Morgunblaðið - 02.07.1933, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1933, Blaðsíða 8
r 8 MORGUNBLAÐIÐ Úlæti ð Siglufirði. Kommúnistar ráðist á verkamenn verksmiðj- unnar. Stjórn verkalýðsfjélags Siglu- fjárðar, með lióp kommúnista, rjeðist í gær að verkamönnum þeim, sem voru við vinnu í sílcl- arverksmiðju ríkisins á Siglufirði, og- hröktu þá frá vinnunni, rifu af þeim verkfærin og höfðu ýms- an óskunda í frammi. Alls voru kommúnistar þarna um 60. Það var um kl. 1, er ólæti þeirra hófust, og höfðu þeir flæmt menn frá vinnunni um kl. 5. Undirbúningi í verksmiðjunni, undir móttöku síldar, er nú lokið. Hingað til hefir þar verið greitt taxtakaup. Ólæti kommúnista eru út af kaupdeilu, sem þeir hafa stofnað til í verksmiðjunni enn á ný, í trássi við verkamennina, sem vinna í verksmiðjunni. Viðskiftaráðstefnan Rússar láta undan og sleppa bresku verkfræðingunum. London 1. júlí. TJnited Press. PB. Samkomulag hefir náðst milli Breta og Rússa á viðskiftamála- ráðstefnunni, um að afturkalla allar ráðstafanir um viðskifta- hömlur, sem gerðar voru út af dómi í máli hresku verkfræðing- anna í Moskva. Þeir Thornton og Mae Donald, sem dæmdir voru til fangavistar í Moskva, verða látnir lausir í kvöld. Dagbók. □ Edda 593378. Ferðalag. — Þátttaka tilkynnist fyrir 6. þ. m. Veðrið í gær: Yfir Grænlandi og Grænlandshafi er grunn en víðáttumikil lægð og nærri kyr- stæð, Yindur er SY-lægur um alt láúd og yfirleitt hægur. Um vest- urhluta landsins hafa gengið skúr- ir í dag, en austanlands er veður þurt. Hiti er víðast 10—12 stig sumstaðar, heldur meira á N- og A-landi. Veðurútlit í Rvík í dag: SV- gola. Smáskúrir, en bjart á milli. Háflóð í dag kl. 12 á hádegi. Betania. Samkoma í kvöld kl. 8y2 síðd. Frk. Kristín Sæmunds segir frá nýjustu trúarvakningum í Kína. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkomur í dag: Barna- samkoma kl. 10 árd. Almenn sam- kóma kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn. 'Útisamkomur sunnudagsins: kl. 10 árd. í Sól- eyjargötu kl. 4 síðd., við Verka- mahnabústaðina kl. 7y2 síðd. á Lækjartorgi. Samkomur í salnum kl. 11 árd. og 8i/2 síðd. Kapt. K. Westergaard stjórnar. Úr þýsku blaði höfum vjer fengið úrklippu, frjett frá fs- landi og er hún svohljóðandi: „Vjer trúum því ekki, en þó er það satt, að í Reykjavík á íslandi, hefir Utvarpsstöðin sagt frá því eins og ekkert væri um að vera, enda þótt lífshætta væri yfírvofandi. að jarðskjálfti hafi orðið þar, Með rósemi þessari var komið í veg fyrir að alt lenti í uppnámi. Eftir að hlustendur höfðu fengið fregn Útvarpsins, géögu þeir rólegir út úr húsum Vielsflíraflelag Islands. Samkvæmt skrifleg-ri áskorun fjölcla fjelag:smannay. verður auka-aðalfundur haldinn mánudaginn 3. júlí kL 4 síðd. í Kaupþingssalnum. Fjelaffsstjórnin. Bifreiðastðð íslands, Hafnarsiræti 21. m > Simi 1540. <- <m f iicmisit fatahrcinsun (ituu £augav«$34 J&ímit 4500 Fullkomnar vjelar. Nýjustn og hestu efni. Þaulvant starfsfólk. 10 ára reynsla. sínum. Jarðskjálftann var ann- ars stuttur, og voru það aðeins nokkur hús utan Reykjavíkur, sem hrundu.“ Um síðustu helgi fór Fjelag ungra Sjálfstæðismanna á Siglu- firði skemtiför til Akureyrar og í Vaglaskóg. Var lagt af stað fná Siglufirði kl. 8 á laugardags- kvöld með E.s. „Bjarka“. Var komið til baka á mánudagsmorg- un kl. 6. Veður var ágætt, glaða sólskin í skóginum. Voru um 60 manns í förinni og má af því sjá, hve góð samtök eru í Fjelagi nngra Sjálfstæðismanna á Siglu- firði. Dr. med. Meulengraeht yfir- læknir í Bispebjerg-spítala var í fyrradag boðinn af Læknafjelag- inu upp í Mosfellssveit til að skoða Korpúlfsstaði, Álafoss og Reyki. Þótti honum mikill ný- tískubragur á þessum stöðum öll- um. í gær fór liann svo upp í Borgarfjörð landveg til að veiða þar lax. Útvarpið í dag: 10.00 Messa í dómkirkjunni. 