Morgunblaðið - 11.12.1932, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Vörusýning í jólabúðinni
HAMBORG í Öag.
Mest spennandi frá kl. 5-7 síðð.
Hvergi eins mikið úrval af jólagjöfum.
skrifað bók um líkamsvöxt fslend-1 einna minstui-
inga. Jeg vil hrekja það, sem þar j veröldinni. En
stendur. Ekkert er hægara. -Feg
forðast að eins bók G-. H. eins og
heitan eldinn, en opna tvær eða
þrjár aðrar bækur um Islendinga.
Þar er ekkert minst á líkamsvöxt
þeirra og jeg álykta hróðugur:.
Alt endileysa hjá G. H. fslending-
ar hafa engan líkamsvöxt!
Hjer á landi er ekki bruggað á-
fengt öl, og hjer er svo sem ekk-
ert um áfengt öl. -leg vara við
þeirri hættu, sem meðal annars
börnum mundi geta stafað af
því, ef áfengt öl yrði hjer á hvers
manns borði. G. H. líst ekki á
þetta. Hann hringir upp skóla-
læknana hjer í Reykjavík og
spyr: Er nokkui' drykkjuskapur
í barnaskólunum ? Nei, segja
skólalæknarnir, og er alls ekki
víst, að þeir viti nokkurn hlut
um það. Gott, börnum stafar þá
engin hætta af áfengu öli. Því að
það, að börnin drekka sig ekki
full af ölinu áður en það kemur,
er sönnun fyrir því, að þau bragða
það ekki þegar það kemur!
Það er ekki „blindaður" maður,
sem hefir slík rök á takteinum.
drykkjuskapur í
— afleiðingarnar
urðu samt ægilegar („the results
were disastrous“ j — Sydney
Smith, prestur og merkur rithöf-
undur, skrifar hálfum mánuði eft-
ir að iögin gengu í gildi, og eru
ummæli hans tekin upp í alfræði-
hækur sem óhlutdræg lýsing á á-
standinu:
..Nýju bjórlögin eru iiyrjuð að
verka. Allir eru fullir. Þeir, sem
eklci eru syngjandi, liggja afvelta
og teygja frá sjer skankana. Þjóð-
in er í dýrslegu ástandi („The
sovereign people are in a beastly
state“)“.
Er ekki að orðlengja það:
Drykkjuskapur jókst afskaplega.
Nautn brendu drykkjanna mink-
aði ekki. Og ný lög varð að setja
til að hnekkja ósköpunum.
Umræðurnar á Alþingi um öl-
feumvarpið urðu endasleppar.
Fyrstu umræðu var f’rest.að þegar
í bvrjun, og var eins og öllum
kæmi saman um það, flutnings-
mönnunum jafnt og öðrum.að ekki
þýddi að hreyfa málinu meir á því
þingi. Mjer gafst því ekki tæki-
færi til að geta um klassiska fil-
raun, sem einu sinni hefir verið
gerð í veröldinni til að draga ur
nautn brendra drykkja með því
að gera mönnum greiðan aðgang
að áfengu öli. Nota jeg því tæki-
færið til að skýra frá henni hjer
og tileinka frásögnina gömlum
kennara mínum, G. H.
Fyrir röskum hundrað árum
var drykkjuskapur svo mikill og
útbreiddur í Englandr, að öllum,
og jafnvel löggjöfunum, ofbauð.
Og þurfti nokkuð til þar í landi og
á þeim tímum. 1830 voru big sett
af parlamentinu, sem kölluð voru
b jórlögin, „with the desire of
displacing spirits bv beer“ (þ. e. í
því skvni, að ölið útrýmdi nautn
brendra drykkja). Hver sá, er
skatt greiddi, mátti opna ölstofu
gegn tveggja gínea gjaldi. A sex
mánuðum voru 24342 ölstofur opn-
aðar. Menn gæti nú vel að því, að
ástandið var svo slæmt fyrir, að
fáir munu hafa haft trú á, að það
gæti versnað, en ekki eins og bjer,
þar sem þrátt fvrir alt mun vera
Það eru auðvitað blygðunar-
ilausar ýkjur og þvert ofan í
prentaðar tölur, að hjer á landi
hafi alt flotið í öli fyrir bannið.
1906—1910 nam öldrykkjan, eftir
því sem G. H. segir sjálfur, 4,2
lítrum á mann á ári, og þar af
hefir eflaust verulegur hluti verið
óáfengt öl. Fullyrða má, að það
hafi verið viðburður, að öl væri
notað á heimilum, því að mest
hefir eflaust verið þambað á öl-
stofum og drykkjukrám. Berum
þetta saman við öldrykkjuna í
Þýskalandi og Austurríki: 67.6 og
72.4 lítra á mann á ári, og hvað
hjer gæti skeð nú, miðað við aðra
eyðslu og gerbreytta lifnaðarhætti
frá því fyrir bann, ef áfengt ö!
væri bruggað í dandinu og boðið
kappsamlega út.
