Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 7
Laugardaginn 27. apríl 1935. MORGUNBLAÐIÐ 7 eru einhver allra besta tækifærisgjöfin handa börnum. — Við höfum mikið úr- val af góðum og skemtilegum bókum til fermingargjafa. Bákkta&úH Lækjargötu 2. Símd 3736. Kýr fá í sig rafmagnsstraum og örepast. Um kl. 2V2 í fyrrinótt vakn- aði fólkið í Mýrarhúsum á Sel- tjarnarnesi við feikna hávaða og gauragang úti í fjósi. Fólkið fór á fætur til þess að athuga, hvað um væri að vera. Þegar komið var út í fjós- ið, kom í Ijós að kýr voru þar fárveikar, höfðu fengið í sig rafmagnsstraum. Átta kýr voru í fjósinu, en J>rjár voru veikar og tvær svo aðfraihkomnar, að þær dráp- ust. Önnur drapst strax og út var komið, en hin skömmu síð- ar. Hin þriðja, sem var orðin veik, hrestist hins vegar brátt og náði sjer til fulls. Morgunblaðið átti í gær- kvöldi tal við Björn Ólafs bónda í Mýrarhúsum og spurði hann um orsakir slyss þessa. Björn kvaðst ekki hafa verið heima er þetta skeði. En or- ■sök slyssins taldi hann vera þá, að vatn muni hafa komist að rafmagnsleiðslunni og rafmagn' ið svo leiðst eftir járnplötum hússins og yfir í vatnspípur, sem liggja eftir básunum. Ekki taldi Björn minsta vafa á, að allar kýrnar hefðu drep- ist, ef fólkið hefði ekki vaknað við hávaðann í fjósinu. §umarkveðjnr sjómanna. Gleðilegt sumar. Þökkum vet- urinn. Kærar kveðjur. Skipverjar á Gulltoppi. Oskum vinum og vandamönnum gleðilegs sumars með þökk fvrir veturinn. Kærar kveðjur. Skipverjar á Venusi. Súmarkveðjur. Skipshöfnin á Maí. Ármann fer skíðaferð á morg- un ef veður leyfir. Menn geta til- kynt þátttöku ti] Ólafs Þorsteins- sonar, sími 1621. fyrir kl. 4 í dag. Nú eru sennilega eltki margar skíðaferðir ófarnar þetta vorið, en skíðasnjór er þó ennþá ágætur en ;alls staðar nokkuð langt í hann. Bifreiðarslys. I fyrradag kl. 3 vildi til slys fyrir framan Bergstaðastræti 26. Bifreiðin RE 214, sem er 18 maiina bifreið frá B. S. R.> var á leið suður Bergstaðastræti, og fór hægt. Alt í einu hljóp lítill drengur fyrir vagninn, og lenti milli framhjóla bifreiðarinnar. Vinstra hjólið snerti læri drengs- ins og marðist hann töluvert. — Hann var þegar fluttur í Land- spítalann. ■ Bifreiðarstjórinn og maður, sem sat í framsæti vagnsins, segja svo frá. að þeir hafi ekki sjeð dreng- inn, fyr en um einn meter var milli hans og bifreiðarinnar. Bif- reiðarstjórinn hemlaði þegar vagn inn, en tókst þó ekki að afstýra slvsinu. Má telja það sjerstaka liepni að ekki varð meira úr slys- inu. Norðmenn senda nefnd til Róm. , Oslo 26. apríl. F. B. Sjerstök nefnd verður innan skamms send til Rómaborgar til þess að ræða viðskiftasamkomulag milli Norðmanna og Itala. Formað- ur nefndarinnar verður Huitfeldt aðalræðismaður. □agbok. □ Edda 59354276—1. Atkv. fyrl. R.: M.: lokafundur. Veðrið (föstud. kl. 17) : Vindur er hægur S og SV ineð 5—12 st. hita hjer á landi og nokkurri rign- ingu á S- og V-landi. Loftþrýst- ing er há frá íslandi til Bretlands- eyja, og engra lægða verður vart, er valdið’ geti verulegum breyt- iúgum á veðurlagi hjer á landi næstu dægur. Veðurútlit í Rvík í dag: S- eða SV-gola. Lítilsháttar rigning. Messur á morgun: í dómkirkjunni kl. 11 síra Frið- rik Hallgrímsson (ferming); kl. 2 síra Bjarni Jónsson (ferming). í fríkirkjunni kl. 12, síra Árni Sigurðsson. Ferming. í Aðventistakirkjunni kl. 8 síðd. 0. Frenning. Eimskip. Gullfoss kom til Rvík- ur frá útlöndum í gærmorgun. Goðafoss er í Hamborg. Dettifoss kom til Reykjavíltur að vestan og norðan í fyrrakvöld. Brúarfoss er á leið til Leith frá Vestmanna- eyjum. Lagarfoss var á Bakka- firði í gærmorgun. Selfoss fór frá Aberdeen í gær. