Morgunblaðið - 11.12.1932, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.12.1932, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ Jóíin. 1932 Það eru orðin óaðskiljanleg hugtök HÁTÍÐARNAR og LIVERPOOL. VERSLUNIN LIVERPOOL hefir í fjölda mörg ár verið nægtabúr Reykvíkinga. Þamgað hafa þeir vandlátustu og hagsýnustu jafnan leitað, og altaf fundið vörur við sitt hæfi bæði hvað verð og gæði snertir. Nú er talað um vöruskort í bænum, og margskonar hátíð- arvörur eru nú hvergi fáanlegar nema í LIVERPOOL. Hin vandláta og hagsýna húsmóðir kaupir allar vörur í LIVERPOOL. Reynslan hefir kent henni það. — Dómi reynslunnar verður ekki áfrýjað. Notfærið yður því reynslu annara og verslið í LIVERPOOL. Hafið þjer nokkumtíma athugað það nægilega vel hvers virði það er fyrir yður sem kaupanda, að öll vöruaf-, greiðsla sje framkvæmd nákvænúega eftir því sem þjer óskið. í LIVERPOOL eru það óskir kaupamdans sem öllu ráða um afgreiðsluna. í LIVERPOOL er það kaupandinn sem segir fyrir verkum. Hin lokaða LIVERPOOL-bifreið flytur tafarlaust heim til yðar hinar umbeðnu vörur. Vörumar úr LIVERPOOL koma því heim til yðar jafn-snyrtilegar og vél um bún- ar og þær væru á búðarborðinu í LIVERPOOL. Getið þjer kosið á nokkuð betra í því efni? verslunin Uverpiol Hafnarstræti 5. Sími 4201. Ásvallagötu 1. Baldursgötu 11. Laugaveg 76. Sími 4203. Sími 4204. Sími 4202. Rjóma-ís. Hinar háttvirtu húsmæður bæjarins biðjum við nú að minnast þess fyrir þessar hátíðar, að okkar alþekti Rjóma-ís er heppilegasti ábætirinn sem fáantegur er. — Hann er betri og ódýrari en nokkur annar ábætir, og auk þes.<r fyrirhafnarminst að framreiða hann. Gestir yðar og heimafólk vonast eftir að fá nú um. há- tíðamar Rjóma-ís frá Mjólkurfjelaginu. Munið því að pa/nta hann í síma 1160. t>ei)firjómi. Við þurfum sennilega ekki að mvríma á að þeytirjóma' þarf til jólanna, en reynsla undanfarinna ára bendir tit að nauðsynlegt sje að minna á að panta hann tímanlega. Þeytirjóminn frá okkur er fyrir löngu viðurkendur að vera sá langbesti sem fáanlegur er. Hann bregst yðUr aldrei, ef þjer munið að halda honum vel kældum. Vandinn er því ekki annar • en sá, að muna að panta hann nógu snemma í síma 1160.. Mjólkurfjelag Reykjauíkur Sími 1160. — tnargir starfsmenn eru þar með hærri laun en prófessorar. Til þess að menn fái nokkra hugmynd um þann viðbótarbagga, sem ríkissjóður liefir fengið með þessum nýju ríkisstofnunum, skal þess getið, að árlegar launagreiðsl- ur útvarpsins nema um 75—80 þús. kr., viðgerðastofu útvarpsins um 15 þús. kr., viðtækjaverslunar- innar um 30 þús., tóbakseinka- sölunnar um 65—70 þús., lands- smiðjunnar um 25 þús., ríkis- prentsmiðjunnar (prentaralaun ekki með talin) um 25 þús., áfeng- isverslunarinnar um 75 þús. kr. og skipaútgerðarinnar um 40—45 þús. kr. Þetta verða samtals yfir 350 — þrjú hundruð og fimmtíu þús- und — krónur í laun á ári. Ríkisstofnanir þessar hafa hing- að til verið reknar sem eins kon- ar pólitískar uppeldisstofnanir. Ekkert hefir verið hirt um að Velja hæfa menn fyrir stofnanirn- ar. Þar hafa aðeins pólitiskar skoðanir komið til greina. Utkom- an hefir orðið eftir því. Þar hafa pólitískir sjergæðingar vaðið uppi með meiri ósvífni og frekju, en j þekst hefir áður. Nægir því til ^ sönnunar að minna á framferði Jónasar Þorbergssonar. Purðu gegnir, að stjórn og þing , eJíuli enn ekki hafa komið auga á þau margreyndu sannindi, að það er þjóðhagslegt tjón af því að taka einstaka vcirur út úr frjálsri samkeppni og setja í rík-, iseinkasölu. Viðtækjaverslunin og tóbakseinkasalan eiga að leggjast J niður og fr jáls verslun að myndast um þessar vörur. Ríkissjóður jafnt I og einstaklingar myndi hafa hag af þessu, beint og óbeint. Skipaútgerð ríkisins er þungur baggi á ríkissjóði og því sjálfsagt, að þessi stofnun verði lögð niður og Eimskipafjelagi íslands falið að annast strandferðirnar. IV. Víðátta landsins og hið mikla strjálbýli sem hjer er, verður þess ! valdandi, að rekstur ríkisbviskap- j arins verður hlutfallslega dýrari hjá oss en öðrum ríkjum. En ein- mitt þess vegna er mjög áríðandi, að gætt sje sparnaðar og hagsýni á öllum sviðum. En