Morgunblaðið - 26.11.1933, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1933, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ m Hraðfrystistöð Ingólfs Espholins. Ný útflatningsvara. Það hefír verið áður sagt frá J>ví í Morgunblaðiira, að gerð hafi verið tilraun með að selja íslenskt skyr í Lundúnum. Þá var aðeins að ræða nm lítilfjörlega tilraun, en skyrið rann út og þótti ágæt ismatur. Það voru því talsverð lik- indi til þess, að vandað skyr gæti orðið þýðingarmikil útflutnings- vara, ef vel væri haldið á. Skyr þetta var þó sent hlátt áfram í kvartili, en var auðvitað glænýtt er það fór hjeðan. Nú er verið að gera aðra tilraun stærri og vandaðri. Hugvitsmað- urinn Ingólfur Espholin hefir gert rækilegar tilraunir með hraðfryst- ingu á skyri og kom þá í ljós að slíka hörkufrystingu þoldi skyrið vel, þó hitt hafi verið gömul bú mannsreynsla, að skyr þyldi ekki að frjósa- Þó var sá hængur á þessu, að hraðfrystiaðferð sú, sem hjer er notuð (sænska frystihúsið) hentaði ekki alls kostar við skyr- íð, svo Espholin varð að láta smíða sjerstaka frystivjel eftir sinni fyr- irsögn og frystir hún vörurnar í snotrum umbúðum. Skyrið er t. ■d. mótað í ferhyrndar plötur eða skökur, gagnsæ gljáhimna er lögð utan um plötuna, og hún fryst þangað til hún er beingödduð. — Skökurnar eru af ýmsum stærðum, svo að þær henti í eina máltíð handa heimili. En hvemig á svo að geyma þetta gaddaða skyr og flytja það ianga leið, án þess að það þiðni? Fram íir þessu hefir I. E. ráðið þannig, að skökunum er raðað í sjerstaklega gerða pappakassa, sem einangra svo vel fyrir hita, að skyrið helst frosið í 10 daga, og jafnvel eftir 3 vikur er hitinn ekki yfir 2—4°. Það má því segja að brotalaust sje að senda það hvert á land, sem vera skal, og er það mikill kostur. •Jeg hefi fengið sýnishom af þessu frosna skyri hjá Espholin. 31jer þótti það ekki allskostar sennilegt, að skyrið skemdist ekk- ért af frostinu, en víst er um það, að betra skyr hefi jeg aldrei bragðað. Sama sögðu allir, sem borðuðu það. Jeg þykist viss um uð I. E. liefir lijer fundið ömgga aðferð til þess að koma skyrinu óskemdu og ósúru til útlanda, og mætti þar verða ótakmarkaður markaður fyrir skyr, ef alt gengi :sem best. Nú er eftir að vita hve giftusamlega honum tekst að selja skyr sitt, hvort innflutningstollur eða aðrar torfærur rísa upp. Hon- iim hefir tekist að semja við mikia matsölustaði í Lundúnum um söl una, og sýnist það álitleg byrjun. Nú langar I- E. til þess að nota frystistöð sína til fleira en að frysta skyr. Hann hefir og reynt að frysta ný.jan fisk. Er fiskurinn glænýr og tárhreinn skorinn niður í hæfilega stór stykki í eina mál- tíð handa heimili; gagnsærri gljá- himnum er vafið um hann og síð- an eru stykkin hraðfryst. Þessi frysti fiskur virtist svo góður, sem glænýr fiskur getur orðið, og má það ótrúlegt heita, ef ekki er unt að fá mikinn markað fyrir hann erlendis. Þá hefir hánn og fryst lifur og máske önnur mat- væli og lætur vel af. I. E. bauð mjer að skoða frysti- stöð sína á Norðurstíg 4- Þrifalegt var þar umhorfs og öHu hugvits samlega komið fyrir, en eigi að ^ síður er húsið ekki svo gott og Ifulikomið sem vera skyldi. Ef tilraun hans tekst vel og varan selst sæmilega erlendis, þá kemst stöðin vonandi bráðlega í húsa- kynni, sem henni sjeu samboðin. Hjer er að ræða um þýðingarmikla nýung í atvinnuvegum vorum, sem vel mætti verða auðsuppspretta fyrir oss. Jeg fæ ekki betur sjeð, en að þe.ssi