Morgunblaðið - 11.12.1932, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.12.1932, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ væri uppi lögum og rjetti í land- inu. — Slíkar yfírlýsingar gefa tilefni tii hugleiðinga. Br það þá svo, að samtök verkamanna beinlínis telji það hlutverk sitt og skyldu, að efna til lagaleysis uppreisnar og- upplausnar í þjóðfjelagi voru, og tcrtímingar hins íslenska ríkis? Væri ákaflega æskilegt, að það fengjust alveg hreinar línur í því máli, svo almenningur í landinu vissi hve margir ísleuskir ríkis- borgarar það eru, sem af alúð og sannfæring vinna að því að rjett- arfar vort og þjóðfjelag leggist í auðn fyrir siðleysi og agaleysi uppvöðslumanna. Kommúnistar. Það getur engum komið á óvart, að kommúnistar sjeu andvígir lög- regluvaldi landsins. Stefna þeirra ber það með sjer. Þeir treýsta ekki málstað sínum svo vel, sem eðlilegt er, að þeir telji mögulegt að þeir nokkru sinni fái meiri hluta þjóðarinnar með sjer, af fúsum vilja. Þeir hugsa sjer að brjótast til valda með ofbeldi og fara ekki leynt með það áform. Þeir vilja, sem eðlilegt er, að and- staðan verði sem minst, lögreglan sem minst, sjálfsvörn þjóðfjelags- ins sem Ijelegust í alla staði. Meðan þeir sjálfir æfa óaldar- flokk sinn til upphlaupa og skemdarverka, stíga þeir fram a sjónarsviðið og bölsótast yfir því, að sjeð sje fyrir lögregluvaldi í laödinu. Slík framkoma er hvorki karlmannleg nje drengileg, en hún er eðlileg, hjá öðrum eins kjafta- öskum eins og kommúnistum. Aðferð þeirra er svipuð því eins og einhver þeirra segði við heið- virðan borgara. Heyrðn góði. Jeg ætla að gefa þjer á kjaftinn. Jeg er að hugsa um að slá þig í rot. Jeg er að undirbúa mig til þess. En þú ert væntanlega ekki svo ósvífinn, bölfaður hundapískurinn, að ætla að verja þig, svo jeg fái ekki óáreittnr að berja þig, eins og mjer sýnist, og þegar mjer sýnist. Bamansemi lónasar lónssonar. Jónas Jónsson skrifar langa grein í Tímann í gær, sem hann nefnir: „Erfrelsið glatað“. Telur J. J. að frelsi þjóðarinn- ar sje nú hætta búin af tvennu, og skal hér tilfært orðrjett úr grein J. J.: „Islendingar voru frjáls þjóð með lýðstjórn í nálega fjórar aldir. Frelsið glataðist vegna þess, að margir af „leiðtogum" þáverandi flokka virtu ekki lög og rjett landsins“. • Og ennfremur segir J. J.: „Þjóðin þarf að venja sig á þann hugsunarhátt að lögin nái jafnt til allra . . . þó að þeir hafi hvítt um hálsinn, eins og þeir væru í verkamannastakk eða á íslenskum skóm upp til dala“. Jafnvel svona alvarlegur sannleikur hlýtur að vekja hlát- ur allra þegar hann heyrist af vörum fyrv. vaklhafa, sem lengst hefir gepgið í hlutdrægni og, lögbrotum með þjóð vorri, f mannsins, sem nú síðast hefir gerst höfuðmálsvari hins „hvít-, brysta“ útvarpsþjófs. Jólasalan hefst á morgun! Þá verða allar vörur verslunarinnar undantekningarlaust seldar með 10°/o afslættl til fðla. Hveiti, sykur og alt annað til bökunar við lægsta verði, alt enn bá ódýrara í stærri kaupum, leytið upplýsinga í búðinni og bjer munuð sannfærast um að hjer er um einstök kostakjör að ræða. E g g stór og góð á 16 aura stykkið. Nýir ávextir: Appelsínur, Bananar Epli ódýr í kössum. Vínber. Sultutau: Útlent og innlent í glösum og lausri vigt. Niðursoðnir og burkaðir ávextir, — allar tegundir. Vörurnar verða sendar um allan bæinn og nágrenni svo fjarlægð yðar frá verslun minni skiftir engu máli. Hring-ið eða komið og semjið um jólainnkaupin við mig, bá munuð b.ier fá mest af jólavarningi fyrir minsta peninga. Virðingarfylst, Hfðrtur Hjartarson. Bræðraborgarstíg 1. Sími: 4256. 5amningamir uið Breta. íslenska nefndin lögð af stað heimleiðis. Samningamennirnir kom- ust að ákveðnu'm niður- stöðum, og halda samn- ingar áfram síðar. London, 10. des. United Press. F.B. Verslunarráðuneytið tilkynn- ir, að viðskiftásamningaumleit- un milli Breta og íslendinga sje nú lokið í bili, en verði haldið áfram síðar með það fyrir aug- um, að samkomulagi verði náð. I tilkynningunni segir, að samn- ingamennirnir hafi komist að á- kveðnum niðurstöðum í vissum atriðum þeirrá mála, sem um er samið. Islenska sendinefndin er nú lögð af stað heimleiðis. Útlendar frjettir. Berlín, 10. des. F.