Morgunblaðið - 21.03.1934, Qupperneq 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
§æ§krím$l rekur á land.
Sæskrímslið hjá Cherbourg.
Skamt, frá Cherbourg í Frakk-
landi rak á land sæskrímsl um
seinustu mánaðamót, og er mik-
ið um það talað í frönsku blöð-
unum. Skrímsl þetta er 8 metra
langt og 11/2 m. á breidd. Á því
er lítill haus og líkist hann bæði
slönguhaus og haus á svaneðlu
frá krítartímabilinu. Sjónarvott-
ur hefir lýst skepnunni þannig:
— Búkurinn smámjókkar tii
beggja enda. Annars vegar er
langur háls, en að aftan meter-
langur hali. Höfuðið er mjög lít-
ið, líkt og á úlfalda. Þrír uggar
eru á því, einn bakuggi og tveir
uggar fremst á kviðnum og eru
þeir allir loðnir, með hrokknum
hárum. Skepna þessi hefir rifið á
sjer kviðinn á skeri neðansjávar
og innvolsið er hlaupið út. Því
miðúr er hausinn talsvert skemd-
ur. —
Ekki vita menn hverrar teg-
ui'dar ski'ímsl þetta er. Sumir
halda að það sje skrimslið, sem
var í Loch Ness. Aðrir segja að
það mUni vera vanskapaður
í paradís verkamanna
Tveir Svíar fóru til Rúss-
lands að leita sjer atvinnu,
en voru settir í fangelsi.
Tveir ungir verkamenn frá
Husum í Svíþjóð, Anton Edlund
og J. Söderkvist, fóru til Rúss-
Iands í júlímánuði í fyrra til þess
að leita sjer atvinnu. Höfðu þeir
heyrt svo mikið látið af hver
paradís þar væri fyrir verka-
menn, að þeir þóttust vissir um
gæfu og gengi. .
Síðan frjettist ekkert af þeirti
þangað til í febrúarlok. Þá kom
brjef frá þeim og hafði því verið
hvalur, en þá segja dýrafræðing
ar að hvalir geti alls ekki verið
loðnir. Ótal vísindamenn úr
Englandi og Frakklandi hafa
farið til þess að skoða skrimslið.
smyglað út úr Rússlandi. í þessu
brjefi segja þeir sínar farir ekki
sljettar, því að undir eins og þeir
komu til Rússlands voru þeir
teknir fastir og hafa síðan verið
geymdir í íangabúðunum í Sar-
ov, eitthvað 35 mílur fyrir aust-
an Moskva. Segjast þeir oft hafa
skrifað, en Rússar hafa sjeð um
það, að brjefin kæmist ekki út
úr landinu. Þetta brjef var sent
með fanga, sem var látinn laus
úr Sarov.
Ættingjar mannanna hafa nú
snúið sjer til sænsku stjórnarinn
ar og beðið hana að reyna að fá
piltana lausa.
börnin yðar eru lystar-
laus, þá gefið þeim hinn
Ijúffeng'a vitaminsgraut
úr
Það er hollasta og besta
fæðan, jafnt fyrir gamla,
sem unga. —
sobin i'nýmjólk veroð ð
bminútum að ágætum bætiefnagrdut
Dafni barniá ekki,qefið
þvi Cerena qrautáhverjum
deqi, þá for það falleqar
rauðar kinndB
»
Spegill, spegill herm þú mjer,
hvaða bónið besta er?
Já, — Fjallkonu-gljávax af öllu ber. —
Þegar þjer viljið fá gólfin yðar verulega falleg, — svo falleg að>
vandlátir gestir lirósi yður’fyrir, — þá slculuð þjer bóna þau með
Fjallkonu-gljávaxi, sem er hið óviðjafnanlega gljávax frá
H.f. Efnagerð Reykjavíkur.
mmsk
rwh
Grand-Hótel. 43.
