins ekur hann aflt af um með annari stúlku, og hann fer ekki nógu snemma á, fætur til ]>ess að geta heimsótt þig, blátt áfram vegna þess að á liverju kvöldi er Iiann í veitslum með ungu dansmeyjunum ú. rússneska dansliðinu. Hún horfði á hann með hrygðar «vip. — Og þjer eruð vinur hans’, sagði hún aftur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.