Morgunblaðið - 23.12.1934, Side 4
4
MORGUNBLAÐI'Ð
Sunnudaginn 23. des. 1934.
Rey kj a víkurbrjef.
22. desember.
Fiskverslunin.
Öllum almenningi er nú orð-
ið það ljóst, að á engu ríður
meira, fyrir fjárhagsafkomu
þjóðar vorrar, en að fiskversl-
unin sje trygg og fari vel úr
hendi.
Það hefir verið áhyggjuefni
allra hugsandi manna undan-
farin ár, hvernig tækist í hvert
sinn að koma í verð öllum þeim
landburði af fiski, sem komið
hefir á land hjer á ári hverju.
Árlegur afli landsmanna hefir,
sem kunnugt er, tvöfaldast síð-
asta áratuginn. Og á þessum
aukna afla hefir fjárhagur ríkis
og landsmanna bygst. Allar
framfarir hjer á landi þessi árin
má því rekja til þess, að tekist
hefir að finna markaði fyrir
þessa aðalframleiðsluvöru lands
manna og koma henni í verð.
Fyrir þrem árum var þess-
ari verslunarstarfsemi hætta
búin. Þá komu fram hin frjálsu
samtök fiskútflytjenda og björg
uðu málinu við.
En, sem kunnugt er, hefir
hinn ofstækisfulli og ábyrgð_ar-
snauði þingmeirihluti ráðist að
samtökum þessum með offorsi
sínu, er sett voru lögin um fiski
málanefnd, einkasölu o. fl.
Útlitið.
En hvernig er þá útlitið með
saltfiskútflutninginn sem stend-
ur?
Birgðir áf saltfiski í landinu
vera um áramótin um 18.000
tonn.
Aflinn í ár er 62.000 tonn.
Fiskbirgðirnar um síðustu ára-
mót voru 14,500 tonn. Svo út-
flutt hefir verið af saltfiski ár-
ið sem leið 58.800 tonn.
Árið 1933 nam útflutningur-
inn 66.500 tonnum. Svo í ár
hefir útflutningurinn orðið um
8 þús. tonnum minni en árið
1933.
Þessi mismunur á útflutn-
ingnum stafar eingöngu af inn-
flutningshömlunum á Spáni. —
Árið 1933 voru flutt þangað
11.000 tonnum meira en inn-
flutningur hefir fengist fyrir í
ár þangað. Er sá munur því
3000 tonnum meiri en mismun-
urinn í heildarútflutningnum.
Svo til hinna markaðslandanna
hefir í ár flust því meira af
fiski, heldur en í fyrra. Sýnir
það berlega hve traustum fót-
um íslenska saltfiskverslunin
stendur, þegar innflutnings-
höft viðskiftaþjóðanna koma
þar ekki í veginn.
Mikill hluti af þeim fiskbirgð-
um, sem í landinu eru nú, eru
verkaðar fyrir Spánar- og Portú
galsmarkað. Fer um útflutning
á birgðum þessum mest eftir
því, hvernig fer með innflutn-
ngsleyfi til Portúgal. Nú er
í vo komið að þar þarf sjerstakt
innflutningsleyfi fyrir fisk þann
sem þangað er fluttur, enda
þótt enginn viðskiftasamningur
hafi verið gerður milli Islands
og Portúgal, svo þar er alt
óráðið um framtíðina.
Kunnugir menn vonast eftir
því, að útflutningur á fiski glæð
ss9<} ni u3 •ui^puiuuu }si
að birgðir þessar sem fyrir eru,
seljist áður en afli næsta árs
kemur á markað, verður út-
flutnnigur að vera svipaður og
undanfarin ár, fyrstu 4—5 mán.
uði ársins.
Er nú eftir að vita, hvort eða
að hve miklu leyti aðgerðir
þings og stjórnar torvelda salt-
fisksöluna á næsta ári.
Isfisksalan.
Útgerðarmenn togara hafa
skipað nefnd manna til þess
að annast um að ísfisksala tog-
aranna til Englands dreifist
sem jafnast upp úr áramótun-
um.