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Marta Jónsdóttir, Stolrkseyri, og Vilhelm St. Sigurðsson, trjesmíðameistari, Frakkastíg 14. Brjefberar bæjarins hafa nú fengið smekklegan einkennisbún- ing til þess að vera í við útburð brjefa. Sigurður Sigurðsson sýslumaður í Skagafjarðarsýslu er nýkominn til bæjarins og mun dvelja lijer nokkra daga a. m. k. Valsmenn. Knattspyrnuæfing á sunnudaginn kl. 10 f. h. Fjölmenn- ið og mætið. stundvíslega. Frú Guðrún Ólafsson. Akureyri, og dóttir hennar vöru meðal far- þegá á Islandi hingað að norðan í gær. Árnesingafjelagið heldur skemti fund í OddfÖIlowhúsinu í kvöld og hefst fundurinn kl. 9 méð sam- eiginlegri kaffidrykk.ju. Ymislegt verðúr þarna til skemtunar, svo sem ræður, söngur og dans. Farþegar með Gullfossi frá út- löndum í gærmorgun: Sveinn Pjet ursson læknir og frú, Aðalheiður Eliniusardóttír, M. . E. Krag Steinhauer, Vigfús Sigurgeirsson ljósm., Skúli Skúlason ritstjóri, Kjartan Ásmundsson gullsmiður, F. J. Hailer, Gourley^ Jóhann Friðriksson, Magnús Pjetursson, Bergþór Björnsson. Hjúskapur. f dag verða gefin saman í hjónaband, af síra Árna Sigurðssyni, ungfrú Ásta Halldórs- dóttir frá Bolungavík og Björn J. Þorláksson( Njálsgötu 1. Heimili þeirra verður á Holtsgötu 37. Sameinaða. Island fer áleiðis til Kaupmannahafnar í kvöld. Drotn- ingin leggur af stað frá Höfn hingáð á morgun. Togararnir. Tryggvi gamli kom af veiðum í gærmorgun með 107 tn. lifrar, Baldur með 83 tn. og Geir með 100 tn. lifrar. Belgaum kom af ísfiskveiðum og helt áfram áleiðis til Englands. Hekla kom hingað*í gærmorgun nieð fullférmi af fiski að norðan og vestan. Norskt fiskiskip og annað fransltt kom hingað í gærmorgun til þess að fá sjer kol og salt. Vinnustöðvun. Hekla kom hing- að í gær með allmikið af fiski er hún liáfði tekið víðsvegar út um land. Átti að skipa fiskinum á land hjer, því það þurfti að þúrka fiskinn betur fyrir Portugals- markaðinn. En þegar uppskipun skyldi hefjast, stöðvaði Alþýðu- samband íslands vinnu við skipið, vegna kaupdeilu, sem stýrimenn á fisktökuskipunum eiga í við út- gerðarf jelögin. Hafa staðið yfir kaupsamningar undanfarið, en samkomulag ekki náðst,. Aflahæsti bátur í Hornafirði á þessari vertíð liefir fengið 70 skpd. afla. (F.Ú.). Hjónaefni. Á Sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ásta Guðlaugsdóttir, Frakkastíg 26 og Björgvin Kr. Gunnarsson Þórsgötu 14. Síldveiði. Síðan um miðjan þenna mánuð hefir veiðst ný síld alt í kring- um Reykjanesskaga frá Grindavík og alt inn að Njarð- víkum. Síldveiðin hefir verið lítið stunduð vegna þess að íshúsin á Suðurnesjum eiga nægilegt af góðri fyrra árs beitusíld fyrir þessa vertíð. Síld sú, sem nú veið- ist er frekar mögur og hafa menn ekki getað selt hana eða gert sjer mat úr henni. (F.U.) K. R. 1. og 2. fl. Knattspyrnu- æfing á Iþróttavellinum á morgun kl. 2 e. h. Mætið alhr. