Morgunblaðið - 18.01.1934, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 18.01.1934, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ* 7 |Smá-augiýsingar| Ullartreflar á dömur og börn verða seldir frá 0.90 til 1,50 stk., mæstu daga. Sömuleiðis dömupeys- ur með löngum og stuttum ermum frá 4.50 stk. Versl. „Dyngja“, Bankastræti 3. Sokkarnir, silki og ísgarns, á 1.75 parið, komnir aftur. Binnig seljum við silkisokka gljáandi og metsokka frá 1.50 parið, meðan fcirgðir endast. Versl „Dyngja“. Corselet frá 2.95, sokkabönd frá B.75 parið, sokkabandastrengir, íífstykki, brjóstahaldarar. Versl. ______ Kvenbolir frá 1.75, silkibuxur frá 2.75. Nokkrir barnabolir seld- ir ódýrt. Versl. „Dyngja“. Grólfteppagarn, gólfteppastrammi, gólfteppaspýtur, gólfteppanálar, gólfteppamunstur, stór og smá. — Beta líka verið sýnishorn af vinnu og tilsögn við ábyrjun teppanna. Einnig er hægt að hnýta gólfpúða úr þessu efni. Versl. „Dyngja“, Bankastræti 3. Sephyrgarn á 0.06 knekkið. — Versl. „Dyngja“. Nýkomið smekklegt úrval af a i lark j ó I aef num, tískulitir og gerð. Kjólar saumaðir á fullorðna «g börn. V^rslun 6. Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Verulega góður reyktur fiskur fæst hjá Hafliða. Baldvinssyni, sími 1456 ' (tvær línur), Saltfisks- búðinni, Hverfisgötu 62, sími 2098 og planinu við höfnina. — Sími 4402. Sá, sem í misgripum tók fata- poka um borð í e.s. „ísland“ í gærmorgun, er vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma 4120 eða hjá Benóný Baldvins, Vesturgötu €6. — Hafnfirðingar. Byrja hannyrða- kenslu næstu daga. Sigríður Árna dóttir, Reykjavíkurveg 8. Kjötfars og fiskfars heimatilbú- 'ið, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. „Flóra“ hefir aldrei haft jafn- fjölbreytt úrval af ódýrum túli- pönum eins og nú. Túlipanarnir íást einnig í versluninni „Róma“, Baugaveg 8. Flóra, Vesturgötu 17. Bími 2039. Takið eiiir 1 útstillingarglugga okk- ar er kíkir, þar sem þjer getið sjeð í, hvort þjer hafið byggingargalla á auga yðar, og hvort þjer eruð fjarsýnn eða nær- •sýnn. Hjá kíkinum er spjald, þar sem þjer get- ið lesið hvað að auganu er. „Expert“ okkar fram- kvæmir daglega ókeypis rannsókn á sjónstyrk- leika augnanna. — Við- talstími frá kl. 10—12 og F. H Thíele Austurstræti 20. !)ýi mætir. gimsteinar fundnir. London 17. jan. F. Ú. Fregn frá Pretoria segir frá því, að nú hafi fundist 2. mjög stórir demantar nálægt Jaegers- fontain, næstum því á sama stað þar sem Cullinan, demanturinn, fanst árið 1905. Annár þessara nýfundnu demanta er 726 karat og hinn 300, og báðir eru þeir sagðir skírir og gallalausir gim- steinar ,og halda menn, að þeir sjeu partar úr Cnllinan gimsten- num, því þegar hann fanst var talið, að partar hefðu brotnað úr honum. Rottur valda húsbruna. Kalundborg 17. jan. F. Ú. Það hefir nú komið í ljós, við rannsókn, að rottur og mýs hafa orðið valdar að húsbruna í Dan- mörku, sem menn heldu áður að orðið hefði af manna völdum. Þær höfðu etið sundur veggina meðfram hitapípum, og jafn- framt hafði safnast þar eftir þær ýmislegt smá rusl, sem kviknaði í af hitanum frá píp- unum. Fárviðri og sjávarflóð við Skotland. London 17. jan. F. Ú. Á vesturströnd Skotlands geysaði fárviðri síðastliðna nótt. Sjór gekk upp í ána Clyde, svo að flæddi yfir bæinn Renfrew. Með fjörunni barst flóðaldan frá aftur, en menn eru hræddir um ný áföll með ílóðinu. Flóð- aldan og rokið ollu talsvert miklu tjóni. Mannskaðar og stórtjón af jarðskjálftum í