Hve lengi sú nefnd fær starf-
að er óvíst, því nú má búast við
að hin lögskipaða Fiskimála-
nefnd taki við þá og þegar.
I nefndinni eru þeir Ásgeir
Þorsteinsson forstjóri Samtrygg
ingarinnar, Halldór Þorsteins-
son, Kjartan Thors, Ólafur
Jónsson og Loftur Bjarnason.
Nefnd þessi hefir lagt svo
fyr.'r, að í janúarmánuði verði
seldir 37 togarafarmar til Eng-
lands og má skip hvert selja
1200 vættir í mesta lagi í einu,
eða alls 44.400 vættir, en alls
mega íslensk skip flytja til Eng-
lands 45 þúsund vætfcir í einum
og sama mánuði.
Þingið.
Þá er Alþingi í þetta sinn
að syngja útgönguversið.
Má segja að þar hafi alt ver-
ið með sama lagi frá byrjun
til enda.
Sósíalistar rjeðu í upphafi og
til endaloka. Þó áður hafi Fram
sóknarflokkurinn, hinn fyrver-
andi bændaflokkur verið hjá-
leiguflokkur sósíalistanna, hef-
ir hann aldrei verið það í verki
sem nú.
Verður það eftirminnileg sjón
öllum er sjeð hafa, hvernig
ribbaldinn rauði, Hjeðinn Valdi-
marsson, hefir á þessu þingi
ráðið yfir Framsóknarflokknum
í öllum málum, hvernig þessir
fulltrúar bændakjördæmanna
hafa ekki í einstökum, heldur
í öllum málum hlýtt skipunum
sósíalistabroddanna við at-
kvæðagreiðslur, eins og skoðana
laus lýður. Eins og bahdingjar
hafa þeir setið á þingbekkjum
Framsóknarmenn með ,,hand-
járnin“ um úlnlið á hægri hendi
og beðið þess, þolinmóðir mögl-
unarlaust, að hinir rauðu herrar
þingsins skipuðu fyrir um það,
hvenær þeir ættu að rjetta upp
hendurnar til samþykkis þeim
málum, sem miða, í einokana-
og ofbeldisátt.
Brjóstumkennanlegir hafa
þessir þingfulltrúar verið. Og
brjóstumkennanlegir verða
þeir, er þeir eiga að standa kjós
endum sínum reikningsskap á
gerðum sínum — eða öllu held-
ur aðgerðar- og sinnuleysi.
Nokkur dæmi.
Eftirminnilegt verður þetta
þing fyrir margra hluta sakir,
í stóru og smáu.
Versluninni með aðalfram-
leiðslu landsmanna hefir það
stefnt í voða.
Og svo gersamlega ábyrgð-
arlausir eru hinir rauðu vald-
hafar þingsins, svo skefjalausir
í frekju sinni, að þeir skirrast
ekki við að fylgja fram nýrri
síldareinkasölu, áður en dánar-
bú hi'ns fyrra ófagnaðar er gert
upp, er rændi sjómenn og út-
gerðarmenn öllum arði af vinnu
sinni vertíð eftir vertíð, og eyði
lagði að miklu leyti fyrri síld-
armarkaði landsmanna, en rík-
issjóður á ógreiddar miklar
fjárhæðir fyrir þetta sósíalist-
iska flan, sem öllum var til
bölvunar, nema einstaka hátt-
launuðum forstjórum og að-
gerðalausum fylgifiskum þeirra.
Fjárlögin.
En þegar slept er hinum
stærri og afleiðingaríkari mál-
um, og litið er á það,- sem
minna er í munni, er myndin
af þinginu ekki glæsilegri.
í fjárveitingum er fylgt
þeirri meginreglu, að láta rauða
flokksmenn og rauðflekkótta
jafnan njóta hinna mestu hlunn
inda frá ríkinu, en skera alt við
nögl, sem kynni að koma and-
stæðingum að liði, eða vera
þeim geðþekt, og þó seilst langt
út fyrir öll takmörk velsæmis.
