Morgunblaðið - 02.07.1933, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1933, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Aðallnndnr Læknaljelags Islands verður haldinn í Reykjavík 3.—4. júlí. FUNDAREFNI: 3. júlí k 1. 4 e- h. 1. Stjórnin gerir grein fyrir störfum f jelagsins síðastl. ár. 2. Reikningar lagðir fram. 3. Yfirlæknir d*r. med. E. Meulengracht flytur erindi um blóðsjúkdóma. 4. Lárus Einarsson fyltur erindi um breytingar á tauga- vef við illkynjað blóðleysi. 5. Próf. Guðm. Hannesson: Gjaldskrármálið. 6. Skólaíæknir Ólafur Heigason: Skólabörn í Reykjavík. 4. j ú 1 í : 1. Yfirlæknir dr. med. E. Meulengracht: Erindi um sjálf- valið efni. 2. Próf. Sigurður Magnússon: Berklavarnir. 3. Próf. Jón Hj. Sigurðsson: Lungnabólga og meðferð hennar. 4. Önnur mál. — Stjórnarkosning. 5. júlí: Samsæti á Hótel Borg um kvöldið. STJÓRNIN. Hattaverslnn Hargrjeiar Levf gefiu- mikinn afsiátt af öllum sumarhöttum gegn staðgreiðslu. Það sem eftir er af „Modelle“ selst fyrir lxúlfvirði. NB. Orlítið eftir af hinum ódýru, vel sniðnu undirfötum. Sement (Alaborgar), seljum við frá skipshlið á morgun og næstu daga. Þeir, sem þurfa á sementi að halda, ættu að nota sjer þetta tækifæn, því verðið er mun lægra en ella. Nánari upplýsingar í síma 1228. H. Benediktsson & Co. Hótel Bóðardalar tekur á móti sumar gestum og selur þeim ódýra gistingu og fæði í lengri og skemri tíma. Útvegar hesta til skemtiferða um nágrennið. Bifreiðastöðin Hekla (sími 1515), sem hefir áætlunarferðir til Búð- ardals, gefur allar nánari upplýsingar. Snorri Halldórsson. Snnrpnnót tiPsölu, tækifæriskaup. Allar nánari upplýsingar gefur Jónas Halldórsson, Gerði, Skildinganesi. Sími 1972. Fengum með e.s. Goðafoss: Nýjar ítalskar kartöflur. Appelsínur. — Epli. — Laukur. Eggert Krist|ánsson & Ce. Sími 1400 (3 línur). Enöurgreiðsla á saltkjötstolli frá Noregi nemur rúmlega 84 þús. ísl. króna. Svo sem kunnugt er, var eitt ákvæði norsku samninganna um það, að Norðmenn skyldu endur- greiða íslendingum nokkurn hluta þess kjöttolls, sem innheimtur var af kjöti því, sem flutt var hjeðan frá síðustu haustslátrun. Ráðuneyti forsætisráðherra lief- ir fyrir nokkru borist skýrsla frá norsku stjórnínni um þann kjöt- innflutning frá íslandi, sem inn- flutningstollur hefir verið greidd- ur af í Noregi. Nemur sá inn- flutningur 7480 tunnum, (að við- bættum 62 kg.). Tollur sá, sem Norðmenn skyldu endurgreiða nemur norskar kr. 10.08 á tunnu. Heildarupphæð stx sem Norðmenn hafa sent nemur því n. kr. 75.- 403.98, eða ísl. kr. 84.172.65. Enda þótt liðinn sje sá frestur sem ráðuneyti forsætisráðherra setti fyrir innsendingu á skilríkj- um fyrir kjötntflutningi til Nor- egs, munu þó enn nokkrir útflytj- endur eiga eftir að senda inn skil- ríki fvrir útflutningi kjöts. En af útflutningsskýrslum þeim, sem ráðuneyti forsætisráðherra liefir borist, er Ijóst, að skýrslur hjeðan sýna nokkuð hærri tunnu- tölu en norsku innflutningsskýrsl- nrnar. Stafar þessi mismunur af því að nokkuð af íslenska kjötinu, sem sent var til Noregs var selt til skipa, en það kjöt kemur ekki á innflutningsskýrslur í Noregi. Þar sem