Indlandi. London 17. jan. F. Ú. (Kalundborg). Nýjar frjettir eru nú komnar af landskjálftunum á Indlandi. Manntjón og eignatjón er nú tal ið miklu meira en gert var ráð fyrir í upphafi í norðanverðu Biharx hjeraði sjerstaklega, en úr ýmsum hjeruðum er enn ó- frjett, vegna þess, að samgöng- ur við þau hafa tepst. Því hefir verið lýst yfir, að ferðalög um sum svæði í Austur- Bengal sjeu ekki hættulaus, vegna þess, að vegir og brýr hafa víða farið úr skorðum vegna landsskjálftanna. Sumar fregnir segja, að mann- tjónið hafi verið mjög ógurlegt, og einn bær að minsta kosti hafi hrunið gersamlega til grunna, og líkin liggi í hundraðatali á götunum. Það er einnig sagt, að mörg klaustur Buddhatrúarmanna, um þessar slóðir, hafi eyðilagst mjög. Sumir telja þó, að of mikið sje gert úr landskjálftatjóninu í þessum síðustu frjettum. C-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. Kjósið C-listann! Dagbók. □ Edda 59341207 = 2. Veðrið (miðvikudagskv. kl. 5): Djúp lægð um Hjaltlandseyjar veldur V-hvassviðri um Bretlands- eyjar, en NA-hvassviðri í Færeyj- um. Hjer á landi er vindur hægur NA á SV-landi, en allhvass A og snjókoma í útsveitum norðan lands. —Lægðin mun færast norð- austur með vesturströnd Noregs og valda NA-átt hjer á landi fyrst um sinn. Veðurútlit í Rvík í dag: NA- kaldi. Úrkomulaust. Nokkurt frost. Útvarpið í dag: 10.00 Veður- fregnir. 12.15 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.00 Tónl'eikar. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Tilkynn- ingar. — Tónleikar. 19.30 Lesin dagskrá næstu viku. —- Tónleikar. 19.55 Auglýsingar. 20.00 Klukku- sláttur. Fr jettir. 20.30 Erindi: Mildir vetur (Jón Eyþórsson). 21.00 Tónleikar (Útvarpshljóm- sveitin). Einsöngur (María Mark- an). Danslög. C-listinn er listi Sjálfstæð- isflokksins. K. F. U. M. A.—D. fundur í kvöld. Síra Bjarni Jónsson talar. Trúlofun Fjólu Breiðfjörð og Gísla Guðmundssonar matsveins á Dettifossi, er birtist í blaðinu fyrir skemstu, hefir reynst röng. Hjeraðslæknirinn biður þess get- ið, að gefnu tilefni að það er mjög áríðandi að fólk leyni ekki ef það hefir grun um skarlatssótt á heim- ili sínu. Allar sóttvarnir eru ó- framkvæmanlegar í þessu efni, ef fólkið vill ekki aðstoð læknanna. Kjósið C-listann! Breiðfirðingamót fyrir Snæfells- nes-, Hnappadals-. Dala- og Borg- arfjarðarsýslur verður haldið fyrsta þorradag 19. þ. m. að Hótel Borg. í dag kl. 6 flytur Magnús Magn- ússon erindi í Varðarhúsinu. Eimskip. Gullfoss fer til Breiða- f jarðar og Vestfjarða í kvöld kl. 10. Goðafoss og Lagarfoss eru í Kaupmannahöfn. Brúarfoss var á Rakkafirði í gærmorgun. Dettifoss er í Reykjavík. Selfoss fór frá Hull í gærmorgun. Grímudansleik heldur Vestur- bæjarkhxbburinn í K. R.-húsinu á laugardaginn. C-listinn er listi Sjálfstæð- Isflokksins. Breyting á bylgjulengd. í dag byrjar útvarpið að senda út á hinni nýju bylgjulengd, 1639 metr xxm. -— Kiósið C-listann! Einkasíma er í ráði að leggja um Mosfellssveit og verður aðal- stöðin að Brúarlandi. Búist er við að lokið verði við að leggja sím- ann um sveitina næsta vor. íslandið fer hjeðan í kvöld kl. 8 til Kaupmannahafnar um Vest- mannaeyjar og Thorshavn. Lyra fer frá Noregi í kvöld kl. 10 áleiðis hingað. Esja var í Flatey í gær. fafisksala. Sindri seldi í Grims- by í gær, 60 smálestir af bátafiski frá ísafirði fyrir 1410 stpd. Mark- ham Cook sá um söluna. Kjósið C-listann! Togararnir. Þórólfur og Valpole fóru til Englands í fyrrinótt með mikinn fisk, en frá Englandi