Morgunblaðið - 21.12.1933, Síða 2

Morgunblaðið - 21.12.1933, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Mussolini og Þjóðabandalagið. Það er síst hægt að segja, að Þjóðabandalagið eigi vin- sældum og trausti að fagna meðal þjóðanna um þessar mundir. Enginn getur að vísu neitað því, að Þjóðabandalagið hefir gert mikið gagn á mörg- um sviðum. En það hefir ekki fengið það alheimsvald, sem Wilson dreymdi um, þegar hann stofanði það. Hvað eftir annað hafa menn sjeð, að Þjóða bandalagið hefir staðið mátt- vana, þegar um úrlausn alvar- legra vandamála var að ræða. Því tókst ekki að hiadra stríð- ið milli Japana og Kínverja. Eftir þetta eru ekki margir, er trúa því, að Þjóðabandalagið geti afstýrt stríði, þegar stór- veldi á hlut að máli. Þjóðabanda laginu hefir ekki heldur tek- ist að binda enda á viðskifta- stríðið í heiminum. Eins og kunnugt er var viðskiftaráð- stefnan í London árangurslaus. Og loks hefir Þjóðabandalag- inu ekkert orðið ágengt í af- vopnunarmálinu. Síðan Þýska- land sagði sig úr Þjóðabanda- laginu hefir ekki verið hægt að gera neitt í afvopnunarmálinu. Og það verður ekki heldur hægt að gera neitt í þvi máli, fyr en Þjóðverjar taka aftur sæti við samningaborðið. Vanmáttur Þjóðabandalags- ins hefir þannig komið greini- lega í Ijós, þegar um hefir ver- ið ræða úrlausn alvarlegustu vandamálanna. Við þetta bæt- ist, að fjögur stórveldin standa nú utan við Þjóðabandalagið og fimta stórveldið, Ítalía, hef- ír hótað að segja sig úr Þjóða- bandalaginu. „Þjóðabandalagið hefir ekki lengur neina pólitíáka þýðingu' sagði Mussolini nýlega. — Og skömrnu seinna, h. 5. þ. m. sam þykíi stcrrið íascista ályktun þess efnis, að Italía geti ekki áfram verið í Þjóðabandalag- inu, nema því verði gerbreytt frá því sem nú er. Kröfur stórráðsins eru þess- ar: 1. Takmörkun á rjetti smá- þjóðanna til þess að greiða at- kvæði um mál, sem snerta þær að eins að sumu leyti. 2. Meðferð málanna í Þjóða- bandalaginu verði gerð óbrotn- ari en nú. 3. Þjóðabandalagið verði los- að við öll lönd, sem tengja það «g friðarsamningana saman. Þessar tillögur standa í nánu sambandi við fjórveldabanda- lagið milli Itala, Frakka, Eng- lendinga og Þjóðverja. Eins og kunnugt er, átti Mussolini frum kvæðið að því, að þetta banda- lag var stofnað. Upphaflega ætlali Mussolini sjer að stofna stórveldabanda- lag undir ítalskri forystu, til þess að endurskoða friðarsamn ingana. En Frakkar komu því til leiðar að bandalagssamn- ingnum var breytt þannig, að ályktanir fjórveldabandalags- ins öðlast ekki gildi, nema Þjóðabandalagið samþykti þær. Og í Þjóðabandalaginu hafa Frakkar bandamenn sína, Pól- verja og Litla bandalagið, við hlið sjer. En nú vill Mussolini gera Þjóðabandalagið að stór- veldabandalagi, til þess að end- urskoða friðarsamningana, ef til vill vill með þáttöku þeirra stórvelda, sem nú standa utían við Þjóðabandalagið. — En vafalaust verður erfitt fyrir hann 'að fá þessum tillögum framgengt. Höfn, í des. 1933. P. 1000 ferðlr milli Reykjavíkur og Borg- arness hefir Pjetur Ingj- aldsson skipstjóri á Suður- landinu farið. Pjetur Ingjaldsson skipstjóri mun í gær hafa lagt upp í sína þúsundustu för til Borgarness. Pjetur er allx-a manna vinsælast ur sem skipstjóri og sá, sem þetta ritar, færir Pjetri sínar bestu óskir og þakkir um leið fyrir þá ágætu aðhlynningu sem hann hefir notið nær undantekn- ingarlaust á öllum sínum ferðum með Suðurlandi. Þar um borð er einn staður, sem menn sækjast mjög eftir að vera, en það er herbergi Pjeturs undir stjórnpalli, og þykir þeirn sem þar fá að dvelja, sem þeim sje sýnd sjerstök nærgætni. Það ber því ósjaldan við að þeir, sem eru kunnugir Pjetri stingi því að honum með nokkurra daga fyrir- vara, að þeir hugsi til að fara upp í Borgarnes með næstu ferð, og ber slík fyrirhyggja oft til- ætlaðan árangur. Um Pjetur er það að segja, að hann er vaskur og hugrakkur maður á sjó og landi, og þurfa menn ekki að kynnast honum lengi til að sannfærast um, að þar er maður á ferð. Eins og af líkum ræður hefir Pjetur oft komist í hann krapp- ann á fei-ðum sínum á hinni hættulegu siglingaleið milli Borg- arness og Reykjavíkur. En skap- lyndi hans er nú einu sinni þann veg farið, að þegar hættan er mest, ljómar hann af fjöri og ánægju. En það verður varla skilið á annan veg en þann, að sálarkraftar hans eru meiri en alment gerist. Hann er hetja, sem helst verður altaf að standa í stórræðum. Vinur. Dýrt biblíuhandrit handa British Museum. London, 20. des. F.