En. þess er því miður að minn-
ast, að þau heimili voru til fyrir
bannið, þar sem ölið flaut um
borðin fyrir börnunum, og skal
jeg nefna einslega fyrir G. H.
dæmi um barnalán sumra slíkra
heimila, og þekti jeg þau ekki
mörg, að ógleymdum sumum ung-
rnenn og hvers konar prangarar
um að auglýsa fjölbreytt úrval og
margvíslegar tegundir við hvers
eins smekk? Er það til þess að
minna gangi út af varningnum ?
Og- er það ekki einkum þjóðráð,
að haJa úrvalið nóg og þynning-
arstigin mörg, þegar um áfengi
er að ræða, sem hefir það eðli, að
minna og veikara kallar í meira
og sterkara og sífelt í meira og
sterkara? Er það ekki lævís
tilraun, til að koma gjaldlitlum
unglingum á bragðið, að gera
þeim fyrstu sopana fala fvrir
nokkra aura? Eða er unt að ginna
erfiðismenn þrælslegar, en að
Iauma áfengi ofan í þá þreytta
og þyrsta með ljúffengum, til-
tölulega ódýrum svaladrykk? Nei,
sjálfur fjandinn getur ekki fund-
ið upp djöfullegra snjallræði til
að eitra fyrir fólkið og ekki um
það bætt með neinu öðru en að
bregða sjer í líki prófessors í
heilbrigðisfræði, ganga fyrir hvers
manns dyr, benda á hina „góðu
blöndúþ vitna í Heilaga ritningu
og segja með postulanum: Reynið
og prófið alla hluti.
1. desember 1932.
Vilm. Jónsson.
Svar
frá Guöm. Hannessyni.
Ekki er það nema mannlegt og
eðlilegt, þó landlæknir reyni að
verja ummæli sín í þeirri frægu
þingræðu um ölið. Kjarni hennar
þar þessi:
1) Því meira sem drukkið er af
: öli, þess meira er drukkið af víni
cg líka af brendum drykkjum.
2) Börn myndu fara að drekka,
ef leyft væri að brugga áfengt öl.
Hvað fyrri staðhæfinguna snert-
ir getur hver skynsamur, maður |
sjeð a,ð hún er röng, et dæma j
Hvernig fer svo landlæknir að
verja sína skoðun? Hann tilfærir,
að því virðist úr Árbók Hagstof-
unnar. tölur um áfengisnautn í 6
löndum af 29, sem þar eru talin
log týnir úr þau löndin, sem
sýnast sanna, hans mál — en
sleppir hinum, sem fara í gagn-
stæða átt. Þetta eiga víst að vera
hin „sönnu vísindi“, sem hann
kallar.
Til þess að taka allan efa af um
hvað tölur þessar sanna, ef nokk-
uð væri, í öllum löndunum hefi
jeg snúið mjer til skrifstofustjóra
Brynjólfs Stefánssonar, en hann
er manna fróðastur í þessum efn-
um. Dómur hans er á þessa leið:
•leg vil nú skjóta þessu máli tif
lesenda minna. Hefir nokkur ykk-
ai , sem man tímana fyrir bannið..
orðið þess var, að öl tældi börn
til drykkjuskapar? Ef ekki, þá
býst jeg við, að við getum tekið
fullyrðingar landlæknis með ró og
þær grunsamlegu tölur, sem hann
tilfærir, sunnan úr löndum, eða
; öllögin ensku frá 1830. Það eru til
splundurnýjar rannsóknir um á-
fengisnautn í Englandi, en svo
langt þurfa þeir að seilast, sem
verja rangt mál.
,,Skýrslurnar, í Árbólc Hagstof-
unnar 1930, um áfengisneyslu í 29
löndum, sýna alls ekki að mikilli
ölnautn fylgi mikil nautn af víni
eða brendum drykkjum, heldur
frekar hið gagnstæða.11
Sennilega er þá botninn sleginn
í þetta mál. Þvkir mjer leitt að
lækni. skuli hafa hent það, að fara
bæði hlutdrægt með tölur og
d.raga rangar ályktanir af þeim.
Að vísu bætir það nokkuð úr. að
nú segir hann að þær sjeu aðeins
..athyglisverðar líkur“, en þessar
líkur benda eindregið til að land-
læknir fari með rangt mál.
•Teg' hefi þá svarað því sem er
svaravert í þessari grein land-
læknis, sem annars er full af hár-
togunum, skætingl og grobbi, og
gerir mjer upp orð og skoðanir,
sem eru mjer fjarri. Jeg stend
jafnrjettur fyrir öllu þessu, engn
síður en bullinu í Sóku. Þó vil jeg
spyrja landlækni að einni spurn-
jingu: Hvar og hvenær hefi jeg
| týnt saman logna klæki, sem eiga
j sjer stað í bannlöndunum og kenni
I banninu um?