11.15 Veðurfregnir. 15.30 Miðdegisiitvarp. 19.30 Veð- urfregnir. 19.40 Tónleikar. 20.00 Klukkusláttur. Grammófónsöngur. 20.30 Erindi: Um Bjarna riddara Sivertsen. (Sigurður Skúlason). 21.00 Frjettir. 21.30 Grammófón- tónleikar: Schumann : Svmphonia nr. 4 í D-moll (Mozart-hátiðar- orkesti’ið í París, Bruno Walter). Danslög til kl. 24. Útvarpið á morgun: 10.00 Veð- urfregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. 19.30 Veður- fregnir. 19.40 Tilkynningar: Al- þýðulög. (Utvarpskvartetfinn). 20.30 Frjettir. 21.00 Stjórnmála- umræður. Aðalfundur f. S. f. hófst hjer 27. júní, og lauk honum aðfaranótt föstudags. Ný sambandslög voru samþykt á fundinnm og eftir þeim var kosinn níu manna íþróttadóm- stóll. Ymsar tillögur voru sam- þyktar á fundinum, eins og t. d. að koma á læknisskoðun á, íþrótta- mönnum. Ennfremur voru kosnir fimm menn í laganefnd. f sam- bandsstjómina voru kosnir: Ben. G. Waage, forseti (endurkosinn). Guðm. Kr. Guðmundsson, gjald- keri (endnrkosinn) og Erlingur Pálsson; Jón Sigurðsson baðst undan endurkosningu. En fyrir eru í stjórninni, þeir: Kjartan Þorvarðsson og Magnús Stefáns- son. í varastjórn voru kosnir: Ól- afur Sveinsson, Guðm. Halldórs- son og Hinrik Thorarensen. Fund- urinn var fjölmennur. Farsóttir og manndauði í Revkja vík vikuna 18.'—24. júní (í svig- um tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 20 (26). Kvefsótt 22 (46). Kveflungnabólga 1 (2). Gigtsótt 0 (1). Taugaveiki 1 (0). Iðrakvef 10 (24). Taksótt 1 (0). Skarlatssótt 0 (3). Hlaupabóla 1 (4). Ristill 1 (0). Mannslát 5 (5). Landlæknisskrifstofan. (FB.). fsland í erlendum blöðum. í Guernsey W. Evening Press, Gu- ernsey, er allítarlega skýrt frá fyrirlestri, sem Árni Jóhannesson Majór (í Hjálpræðishernum) flutti um fsland í Clifton Hall, Guernsey. Fyrirlesarinn ræddi að- allega um landslag á fslandi og gat helstu atriða úr sögu þjóðar- innar. Einnig skýrði hann frá starfsemi Hjálpræðishersins á fs- landi. t— í Aberdeen Press & Joumal er grein um fsland, eftir E. R. Yarham, F. R, G. S. Er í grein þessari, sem hefir talsverðan fróðleik að geyma, getið um það hve mikil viðskifti fslendingár eiga við Breta. Greinarhöfundur kemur víða við, en villulaus er frásögnin ekki með öllu. (FB.). Vorskóli fsaks Jónssonar hætti störfum í fyrradag. Skólinn hefir starfað sjö vikur og sóttu hann um 160 börn á aldrinum 4—13 ára, er skiftust í 5 deildir eftir- aldri og þroska. Að' þessu sinni hafði skólinn húsnæði í Kenn- araskólanum og til afnota stóran grasvöll þar í nánd, fyrir leik og garðrækt. Öll börnin hafa far- ið margar námsferðir hjer um nágrennið, en þau eldri hafa auk þess farið iit í Viðey, upp að Álafossi, til Þingvalla og upp í Rauðhóla. Ferðir þessar liafa veitt börnunum ótæmandi viðfangsefni, vakið hjá þeim starfsþrá. Sund- kenlsu fengu þau börn sem þess æsktu í Sundlaugunum. Myndir frá skólastarfinu verða til sýnis í glugga Morgunþlaðsins í dag og næstu daga. Fyrsta íþróttanámskeiðinu að Álafossi í sumar, var lokið í gær. Foreldrum og aðstandendum harn anna var boðið að vera við sýn- ingarnar sem fram fóru þá og luku allir upp einum mnnni um það, að árangurinn af eins mán- aðar námi drengjanna væri mikill, bæði í leikfimi og sundi. Happdrætti Iðnaðarmannafjelags Hafnarfjarðar fór fram 1. júlí, á skrifstofu bæjarfógeta. Komu npp þessi númer: Svefnherberg- ishúsgögn nr. 6748. Dragnótavinda nr. 1552. Skrifborð nr. 9022. Hlið- grind nr. 7111. Útidyraliurð nr. 2569. Legubekkur nr. 3822. Hjól- börur nr. 5142 og 7989. K.F.U.M. og K. í Hafnarfirði. Fundur í kvöld kl. 8. Sigurbjörn Einarsson