byrjun sje svo álitleg, að ekkert megi til spara til þess að hún geti náð vexti og við- gangi. G. H. ------<m>-—■— Bellum Sallicum eða Galíastríð. Eftir Cajus Julius Caesar. Þýtt hefir á íslensku Páll Sveinsson. Reykjavík. Bóka- deild Menningarsjóðs MCMXXXIII. Með þýðingu og útgáfu ofan- greinds rits liafa Islendingar eign- ast eitt af hinum frægustu sagna- ;tum fornaldarinnar á sínu eigin máli, frásagnir Caesars sjálfs af því, er hann á árunum 58—51 f. Kr. lagði Gallíu (Frakkland) und- ir Rómaveldi, svo og einnig ferð- n hans til Bretlands og austur yfir Rín. Þessi frásögn Caesars hefir geysilega mikinn fróðleik að •ísyiua, eigi a'ðeins um hernað hans sjálfs, athafnir hans allar og skifti við óteljandi þjóðflokka og þjóðarbrot, heldur einnig um landaskipan, menningu, trúar- brögð; siðu og háttu þeirra mörgu þjóða, sem Caesar komst í kynni við. Því að þótt Caesar segi að vísu nákvæmlega frá öllu, sem snertir hann sjálfan og fyrirætl- anir hans, gleýinir hann aldrei að skýra jafnframt frá fyrirætlunum og hátterni óvina sinna til þess að fá jafnvægi í frásögnina. Galla- stríðið verður því í höndum Caes- ars að stórfeldum sögusjónleik, þar sem skiptast á ljós og skugg- ar, sigrar og ósigrar, frásagnir og lýsingar, hver persónan kemur ut- an úr myrkrinu á eftir aðra og er brugðið undir sjónargler sög- unnar, hverri eftir því sem rás viðburðanna heimtar. Þar á meðal eru menn eins og Ariovistus Ger- manakonungur og Yercingatorek- ur, frelsishetja Galla, sem Caesar hefir gert ódauðlega. En yfir allri þessari frásögn hvílir andi hins milda Rómverja, Caesars sjálfs, sem varð öllum sínum óvinum drýgri að ráðum og dáð og vann það mikla þrekvirki að sameina alla Galla undir stjórn Rómverja á einum átta árum og auk þess að undirbúa .jarðveginn undir land- nám Rómverja á Bretlandi og skjóta Germönum svo skelk í bringu, að þeir þorðu ekki að sækja vestur yfir Rín um langan tíma. Og lesandanum líður vel undir handleiðslu Caesars. Hann er merkilega óhlutdrægur í allri frásögn sinni. Hann greinir jöfn- um böndum rök óvina sinna fyrir athöfnum þeirra sem sín eigin (sbr. t. d. Gallastríð T., 34.-36. Illll F/ik. F/ak FLII FLÁK Héiðraða húsmóðir! Hvers vegna nota önnur þvottaefni, þeg- ar til er þvottaefni, sem sameinar alla kosti — sem, er ódýrt, fljótvirkt, og hlífir bæði höndunum og þvottinum? Það heitir FLIK-FLAK — það þvær fljótt og rækilega. Þegar þvotturinn hefir soðið stundarfjórð- ung eru öll óhreínindin horfin og eftir er að eins að skola þvottinn — og svo eruð þjer búnar- Auðveldara getur það ekki verið. — Og ekkert þvottaefni getur gert það betur. - Sparið tíma og peninga. Látið FLIK-FLAK hjálpa yður með erfiði þvottadagsins. I. Heildsölubirgðir hjá BRYNJÓLFSSON & KVARAN. kap., Caeser og Aríovistus). Þá er orðsnild Caesars og ritsnild ekki síður viðbrugðið. Þykir svo sem fáir Iiafi ritað jafnfagra lat- ínu sem hann. Því hefír Gallastríð C’aesers verið valið til lestrar hvar vetna í latínuskólum, sem fyrir- mynd um latneskt mál og orð- skipun og um leið fyrir það hve efnið er fjölbreytt og þroskandi fvrir nemendur. Gallastríð Caesars er nú komið út í íslenskri þýðingu eftir Pál adjunkt Sveinsson, en útgáfuna hefir Menningarsjóður kostað. Er þetta mikíð rit, 574 bls. að stærð. Er fyrst formáli eftir þýðandann, þar sem hann gerir grein fyrir starfi sínu, útgáfunni og heimild- um, þeim er hann hefir stuðst við. Þá kemur ritgerð um Julius Caes- ar eftir þýðanda (bls. 11—56). er