Morgunblaðið - 02.03.1934, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.03.1934, Blaðsíða 2
2 JPorgnalblaðid Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavfk. Ritstjörar: Jðn KJartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjðrn og afgreiBsla: Austurstrœti 8. — Simi 1600. Auglýsingastjört: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Siml 8700. Helmasimar: Jön KJartansson nr. 3742. Valtýr Stefánsson nr. 4220. Árni óla nr. 3045. E. Hafberg nr. 377*. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánutSl, Utanlands kr. 2.50 á mánuBL í lausasölu 10 aura eintaklB. 20 aura meB Lesbök. Fuglamir og Tjömin. Mikla ánægju kafa bæjarbúar haft af hinu fjölskruðufia fugla- lífi, sem hefir verið á Tjörninni undanfarin sumur. — Og mesta ánægju vekur jiað, að viltu fugl- unum fjölgar stöðugt á Tjörninni, enda á að kappkosta, að liæna þangað sem mest ótamda fugla. Bn þá vaknar sú spurning: — Hverriio' er aðbúnaður fuglanna á Tjörninni? Því er fljótsvarað. Hann er eins ófullkominn og frekast getur verið. Aðeins einn hólmi er í norður hluta Tjarnarinnar, og krían hefír fyrir löngu tekið hann í bygg- ingu. Hún sjer um, að aðrir fuglar komist þar ekki að, enda fer vel á því, að krían fái að halda lilóm- anum sínum. Hinar vængstýfðu álftir, sem hjer hafa verið undaufarin sum- ur, hafa nær eingþngu lialdið sig í syðri hluta Tjarnarinnar. Tvö sumur hafa ]>ær orpið ]>ar — í hittifyrra tóku áltahjón sjer ból- festu í hólmanúm, syðst í Tjarn- arendanum, verptu þær og ung- uðu út. Þau verptu á, sama stað síðastliðið sumar og unguðu einn-, ig' út. Þá hættust einnig önnur álftahjón í hópinn, en höfðu eng- an aðgengilegan verustað. Þau urðu að kúldrast á óvistlegum kökk, fast við land og urðu því fvrir miklú ónæði vegfarenda. — Samt unguðu þau þarna út eggj- um sínum. Nú eru ekki lengur vængstýfðar álftir til á Tjörninni. Bn alt bend- ir til þess, að hinir gömlu vinir okkar og kunning'jar. álftahjónin frá í fyrra, ætli samt sem áður áð vera hjá okkur áfram og börnin þeirra einnig. Þessi fríði hópur hefir komið. hingað við og við í allan vetur og fengið góðar við- tökur, eins og vera her. En það þarf að húa í haginn fyrir þessa fallegu og tígulegu fugla, svo þeim verði kleyft að setjast hjer að til frambúðar. Það verður að búa til hólma (3—4) í. syðri' tjörninni. Þetta verður að gerast nú fyrir vorið. Einnig' verður að fjölga hólm- um í norður hluta Tjarnarinnaiv svo að aðrir viltir fuglar geti tekið sjer hólfestu þar. Bæjarstjórnin verður að hrinda þessu í framkvæmd nú þegar. Næsti háskólafyrirlestur dr. M. Keil verður í kvöld kl. 8. Efni: „Der deutsehe Handel“. Öllum heimill aðgangur. i MORGUNBLAÐIÐ Spænska stjömin beiðist lausnar Berlín, 1. mars. PÚ. Líklegt þykir. að stjómarskifti sjeu í vændum mjög bráðlega á Spáni. Tveir stærstu liægriflokk- arnir þaf í landi, bændaflokkur- inn og' kaþólski flokkurinn hafa komið sjer saman um að bera, fram vantraust á stjórnina í dag, og mun það að öllum líkindum verða samþykt. Ástæðan til van- traustsins er sú, að hægri flokk- unum þykir stjórnin liallast, um of til vinstri, og telja þeir slíka Stefnubreytingu ekki vera í sam- ræmi við þjóða.rviljann, eins og hann kom fram við síðustu kosn- ingar. Stjórnin fer. Madrid 1. mai\s. Á flokksþingi kaþólska flokks- ins var leiðtogi hans, Gil Robles í forsæti. — Samþykt var ein- róma, að flokkurinn hætti að veita ríkisstjórninni stuðning sinn. Opinberlega tilkynt, að ríkis- stjórnin hafi beðist lausnar. Verður Lerroux forsætisráðherra ? Madrid, 