Morgunblaðið - 26.11.1933, Blaðsíða 6
6
M 0 RGUNBLABIÐ
Reyk j a víku rbrjef.
25. nóvember.
Veðrið vikuna sem leið.
Veðrátta hefir verið fremur góð
síðastliðna viku um mestan hluta
landsins. Fyrri hluta vikunnar var
liæg A-átt og úrkomulaust um alt
iand. Á miðvikudag gerði A-storm
við BV-ströndina, en náði ekki til
N- og A-landsins. Síðustu dagana
hefir verið rysjótt vestan lands.
ísfisksalan.
Fremur hefir íslenskur togara-
f iskur selst illa í Englandi undan-
farna daga. Og þó er talið að fisk-
framboð á Lundvinamarkaði sje
með minna móti og verðlag þar
gott — á kassafiski. En togara-
fiskurinr. sem seldur er í Grimsby
og Huii er ekki, og getur ekki
orðið síimbærileg vara að útliti
og gæðum á við fi.sk þann sem
sendur er til Englands ísvarinn
í kössum, eins og Danir og Norð-
menn selja sinn fisk.
Meðan við íslendingar höfum
ckki tök á að gera framleiðslu
•okkar, svo sem fiskinn að fyrsta
flokks vöru, úrvalsvöru, þá verð-
um við að sætta okkur við lágt og
brigðult verð.
Liggur hjer mikið og merkilegt
rannsóknarefni fyrir íslenskri út-
gerð, hvernig hægt er að koma
aflanum sem úrvalsvöru til enskra
neytenda.
Eit.t, er það m. a., sem sumir ísl.
útflytjendur hafa ekki veitt eftir-
fekt að sögn, að kassafisk, sem til
Englands fer, á að afhausa, því
hausinn er verðlaus er á markað-
inn kemur, og fje því sem fer í
fragt og umbúðir hausanna, er
f'Ieygt í sjóinn.
Mikil atvinnubót.
í fyrrahaust korn Slippfjelagið
með tilstyrk hafnarsjóðs upp drátt
arbraut hjer vestur við Slipp, er
tekur skip af venjulegri togara-
stærð. — Var dráttarbrautin full-
gerð um áramótin síðustu. — Á
dýáttarbraut þessa hafa fram til
þessa tíma verið tekin 45 skip,
.flest togarar, og hafa viðgerðir
þeirra komtað um % miljón
krónur. Mikill hluti þeirrar upp-
hæðar hefir verið vinnulaun. Áður
urðu íslenskir togarar að fá við-
gerðir erlendis, sem kunnugt er.
Og þegar þurfti að setja þá á
þurt vegna viðgerðar, varð að
draga þá upp í fjöru (sbr. Fjöru-
Þór Pálma, er fekk nafn sitt af
því, hve oft hann varð að dúsa
í fjörunni hjer innan hafnargarða
vægna sífeldra viðgerða). En ]>að
kom fyrir að skip skemdust við
slíkt viðgerðarhnjask.
Nú hefir Slippfjelagið nýJega
lokið við aðra dráttarbraut, sem
getur tekið skip á stærð við Esju
og Súðina. — Var fyrsta skipið
"tekið í þá dráttarbraut í gær, línu-
veiðarinn, Geysir.
Kreppulánasjóður.
Til stjórnar Kreppulántsjóðs eru
nú komnar 1191 lánbeiðni. En
.stórum mun fleiri eru væntan-
legar áður en fyrsti frestur er
útrunninn, enda sýnilegt, af því
bve misjafnlega margar beiðnir
eru komnar úr sýslunum, að þetta
er ekki nema byrjun, aðeins einar
tvær umsóknir t. d- úr Norður-
Múlasýslu. TJmsóknir um afborg-
anafrest í Búnaðarbankanum og
um vaxtatillag hafa komið frá
1375 mönnum. Umsóknir um
greiðslufrest á afborgunum nema
samtals ca- 267 þús. kr. en um-
sóknir um vaxtatillag 74 þús. kr.
Fyrsti frestur rennur út 30 þ- m.
