Morgunblaðið - 25.10.1934, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1934, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ <BW-'|; ¦¦ I -ná-augly: Sloppar hvít- og misl ur — Morgunkjólar —¦ Morgun- kjólatau — Ljereft — Flúnel og ÍTyistar. Versl. „Dyngja", Banka- Btræti 3. Kvenpeysur — Golftreyjur — Svefntreyjur — Drengjavesti- Versl. „Dyngja". Lífstykki við Peysuföt — Milli- pik við peysuföt — Sokkabanda- Btr_éngir ,— Corselet — Kvenbolir frá 1.75 — Buxur frá 1.25. Versl. „Dyngja". lEarli****...................... aaanaiwmum j Njuklmgur: Haldið þjer, liekíi- c ir, að mier geti batnað. ¦ —Svunt- j . Pttðurkvastar í silkihulstri 0.95. Versl. „Dyngja". „Satin Beauty" hvítt, svart og misl. á 550 m. — Kjólacrepe á 3.50 mtr. — Mata-Lita Crepe í mprfíum litum — Lakksilki — Taftsilkí og margt fleira í kjóia. Versl. „Dyngja';. Læknir; Þjer getið verið von- góður. Jeg hefi nú í 10 ár stttDtd- að sjiikling, sem þjáist af hinu sama og þjer. Nýir kaupendur að Mo.rgun- blaðinu fá blaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. Handa ungbörnum: Bolir, bleyj- ur. buxur, Svif, samfestingar, bos- ur, treyjur, kjólar, kápur, Kjös- Ur, vagnteppi, gúmmíbuxur og gammasíubuxur. Snót, Vestur- götu 17. Barnaf atnaður: bolir, buxur, kot, sokkar, kjólar, peysur, káp- ur, drengjaföt, frakkar, búfur og ti-eflar. Snót, Vesturgötu 17. Angoraefni í Pils og Kjóla. UU- artau í mörgum litum. Skotsk efni í g6ðu og ódýru úrvali. Versl. „Dyngja". Kjóiaspennur — Kjólatölur — Cliþs — Belti — Nælur og alls- konar smávara. Versl. „Dyngja". Munstruð efni í Svuntur og' Uppblutsskyrtur. Georgette með flöjelisrósum í úrvali. Slifsi — Slifsisborðar — Slifsiskögur. , Versl. „Dyngja". Dívanar, dýuur og allskonar ¦toppuð húsgögn. Vandað efni, vönduð vinna. Vatnsstíg 3. Hús- gagnaverslun Reykjavíkur. Baka í húsum Upplýsingar í síma,,3411. • r ,,.. AUskonar viðgerðir á grammó- fónum. Aage Möller, Austurstræti 17, uppi. Sá, sem tók frakka í misgripum á Heitt og Kalt á mánudaginn, er vinsamlega beðinn að skila hon- um þangað og sækja sinn frakka. Kjötfars og fískfars, heimatilbú- io, fæst daglega á Fríkirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Hún: Þú ert alveg hættur að kaupa falegar gjafir handa mjer. Hann: En jeg verð að borga all- ar þær fallegu gjafir,: sem þú kaupir handa sjálfri þjer. kaupendur að Morgunblaðinu fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. Þegar eitthvað út af ber, aðeins nafnið þarft að muna, kannske þú, getir keypt af mjer, kúlulegu í skiftinguna. Lampaskermar. Mjög margar gerðir af pergament- skermum og silkiskermum, bæði fyrir stand- og borðlampa, loft og vegglampa, ásamt lestrarlampa. SKERMABÚÐIN Laugaveg 15. )) JNtem I ©LSEH (( SIG. THORODDSEN. Landmælingar. Lóða- og halla- mæling'ar o. fl. verkfræðingsstörf. Fríkirkjuveg 3. Sími 3227. Heima 6—8 e. h. 2-4 mótorbáfar geta ennþá fengið viðlegupláss hjá okkur á næstu vertíoí' ef samið er strax. Leiga eða kaup geta einnig komið til greina, ef um ca. 20 tonna báta er að ræða. til beitusíld. Haraldur Böðvarsson & Co Sandgerðí. SYSXUKNAK. 