Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 2
2 MO.vGUN BLAÐIÐ Laugardaginn 27. apríl 1935. Útgef.: H.f. Árvakur, Heykjavíl’. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson. Ritstjórn og afgreiösla: Austurstræti 8. — Sími 1600. A uglýsingastjóri: E. Hafberg. A uglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Sími 3700. Heimasímar: Jón Kjartansson, nr. 3742. Y*altýr Stefánsson. nr. 4220. Árni Óla, nr. 3045. E. Hafberg, nr. 3770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuðl. Utanlands kr. 3.00 á mánu?5i. í lausasölu: 10 aura eintakiö. 20 aura með Lesbók. Stóru orðin. Það vantaði ekki stóru orðin hjá Alþýðublaðinu á dögunum, þegar það birti brjef rafvirkj- anna til fjármálaráðherra, út af þeirri hneykslanlegu ráðstöf un, að skipa Sigurð Jónasson forstjóra Raftækjaeinkasölunn- ar. — Blaðið heimtaði Sigurð frá tafarlaust, þar sem hann vant- aði alla sjerþekkingu á starfinu og væri auk þess aðaleigandi einkafyrirtækis á þessu sviði, Raftækjaverslunar Islands. Þegár Alþýðublaðið hafði fljettað saman mörgum stór- yrðum um þessa ráðstöfun rík- isstjórnarinnar, klikti það út með því að segja lesendun- um, að blaðið myndi fylgjast vel með því, sem gerðist í þes§u hneykslismáli. Ekkert hefir heyrst frá Al- þýðublaðinu síðan. En hefir þá ekkert gerst síð- an í þessu hneykslsimáli? Jú, síðan hefir það gerst, að Sigurður Jónasson, aðaleigandi Raftækjaverslunar Islands og umboðsmaður hins erlenda firma A. E. G. hefir af ríkis- 9 stjórninni venð sendur utan, til þess að semja við erlend firmu um vörukaup handa hinni væntanlegu ríkiseinka- sölu. En Sigurður fór ekki einn utan þessara erinda. Með honum fór þýskur mað- ur, þjónn hins erlenda firma A. E. G., sem S. J. er umboðs- maður fyrir. Þessi þýski maður hefir undanfarið starfað við Raftækjaverslun Islands, sem hefir aðalútsölu hjer á landi á vörum A. E. G. Þenna þýska mann tók Sig- urður Jónasson með sjer utan, til þess að semja við erlend firmu, um kaup á rafmagns- vörum handa ríkiseinkasölunni! Fullyrt er, að Sigurður Jón- asson ætli sjer að hafa þenna þýska starfsmann frá A. E. G. hæstráðandi í einkasölunni og sinn trúnaðarmann þar! Þessi þýski maður hefir þó ekki öðl- ast nein rjettindi til þess, að mega taka að sjer slíkan starfa hjer á landi — og getur ekki fengið þau, meðan hann er þýskur þegn og yfrið er af inn- lendum mönnum, til starfans. En það er fullyrt, að Sigurð- ur Jónasson heimti af ríkis- stjórninni, að hún veiti þessum þýska starfsmanni frá A. E. G. 6 ára dvalar- og starfsleyfi hjer á landi, svo að hann geti starf- að í einkasölunni og gætt þar hagsmuna sinna erlendu yfir- boðara. „flberdEEn flirmays“ ætlar a0 5kipulEggia flugfEröir hingad til lands. Reynslufliigferðir i júní eða júlí. KAUPMANNAHÖFN 25. apríl. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSfNS Frekari vitneskja er nú feng- in um fyrirætlanir Englendinga viðvíkjandi flugferðum til ís- lads. Hefir frjettaritari Ber- ling'atíðinda í London snúið sjer til forst jóra hins breska flugfjelags „Aberdeen Air- ways“ og fengið vissu fyr- ir því, að flugfjelag þetta urtdirbýr flugsamgöngur til Færeyja og íslands á þessu sumri. Ætlar flugfjelag þetta að efna til reynsluferða í júní eða júlí í sumar. En ef reynsluferð- jr þessar bera tilætlaðan ár- angur á að vinda bráðan bug að því að koma á skipulags- bundnum flugferðum á þessarí leið. PáH. Sættirnar í vinnu- deilunni í Danmörku KAUPMANNAHÖFN 25. apríl. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Sáttatillagan sem samþykt var í vinnudeilunni dönsku var í aðalatriðum þessi: Vikukaup í nokkrum þeim vinrtugreinum, sem greiða lægst laun, var hækkað um 1—2 krónur. Þá voru og gerðar nokkrar ívilnanir frá því sem áður var um frí iðnaðarmanna. Að öðru leyti voru vinnu- samningar framlengdir óbreytt- ir um eitt ár. Vinnuveitendur samþyktu til- lögu þessa með 80% meirihluta. En verkalýðsfjelögin samþyktu hana með 60% meirihluta. Eftir að tillagan var samþykt hafa þó báðir aðilar látið í ljós óánægju sína yfir samningum þessum. Páll. Kreppu hfálpln i Noregi. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Frá Oslo er símað, að norska stjórnin hafi lagt það fyrir rík- isráðið í dag, að hækka fram- lagið til kreppuhjálpar um 26 miljónir króna. Ætlar stjórnin að afla tekna til þessa með því að hækka kreppuskatta og lögleiða til bráðabirgða viðskiftaskatt. Páll. Alt þetta hefir gerst síðan Alþýðublaðið birti stóryrðin um þessa stjórnarráðstöfun og lof- , aði því, að fylgjast vel með því sem gerðist í þessu hneykslis- máli! Samt hefir Alþýðublaðið þag- að. — Hvað veldur? Skærur á landamærum Dýskalands og Lithauen, London, 26. apríl. FÚ. Skærur urðu í dag á landa- mærum Þýskalands og Lithau- en. Þýskir lögreglumenn skutu á lithaui.skan bpnda, son hans og þriðjn mann, er þeir voru að fara yfir landamærin. Var sonurinn þegar í stað drepinn, en hinir tveir særðust. Lithauisk yfirvöld segja, að mennu’nir hafí verið að flytjá landbúnaðarafurðir inn í Þýska land er á þá var skotið. Svo er sagt að þýskir lög- reglumenn skjóti nú á hvern mann,*sem vart verður við, að geri tilraun til þess. að komast yfir landamærin yfir til Þýska- lands. Nazistar þrengja enn að blaða- útgáfu. London, 25. apríl. FÚ. Þýska stjórnin gaf út ný lög í dag, sem skipa svo fyrir, að allir útgefendur blaða eða tíma rita skuli gefa stjórninni upp nöfn allra hluthafa í útgáfu- fjelögunum, og sanna, að í ætt- um þeirra sjeu engir Gyðing- ar, frá árinu 1800 að telja. Einnig er í lögunum mælt svo fyrir, að engin „stock compani es“ eða opinber fjelagsskapur skuli gefa út frjettablöð, nema fjelagsskapur Þjóðernissinna. Afleiðing þessara laga hlýt- ur að verða sú (segir í breska útvarpinu) að öll þau blöð eða tímarit, sem ekki eru gefin út af Nazistum, verða að hætta útgáfu, og næK það einnig til þeirra blaða, sem Rómverska kaþólska kirkjan gefur út. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber- að trúlöfun sína ungfrú Guðrnn Þorgeirsdóttir, Oldugötu 25 og Vilhjálmur Eyþórsson, Hörpugötu 10. — Einnig hafa nýl. opinberað trúlofun sína ungft'ú Ki'istín Har- aldsdóttir og Dósóþeus Tímóþeus- son, Melshúsuin, . ^eltjarnarnesi. ÍTlac Donalö ósakar Þjóðuerja sem friðar- spilla ólfunnar. Flugher þeirra helmingi stærri en flugher Bretlands heima fyrir. Ætla Þjóverjar að skelfa allar Ev- * rópuþjóðir með flugher sínum? KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐ5INS. MacDonald