er þessa gætt sem skyldi? Vjer höfum t. d. tvær fjölmenn- ar stjettir opinberra starfsmanná, presta- og kennarastjett. Báðar eiga þær við sultarkjör að búa, en kosta þó ríkissjóðinn stórfje, vegna þess hve fjölmennar þær eru. Laun barnakennara og far- kennara, sem ríkið greiðir, munu nema um 500 þús. kr. á ári, og laun presta um 300 þús. króna. Stefna síðustu ára virðist hafa verið sú, að aðskilja þessar tvær stjettir og fjarlægja sem mest bvora frá annari. Engum dylst þó, að störf presta og kennara eru mjög skyld, enda hafa prestarnir um langt skeið verið merkisberar alþýðufræðslunnar hjer á landi. Ef það er meiningin, að íslenska ríkið hafi áfram þjóðkirkju, er alveg sjálfsagt, að nota starfs- krafta prestanna meira en nú er gert. Og það verður einmitt, best gert með því, að fela þeim barna- fræðsluna, þar sem því verður við komið. Með því mætti spara stór- fje og um leið bæta kjör presta og kennara. Vjer höfum 9 bankastjóra við þrjá banka hjer í Reykjavík. Er þörf á þessu? Störfin við Landsbankann eru sennilega orðin það mikil, að þrír bankastjórar eru ekki ofsælir af þeim. Útvegsbankinn gæti vafa- Iaust komist af með einn banka- stjóra og gæslustjóra eða aðstoð- arbankastjóra. En það er blátt áfram lilægilegt, að hafa þrjá bankastjóra við Búnaðarbankann. Þar nægði vissulega einn maður og jafnvel þyrfti ekki fastan bankastjóra þar. Sennilega mælist það misjafn- lega fyrir, að farið er að hreyfa við þessum málum opinberlega. En þjóðin krefst þess, að eitthvað verði gert til að lækka útgjöld ríkissjóðs. Útgjöldin þurfa að lækka um 3—4 milj. á ári minst. Einhvers staðar verður að grípa niður. Hvar sem gripið verður nið- ur mætir það mótspyrnu ýmsra manna. En ekki tjáir að súta það. Wendelarfurinn. Frá því var sagt hjer í blaðinu nýlega, að kona að nafni Elle Wendel í New Vork hafi látið eftir sig 40 miljón- ir dollara. En enginn erfingi sje fundinn að fjenu. Var maður gerð ur út til Evrópu til að liafa upp á erfingjum. Nú er sagt að 2500 raanns h'afi í alt gefið sig fram scm væntanlega erfingja. Plestum hefir þegar verið vísað á bug. Morgunblaðið er 12 síður í dag og Lesbók. Vatnabreylingar. Veiðiós, Skaftárós og Eldvatnsós hafa breytt sjer mikið. í nýútkominni auglýsingu fyr ir sjómenn frá vitamálastjóra, segir svo: I fjðrunni milli Eldvatnsóss og Veiðióss hafa talsverðar breytingar orðið í haust. Veiði- ós og Skaftárós, sem um tíma lágu saman og fjellu í sjó fram i undan miðri Mávabót, liggja nú aftur hver í sínum farvegi, Veiðiós við austurenda Máva- bótar, en Skaftárós við vestur- endann. Gamli ósinn (miðósinn) nokkuð upp í báða gömlu far- vegina, er ófær vegna sand- bleytu, og liggur því leiðin í Mávabót nokkuð öðruvísi en áð- ur. Á svæðinu milli Veiðióss og miðóssins er tekin stefna frá miðju svæði í norðvestur á sjó- merkið. Á svæðinu milli Skaft- áróss og miðóssins, er frá miðju svæði haldið h. u. b. í norður yf- ir farveginn og síðan í austur að merkinu. Yfir farvegana skal farið með gætni, í þeim geta ver ið sandbleytur. Á báðum leiðum segja stauraraðir til vegar. Eldvatnsós hefir færst mikið til austurs og er kominn h. u. b. austur að vöruhúsinu, en úr að- alósnum liggur smáós milli staursins A og vöruhússins beint í austur. Ós þessi liggur til sjáv- ar skamt vestan við Skaftárós. Því er ekki ráðlegt að fara frá staur A að 'Steinsmýrarbænum eins og áður, enda verður sú stikuröð numin burt, heldur ligg ur betri leið fyrst í austur með- fram fjörunni og síðan yfir* smáósinn — í honum geta verið- sandbleytur — annaðhvort að' vöruhúsinu og þaðan með síma— línunni um 11 km. að bænunr Seglbúðum eða austur í Máva- bót, eins og stauraröðin segir til um. Á leiðinni að Seglbúðum, er aðeins ein kvísl, Grænlækur, en hann er jafnan grunnur þar sem síminn liggur. Annars eru þessi svæði hættic leg yfirferðar og því venjulega ráðlegast að haldast við skipið. í lengstu lög. Sjór gengur á land. — Pyrir skömmu voru stormar miklir í Atlantshafi og gekk þá sjór á land á Staten Island, hina frjóv- sömn ey, sem er skamt frá New York. Mynclin sýnir livernig flóð- ið fór yfir eyna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.