Þú varzt úrvinda af örvæntningu rétt fyrir stundar-
korni, og fari eg nú frá þér, endurtekur sig sama
sagan. Segðu mér að vera hjá þér — segðu það“!
Hann hrissti hendur hennar. Tók um axlir hennar
og hrissti hana. Hún gat fundið, í hvílíkum æsingi
hann var, einmitt vegna þess, hve fast hann tók á
henni. Jerilinkof hafði beðið og grátbænt, en þessi
maður skipaði. Vcik, en léttari í skapi, lét hún höf-
uð sitt síga að ‘brjóstinu á silkináttfötunum hans.
,,Já, vertu hjá mjer dálítið enn“, sagði hún. Gai-
gern leit yfir hár hennar og dró andann djúpt. Hin
hræðilega angist hans lagði smámsaman á flótta,
og hrærigrautur af allskonar myndum sveimaði fyr-
ir hugskotssjónum hans, eins og þær væri kvik-
mynd: Grusinskaja dauð í rúmi sínu, með sterkan
skamt af verónali í sér, hann sjálfur á flótta uppi á
húsþökum, húsrannsókn í Springe, fangelsi. Hann
hafði enga hugmynd um hvernig þar var umhorfs,
en samt sem áður sá hann það greinilega fyrir sér;
hann sá líka móður sína fyrir sér, á banastundinni
og var þó langt síðan hún dó. Þegar hann kom
aftur í nr. 68, breyttist hættan og angistin, sem nú
var afstaðin í vímutilfinningu, eins og hann væri
drukkinn. Hann lyfti hinni ljettu Grusinskaju hátt
upp í loft á örmum sínum og þrýsti henni að sér
eins og barni.
,,Komdu, komdu, komdu“, hvíslaði hann lágt við
gagnauga hennar, með röddu, sem nú var orðin
djúp. Það var oroið langt síðan Grusinskaja hafði
fundið til líkama síns, en hún fann það nú. Mörg ár
voru liðin síðan hún hafði verið kona — en nú var
hún kona. Dimmur, syngjandi himinn tók að hring-
snúast uppi yfir henni, og hún flýtti sér upp í him-
ininn. Ofurlítið, hálfkæft óp, eins og það kæmi frá
fugli, gerði uppgerðarástríðu Gaigern raunverulega,
svo að hann hafði aldrei þekkt þvílíka.
Tebollinn á borðinu glamraði ofurlítið í hvert
sinn sem bifreið þaut fram hjá á götunni. Fyrst
speglaðist Ijósið frá Ijósakrónunni í þessu fljótandi
eitri, síðan rauði bjarminn af náttlampanum og
loks aðeins bjarminn frá Ijósauglýsingunni úti fyr-
ir. Úrin tvö héldu áfram kapp-hlaupi sínu, og úti
í ganginum heyrðist glamrið í lyftuhurðinni,
kirkjuklukkan í fjarska sló eitt, innan um bauliö
í bifreiðahornunum — og tíu mínútum sxðar log-
aði aftur á ljóskösturunum á framhliðinni á Grand
Hótel.
„Sefurðu.“
„Nei“.
„Fer vel um þig.“
»Já“.
„Nú ertu með opin augun; eg finn augnaháiún
þín á handleggnum á mér. Skrítið — stór maður
með augnahár eins og barn — ertu glaður?“
„Eg hefi aldrei verið jafn hamingjusamur og
nú“.
„Segðu það einu sinni til — segðu það“.
„Eg hefi aldrei verið eins hamingjusamur", taut-
ar Gaigern við mjúka, svala arminn, sem höfuð
hans hvílir á. Hann er svo óendanlega ánægður og
þakklátur. Á ódýrkeyptum ævintýraleiðöngrum
sínum hefir hann aldrei upplifað þessa vímu án
eftirkasta, þessa titrandi kyrð eftir faðmlögin. —
Hann finnur til einhvers, sem ekki á sér neitt nafn,
heldur ekki kærleika; — það er eins og að koma
heim eftir að hafa kvalist af heimþrá. Hann er
ennþá ungur, en í faðmi Grusinskaju, við hin blíðu
ástaratlot hennar, verður hann ennþá yngri.