þar lýst æviferli þessa merkilega manns og um leið rakin- sagá Rómverja nokkuð um hans daga og skýrt frá ritstörfum hans. Rit- gerð þessi er ágætlega samin, glögg og slcýr og hið besta, sem nm Caesar hefir verið ritað iá ís- lensku. Þá tekur við þýðingin sjálf (bls. 59—542). Fylgja henni mikl- ar skýringar neðanmáls, bæði efn- isskýringar og orða, og ber alt það verk á sjer auðsæ merki hinn- ar mestu vandvirkni og vísinda- legrar nákvæmni. Lengja þær ritið vitanlega mjög mikið, en engum getur þó blandast hugur um það, að slíkar skýringar sem þessar eru ómissandi og auka stórum gildi þýðingarinnar. Þá er yfirlit. um herskipun Rómverja á dögum Caesars (bls. 543—545), þá ágrip af Gallastríði (bls. 547), síðan nokkur ártöl, sem getið er í ævi- minningu Caesar.s og Gallastríði (bls. 549—551) og nafnaskrá (bls. 553—570). Loks er skrá yfir skammstafanir (bls. 571—572) og efnisskrá bókarinnar (bls. 573). Aftan við bókina er kort af Gallíu :á dögum Oaesars, en framan víð eru tvær hrjóstmyndir af Caesari. Af þessu yfírlit um efnið má sjá, að engu er slept af því, sem nauð- i synlegt. er til þess að menn geti haft hin fylatu not þýðingarinnar og vandaðri útgáfu heyrir fíl. Það er ekki fíl þess að draga úr verðleikum neins annars, þó að jeg segí. að engum hefði vérið ættlanda að leysa þýðingu þessa jafnvel af hendi sem Páli adjunkt Sveinssyni. Og ástæðan er sú, að Páll er öðrum jafnvígari á bæði málin, latínu og íslensku. Hann hefir kent latínu í mörg ár við Mentaskólann og í höndum hans hefir hún jafnframt orðið hinn besti skóli í íslensku, líkt og hjá : einum af hínum gömlu fyrirrenn- urum hans við Latínuskólann, 'Gísla Magnússyni. Þýðing Páls á Gallastríði ber þess líka ljós merki, að Iatínunni sómir vel hinn ís- lenski búningur, þegar vel er haldið á. Það er góður frásagnar- stíll á þýðingunni, virðnlegur svo sem efninu hæfir, og málið al- st.aðar vandað og hreint. Yerk þetta mun verða þýðand- anum til varanlegs sóma, hvort sem lesendur þess verða margir eða fáir. En fróðleiksfús er ekki alþýða. roanna lengur, ef hún gríp- ui ekki fegins hendi við svona rit.i, og hafi hún þó kost á að eignast það. Guðni Jónsson. Færeysk prjónabók. Nýlega er komin hjer á mark- aðinn færeysk prjónabók, sem er þe.ss verð, að henni sje gaumur gefinn. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Færeyingar eru heimilisiðnaðarmenn miklir. Ullarvinna er þar bæði falleg og fjölbreytt. Þjóðbúninyar Færey- inga, bæði karla og kvenna, bera þess Ijósan vott, að þeir eru eng- ir viðvaningar í tóvinnu, sjerstak- lega eru þeir snillingar í prjóna- skap, enda eru það einmitt prjóna gerðir ýmiskonar, sem þessi ný- útkomna bók fjallar um. Það eru hvorki meira nje minna en 125 mismunandi gerðir af próni, .sem í bókinni eru, og allar hafa þær verið notaðar við búningana.. — Myndirnar, sem fylgja eru mjög ! skýrar og vel til þeirra vandað ! að öllu leyti, margar meira að ! segja með litum. Þessi fyrsta handavinnubók Færeyinga er þeim til mikils sóma. I i Það mátti ekki seinna vera að (þessum fögru, einkennilegu gerð- , um væri safnað og þær þannig varðveittar frá gleymsku, með því að þær fyrirmyndir, sem nú eru notaðar við búhingana eru ekki ein.s fjölbreyttar og áður tíðkað- ist Jeg vona að margur íslendingur liafi gaman af að kynnast þeirri list, sem felst í þessum fallegu, færeysku prjónagerðum. „ Bókin fæst hjó bóksölum o£? kostar 3.50 kr. H. B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.