1. mars. IJnite'd i’ress. FB. Stjórnmálamenn, sem l-. P. hef,- ir átt tal við, eru þeirrar skoðuu- ar, að eigi muni gerlegt a,ð mynda nýja stjórn, nema með þátttökn róttæka fiokksins og að Lerroux yerði forsætisráðherra. Lerroux. Borgarastyrjöldin í Austurríki ekki eins mannskæð og áður var sagt. Kalundborg 1. mars F. Ú. Austurríska frjettastofan hef- ir nú gefið út endanlegar skýrsl- ur um það, hversu margir hafi fallið og særst í óeirðunum þar um daginn. Samkvæmt þessum skýrslum hafa fallið 250 en 802 særst. Tuttugu jafnaðarmanna- foringjar ákærðir. Berlín, 1. mars. FÚ. Lögreglan í Vín hefir nú lokið yið rannsókn á málum hinna fang- elsuðu jafnaðarmanna, og mun ! tuttugu af helstu foringjum jafn- aðarmannaflokksins verða stefnt fyrir lög og dóm, þar á meðal C'arl Seit.z borgarstjóra í Vín, Körner hershöfðingja, formanni baráttuliðsins o. < fl. Sakargiftir eru þessar: Undirbúningur og' skipulagning vopnaðrar uppreisn- ar, og persónuleg þátttaka og stjórn uppreisnarinnar. , Landstjórnin í Vorarlberg í Austurríki hefir sagt af sjer. — Búíst er við, að hin nýja stjórn verði að nfiklu leyti skipuð Heim- wehrmönnum. Japanar hefja sókn gegn kommúnistum. Berlín, 1. mars'. FÚ. Lögreglan í -Tapan hefir hafið sókn gegn kommúnistnm, og hafa síðustu dagana 1200 kommúnistar verið hneptir í varðhald í ýmsum borgum í Japan, Auk þess hefir lögreglan fundið 15 leynileg'ar prentsmiðjur, er kommúnistar áttu. Næturvörður verður í nótt í Reykjavíkur Apóteki og Lyfja- húðinni Iðunn. Styrkur til skálda og listamanna. 1. mars FÚ. Mentamálaráðið hefir úthlutað fje því, sem á fjárlögum 1934 er yeitt til skálda og listamanna. Þessir fengu styrk: Þórarinn Jónsson tónskáld 800' kr., Tómas Guðmundsson skáld 700 kr., Axel Arnfjörð tónlistar- nemi 500 lcr., fru Gunnfríður Jóns- dóttir myndhöggvari 500 kr., Höskuldur Björnsson málari 500 kr„ Jón Engilberts málari 500 kr., Karl Runólfsson tónskáld 500 kr., María Markan söng’kona 500 kr., Þorvaldur Skúlason málari 500 kr. Ke isarakrýningin í Manchuokuo. Fólkinu þótti meira til koma að sjá flugvjelar heldur en krýningarat- höfnina. Kalundborg 1. mars F. Ú. Krýning keisarans í Manchuo- kuo fór fram í dag með mikilli viðhöfn. og að viðstöddum mikl- um mannfjölda, sem safnaðist snemma ' morgun í allar götur, þar sem keúarinn fór um, og var þar kngi ::’lir að hann var farinn framhjá. Flugvjelar svifu yfi:’ borgumi mcöan á athöfninm stóð, og er sagt, að mörgum að- komumönnum innan úr Asíu, sem komu til þess að vera við„ staddir krýninguna, en höfðu aldrei sjeð flugvjelar fyr, hafi þótt þær miklu merkilegri, en krýningin sjálf. Sjálf krýningarathöfnin var sambland af gömlu og nýju. Keis arinn ók til krýningarstaðarins í nýtísku bíl, en krýningarathöfnin fór fram eftir 3 þúsund ára göml- um helgisiðum. --------------- Bæjarstjórnarfundur í gær. Sossvirkiunlo snlylt -- Borsorritarlnn o. fl. Bæjarstjórnari'undur var hald- inr. í gær. Þetta gerðist þar mark- verðast: Virkjun Sogsins. Tillögur Sjálfstæðismanna um virkjun Sogsins voru til síðari umræðu. Engar umræður urðu um málið að þessu sinni og var virkjunin samþ. einróma. Þá er ekki annað eftir í þessu stórmáli, en að fá lán til virkjan arinnar — og er þess að vænta að það fáist. Væntanlega verður byrjað á framkvæmdum þessa mannvirkis á þessu ári. Borgarritarinn. Þetta mál var einnig til síðari urnræðu. Eins og áður hefir ver- ið skýrt frá hjer í blaðinu, er svo| til ætlast, að skipaður verði borg; arritari, sem verði einskonar skrifstofustjóri, hafi yfirumsjón með innheimtu bæjargjalda, sem