Nefna skal nokkur dæmi.
Af því dr. Helgi Tómasson
er yfirlæknir á Kleppi, þá er
skorið niður framlagið til með-
alakaupa handa sjúklingum
þar. Hið bágstadda fólk, sem
þangað leitar sjer hælis og
heilsubótar, á að líða við það,
að yfirlæknirinn er andstæðing-
ur stjórnarklíkunnar.
Og lasburða gamalmenni á
Elliheimili Reykjavíkur, eru
svift styrk, svo dvalarkostnaður
þeirra hækkar verulega, af því
forstöðumenn heimilisins eru
alt annað en aðdáendur þeirra,
sem með völdin fara.
Ýmsar leiðir.
Til þess að koma jábræðr-
um stjórnarklíkunnar í hentug-
ar stöður, sýndi hið nýafstaðna
þing enga smámunasemi.
Piltur einn, nákominn Hriflu
Jónasi, á að fá sýslumannsem-
bætti. I því embætti er aldr-
aður embættismaður. Það er
hlífst við að reka hann einan,
til þess að rýma fyrir þessari
Hriflunga-spíru.
En þá er tekið annað ráð. —
Lög eru sett í snarkasti
um það, að ekki þessi eini
sýslumaður, heldur allir em-
bættis- og starfsmenn landsins,
sem komnir eru á hans aldur,
skuli tafarlaust víkja.
Ríkissjóður borgar.
Og síðan lýstur hin rauða eða
rauðflekkótta samfylking upp
ópi um það, að hún hafi hinn
mesta áhuga fyrir því, að spara
og annast um fjárhag þjóðar-
innar.
Hvílík endemis hræsni!
Mjólkin.
Það er ekki laust við að bænd
um úr Árnessýslu, einkum úr
uppsveitum sýslunnar, þyki hið
nýja mjólkurskipulag koma
hart við. Nú undanfarið hafa
lögreglumenn verið á Suður-
landsvegi og stöðvað bíla, gert
rannsókn á öllum farangri fólks
og flutningi og látið greipar
sópa þegar fundist hafa rjóma-
flöskur. Enda þótt um hafi verið
að ræða smávegis jólagjafir til
kunningja í Reykjavík hefir
þessi nýja „bannvara“, rjóminn,
verið gerður upptækur fyrir eig
andanum.
Upptök að þessháttar harð-
neskju og viðskiftasviftingum
telja Árnesingar komna frá
Agli þeim í Sigtúnum, sem ekki
alls fyrir löngu seldi sýslungum
sínum skuldir þær sem hann
átti útistandandi, en rjeðst síð-
an gem innheimtumaður þeirra
— fyrir góða þéknun.
Síðan hefir hann tekið upp
háttu einokunarkaupmanna frá
svörtum ófrelsistímum, og kann
lítt að stMla skap sitt, þegar um
er að ræða, að kúska bændur til
hlýðni og auðsveipni. Verður
það mælikvarði á manndóm Ár-
nesinga hve lengi þeir láta sjer
lynda slíkan „leiðtoga", sem
hefir það til, að nefna viðskifta-
menn sína „hunda" og öðrum
slíkum nöfnum.
15. miljónir.
Þegar fullkomin óvissa er um
söluhorfur íslenskra afurða, þeg
ar sannað er, að aðal atvinnu-
vegur landsmanna, er gefur um
90% af útflutningnum, er að
kikna undir sköttum og skyld-
um, þegar landbúnaðnum þarf
að hjálpa af heljarþröm með
kreppulánamiljónum, þá finnur
rauða stjórnin eftirminnileg ráð
til viðreisnar og lækningar
meinanna.
Hún hækkar skattana, sem
áður reyndust of háir.
Og hún gefur út 15 miljóna
króna fjárlög. Hún jafnar niður
á þjóðina útgjöldum er nema
nál. 700 krónum á hvert 5
manna heimili á landinu. Og
ætlar þó ekkert sem nemur af
þessari 15 miljóna fjárfúlgu til
þess að greiða skuldir.