Sennilegt að fyrstu lánveitingar
fari fram upp úr áramótunum.
Skagaströnd.
Góður afli var um tíma í haust
á Húnaflóa, er aflatregða var hjer
syðra. Síld á sumrinr. Þorskur og
ýsa á vetrum. En hafnlaus strönd.
Það ætti ekki að þurfa neina
vísindamenn til að sjá, að hjer
er eitthvað meira en lítið bogið.
En hvað segja svo þeir, sem mesta
sjerþekkinguna hafa á þessu sviði?
Guðmundur Jónsson skipstjóri á
Skallagrími mun vera sá af ís-
lenskum aflamönnum, sem lengsta
og grundaðasta reynslu hefir um
fiskveiðar á togurum hjer við
land.
Hann er ekki myrkur í máli er;
hann talar um Skagastrandarhöfn.
Eitthvert mesta þjóðþrifamá.l
segir hann. Með 120—130 þús. kr.
er hægt að gera þar mikið.
Hefir íslensk útgerð efni á að
Játa framkvæmdir dragast lengi í
þessu máli?
Hagræn vísindi.
— Okkur íslendingum k oma
fáar greinar náttúrufræðinnar
jafn mikið við og fiskirannsókn-
irnar, enda höfum við átt því
láni að fagna að eignast ágæta
vísindamenn í þeirri grein, þar
sem eru dr. Bjarni Sæmundsson
og Árni Friðriksson magister-
Mjög er það þýðingarmikið, að
samstarf sje mikið - og gott milli
fiskimanna og fiskifræðnga- Á
þann hátt má búast vð bestum og
skjótum árangri rannsóknanna. —
Athugulir fiskiskipstjórar verða
að skoða sig sem meðstarfsmenn
vísindamannanna, fylgjast með
rannsóknunum, og fylgja eftir
þeim athugunum sem þeir eru
beðnir um.
T. d- að taka sjávarhitamæling-
ar. Hvílíkur fengpr væri það ekki
fiskimönnum ef þeir samkvæmt
fyrirmælum vísindamanna, !með
samtökum um að mæla sjávarhita
á miðunum, fengju vitneskju um
kjörhita nytjafiskanna, og gætu
síðar notað hitastigið í sjónum
til leiðbeiningar um það hvar sje
aflavon.
Þorskur langförull.
Fundist hafa nýlega þorskar,
merktir hjer við íslandsstrendur,
bæði vestur við Nýfundnaland og
við Færeyjar. Kunnugt var áður
um miklar þorsksamgöngur miJli
Tslands og Grænlands. Og grun
höfðu menn um, að þorskur gengi
milli Færeyja og Islands. En ekki
hefir heyrst, að menn byggist við
því, að þorskur færi alla leið
milli íslands og Nýfundnalands.
Komi í ljós að mikil brögð sjeu
að slíkum „millilandaferðum'‘
þorsksins, verða rannsóknir á göng
um hans og spádómar um aflaár
æði mikið erfiðari, en menn áður
rendu grun í.
Frá útvarpinu.
Fremur hljótt er um heimilis-
ástandið í útvarpinu um þessar
mundir. Heyrst hefir þó, að út-
varpsstjóri hafi sent stjórnarráði
alllanga æfiferilsskýrslu um for-
mann útvarpsráðsins, og sje ekki
sjerlega blíðmál! í hans garð. —
Hafi útvarpsstjóri og fengið eins
konar vottorð frá undirmönnum
smum um sitt eigið ágæti, m. a.
frá frjettamanni innlendra frjetta.
En í umsögn sinni hafi frjettamað-
ur farið út fyrir þann ramma, og
leyst frá skjóðunni um álit sitt
a Hjörvar. Má búast við nýrri við-
ureign þeirra í milli.
En með öllu þessu hefir útvarp-
iS verið svo heppið nú i haust að
fá fyrirlesara, sem aflað hefir út-
varpsfyrirlestrum almennari vin-
sælda en nokkur annar, enn sem
komið er. Er það Ragnar E- Kvar-
an. Sunnudagafyrirlestrar hans um
ýms dagskrár- og menningarmál
eru yfirleitt með því besta sem út-
varpið hefir flutt hlustendum sín-
um. •—
Haftapólitík sósíalista.