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Frá Jóhanni Sugurðssyni á Selá, fyrir bækur 10 kr., frá Hallgrími Jónssym á Dynjanda, fyrir bækur 20 kr„ samskot 35 kr. (alls 55 kr.), frá Th. K. áheit 5 kr. Aflient, af Sn. J. Frá Magnúsi Hallbjarnar- syni í Syðri-Skógum 6 kr., fyrir seldar bækur. Áheit frá G. G. 5 kr„ Frá gömlum Borgfirðingi 29 kr. Með þakklæti móttekið. Guðm. Gunnlaugsson. Reykjanesför. Ferðafjelag ís- lands hefir ákveðið að fara skemti- för á Reyltjanes, út að vita á morgun, (sunnudag 28. apríl) Yerð ur farið á bílum alla leið. Á Reykjanesi verður dvalið í 4 tjl 5 tíma og gengið um þá staði sem einkennilegastir eru. Náttúrufræð- ingur verður með í forinni, til að útskýra og benda á ,það sem merkilegast er að sjá. 'Ef til vill verður gengið á Þorbjörn við Grindavík í bakleið. Farmiðar seldir í bókaverslun Sig- , fúsar Eymundssonar til kl. 6 á laugardagskvöld. Hjer er ferð fyr- ir alla, unga og gamla, því gangur er lítill.. Fárið verður á stað frá Steindórsstöð kl. 9 á sunnud. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ: Frá Birni Jónssýni, Tjarnargarðs- horni, Svarfaðardal, 2 kr. Meðtek- ið með þökkum. Einar Thorlacius. Frú Rannveig Ólafsdóttir, Grett- isgötu 42 B, á 50 ára afmæli í dag. Varið yður á málningunni, hinn ánægjulegi gamanleikur, sem Leik f jelagið hefir sýnt að undanförnu verður sýndur annað kvöld og þá í næst síðasta sinn íyrir lækkað aðgangsverð. Auglýst sýning í gærkvöldi varð að farast fyrir sök um hæsi aðalleikandans, Brynjólfs Jóhannessonar, en hann leikur, sem kunnugt er, Gadarin lækni, eitthvert fyrirferðarmesta hlut- verk, sem leikið hefir verið hjer síðustu ár. Leikurinn var sýndui' tvisvar á annan í páskum, en það varð le'ikaranum ofraun að tala nær hvíldarlaust í 6 klukkutíma og fekk hann er á leið seinni sýn- inguna illkynjaða hæsi.. Aðgöngu- miðar, sem keyptir voru að sýn- ingunni í gærkvöldi gilda á morg- un. Iðnsamband byggingarmanna heldur fund í K. R.-húsinu annað kvöld (sunUud. 28. apríl) kl. 4 e. h. Ríkisstjórn, bæjarráð, gjald- eyrisnefnd og þingmönnum Reyk- víkinga er boðið á fundinn. Útvarpið: Laugardagur 27. apríl. 10,00 Veðurfregnir. 12.10 Hádegisútvarp. 12,50 Dönskukensla. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími: Ævintýri (frú Ragnheiður Jónsdóttir). 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Tónleikar. 20,00 Klukkusláttur. Frjettir. 20,30 Leikrit: ,,Framfarir“, eftir St. John G. Ervine (Ragnar E. Kvaran, Ingibjörg Baehmann, Þórunn Kvaran). 21.10 Tónleikar: a) Útvarpstríó- ið; b) Sígild skemtilög (plöt- ur). Danslög til kl. 24. — Kaupmaðurinn selur ágætis megrunarmeðal. Tveir sjóarar töluðu sín á milli um sköpunina. — Hvað heldur þú að drottinn hafi sagt þegar liann skapaði síld- ina ? — Hann sagði: Verði síld. Nei. hann sagði: Við getum ekki gert alla áð laxi. ^memaammmmmmam^mmmmmmmmmmm. Annast patenteringar á nýhugmyndum, innan lands og utan. Gaðmandtir Jónsson, verkfræðingur. u i „DettSioss11 fer á mánudagskvöld 29. apríl um Vestm.eyjar til Hull og Hamborgar. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á mánudag. „Onllioss“ fer á þriðjudagskvöld 30. apríl til Breiðafjarðar og Vestf jarða. Skipið fer hjeðan 7. maí, sennilega beint tii Kaupm.- hafnar. Xil leigu, 5 herbergi og eldhús, með öllum þægindum. Upplýsingar í Hellusundi 7, efstu hæð. Fiambalds aðalfundur Eggjasölusamlagsins verður haldinn á morgun (sunnud.), kl. 2 síðd. í Varðarhúsinu. Stjórnin. i. i - *•— Bifffftð ávalt Fum hiff besta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.