34. hvern dag að gera mjer læti; því hr. Kleh varð jeg að hugga, þar eð hann var hræddur um Irenu nú er hún skyldi fæða í annað sinn. Hann var rjett að því kominn að fara til Miinchen. Jeg fjekk hann ofan af því. (Það sýndi að jeg trúði því, að hug- boð mitt væri rjett). Jeg sagði honum, að ekki hefðum við verið Irenu mikið til heilla seinast, og ef til vill væri Lottu ætlað að vera einni hjá systur sinni í þetta sinn. Jólin liðu. Árið 1918 rann upp. Alt í einu hættu brjéf systranna að koma frá Miinchen, en komu nú þess í stað frá Berlín. Þangað höfðu þær farið af því Irena hafði heyrt svo mikið látið af kvensjúk- dómalækni, sem Hederer hjet og þar átti heima. Honum treysti hún best allra lækna. Höfuð mitt var næstum sprungið af eintómum h^ijabrotum. Nú sá jeg þær fyrir hugskotssjónum mínum saman í Berlín, hvora í hinnar hlutverki: Lottu, sem frú Wagner, komna að falli, en Irenu undir nafninu ungfrú Kleh. Þannig bjuggu þær saman, þannig fóru þær til læknisins, þannig festu þær sjer herbergi á fæðingarstofnuninni.... „Irena hefir eignast indælan dreng. Báðum líður ágætlega. Lotta." Þetta skeyti kom 5. mars, meðan við sátum að morgunverði. Hr. Kleh varð svo hrærður, að.hann fór ekki í búðina, heldur stóð í hálftíma við glugg- ann, án þess að mæla orð frá munni — ef til vill hefir hann verið hræddur um, að geta ekki leynt klökkva sínum. 1 hundraðasta sinn reiknaði jeg út tímann frá þessum óheilladegi, 14. júní, — og alt kom heim. Það gat vitanlega verið tilviljun, og hversvegna þurfti að efast um, að svo væri? Hafði jeg ekki sjálf upplifað þær tilviljanir, sem engum rithöfundi gæti dottið í hug að finna upp sjálfum? Og var þetta bragð, sem jeg hafði þær systurnar grunaðar um, ekki tíu sinnum ótrúlegra en hitt, að Irena hefði orðið móðir áður en Alexander fór að heiman? Jeg hafði heyrt, að konur, sem eru yangæfar í þá átt, gætu einmitt orðið það, ef þær óskuðu þess mjög heitt, og það var sennilega líka leyndardómurinn, sem menn hafa stundum eignað verndargripum, töfraorðum og þess háttar. Og ef hún hefði nokkru sinni í hjónabandi sínu sjer- staklega óskað að verða móðir, var það þá ekki einmitt síðustu nóttina, sem Alexander var heima áður en hann fór til vígvallarins og hún hræddist, að hann ef til vill kæmi aldrei aftur. — Þjer eruð ekki verulega glöð, Eula, sagði hr. Kleh. — Eruð þjer kannske hrædd við, að eitthvað verði að henni? Jeg hristi höfuðið og sagðist vera glöð. Innst í huga mínum kallaði jeg sjálfa mig gamlan asna og reyndi að flýja þessar heimskulegu hugsanir, og um skeið virtist svo sem það hefði tekist. Hr. Kleh bauð Lisbeth og manni hennar til kvöldverð- ar og jeg safnaði öllum þeim matvælum, sem jeg gat frá ieynisölum, sótti síðustu vínflöskurnar nið- ur í kjallarann og svo drukkum við minni Irenu, Alexanders og litla dréngsins nafnlausa. Jeg hafði góðar gætur á Winterfeld, en hann virtist ekki hafa minsta grun. — Jeg er asni, sagði )eg við sjálfa