G. H.
lingunum, sem ólust upp við buð- • skal
arborðið, innan um ölkassana og
fvringum lekabytturnar. Og mörg-
um öðrum unglingum, ekki síst
skólamönnum, reyndist ölið hættu-
leg beita. og kunnum við G. H
báðir þar um fjölmörg dæmi.
Jeg fyrirverð mig raunar fyrir
að hafa verið að leita úti um öll
lönd að tölum og dæmum til_ að
leiða líkur að því. að áfengisnautn
mundi aukast í landinu við al-
menna sölu á áfepgu öli. A ekki
hver maður að sjá það í hendi
sinni án þess? Því keppast kaup-
Hún
eftir 30 ára reynslu hjá oss.
er á þessa leið:
Árleg neytsla áfengis á mann.
Ár. Öl. Vín. Br. dr. Itr
1881—1885 1.6 1.3 2.3
'1891—1895 2.1 0.8 2.2
1901—1905 3.3 0.7 1.6
1906—1910 4.2 0.6 1.3
Hjer er ekkert um að villasl
•Jafnframt því sem iilið hefii' vaxið
minkar vín og brendir drykkir, en
eftir kenningu landlæltnis hefðu
þeir átt að vaxa. Útlenska reynsl-
an fer í sömu átt.
Þá er hin fullyrðingin um ölið
og börnin. Þó ekki höfum v.jer
rieinar slcýrslur um drvkkjuskap
barna, ])á höfum vjer nokkra
rejuislu um þetta áður en bannið
gekk í gildi. Mín revnsla nær frá
1889 til 1912 og allan þennan tíma
hefi jeg aldrei orðið var við drykk
felt, barn á skólaaldri, hvorki í
Kaupmannahöfn, á Akureyri eða í
Eeykjavík, og var þó skólalæknir.
Það var þó nóg af áfengu öli á
j þessum árum. Sigurður Jónsson,
j skólastjóri. man þessa tíma og
j ekki mun hann segja rangt frá.
I.Ekki hefir hann orðið var við
drykkjuskap á skólabörnum.
j Eftir bannið má heita að áfengt
} ÖI væri úr sögunni, en hjer í
Reykjavík og víðar hefir verið
nóg af vínum, sem börn þyggja '
vegna spurði
í Reykjavík,
frekar en öl. Þess
jeg skólalæknana
hvort þeir liefðu orðið varir við
að börn drykkju. Þeir vissu þess
engin dæmi, þó eðlilegt væri það,
að stöku sinnum kæmi slíkt fyrir,
engu síður en þjófnaður eða aðr-
ir óknyttir.
Útvarpið í dag: 10,40 Veður-
fregnir. 14,00 Messa í fríkirkj-
unni. (Síra Árni Sigurðsson).
15.30 Miðdegisútvarp: Erindir
Fósturþróunin í dýraríkinu, IV-
(Árni Friðriksson). Tónleikar. —
18,45 Barnatími. (Síra Friðí-ik
Hallgrímsson). 19,30 Veðurfregnir
19,40 Gramnjófóntónleikar: Kvart-
ett og Kvintett úr ,,Maskenball“
eftir Verdi; Kvartett úr „Rigo-
!et,to“ eftir Verdi; Sextett úr „Lu-
eia di Lammermoor" eftir Doniz-
etti. 20,00 Klukkusláttur. Frjett.ir.
20.30 Erindi: Skíðafarir. (Bene-
dikt Jákobsson). 21,00 Grammó-
fóntónleikar: Beethoven: Symp-
honia nr. 5. Einsöngur. Verdi: Sie-
hat mieh nie geliebt, úr „Don
Oarlos“ (Kipnis) ; Schumann:-
Die beiden Grenadiere og Wid-
mund (AValter Kirschhoff). Schu-
man: Ich grolle nicht (Schorr),-
Richard Strauss: Traum durch die
Dámmerung (Friedrich Schorr).
Danslög til kl. 24.
Útvarpið á morgun: 10,00 Veð-
urfregnir. 12,15 Hádegisútvarp.
16,00 Veðurfregnir. 19,05 Gramm
ófóntónleikar. 19,30 Veðurfregnir
19,40 Tilkynningar. Tónleikar.
20,00 Klukkusláttur. Frjettir.
20.30 Erindi: Frá útlöndum (Sr.
Sig. Einarsson). 21,00 Tónleikarr
Alþýðulög (Út-varpskvartettinn).
Fiðlusóló: Beethoven: Kreutzer-
sónatan. (Georg Takács.)