komu Max Pemberton og Bragi. Björgunarskipið breska, sem fór austur á mánud. til þess að reyna að ná xxt togaranxim „Margaret Clark“, kom hingað aftur í gær- morgxxn til þess að fá sjer kol. Hefir það lítið getað aðhafst fyrir austan sökum óhagstæðs veðurs. AVEXXIR nýkomnir APPELSÍNUR „Jaffa“ Í44. do. „Valencia“ 240-300 EPLI „Wínesaps“. GRAPEFRUIT. SÍTRÓNUR. LAUKUR Sínii í-2-3-4. Þýskur togari, Claus Bolten, kom hingað í fyi'radag með ýmsan útbúnað í togarann Neufundland, sem hefir legið hjer í Slippnum til viðgerðar, og nokkra menn til viðbótar við skipshöfn togarans. Heimatrúboð leikmanna, Vatns- stíg 3. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Verslunarmannafjelag Reykja- víkur hefir bókaútlán og spila- kvöld í Oddfellowhúsinu kl. 8y2 í kvöld. Kjósið C-Iistann! Danir og Þjóðverjar byrja inn- an skamms á því að semja um ýms viðskifta- og fjárhagsmál og er búist við því að samningaum- leitanir hefjist í Berlín í þessari viku. (Sendiherrafrjett). Poul og Anna Borg Reumert byrjuðxx á þriðjudaginn að leika sem gestir í „Casino“ leikritið „Aldrig et Kys“. Poul Reumert leikur hlutverk föðursins í leikn- um en Anna Borg leikur hlutverk dótturinnar. Fyrsta sýningin varð stórsigur fyrir leiklist þeirra. — (Sendihei’rafrjett). Tímaritstjórinn Gísli Guðmunds son talaði síðastur fyrir hönd Fi’axhsóknarmanna í útvarpið í gærkvöldi. Þótti merkilegt, að þessi málsvari hinna ófrómu skyldi líka láta sig muna um að hnupla til sín 5 mínútna lengri ræðutíma, en honum bar. C-iistinn er listi Sjálfstæð- Isflokksins. Útvarpsumræðurnar um bæjar- mál. í' gær var Framsóknarmaður einn spurður að því, hvaða Fram- sóknarmenn ættu að tala í útvarp þá uni kvöldið. Framsóknarmaður- inn var daufur í dálkinn og bað spyrjanda að tala sem minst um útvarpsumræðjirnar, þvi enginn flokkur hefði gagn af þeim. nema Sjálfstæðismenn. Kjósið C-listann! Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- bxxðinni Iðunn. C-listinn er listi Sjálfstæð- isf lokksins.. Flýgur rjúpan til Grænlands? Ut af hinu óskiljanlega hvarfi rjúpunnar með nokkurra ára milli bili, hefir mörgum komið til hug- ar að hún muni flytja sig búferl- um til Grænlands, og hafa ýmsar athuganir fremur stutt þá skoðun. Nú í seinasta „Náttúrufræðing“ segir Jón Guðlaugsson svo frá: Um miðjan desember 1919 var jeg staddur á Hellisheiði vestanvert við Skálafell. Það var frost og talsverður snjór. Jeg heyri vængja þyt yfir mjer, og sje hátt uppi BORÐ, allar tegundir. STÓLAR, margar tegundir. DfVANAR, allar tegundir. Ódýrast í bænum. Htisgagnaverslanín víð Dómkírkjtma. (Clausensbræður). Veitíð því athygíí hve fægingin er skínandi björt og endingargóð úr Fjallkontt- fægííeginttm. Þeir, sem einu sinni liafa notað Fjallkonu fægi- löginn, dást að þessum kostum hans. fl.l. Efnagerð Reykjavíknr rjúpnahóp, á að giska 1000—1500. Jeg hefi aldrei sjeð rjúpur fljúga eins hátt eins og þessi hópur gerði. Þær komu austan að og heldu í útnorður. Jeg horfði á eftir hópn- um eins lengi og jeg sá til þeirra og þær lækkuðu ekkert flugið. Iðnaðarmenn! Minnist þess, að Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn, er hefir uppfylt óskir ykkar og sett menn úr ykkar stjett á sinn lista. Kjósið því C-listann! Danskt Nazistablað upptækt. Kalundborg 17. jan. F. Ú. Lögreglustjórinn í Kaup- mannahöfn gerði í dag upptækt blað Nazista, ,,Angreb“, vegna svæsinna persónulegra árása, sem í því voru á Stauning for- sætsiráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.