ekki eru enn komnar fram allar útflutningsskýrslur frá útflytjendum hjeðan, verðnr ekki á, þessú stigi sagt um það með fullri vissu hversu há endurgreiðsl an verður á útflutta túnnu. En ráðuneyti forsætísráðherra hefir ákveðið að greiða nú þegar þeim útflytjendum, sem lagt hafa inn fnllnægjandi skilríki fvrir útflutn ingi kr. 9.50 á. tunnu, en uppbót fá þeir svo síðar, þegar öll skil- ríki eru komin fram og s.jeð verð- ur hvað mikið kjötmagn hefir verið flutt til Noregs. Gullinnlausnarmálin. London, 1. júlí. United Press. FB. Kl. 10 síðd. í gær var fundur haldinn í Downing Street í gær og sóttu hann fulltrúar Bretlands og þeirra ríkja, sem ekki hafa horfið frá gullinnlausn. Fundinum var frestað kl. 10.45 vegna þess, að svar Roosevelts (sbr. fyrra skeyti) var ókomið. Fundurinn verður settur á. ný undir eins og svarið kemur. Skuldagreiðslur Þjóðverja. Berlin, 1. júlí. United Press. FB. Ríkisbankinn hefir ákveðið að draga að miklu leyti úr greiðslu- stöðvunarákvæðunum, sem ráðgert var að kæmi til framkvæmda í dag. Er búist viS, að nálega helm- ingur greiðslna fari fram. Sömu- leiðis vaxtagreiðslur o. s. frv. af Dawes og Younglánunum. Þessar ákvarðanir eru bundnar því skil- yrði. að útflutningsverslun Þýska- lands aukist svo, að þetta verði kleift. Tíl Hkareyrar t alla mánudaga, þriðjudaga, fimtu- daga og föstudaga. Afgreiðsluna í Reykjavílc hefir Aðalstöðin. Sími 1383. Blfreiðastöð Bkureyrar. Sími 9. Keflauíkurfrjettir. Yertíðarafli varð hjer í betra meðallagi hjá flestum en fiskur smár eins og tvær undanfarnar vertíðir. Vjelbátarnir hafa ekki hafst neitt að síðan um miðjan maí, að einum undanskildum, Arnbirni Ólafssyni, er nýhyrjaðnr er á rek- netaveiðum lijer í Faxaflóa. Iíefir hann þegar aflað liátt á þriðja hundrað tunnur. Eigendur fiskimjölsverksmiðj- unnar' hjer, Elías Þorsteinsson og Karl Runólfsson, eru að byggja stórhýsi (ca. 4000 m3) til beina- geymslu. Yaldemar BjÖrnsson bóndi á Völlnm er að koma upp nýrri fiskverkunarstöð, sem þegar er tekin til starfa. Annars er lítil atvinna hjer, nema við fiskverkunina. Nýtt líf er að færast hjer í stjórnmálin. Þjóðernissinnar komu hingað nokkrum sinnum og hjeldu fundi og leit svo út um tíma sem þeir mundu afla sjer lijer tolu- verðs fylgis. En þegar þeir svo fóru að ráðast á þingmanninn okkar, þá skyldist mönnum að hjer vorn á ferðinni niðurrifs- menn, og mun hinum gætn- ari mönnum hafa sýnst, að þjóðin þvrfti nú frekar manna við, er eitthvað gætu bygt upp úr þeim rústum, er stjórnarfarsástandið og kreppan hefir komið öllu í- Yið nánari athugun munu forvígis- menn þessarar hreyfingar ekki liafa þótt líklegir til þess og hefir fvlgi þeirra því rjenað. Eins og Morgitnblaðið hefir get- ið um hjelt Ólafur Thors hjer fund til að skýra norsku samning- ana. Sýndi hann fram á, að fríð- indi þan. er Norðmenn fengu með samningnum liöfðu þeir að mestu fengið áður, sumpart með samn- ingnum frá 1924, eða fiskiveiða- löggjöfinni. Mun mönnnm hafa skilist, að hjer er minna í húfi on þeir ætluðu og einkum þegar tekið er tillit til þess, að samning- urinn er uppsegjanlegur með sex mánaða fyrirvara. Treysti