Þegar rauða stjórnin í þing-
byrjun var að því spurð hvort
hún hefði ekki hugsað sjer að
sveigja í spamaðarátt, þá reis
upp Eysteinn fjármálaráðherra
og sagði berum orðum, að ef
stjórnarandstæðingar vildu
sparnað, gætu þeir komið með
tillögur um það. Það væri ekki
sitt verk (!)
En þegar til átti að taka,
reyndist það svo, að það var
harla árangurslaust fyrir stjórn
arandstæðinga að bera fram
tillögur í fjármálum, því að
rauða samfylkingin drap þær
allar eftir skipun frá „rauða
bola“, Hjeðni Valdimarssyni og
öðrum slíkum.
Orð í eyra.
Á bæjarstjómarfundi hjer á
dögunum átti Bjarni Benedikts-
son prófessor í viðræðum við
Guðm. R. Oddsson og kommún-
istannn Björn Bjamason. Höfðu
þessir tveir menn í minnihluta
bæjarstjórnar verið með ýmis-
konar gífuryrði í garð Sjálf-
stæðismanna út af meðferð
flokksins á fjármálum bæjarins.
Bjarni batt enda á þá orða-
sennu með því að benda Al-
þýðuflokksfulltrúanum á, að
það væri í alla staði óviðkunn-
anlegt, að þeir sósíalistar i bæj
arstjórn hjer, skuli ár eftir ár
bera fram allskonar kröfur á
bæjarsjóð, sem þeir þykjast
fylgja fram í alvöru, samtímis,
sem Alþýðuflokkurinn lætur
slíkar kröfur sem vind um eyr-
un þjóta í þeim kaupstöðum,
þar sem hann hefir meirihluta í
bæjarstjórn.
Þetta sýndi alvöruleysi, sýndi,
DHISY
Raf-
magns-
bónívjelar
Kr, 120,00.
Tryggvag. 28.
Þiðer
SSIIðl
í jiessum umbúð-
um, sem þykir
drýgst og
bragðbest,
enda mest
notuð.
Munið: SOYAN
frá
H.f. Efnagerð
Reykjavíkur.
Iðriii Bali
í Þykkvabæ fæst til kaups
og ábúðar í næstu fardögum,
1935. Jörðin gefur af sjer
400 h. af töðu og 600—700
hesta af útheyi. Alt vjeltækt
land og hey kúgæft.
Jörðin er mjög vel hýst.
Allar nánari upplýsingar á
símstöðinni í Miðkoti í
Þykkvabæ.
að þeir meintu ekkert með því
sem þeir væru að segja, en bæru
fram kröfur sínar til að sýnast.
Og kommúnistanum benti
Bjarni á það, að þó þeir þendu
sig og glömruðu í fundahúsi
sínu í Bröttugötu, þá kæmu
þangað altaf færri og færri, og
þó þeir legðu sig í lima til þess
að fá liðsmenn sína til að fjöl-
menna á bæjarstjórnarfundi,
þá kæmu þangað aðeins fáar
hræður og fækkandi. Þetta
sýndi, að flokksmenn kommún-
ista, hvað þá aðrir, væru orðnir
dauðþreyttir á málæði komm-
únistaforingjanna og þeirra
heimskupörum.
Svarti bletturinn.
Hjer í blaðinu birtist alveg
nýlega mynd af sannleikanum,
eins og hann kemur fram í mál
gögnum stjórnarinnar. Myndin
var af úrklippu úr dagblaði
Tímamanna. 1 öðrum dálkinum
var fullyrt að spánska samn-
inganefndin hefði óskað eftir
einkasölu, í hinum dálkinum
voru ummæli samninganefndar-
innar í brjefi til Ásg. Ásg., sem
fóru alveg í gagnstæða átt.
Svo neyðarlega hefir aldrei
nokkurt blað verið staðið að
ósannindum.
Richard Thors árjettaði síðan
yfirlýsing Ásg. Ásg. Eftir þetta
alt saman hefði mátt búast við að