bærinn verður nú að greiða fyi’- j ir sjerstakle'ga, annist málarekst ur fyrir bæjarins hönd, gegni borgarstjórastörfum í forföllumj borgarstjóra o. s. fv. Um málið urðu allmiklar um- ræður á bæjarstjórnarfundinum í gær, en mjög fóru þær á víð og dreif. Að lokum var samþ. með 8:7 j atkv. að skipa borgarritarann. — Rauða fylkingin öll á móti. I -4 ■ ’ ■■ I Byggingar á er f ðaf estulöndum. Samþ. var till. frá borgar-1 stjóra þess efnis, áð þeir sem’ byggja vHja á erfðafestulönd- um, skuli framvegis fá til þess leyfi bæjarráðs, áður en umsókn fer til byggingarnefndar. Tillögur kommúnista. / Björn Bjarnason fulltr. Komm- únista flutti tillögur um það, að bærinn leigði stórt samkomuhús til þess að halda í bæjarstjórnar- fundi og alð fundartími bæjar- stjórar yrði færður til kl. 8 að kvöldi. Mun það einkum hafa vak- að fyrir B. B., að með þessari breytingu yrði auðveldara að hóa saman kommúnistaskríl til þess að gera spellvirki á fundum bæjarstjórnar. Báðar þessar til- lögur voru feldar. Björn Bjarnason flutti einnig tillögu um, að bæjarsjóður greiddi íbúunum á Lokastíg 14 tjón það, sem þeir urðu fyrir af völdum brunans 24. jan. s. 1. Þessi tillaga var feld, með því að bæj- arstjórn taldi varhugavert að ganga inn á þessa braut, því að r það gæti orðið til þess, að inenn yrðu hirðulausar með að vá- tryggja innbú sín. Til að sýnast. Stefán Jóh. Stefánsson lagði fram á fundinum nokkrar tillög- ur út af erindi frá Verkamanna- fjelaginu Dagsbrún til bæjar- ráðsins., Voru till. þessar m. a. um styrk til ráðningaskrifstofu, sem verk- lýðsfjelögin starfræktu, um að öllum í bæjarvinnunni yrði greitt fult dagkaup, um endurbætur á verkamannaskýlinu við höfnina o. fú —- Um þessar tillögur sagði borg- arstjóri m. a., að sósíalistar við- höfðu tvennskonar vinnuaðférð- ir. Þegar þeir vildu láta mál ganga fram, ynnu þeir að fram. gangi þeirra í bæjarráðinu. En þegar þeir væru aðeins að sýnast. vildu þeir ekkert um málin ræða í bæjarráði, heldur krefðust þess, að málunum væri vísað til bæjar- stjó'rnar, til þess þar að fá tæki- færi til að skrafa um þau. Þannig hefðu sósíalistar farið að með þetta erindi Dagsbrúnar. Þeir hefðu ekkert viljað sinna þeim í bæjarráði. Borgarstjóri tók sumum þess- ara tillagna vinsamlega og taldi sjálfsagt að bæjarráð athugaði þær gaumgæfilega. Var svo samþ. tillaga frá borg- arstjóra um að vísa þessu máli til bæjarráðs. Rjettindi kvenna. Osló 1. mars F. Ú. Norska óðalsþingið ræddi aft- ur í dag frumvarpið um em- bættarjett kvenna og samþykti, eins og áður með 60 atkvæðum gegn 49, að konur skyldu hafa rjett til prestsembætta. Frum- varpið fer nú aftur til lögþings- ins, en það hafði felt þetta við fyrri meðferð sína á málinu. Afvopnunarmálin. Berlín, 1. mars. FÚ. Norman Davies, .fulltrúi Banda- ríkjanná á afvopnunarráðstefn- únni kom til London í morgun. Mun hann m. a. ætla sjer að eiga tal við Anthony Eden á. morgun, en hann verður þá kominn heim til Englands aftur. Nazista-kálfur. Þýsk blöð hafa fyrir skömmu birt mynd af kálfi með hvítanhaka- kröss á enninu. Er sagt að hann hafi fæðst með merki þetta á enn- inu. — Engu minni fögnuðnr er yfir kálfi þessum en meðal Egypta forðum, er nýr Apiskálfnr var fæddur. — ■---0-0"»------ Tvíburar ógæfumerki. Víða í Afríku er það talið ógæfa ef tvíburar fæðast. Halda Negr- arnir það vera vott um reiði guð- anna. Hjá sumum Negraflokkun- um eru börnin borin út, en hjá öðrum eru þau tekin frá mæðrun- um, og fá þær ekki að sjá þa* mánuðum saman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.