Morgunblaðið - 02.07.1933, Síða 5

Morgunblaðið - 02.07.1933, Síða 5
Sunnudaginn 2. jálí 1933. 5 Vega- og brúargerðir í sumar. Bflfært til Husifjarða að sumri. Unnlð fyrlr nál. 1.400.000 krön- ur I ðr. Frðsugn fisirs B. Zoega vegamálasljöra. Geir G. Zoéga vegamálastjóri er nýkominn heim úr ferðalagi um Austur- og Norðurland. Hefir blaðið haft tal af honum og fengið hjá honum eftirfar- andi frásögn um vega- og brú- argerðir á þessu sumri. Mikið hefir verið unnið að samgöngubótum á þessu vori. Fjárveitingar til vega- og brúar- gerða á fjárlögum þessa árs eru rúmar 900 þús. kr. En auk þess er unnið fyrir um 450 þús.! kr. lánsfje* er sýslur og hrepp- ar og einstakir menn hafa lagt fram og lánað ríkissjóði, til að hrinda vissum samgöngubótum í framkvæmd. ‘ í júnímán. fram að slætti munu um 1000 manns hafa unn-, ið að samgöngubótum. Stærstur hefir vinnuflokkurinn verið við Markarfljót. Þar hafa unnið 100—120 manns. En eftir slátt-' arbyr j un fækkar mönnum í. vegavinnu til muna. . Bílfær vegur milli Norðurlands ' og Austfjarða. Mikill áhugi hefir verið fyrir því, að gera veginn um Jökuldal og Möðrudalsöræfi bílfæran, svo hægt verði að komast á bíl frá Norðurlandi og alt til Reyðar- fjarðar. Kaflinn frá Grímsstöð-’ um á Fjöllum og að Jökulsár- brú við Fossvelli hefir fram til þessa ekki verið bílfær. j Nú í vor hafa tveir flokkari unnið að vegabótum á þessum! kafla, og er nú orðið bílfært að Möðrudal. En vegabótaflokknum á Jökuldal mun takast á þessu sumri að gera bílfæran veg að Gilsá, sunnan við Skjöldólfs- staði. Brú verður sett á Gilsá á næsta ári. Þá ætti og að takast að ljúka við að gera kaflann milli Möðrudals og Gilsár bílfær- an. Er sú vegalengd um 32 k'ló- metrar. Til þessa verks, sem I gert verður í ár, leggja sýslurn-, ar, Norður- og Suður-Múlasýsla fram lánsfje. Hafa þær fengið til þess aðstoð nokkurra Aust- firðinga, hjer fyrir sunnan. Aukí þess hefir Jökuldalshreppur lagt( fram 20 þús. kr. til þessarar vegagerðar í fje og vinnufram- lagi. Trygg verður bílleið þessi ekki fyrri en komnar eru brýr á Hólsselskíl á Fjöllum, og nokkrar smáár í Jökuldal, en þær verða væntanlega gerðar á næsta ári. En þó vegur þessi verði bílfær, má búast við að hann verði fyrst í stað fremur seinfarinn með köflum, eins og aðrir ruddir, ófullkomnir akveg- ir, er gerðir hafa verið víða um land á undanförnum árum. En að loknum þessum vega- bótum á næsta sumri, ætti að mega takast að koma póstbíla- ferðum á milli Akureyrar og Reyðarfjarðar. Vegalengd sú er um 370 km. Yrðu það tvær dag- leiðir og þá fjórar dagleiðir þægi legar milli Reykjavíkur og Reyð- arfjarðar í bíl. En þegar tekin er með hin bílfæra vegalengd um Suðurland alt fil Kirkjubæj- arklausturs, eftir að brúin er komin á Múlakvísl og nokkrar aðrar ár undir Eyjafjöllum, verður bílfæra leiðin alt frá Kirkjubæjarklaustri, vestur og norður fyrir til Reyðarfjarðar um 1100 kílómetrar. Fjarðarheiði. Unnið er að því nú, að gera Fjarðarheiði bílfæra. Fjárveit- ing til þeirra vegabóta er á fjár- lögum næsta árs 10 þús. kr. En til að flýta verkinu, hefir Norð- ur-Múlasýsla og Seyðisfjörður lagt fram 25 þús. kr. að láni til bráðabirgða. Er hætt við að sú fjárhæð nægi ekki til að gera alla heiðina bílfæra. Lakasti kaflinn á Norður- landsvegi hefir Reykjaheiðin ver ið. Ilún er lagfærð til muna í sumar, svo hún ætti að verða sæmilega bílfær. Þá er Holtavörðuheiði. Hún er nú með fjölförnustu fjall- vegum og altaf ógreiðfær bílum, enda þótt þurviðri sjeu. Upp- hleyptan veg er verið að leggja um heiðina, upp úr Norðurárdal. Má búast við að braut sú nái upp að Hæðarsteini í haust. Er þá lagður vegur um Vt heiðar- innar. En fjárveiting til þeirr- ar vegagerðar er ekki eins mikil og æskilegt Væri. Umferðin á veginum milli Akureyrar og Reykjavíkur er miklu meiri en hún var í fyrra, enda eru áætlunarferðir bíla nú með betri skipun en áður. Blönduós -er