„Það er leiðinlegt . ..." tautar hann við arm
hennar; hann ýtir höfðinu hærra upp og leggur
það við öxl hennar, þar sem ilmar eins og á engi.
„Jeg myndi finna þig blindandi, hvar sem væri í
heiminum, á þessu ilmefni“, segir hann og snuðrar
eins og smáhvolpur. „Hvaða tegund er það?“
„Nú, það .... Nei, segðu mér heldur, hvað þér
finnst leiðinlegt? — gerðu það! Þetta ilmefni er
kallað eftir litlu blómi, sem vex á engjum; Nexu-
vjada — eg veit ekki hvað það er kallað á þýzku.
Timian? Það er búið til fyrir mig í París. En segðu
mér hvað það er, sem þér þykir leiðinlegt“.
,,Að maður skuli aldrei hitta réttu konuna strax.
Að maður skuli vera heimskingi í þúsund nætur,
og standa í þeirri trú, að maður þurfi altaf að hafa
þessa köldu leiðindatilfinningu á eftir, eins og
hverja aðra magapínu. Að fyrsta konan, sem mað-
ur svaf hjá, skyldi ekki vera eins og þú“.
„O—o, þú ert svoddan eftirlætisbarn“, hvíslar
Grusipskaja og kyssir hár hans, þennan þykka feld
með tóbaks- og rakarastofuilfhinn, sem nú er orð-
inn úfinn. Hann dregiir fingurna eftir andandi lík-
ama hennar.
„Veiztu það?“ segir hann, — „hvað þú ert létt?
Eins og ofurlítil froða á kampavínsglasi", sagir
hann með undrun og aðdáun.
„Já, það dugar ekki annað en vera létt“, svar-
ar Grusinskaja aívörugefin.
„Nú langar mig til að sjá þig. Má .jeg kveikja?“
„Nei, nei!“ svárar hún og dregur öxlina burt frá
honum.
Hann tekur eftir því, hversu mjög hann hefir
hrætt þessa konu, sem enginn veit aldur á. Hann
finnur aftur þessa einlægu, löngunarkenndu með-
aumkvun með henni. Hann skríður á eftir henni og
síðan liggja þau hugsandi. Ljósið utan af götunni
borast gegn um gluggatjöldin eins og langt, odd-
mjótt sverð og leikur um loftið í herberginu. I
hvert sinn sem bifreið ekur fram hjá skýzt hraður
skuggi gegn um ljósrákina.
„Perlurnar“, hugsar Gaigern. „Ef eg er heppinn
og allt gengur vel, get eg sett þær á sinn stað,
meðan hún sefur. En það gengur eitthvað á hjá
mannskapnum þegar eg kem perlulaus. Bai’a að
bílstjórinn setji nú ekki allt á vitlausa endann og
fari á fyllirí út úr vonzku og eyðileggi allt. Já,
þetta fyrirtæki er víst farið fjandans til fyrir fullt
og allt. Óheppni. — Og guð sjálfur má nú vita í
minn stað, hvaðan við eigum að fá peninga. —
Kannske getur maður rúið hinn ríka frænda, sem
sefur í nr. 70, hérna rjett hjá, og stynur allar næt-
ur. Nei, andskotinn eigi það allþ saman — um að
gera að vera ekki að brjóta heilann. Kannske
heimta eg baT'n af henni perlurnar. Það væri
kannske það e'..faldnsta. Kannske segi eg henni í
fvrramálið, h\ nig í öiiu liggur. Ef eg fer rétt að
fei hún ekki að láta setja mig í steininn í fyrra-
málið, litli vitleysxngurinn! Hún lætur perlurnar
liggja á glámbekk. Hlægileg kvenpersóna — en;