Ólafur mjög fjdgi sitt ð þessum fundi. Guðhrandur Jóns- son, frambjóðandi jafnaðarmanna, mætti hjer á fundintim. Yar framkoma hans öll hin skop legasta og minti hann fundarmenn rnjög á Bjarna Björnsson og Rein liolt Richter. Fekk hann, að vonttm daufar undirtektir sinna manna. Ljetu fuiidarmenn hann óspart skilja, að liann væri ekki líklegur til að fella Ólaf Thors. Guðhrandur mun hafa ætlað að bæta sjer upp hrakfarirnar á fund inttm með því að rölta manna á milli í liðshón daginn eftir. Guðbrandm' var að dylgja með, að hann liefði í fórum sínttm eitt- ltvað góðmeti, sem hann ætlaði að geyma sjer til næsta fundar. — Skildu menn að það mundi vera fisksölurógurinn, sem Jónas bóndi frá Hrifltt vakti upp hjer um árið. Og var það tilefnið til þess að Eyjólfur Jóhannsson framkvæmda stjóri mintist á það mál, á þann drengilega hátt, er við mátti húast af honttm. En með því að Ólafur Thors er ltunnur að góðvild og hjálpfýsi í garð kjósenda sinna og annara, er til háns leita, þó mun Guðbrandi síst verða það til framdráttar, að ala á því níði. Lanömœlingar herforingjaráðsins og nýir uppðrcettir. Landmæl ingamennirnir dönsku -komu ekki liingað til Reykjavíkur í vor, heldur stigu þeir á land á Austfjörðum. Blaðið hefir því ekki liaft tal af þeim. Geir G. Zoega vegamálastjóri hefir, fyrir ltönd ráðuneytisins, umsjón með landmælingunum, og liefir hann skýrt blaðinu svo frá: Fjárveitíng til landmælinganna et’ jafnliá í ár og í fyrra, 35 þús. kr. og eru mælingamenn liinir sömtt. Stjórn mælinganna annast P. F. Jensen oberstlautinant, sem fvr. Hann hefir og undirstöðu- mælingar, þríhyrningamælingar. á hendi. Auk mælingaflokks hans eru mælingaflokkar fjórir. Þrír þeirra vinna að mæling bygða, en einn flokkur mælir öræfi. 1 öræfa- flokki er Steinþór Sigurðsson magister, sem í fyrra. Öræfaflokkurinn mælir land- svæðið alt frá Hólsseli á Fjöllum og suður til Vatnajökuls, vestur að Jökulsá, og austur að Snæ- felli. Sennilega mælir sá flokkur og í ár Mývatnsöræfi til Herðu- breiðar. Bygðaflokkarnir mæla Melrakka- sljettu austanverða, Þistilfjörð, Langanes og Langanesstrandir. til Yopnafjarðar. En óvíst- hvort tekst að rnæla Vopnafjörð í suraai. P. F. Jensen heldttr áfram þrí- hymingamælingum áleiðis til Tjónsheiðar, en lýkur vart á þessu sumri, að tengja mælingar sínar við þríhvrningamælingar Horna- fjarðar, er gerðar voru, er land- mælingarnar bvrjnðtt laust eftir aldamótin. Nýir uppdrættir ertt nú af Ey.ja fjarðarsýslu norðanverðri og meg inhluta S.-Þingeyjarsýslu. Unnið er að uppdráttum af Vesturlandi i minni mælikvarða, en þeir upp- drættir voru gerðir í ttpphafi, mælikv. 1 rlÓÓ.OOO. Og uppdráttur af Snæfellsnesi og Breiðafirði í mælikvarða 1:250.000 (eins og hið vinsæla Suð-Vesturlandskort) kem ur út. í haust. August Renoir. Nýlega var selt málverk eftir hann, er kostaði 232.000 franka. Þeir fá fje sitt með rentum og renturentum, er á sínttm tíma keyptu myndir lians fyrir lítið verð. Met í ökuhraða. Þýskur öku- meistari, Ernst Henne, setti nýlega met í ökuhraða. Hann ók sem svaraði 230 km. á klukkustund.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.