Morgunblaðið - 20.03.1932, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1932, Blaðsíða 5
Siiniradaginn 20. mars 1932. ESSI llm HöfcmiaroroBa. Svofeld auglýsing liefir æðioft birtst á prenti upp á síðkastið: „LILLU-BÖKUNARDROPAR í þessum umbúðum eru þeir bestu. Ábyrgð tekin á því, að þeir eru ekki útþyntir með spíritus, sem rírir gæði allra bókunardropa. Því meiri spíritus, sein bökunardroparnir innihalda, því ljelegri eru þeir. Notið því að eins Lillu-dropana.. frá H. F. EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR, kemislc verksmiðja“. Út af auglýsingu þessari böfum vjer snúið oss til Efnarannsókn- arstofu ríkisins, og beðið hana að framkvæmt rannsókn á bökunar- dropum þeim, sem vjer framleiðum og bökunardropum h.f. Efnagerð Reykjavíkur, kemisk verksmiðja. Leyfum vjer oss að birta eftirfar- andi brjef Efnarannsóknarstofunnar um þetta mál. EFNARANNSÓKNASTOFA RÍKISINS. Reykjavík, 1. febrúar 1932. Áfengisverslun ríkisins, Reykjavík. Samkvæmt beiðni yðar liafa verið rannsakaðir bökunardropar frá Efnagerð Reykjavíkur og Áfengisverslun ríkisins. Voru hvoru- tveggja droparnir keyptir af oss sjálfum hjá herra kaupmanni Ing- vari Pálssyni, Hverfisgötu 49. Niðurstaða af rannsóknunum var þessi: Vanilludropar frá Efnagerðinni: Vanillin 0.7 gr. í 100 cm3 V-nilludropar frá Áfengisversl.: Vanillin 1.8 gr. í 100 cnv' Möndludropar frá Efnagerðinni: Benzaldehyd 3.3 gr. í 100 cms Möndludropar frá Áfengisversl.: Benzaldehyd 4.8 gr. í 100 cm3 Oitrondropar frá Efnagerðinni: Citral 0.86 gr. í 100 cm3 Citrondropar frá Áfengisversl.: Citral 1.2 gr. í 100 cm3 Oss er ekki kunnugt um, að notagildi bökunardropa ákvarðist af öðrum efnum en þeim, sem hjer eru tilgreind og eiga því ofan- greindar tölur að sýna hlutfallið á miili styrkleika dropanna. Það mun tæplega hafa nokkur áhrif á gæði dropanna, hverju þessi efni eru leyst í eða. blönduð, svo framarlega sem ekki eru notuð efni, er skað- leg geti talist eða valda óbragði. Samkvæmt ósk yðar skal því enn fremur. lýst yfir sem skoðun Rannsóknarstofunnar, að spíritus sje síst lakari til uppleysingar á efnum þeim, sem notuð eru í bökunardropa, heldur en önnur efni svo sem olíur, glycerin eða jafnvel vatn.. Efnarannsóknastofa ríkisins. Trausti Ólafsson. Hjer fara á eftir sýnishorn af einkennismiðnm á bökunardrop- um Á. V. R. Áfengisverslim rikisins. SpaðkfSt fyrirliggjandi bæði í heilum og hálfum tunnum. Verðið stór lækkað. Eggert Krlstiánsson & Ce. Símar 1317 og 1400. ÓNIUUDROPAP ÍTOSVtBZLUN RIKISINS Mynd af glasi. Leikhúsið. Það þykir jafnan talsvert merkur viðburður, þegar ný íslensk leikrit koma hjer fram og Leikfjelagið ræðst í að sýna þau, ekki síst vegna þess, að slík tíðindi gerast ekki oft með þjóð vorri. Það er alveg ótrúlega mikill munur á þeirri aðstöðu, sem vort Leikfjelag hefir og að- stöðu flestra erlendra leikhúsa, þótt ekki sje litið nema að eins á þá einu hlið: að eiga kost nægra innlendra leikrita. Hjer þykir það nær því hátíð að fá eitt íslenskt leikrit á ári og mörg árin