Ú. Sakauppgjöf í Portúgal. Stjórnin í Portúgal hefir veitt mjög víðtæka uppgjöf saka, sem afarmargir pólitískir afbrota- menn njóta góðs af. Meðal þeirra, sem gefnar eru upp sak- ir, er einn fyrverandi ríkisfor- seti og einn fyrverandi forsæt- isráðherra. Schleicher afnemur neyðar- ráðstafanirnar. Blaðið Frankfurter Zeitun- segir frá því, að von Schleicher inuni birta stefnuskrá sína í næstu viku. — Muni hann með- al annars afnema allar þa:r neyðarráðstafanir, sem settar hafa verið. — Telur blaðið það ef til vill hættulegt, en von Schleicher muni ekki hika við að láta ráðstafanir” ' ''V1: aftur ef það reynist, að ástandið versni. Blaðið Times segir, að sam- þykt ríkisþingsins í gær, um að forseti ríkisrjettarins skuli gæta ríkisforsetaembættisins í for- föllum Hiodenburgs, muni . styrkja aístöðu stjórnarinnar ! inn á við. — Stjórnarskiftin muni engum breytingum valda í utanríkisstefnu Þýskalands, því það megi segja að öll þjóðin . standi á bak við þær kröfur, sem gerðar hafa verið. ! Strasser og Hitler ösammála. 1 Sögur hafa gengið um það, að Gregor Strasser sje genginn úr Nazistaflokknum sökum ósam- , lyndis við Hitler, en Nazistar • hafa borið það til baka. — Nú l skýrir blaðið Völkischer Beo- ! bachter frá því, að Strasser hafi , látið af öllum störfum í þágu i flokksins og hafi Hitler fyrst um ! sinn tekið við störfum hans. Afvopnunarmálin og afstaða Frakka. I Genf munu sjerfræðingar fimmvelda-fundarins koma sam an á morgun. — I nótt var rætt um tillögu Þýskalands, sem fer í þá átt, að ákvæði sje bætt við tillögu Herriots, að helsta ör- yggisráðstöfunin skuli vera al- menn afvopnun. — Fulltrúi Frakka neitaði algerlega að samþykkja þessa þýsku tillögu og kvað hann Frakka alls ekki Jgeta gengið lengra en gert væri í í áætlun Herriot. ! ' Borgarastyrjöld er yfirvofandi í Mexiko. Landstjórinn í Vera Cruz, sem einnig mun vera frambjóðandi við íorsetakosningarnar næsta ár og á marga fylgismenn í Mexi- ko, hefir safnað um sig 15 þús- und manna liði og býst til bar- áttu gegn stjórninni í mótmæla- skyni gegn ráðstöfunum, sem stjórnin ætlar að gera í land- búnaðarmálum. — Stjórnin hef ir sent 5' riddaraliðssdeitir til Vera Cruz. Heildsðlnbiryðir Ræstiduft — Sódi — Blautsápa. Gólf klútar. Sími: einn—tveir—brír<—fjórir. Mansjúríudeilan. Mansjúríumálinu hefir nú ver ið vísað til þjóðanefndar þjóðabandalagsins. — Stjórnin í Tokio hefir mótmælt þessu og telur það ganga í bág við allar venjur þjóðabandalagsins, því að í nefndinni eigi sæti þrjár þjóðir, sem ekki.sjeu í þjóða- bandalaginu og krefjast Japan- ar þess, að þjóðabandalagið fjalli sjálft um þessi mál án í- hlutunar annara. Friðarverðlaun Nobels. Nobelsverðlaununum var út- býtt í Stockbólmi í dag. Voru þar viðstaddir Ameríkumaður- inn, sem fær verðlaun fyrir eðl- isfræði og Englendingarnir, Sherrington og Adrian, sem .fá verðlaun fyrir læknisfræði. Galsworthy gat ekki mætt sök- um veikinda og tók Breski sendi herrann við verðlaununum í hans stað. Hœolahornið sem pTÍska p;oðsaffan segir að Zeuz hafi gefið dætrum Melisseusar, er enn barm dag í dag notað sem tákn upp á allsnægtir í einhverri mynd. Komið og skoðið „Nægta- hornið“ okkar þegar í dag. C H I C Bankastræti 4. Fundvís gulrófa. Fyrir þrem ár- um vildi það til í borg einni í Suður-Svíþjóð, að slökkviliðsmað- ur einn týndi giftingarhring sín- um við húsbruna. í haust fekk hann hringinn. Askan úr bruna- rústunum hafði verið borin á rófnaakur. Rófa ein óx i sumar utanum hringinn, svo hann festist í rófunni og kom upp með henni við uppskeruna. p Konunglegur hirðsali Honfektgerðin heldur sýningu á framleiðslu sinni í dag og þessa viku, í Sýningarskálannm Austurstræti 20. Heildsala Smásala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.