mig, — hábarinn glópur. Jeg hefi víst ekki reynt nóg á þessum fimmtíu árum mínum, og fer þess vegna að yrkja í viðbót, á gamals aldri. Því meir, sem vínið, sem jeg var svo óvön, hreif á mig, því heimskulegra virtist mjer hugarvingl mitt. Jeg var orðin svo hrædd, eftir það, sem skeð hafði síðustu árin, að jeg þorði ekki lengur að trúa á þá heppni, að Irena væri nú raunverulega búin að eignast barn og að Alexander myndi koma aftur til hennar. Þegar hr. Kleh tók enn að brydda upp á hræðslu sinni við eftirköst, fjekk Winterfeld símasamband við Berlín og talaði sem stjettarbróðir við Hederer gamla, og sagði síðan við okkur: — Alt er í fræg- asta lagi, ekki vh;und af hita eða máttleysi. Og þetta er fallegasti drengurinn, sem þarna hefir fæðst í marga mánuði. Við drukkum hátíðlega skál í tilefni af þessari fregn. Winterfeld hló og sagði: — Hederer gamli er orðinn skotinn í sjúklingnum. Mitt í allri kætinni f jekk jeg samt sting í hjart- að. En rjett á eftir sagði jeg við sjálfa mig: —¦- Þarna sjerðu hvað er að marka þessar grunsemdir þínar. Hvers vegna gæti ekki karlmanni litist sjer- staklega vel á Irenu? Þú ert víst ein um það, að' þykja það grunsamlegt. — Þú ert svo þögul í dag, Eula, sagði Lisbeth.. Hvernig finst þjer að vera ung amma? Þetta var auðvitað í gamni sagt og hin öll hlógu,. því jeg roðnaði, og vitanlega hefir það verið hlægi- legt. Já, það var sagt í gamni, en það hafði þó vakið tilfinningu, sem hafði sofið hingað til; jeg fann,. að í Berlín var lítil sofandi vera, sem mjer þótt vænt um. Jeg veit ekki hvernig þessari ást til af- kvæmisins er varið, því jeg hefi aldrei reynt hana. En jeg hefi reynt hvernig ást til óskyldra vera getur hnýtt ástarband við lítið nafnlaust barnr. þrátt fyrir alla f jarlægð og óvissu. Þegar hr. Kleh næsta morgun ljet í ljósi löngun til að -f ara til Berlín til þess að sjá barnabarn sitt,. settust hugarórarnir að mjer aftur. Fortölugáfa mín nægði ekki til að telja honum hughvarf. Jeg sagði honum, að það gæti verið hættulegt fyrir sængurkonur ef þær fengju ekki að vera í friði. Það gæti verið hættulegt þeim sjálfum og skaðlegt fyrir mjólkina; hann skyldi heldur bíða þangað tíB Irena væri komin til Miinchen. Það væri líka betra fyrir barnið, að það fengi að liggja í friði í körf- unni sinni fyrstu vikurnar, og eftir nokkrar vikur hefði hann miklu meira gaman af að sjá það og dást að því. En hr. Kleh var svo ósveigjanlegur, að jeg fór loks að óska þess, að hann fengi gigtarkast eða kvef, sem hjeldi honum heima. Jeg vona, að guð heyri ekki óskir vorar og að ákvarðanir hans sjeu óháðar heimskulegum vilja mannanna. Ef jeg væri ekki viss um, að óskir gam- als bjána sjeu máttlausar, þá hefði jeg sjálf ekki gert annað en óska þess að mega deyja, þennan dag hjer um bil viku eftir að barnið fæddist. Þá hneig hr. Kleh aftur á bak í rúm sitt, sem hann hafði ætlað upp úr, með glamrandi tennur og er- viðan andardrátt. Læknirinn gerði ekki mikið úr sjúkdómi hans og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.