hefir als ekkert nýtt komið fram á því sviði. Þessi skortur innlendra leikrita er Leikfjelaginu næsta erfiður þröskuldur í vegi, því að jafn- an hefir reynslan orðið sú, að aðsóknin að íslensku leikritun- um hefir verið tiltölulega miklu betri og liggja til þess eðlilegar orsakir. Af þessum skorti á íslenskum leikritum, hefir svo leitt það, að Leikfje- lagið hefir orðið að sæta því, er bauðst, um eiginlegt úrval er ekki að ræða. En einmitt það, að Leikfjelagið sækist eft- ir að sýna þau innlend leikrit, sem kostur er á, ætti að vera skáldum vorum sérstök hvöt til að leggja fram krafta sína og auðga þessa grein bókmenta vorra. Þeir mega eiga það nokk urnvegin víst að fá leikrit sín leikin. En þrátt fyrir þessa ó- beínu hvatningu Leikfjelagsins er ekki að sjá, að innlend leik- ritagerð sje alment að glæðast. Það er þó einn maður, sem bæði í fyrra og nú hefir lagt ný leikrit af mörkum, hinn þjóðkunni og vinsæli höfundur Einar H. Kvaran. í fyrra kom frá honum leikritið „Hallsteinn og Dóra“, sem sýnt var bæði hér og á Akureyri við mikla aðsókn, og nú hið nýja leikrit hans ,,Jósafat“, sem Leikfje- lagið hjelt frumsýningu á á fimtudagskvöldið. Efni þessa leikrits er þjóð- inni kunnugt úr sögunni „Sam- býli“ eftir höfundinn. Hér er aðalefni hennar tekið og fært í leikritsform. persónurnar þær sömu sem þar. Það er því á- stæðulaust, að rekja efni leik- ritsins hjer. Einar Kvaran er trúboð- inn meðal íslenskra skálda. Öll rit hans hina síðari áratugi hafa borið merki þeirrar trúar, sem hann hefir aðhyllst og ver- ið túlkun á henni. Trú mundi hann ekki vilja kalla það sjálf- ur, heldur sjálfan sannleikann. En þótt sjálfur hann lifi í skoð- un, þá verður framhald lífsins sennilega aldrei annað en trú alls þorra manna. Eg tel það alveg vafalaust, að list Einars Kvarans hafi beðið hnekki við þessa sífeldu túlkun ákveðinna skoðana. Því að þótt það sé án efa mikils vert að hugsa um, hvað við tekur eftir þetta líf, er þó hitt oss öllum nær að reyna að taka þetta jarðneska líf rjettum tökum, og þar til eiga skáldin að leggja lið. Áhrifin frá öðrum heimi, sem allur þorri fólks verður alls ekki var við, eru alt of sterkur þáttur í skáldskap Kvarans. Svo er það enn í ,,Jósafat“. Illar, ósýnilegar ver ur fylgja Jósafati, gera hann hræddan, valda ógæfu hans að nokkru leyti hjer í lífi, og þeg- ai hann liggur fyrir dauðanum, fær hann huggun frá ósýnileg- um heimi, sjer sýnir, er veita Jósafat (Haraldur Björnsson) honum helfró. Alt er þetta ut- an við hinn almenna veruleika. Þær systur, trú og hjátrú, hald- ast í hendur og móta lífsferil hans. Höfundurinn hefir að þessu leyti ekki skapað neitt nýtt með þessum leik, ekki bent á nýjan sannleika, held- ur er hann að eins að undir- strika það, sem hann hefir áð- ur sagt, m. a. í „Hallsteini og Dóru“, sem að minni hyggju tekur þessu leikriti fram að listargildi. Sem veilu á bygg- ingu ieikritsins má sér staklega benda á 4. þátt. Sá þáttur hefði mátt missa sig og m. a. kemur þar fram ein persóna, sem