talar. Allir velkomnir. Bjarni Björnsson heldur kvöld- skemtun í G. T. húsinu í Hafnar- firði í kvöld. Kappreiðar verða háðar á. Skeið vellinum hjá Elliðaám í dag. -— Eru þetta aðrar kappreiðar árs- ins, en líldega verða ekki fleiri kappreiðar hjer í ár. Að þessu sinni verða reyndir 30—40 gæð- ingar á Skeiðvellinum og margir þeirra hafa aldrei sjest áður. Er nú ósýnna um úrslitin en oft áður, því að ýmsir hinna nýju hesta eru taldir mjög efnilegir. Fer vel á því, ef fleiri og betri hestar koma fram til kappleiks með hverju ‘árinu sem líður. Flug Lindberghs. Bandaríkin hafa komið! upp veðurathugana- stöð á miðjum Grænlandsjölki og á hún að vera amerísku flugmönn unum til aðstoðar. Á loftskeyta- stöðvunum í Grænlandi verður haldinn vörður nótt og dag nndir eins og Lindbergh er tilbúinn að leggja á stað.Milli noklcnrra loft- skeytastöðva í Grænlandi, verða skeytin að fara nm loftskeytastöð ina í Reykjavík. (Tilkynning frá sendih. Dana). Flug ítalanna. Skeytin í blað- inu í dag um flngið eru öll frá frjettastofunni United Press, send bingað til F. B. Sjálfstæðisflokkurinn hefir skrif stofu í Varðarhúsinu við Kalk- ofnsveg og er hún opin alla daga. Þar liggur kjörskrá frammi og þar eru gefnar allar upplýsingar er kosningarnar varða. Sími skrif- stofnnnar er 2339. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins, sem fara bnrt úr bænnm fyrir kjördag (16. júlí) og búast við að vera fjarverandi á kjördegi, eru ímintir nm að kjósa hjá lögmanni áður en þeir fara. — Kosninga- skrifstofa lögmanns er í barna- skólanum við Fríkirkjuveg (geng- ið inn um portið) og er opin alla virka daga frá kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. Listi Sjálfstæðisflokks- ins er C-listi. Sjálfstæðiskjósendur utan af kandi, sem dvelja í bænum og eiga kosningarrjett í öðrum kjördæm- um, og búast ekki við að verða komnir heim fyrir kjördag, eru ámintir um að kjósa hjer hjá lög- manni og senda atkvæðin til við- komandi kjörstjóma tímanlega. Geta þeir snúið sjer til skrifstofu Sjálfstæðismanna í Varðarhúsinu um upplýsingar þessu viðvíkjandi. Fiskveiðasaga Reykvíkinga. Fyrir fáum dögum var á það minst í Morgunblaðinn, að sögu Alþingishátíðarinnar bæri ag taka saman, meðan hún er mönnum í fersku minni. Þetta er í alla staði laukrjett, en er ekki fleira, sem taka þarf saman? Hvernig er með þilskipaflota Reykjavíkur og sögu hans, er hún í nndirbúningi ? Þeir fara að verða fáir, sem skerf sinn geta lagt til þeirrar sögu, sje engu þegar safn- að — Sögu togaraflotans kannast f jöldi manna við, enn sem komið er, og aðeins um 30 ára tímahil að ræða. Þetta snertir Reykjavíkur- bæ, eigi alllítið, því menn verða að muna það, að vöxt sinn og við- gang á hærinn útgerðinni að þakka, og merkilegt myndi fræði- mönnum seinni tíma þykja það, ef i gömlum ritum, þ. e. frá þeim tímum, sem við nú lifum á, fynd- ist ekki nema eitthvert hrafl um veiðiskap. Fyrirtæki eins og miljónafjelag- ið 1906—1914 er slíkt, að um það má margt merkilegt segja, sem kemur við fiskveiðasögu landsins, verði hún nokkurn tíma skráð. Sjómaður. Barnavinaf j elagið .Sumargjöf'. Fjehirðir „Sumargjafar“, Isak Jónsson, hiðnr þess getið að út- borganir fyrir ,Sumargjöf‘ verði á mánudaginn kemur (3. júlí) kl. 4—6 síðd. í herbergi fjelagsins, Laugaveg 3, 1. hæð. Þeir, sem ekki þá gefa sig fram, fá ekki reikninga sína greidda fyr en 1 næsta mánuði. Hressingarskálinn Austurstræti 20 Fyrstu jarðarber ársins HEEBtitZM!fsí3S— ~~t . (frá Reykjum) eru komin. Smábariafðt. Mikið nrval. Gott verð. Vörnhúsiö. Tryggingin Jyrir því að bakstur- inn nái tilætlaðri lyftingu, er a5 nota Lillu-gerduftið. H.f. Efnagerð Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.