venjulegast gisti staður bílferðafólks á þessari leið. Þar hafa stundum gist í sumar 60—70 manns. Kvenna- skólinn er þar notaður sem gisti- hús. Annar lakasti kaflinn á veg- inum til Akureyrar en Holta- vörðuheiðin, er vegurinn inn, fyrir Hvalfjörð. Unnið hefir verði nokkuð við Kjósarveginn í sumar. En hann kemst ekki að Reynivallahálsi í ár. Við Hval- fjarðarveg hefir sama og ekk- ert verið gert. Og Kaldadals- vegur hefir verið lá+’nn eiga sig, því leggja verður aðaláhersluna á leiðina um Hvalfjörð. Kaldi- dalur er nú talinn fær bílum eins ig er. Markarfl j ótsbrúin. Merkasta samgöngubótin sunn anlands er Markarfljótsbrúin. Hún er bygð fyrir lánsfje, sem kunnugt er, svo og önnur mann- virki í sambandi við hana. Sjálf brúin kostar um 100 þús. lcr.; hún er úr járnbentri steinsteypu og verður rúmir 200 metrar á lengd. En í sambandi við hana verður gerður varnargarður á- leiðis upp að Stóra-Dímon, er kostar álíka mikið, til þess að veita fljótinu undir brúna. Þá er og gerður vegur austan við Markarfljót, suður að Selja- landi. Unnið er að brú á Klifanda, einnig fyrir lánsfje, og er Haf- ursá veitt í farveg Klifanda. Og byrjað er á vegagerð austan við Vík í Mýrdal upp Kerlingar- dal- og Höfðabrekkulieiði upp að væntanlegu brúarstæði á Múlakvísl. niþýðublaöið og norsku samningarnir Þess eru sjálfsagt engin dæmi með siðuðum þjóðum, að þeir menn sem hafa verið valdir til að halda á málefnum þjóðar sinnar í samningum við aðrar þjóðir, sjeu vændir um það, að láta í slíkum samningum stjórn- ast af flokksliagsmunum, hvað þá eiginhagsmunum. Allir viti- bornir menn skilja, að samninga- mennirnir halda á málefnum sinnar þjóðar, eftir því, sem þeir hafa vit og þekkingu til, og er við- horf þeirra eingöngu eitt: hvern- ig er hagsmunum þjóðarinnar best borgið. Þess vegna er það, að þótt menn vitaskuld oft greini á. um niðurstöður samninganna, þá er það aldrei notað til óhróðurs og rógburðar um samningamennina, og sjaldan tiL harðvítugra árása á þá ríkisstjórn sem ábyrgðina ber. Jeg hefi nú átt ýmsu að venj- ast af andstæðingum mínum, en liefi mjög sjaldan látið mig það nokkru skifta. En mi þykir mjer þó úr hófi keyra: Á Alþingi var það borið á mig af einum þingm. jafnaðarmanna, óbeint þó, að fje liefði verið á mig borið og hefði jeg afsalað Norðmönnum frumburðarrjetti íslendinga fyrir. Og mi hefir Alþbl. hvað eftir annað gefið í skyn og raunar fullyrt, að við samningagerðina hafi jeg vitandi vits fengið Norðmönnum aðstöðu til samkepni við íslendinga í því skyni að fella verðlag á nýrri síld, til hagsmuna fyrir hluta- fjelagið Kveldúlf! Mennirnir, sem bera þetta á mig, vita, að jeg hefi gert ait sem í mínu valdi stóð, til þess að gæta hagsmuna þjóðar minnar. Þeir vita líka, að jeg hefi all- góða þekkingu á þeim málum, sem um var samið. Og þeir vita ennfremur að samningamir eru eftir atvikum betri en nokkur hafði búist við. En þeir halda, að þeir geti unnið frá mjer einhver atkvæði með því, að bera mig slíkum Vopnum. Þessum piltum, er ver við, að vera staðnir að aulaskap en ó- þokkahætti. Jeg læt því nægja að benda á, að verðfall á nýrri síld er Kveldúlfi ekki til fram- dráttar, heldur til tjóns. Kveldúlfur á sjö togara. Til þess að geta unnið úr síldar- afla þeirra, hefir fjelagið nú í tvö ár orðið að leigja Sólbakka- stöðina til viðbótar við bræðslu- stöð þess á Hesteyri, og hefir fjelagið enga nýja síld keypt til bræðslu í mörg ár og aldrei dottið í hug nein síldarkaup af Norðmönnum. Hitt er svo auð- skilið mál, að því lægra verðlag Framboðslnndir i Ballbringn- og Kjósarsýsln Boðum til ettirtaldra funda: í Keflavík miðvikudaginn 5. þ. m. kl. 8 síðd. í Höfnum fimtudaginn 6. þ. m. kl. 3 síðd. í Grindavík fimtudaginn 6. þ. m. kl. 8 síðd. Að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd laugardaginn 8. þ.mán. kl. 3 síðd. í Gerðum sama daga kl. 8 síðd. Sandgerðisfundurinn verður auglýstur síðar. Úlafnr Tbors. Gnðbrandnr Jónsson. m Klemens Jónsson.