al- gerlega er ofaukið í leiknum að því leyti, að hann hefir eng- in áhrif á rás viðburðanna ( Sörli). Meginstyrkur leikrits- Grlma (Gunnþórunu Halldórsdóttir) ins byggist á mótsetningunni milli Jósafats og Grímu og þar hefir höfundi tekist vel að lýsa tveimur gjörólíkum persónum, lífsskoðun þeirra og eðlisfari. Sérstaklega er Gríma ágæta- vel mótuð og er auðséð, að höf- undur hefir lagt við hana mikla rækt og þar hefir hann skapað merkilega persónu og að ýmsu leyti frumlega. Sama málí gegn ir einnig um Jósafat. Víkjum þá að meðferð leik- endanna. Haraldur Björnsson leikur Jósafat, enda hefði það naum- ast verið annars manns færi, því hlúítverkið heimtar bæði mikla kunnáttu og sterkar til- finningar. Jósafat er slyngur verslunarmaður og braskari, mesti járnkarl og óbilgjam, en getur þó verið þýður í við- rnóti, ef hann vill það við hafa. Kann er maður bráðgáfaður, nar og orðviss, skjótur að átta sig. Hins vegar er hann fullur hjátrúar og síhræddur við drauginn, sem hann trúir, að fylgi sjer. Hlutverkið er fjöl- þætt og vandasamt. Flestir bestu kostir Haralds nutu sín því í þessu hlutverki. I 1. og 3- þætti sýnir hann best, hver kunnáttumaður hann er. Hinar löngu málsgreinir, sem hann þurfti að segja, í 3. þætti féllu Ijett og eðlilega og sannfær- andi og honum tókst að vekja samúð með persónunni, þrátt fyrir alt. I 5. þætti nær Har- aldur sér þó fyrst verulega niðri, þar sem Jósafat liggur fyrir dauðanum, þessi mikli at- hafnamaður og heimsmaður, sem heldur dauðahaldi í lífið milli þess sem hann bröltir £ óráðinu og brýst um af skelf- ingu og ótta við myrkrið og dauðann. Þar sýnir leikarinn stórfelda og hreina list og al- Gunnsteinn og frú Finndal (Vlðar Pjetursson) (Arndls Björnsdóttir) veg nýja hlið á hæfileikum sín- um, enda mun óhætt að full- yrða, að þar hefir Haraldur komist lengra í list sinni en nokkru sinni áður. Meðferð hans á þessu hlutverki sýnir það, að hann á alls ekki að fást við smáhlutverk. Leikur hans er of þróttugur og tilfinningarnar oí ríkar til þess að hann njóti sín þar. Hann þarf auðsjáan- lega að hafa stór og erfið hlut- verk að glíma við. Gunnþórunn Halldórsdóttir lcikur Grímu. Gríma er göfug sál, sem fátækt og andstreymi hefir lagt í fjötra, en þó eigi náð að kúga. Hún er hreinlynd, jJórlynd og þó viðkvæm. Þessa konu lék Gunnþórunn af mik- illi list. Leikurinn allur snild- arlegur frá upphafi til enda. Tilfinningarnar sannar og ó- sviknar bæði í sorg og reiði. Sérstaklega var leikur hennar áhrifamikill og sannur í 2. þætti, er hún syrgir son sinn, einu ellistoð sína og athvarf. Mun sá leikur ógleymanlegur öllum þeim, er sáu. Gunnþór- unn hefir oft leikið í gaman- hlutverkum, en alvarleg hlut- verk láta henni þó enn betur; það sýnir best meðferð henn- ar á þessu hlutverki. Arndís Björnsdóttir leikur frú Finndal, góða konu og göf- uglynda, með ríkri rjettlætis- tilfinningu. Arndís fer vel með þetta hlutverk, eins og hennar er von og vísa. Hlutverkið er

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.