Höftin viðhalda dýrtíð, halda
uppi óeðlilega háu vöruverði, gera
fátækum mönnum erfiðara fyrir
að bjarga sjer, eru óvjðunandi, eru
til tjóns fyrir alþýðu manna-
Þessu hafa sósíalistar haldið
fram. Og það með rjettu.
Hafa þeir til þessa látist vera
höftum andvígir.
„Alþýðuvinirnir“ hafa ekki vilj-
að fylgja ráðstöfunum til að við-
halda óeðlilegri dýrtíð.
Alþýða manna hefir e. t. v. trú-
að því, að sósíalistaforkólfamir
ætluðu sjer að fylgja fram and-
stöðu gegn óskynsamlegum og
skaðlegum innflutningshöftum.
En ólíklega hefði þá viðbrugðið,
ef sósíalistar hefðu staðfastlega
fylgt góðu málefni- Sjaídan kemur
það fyrir að þeir bregðist að
fylgja því, sem rangt er og óheilla
vænlegt.
Saltabrauð
fyrir mig.
Þeir fá lítilsháttar von um að
geta fengið hlutdeiJd í landstjórn.
Jafnskjótt og sú vonarglæta
vaknar hrópa þeir upp, eins og
böm í „saltabrauðsleik“.
„Saltabrauð fyrir mig“.
Þá sáu þeir ekki annað en ráð-
herrastólinn-
Sá sósíalisti sem von hafði um
að verða ráðherra, gleymdi óðara
þörfum alþýðunnar, gleymdi dýr-
tíðinni, gleymdi því, sem hann áð-
ur hafði sagt um innflutningshöft-
in. Því skilyrðið eitt til að kom-
ast í stjóm var, að fylgja fast
fram innflutningshöftunum-
Og allir sósíalistarnir hinir, hin
„hálaunagráðugu valdagírugu smá
menni“, sem áttu von á að njóta
bitlinga og hlunninda hjá vænt-
anlegri sósíalistastjóm, allir
gJeymdu þeir að berjast gegn
höftum, fyrir hag alþýðunnar.
Meðan þeir sósíalistar geta gert
sjer nokkra von um, að koma
sannfæring sinni í nokkurt veru-
legt verð t'yrir sjálfa sig, þá
hverfur jafnan umhyggjan fyrir al-
þýðunni úr kolli þeirra, eins og
vatnið úr hripunum hjá „fjósa-
manninum“ í Odda.
Á grímudansleik.
Þegar fólk skemtir sjer á grímu
dansleik, og hefir af því ánægju
að þekkjast ekki, er það venja að
láta grímurnar falla frá andlitun-
um áður en menn þekkjast-
Menn, sem halda grímunni eftir
að allir hafa borið kensl á þá,
gera sig að óþarflega miklum
fíflum.
Líkt er ásatt með Jónas Jóns-
son frá Hriflu. Eftir að hann tók
sjer ferð á hendur norður til Ak-
j ureyrar í sumar, fyrir vin sinn
Einar Olgeirsson, til þess að
heimta að frambjóðandi Framsókn
arflokksins yrði dreginn til baka,
til þess að Framsóknarmenn gæti
i þar óhindrað varpað atkvæðum
sinum á kommúnistann, getur eng-
inn lifandi maður efast um að
Jónas Jónsson vinnur fyrir kom-
múnista þessa lands.
En svo mikið flón er þessi mað-
ur, að hann heldur, að honum
þýði nokkuð hjer á eftir að leika
grímuleik í þessu efni. Hann
þykist vera að skrifa ádeilugrein-
ar á Einar og kommúnismann, í
þeim eina tilgangi, að reyna enn
að villa á sjer heimildir. En grím-
an er fallin, maðurinn þektur,
frekari tilraunir til feluleiks full-
komlega árangurslausar.
Sa^nir
Jakobs gamla.
Ný þjóðsagnabók, sem
Þorstemn Erlingsson hef-
ir ritað.