hefir skrifað í málgagn sitt News Letter mjög eftirtektarverða grein um af- stöðu Þjóðverja í Evrópumál- um, þar sem hann heldur því fram, að Þjóðverjar stíli að því að koma upp svo öflugum her a.fla, að þeir með honum geti beygt allar Evrópu- þjóðir til auðsveipni. Flugherinn meiri en ætlað var. Enska blaðið ,,Daily Tele- graph“ skýrir frá því, að um- mæli Hitlers um það, að flug- her Þjóðverja sje jafvígur flug- her Breta hafi verið misskilin. Menn skoðuðu það þannig, að Hitler hefði meint, að flug- herinn þýski væri orðinn jafn öflugur og flugher sá, er Bret- ar hafa heima fyrir. En blaðið segir, að Hitl- er hafi með þessum um- mælum sínum átt við það, að flugher Þjóðverja jafn- aðist á við allan flugher Bretaveldis. Með þessu móti er það kom- ið í ljós, að flugher Þjóðverja er helmingi öflugri en flugher Bretlands. Bíaðið heldur því fram, að úr því Þjóðverjar sjeu svo víg- búnir í lofti sje Bretum nauð- ugur sá kostur að efna til nán- ari samvinnu en verið hefir milli Frakka og ítala. Páll. Brein fnacDonalðs taka gild. I lok Mac Donald. óttast um öryggi sitt? Þýskaland fer fram á það, að aðrar þjóðir taki trúanlég orð þeirra um frið- samlegan tilgang þeirra, en slík munnleg loforð frá nágrannaþjóð- um sjnum mundu þeir sjálfir ekki greinarinnar . Ramsaj' MaeDonald á :: þýsku stjórnina að sanna friðarvilja sinn með því að lýsa yfir því þegar í stað, að hún sje reiðubúin til þátt töku í ráðstöfunum tiI að fram- kvæma ályktanir Stresa-ráðstefn- unnar. Hann spyr þýsku stjórn- ina uin þetta og fer fram á að fá svar þegar í stað. Pýsk blöð gröm uið fTlac Dönalð. London 25- apríl. F. B. Berlín 26. aiuúl F.B. Blöðin, sem út komu í morgun, gera öl] grein MaeDonalds að um- talsefni og er hún aðalumtalsefni allra blaðanna. Blaðið Deutsche Ramsav MacDonald, forsætis- Allgemeine Zeitung segir, að Mae ráðherra Bretlands, hefir birt Donald hafi alt í einu hæt’t því grein í blaðinu .,Newsletter“, sem hlutverki sími, að vera sáttasemj- er hið opinbera málgagn ‘ þeirra, ari og ákæri Þjóðverja nú í næst- er styðja MacDonald og7 fylgja um hverri setningu. Völkisclier sömu stefnu go liann í stjórnmál- Beobachter birtir grein með að- um. Grein þessi hefir vakið mikla finslum í garð MacDonalds fyrir eftirtekt, þvi að í henni ákærir ákærurnar í garð Þjóðverja. Kall- Ramsay MacDonald Þjóðverja ar blaðið ,,propagandista“ í fyrir að hafá gert ófæran veginn ! frakkneskum anda. Tageblatt tel- td friðarins og gripið til ráðstaf- ur grein MacDonalds hina furðu- ana, er skelfa þá, er þessa leið legustu og Börsen Zeitung segir, vilja fara. Þeir hafa hagað sjer þannig, segir liann í grein sinni, að afleið- ingin varð upprætjng gagnkvæms trausts þjóða milli í álfunni. í grein sinni spyr hann: Hvern- ig geta Þjóðverjar haldið því fram, að þeir sjái ekki að áhrif- anna af hinum gífurlega vígbún- aði þeirra hlýtur að gæta með öðruin þjóðum, sem lians A-egna að hún sje í fylsta máta órjett- lát. Endurbygging er byrjuð á bryggjum Síldarverksmiðju ríkis- ins á Siglufirði er brotnuðu í of- viðrinu í haust, Þeir Anton Jóns- son og Pjetur Bóasson liafa tekið að sjer framkvæmd þessa verks. (F.Ú.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.