^ Hjðrtnr Helgason. Pðstbflllnn fer norður á þriðjudag. Pantið far á Steindórsstöð, simi 1580. sem er á nýju síldinni, því lægra verð verður Kveldúlfur að reikna sínum skipum, ef hann á að standast samkepni um sölu á mjöli og lýsi við hinar verk- smiðjurnar sem kaupa á opnum markaði af íslenskum og erlend- nm skipum. Það er því lífsskil- yrði fyrir Kveldúlf, sem bæði á skipin og bræðslustöðina, að verðlag á nýrri síld sje sem allra hæst, en ekki sem lægst, og því alveg augljóst mál, að ef mjer hefði tekist svo slysalega til við samningagerðina, áð af hlytist verðfall á nýrri síld, mundi eng- inn einn aðili skaðast á því til jafns við Kveldúlfs. Þetta skilja allir, og væntanlega líka bjálfar þeir, sem skrifa í Alþýðublaðið. Til þessa hefi jeg ekki virt Alþýðublaðið þess, að draga það fjuir lög og dóm, út af óliróðri um mig. Það var af því að Ól- afur Friðriksson var ritstjóri. — Nú hefir honurn verið vikið frá, og í hans stað settur sannkrist- inn guðfræðingur, sem setið hef- ir >á háskólabekknum í fjögur ár, til þess að æfa sig í ,,leitihni að sannleikanum". Honum hefi jeg nú stefnt fyrir meiðyrðin, með- fram af því, að mjer er ekki grunlaust um, að lögin og dóm- ararnir reynist honum betri kennarar en biblían og guðfræði- prófessorahnir. Ólafur Thors. fiuðrún Lðrusdúttir. í Alþýðublaðinu í samnefndri grein stendur þetta: ,,Frá bernsku- árum mínum eru mjer minnisstæð- ar smásögur Guðripiar Lárusdótt- ur .... og þóttist kenna mikillar hlýju til málstaðar þeirra sem aumastir eru allra, fátækustu stjetta þjóðfjelagsins. Og mjer fanst þá, að þessi samhugur og hlýja færi vaxandi með hverri smásögu sem frviin ritaði.“ Og svo kemst greinarhöfundur að þeirri drengilegu niðurstöðu að frú G. L. hafi skrifað allar þessar sögur til að hækka sig í verði — aulca sjer fylgi fyrir Alþingiskosn- ingarnar 1930, — nær þrjátíu ár- um áður en hfin byrjaði ritstörf. Hafið þið lesendur góðir heyrt öllu óskynsamlegri eða ótrúlegri getsakir. Margvísleg eru vopnin sem notuð eru, þar sem öfund ræður ríkjum. En eitt er víst, að manngildi G. L. verður ekki vegið með slíkum vopnum. Mikla eftirtekt vakti það meðal allra skynbærra manna, að sum- arið sem G. L. var í kjöri til Al- þingis í öðru sæti á landslista Sjálfstæðisflokksins, eftir ósk margra fátækra og ríkra, að þá byrjuðu ofsóknirnar gegn G. L. sem ekki verkuðu að vonum nema til þess að auka henni fylgi enn meira, og þá um leið hennar gjæsilega sigur, og var þó við einn mesta áhrifamanns Alþýðuflokks- ins að etja, þar sem var þáverandi ritstjóri Alþýðublaðsins, H. G. — Fyrir sæmilega greinda menn hefði þessi staðreynd átt að nægja en af skiljanlegum ástæðum hefir hún ekki reynst fullnægjandi fyrir suma skriffinna Alþýðublaðsins. Látlaust hafa þeir, þrátt fyrir staðreyndina haldið áfram npp- teknum hætti að rógbera G. L. en eðlilega liefir sá rógburður valtið einhuga fyrirlitningu allra heiðarlegra manna. í niðurlagsorðum í fyrnefndri grein segir höfundur að hann sjái sjer ekki fært að setja nafn sitt undir greinina, vegna þess að hann vinni hjá Kveldúlfi og býst við að hann yrði rekinn. Er nú hægt að játa sekt sína öllu skýrar en þettal Höfundur þorir ekki að láta nafns síns getið, vegna þess að hann óttast, að hann yrði rekinn frá starfi, svo glögga grein gerir hann sjer fyrir hve ósæmileg sje þessi ritsmíð, að hann sjálfur ályktar að heiðar- lcgir menn vilji ekkert hafa sam- an við sig að sælda, ekkert með sig að gera. Þessi ályktun talar sínu máli og sýnist ekki þurfá frekari skýringar. Mikill hluti af þessari umræddu grein, eins og yfirleitt öllum árásargreinum gegn frú G. L. er langt fyrir neðan það sem hægt er að taka til greina. Alþýðufólk! Varið ykkur á blekkingunum, samviskan er átta- vitinn. Farið eftir því sem hún bendir. Alþýðukona.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.