Það er einkenni á góðunr.
þjóðsagnariturum að fara vel
með efni sitt. Þar er Þorsteinn
heit. Erlingsson skáld með þeim
fremstu. Safnaði hann allmiklu
en ekki mun hann hafa hugs-
að um að safna sem mestu og
hirða alt, sem honum barst upp
í hendur, heldur aðeins þær
sögur, sem honum þótti eitt-
ivað varið í. Það má sjá á þjóð-
sagnasafni hans, sem kom út
fyrir mörgum árum og það má
sjá á þessu safni, sögum þeim,
sem hann hefir skráð eftir Jak-
obi gamla Aþanasíussyni. Jakob
var fjölfróður og greindur karl
j og hafði reynt sitt hvað um æf-
ina. Auk þess var hann stál-
minnugur og ættfi'óður. Koma
þarna við sögur margar ættir,
sem víða eru kunnar.
Hver saga hefir eitthvað til
síns ágætis. Skemtilegar eru
sögurnar um það, þegar Jakob
kveður niður „Látradrauginn“
og „skotdrauginn“ og sagnirn-
ar um Svein Sölvason og ráðs-
mann hans. Merkileg er sag-
an af Gottskálk Gottskálkssyni
í Stokkhólma í Vallhólmi,
manns, sem var í stríðinu milli
Austurríkismanna og Napóle-
ons, en varð aldrei hræddur í
orustu vegna þess, að hann
vissi að hann átti að drukna í
Hjeraðsvötnum.
Ýmsar fyrirburðasögur eru
þarna, sem sálfræðingar ætti að
kunna að meta, t. d. sagan um
Eirík Jakobsson, Snorrasonar
prests á Húsafelli, þegar hann
kemur öllum ókunnur norður í
Húnavatnssýslu og sjer þar í
kirkjugarði svipi þriggja lifandi
manna, og getur lýst þeim svo
glögglega, að þeir þekkjast. En
næsta vetur deyja allir þessir
þrír menn um sama leyti og
voru lagðir í eina gröf, ein-
mitt á þeim stað í kirkjugarðin-
um, er Eiríkur. hafði sjeð þá.
Góð aldarfarslýsing er í sög-
unni um Ara Jónsson, sem var
kallaður bestur formaður við
Faxaflóa, snillingur í hvívetna
og þjófur með afbrigðum, en þó
unnu allir nágrannar hans hon-
„Selfoss"
fer annað kvöld til Leith og
Antverpen.
„floðafoss11
fer á þriðjudagskvöld þ. 28.
nóvember um Vestmanna-
eyjar til Hull og Hamborgar.
HOTEL ROiEll.IRAHTS
BERGEN.
Centralt beliggende
ved Tyskebryggen.
Værelser m. varmt
og koldt vann, tele-
fon og bad.
Rimelige priser.
Mlklð af
ullarn vsum
íyrir herra, dömur og börn.
tfersl. Manchester.
Laugaveg 40. Sími 3894.
um. Þá var það, að austanmenn
settu Engilbert prest sinn í
poka hjer í Reykjavík vegna
þess að hann var ölvaður og ill-
menni við vín, gengu frá pok-
anum niður hjá sjó, en Skaga-
menn stálu pokanum eftir uppá
stungu Ara.
Einkennileg er sagan um Er-
lend vinnumann Bjarna amt-
manns Thorarensens, hinn
mikla kaffisvelg, sem tók það
heit af amtmannsfrúnni, að hún
helti vænum kaffibolla ofan í
sig dauðan. Svo deyr Erlendur,
en frúin vill standa við heit
sitt og koma kaffibolla oían í
líkið — og það verður til þess
að Erlendur lifnar við og lifði
langa ævi síðan.
Hjer skal nú ekki talið fleira,
en ráðlagt er mönnum að lesa
sögurnar — og lesa þær grand-
gæflega.
Til mæðrastyrksnefndar liafa.
eftirfarandi gjafir verið afhentar:
100 kr. frá J. Kr.; 25 kr. í nafn-
lausu brjefi, 1 fataböggull.