Ú. Mac Donald forsætisráðherra skýrði frá því í enska þinginu í dag, að forráðamenn British Mu- seum hefðu ákveðið að kaupa handa safninu biblíuhandritið Co dex Sinaiticus fyrir 100 þúsund pund eða um 2% milj. kr. Mac Donald sagði, að stjórnin hefði lofað, að leggja fram eitt pund móti hverju pundi, sem fengist með almennum samskotum. — * Handritið, sem hjer er um að ræða, er eitthvert hið elsta og besta biblíuhandrit, sem til er. JÓLABAZARINN. Úffval af tekið upp í gærkveldi Tílkynning. Verslanir Qelagsmanna verða opnar til kl. ÍO I kvold. Félag vefnaðarvorukaúpmanna i Reykjavík. Málverkasýning. I dag Freymóður Jóhannsson sýn- ir í Austurstræti 14, áður kaffi- fimtudaginn 21. desernber, verða verslanir matvöru- húsið „Vífill . kaupmanna opnar til kl. 10 e. h. Jeg geri í'áð fyiúr að Frey- móður sje að reyna að líkja sem best eftir náttúrunni, og honum tekst það að vissu leyti að fá líkingu af aðaldráttum viðfangsefnanna, helst fjall- anna eða fjærsýnarinnar, en svo þegar maður gætir betur að hinum ýmsu hlutum, stein- xnum, vatninu, hæðunum o. fl. þá fer alt út um þúfur, þá læt- ur hann sjer oftast nær nægja I að taka einhvern lítilsverðan I hlut, eins og móhrauka eða | gaddavírsflækju, alt af eitthvað j. algerlega þýðingarfaust fyrir heildarsvip verkefnisins. Nr. 10 „Haust í Þingvallasveit“, er, gott dæmi þess, hversu Frey- móði vantekst að sýna „karakt- er“ lándsins, Það mætti segja! manni, að sú mynd væiú mál- uð alstaðar annars staðar, svo ólík er myndin hinni raun-; verulegu Þingvallasveit. Úr hrauninu tekst Freymóði j að gera samfelda grassljettu, | frá Hrafnagjá að Almannagjá. Freymóði tekst aldrei að gefa litunum sannfærandi kraft eða festu. Það er altaf einhver j ,,óekta“ millilitur sem þrengir sjer fram og truflar fyrir. Það hefir minst að segja hvað málað er, hvort málað er náttúrlega eða „stiliserað“; hvort notaðir eru dimmir eða ljósir litir, en myndin þarf alt af að vera sannfærandi og hafa skapandi þrótt, annars er hún ekki listaverk. Orri. Skilyrði Þjóðverja í afvopn- unarmálinu. Þeir vilja hafa 300.000 manna her. Oslo, 20. des. F.Ú. Samkvæmt upplýsingum, sem greiðslulaust'. fengist hafa, um viðræður þær, -—•— Fjelag matvörukaupmanna. Jðlaðvextir bestir — ódýrastir. Epli, Jonathans, fancy V> kg. 65 aura. Epli, Deli- cious, extra fancy, Vi kg. 80 aura. Yínber, góð, o|- ódýr. Appelsínur góðar, frá 12 aurum stk. Jaffa-Appelsínur á 25 aura. Þurkaðir ávextir nýkomnir, allar tegundir, góðir og ódýrir. Grá- fíkjur og konfektrúsínur í pökkum, frá 35 aur. pakkinn. Úrval af konfektkössum. Tilvalin jóla- gjöf. — Niðursoðnir ávextir: Perur, Ferskjur, Aprikósur, Ananas, afar ódýrir. Góð aðstaða við innkaup vörunnar skapar lágt verð. Eplj í heilum og hálfum kössum, afar ódýr. — Trygging viðskiftanna er vörugæði. — Verslnn Sig. Þ- Skjaldberg. Símar 1491 (2 línur) og 1493. Opið U1 kl. ÍO í kvöld. er undanfaima daga hafa farið fram milli Þjóðverja og Breta, um möguleika um nýja samninga um afvopnunarmálin, er nú tal- ið, að kröfur Þjóðvei'ja muni verða þessar: Þeir vilja fá að hafa 300.000 manna her, og fá viðurkendan rjett sinn til þess að mega smíða varnarvopn til móts við aðrar þjóðir. Þeir eiga einnig að vei'a fúsir til þess að gera 10 ára hlutleysissamning við ná- grannaþjóðir sínar. — Saarhjer- aðið vilja þeir fá aftur atkvæða-j Dómur í máli Thorsten Kreugers. London, 18. des. F.Ú. I hæstarjettinum í Stokkhólmi var Thorsten Kreuger í dag dæmdur í 12 mánaða betrunar- hússvinnu fyrir svik. Einnig var hann dæmdur til þess að greiða hluthöfum í einu af fyrirtækj- um hans 75 þúsund sterlings- punda í skaðabætur. Heimatrúboð leikmanna, Vatnsstíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.