Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.04.1935, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardaginn 27. apríl 1935. 1 Smá-auglðsingst Notað píanó til SÖlu, mjög ódýrt. Katrín Viðar, hljóðfæra- verslun, Lækjargötu 2. Mikið úrval af nýjum kjólum tekið upp í dag. Verð frá kr. vörur’ uattar o. 19.75. Modelkjólar nýkomnir. með besta verðl’ Verslunin Gullfoss. Braunsverslun). (Inng. Áthugið. Karlmannafatnaðar- hattar o. fl. nýkomið, Karlmanna- hattabúðin, Hafnarstræti 18. Einnig hattaviðgerðir, hand- unnar, þær bestu, sama stað. Nýkomin afarfalleg brúðar- kjólaefni kr. 18.00 til 26.00 pr. mtr. Samkvæmiskjólaefni í miklu úrvali. Taft- og þvotta- silki í blússur frá kr. 3.50 pr. mtr. Tvíbreið uliarefni í frakka á krónur 7.90 pr. mtr. Ullar- efni í kjóla á kr. 3.75 pr. mtr. 2 stúlkur, sem vilja læra kjólasaum, geta komist að sem lærlingar. Upplýsingar ge.fur Hildur Sivertsen, Grundarstíg 4 A. Maður á besta aldri, með mentun og góð framtíðarskil- Verslunin Gullfoss, Austurstræti yrði (reglumaður), óskar eft- 10. — ir að kynnast stúlku, 25—35 ára, í góðum efnum, með hjóna Vil kaupa eina eða 2 kýr, band fyrir augum, ef um sem aðra snemmbæra. Upplýsingar ur_ Ti]boð merkt X Y Z, send- gefur^Björn^ÓIafs, Mýrarhús-, .gt A_ j _ Æskiiegt að um. Sími 3424. Glæný, íslensk egg á 10 aura. Milnersbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Ódýra kjötíð er til ennþá. Hangikjöt af Hólsfjöllum. Sjerstaklega gott saltkjöt. KjStbúB Asgeirs Asgeirssonar. Þingholtsstr. 15. Sími 3416. íil minnis: HAFRAR ÚRVALS TEGUND. BESTA FÓÐRIÐ, SEM ÞJER GETIÐ GEFIÐ HESTUM YÐAR. Nýr silungur daglega, altaf ó- dýrastur í Fiskbúðinni, Frakka- stíg 13. Kaupi óunguð, óútblásin fálka- og hrafnsegg, ef um heil hreiður er að ræða. A. S. 1. vís- ar á. mynd fylgi. Fullri þagmælsku heitið. 1 Þegar þjer þurfið að kaupa ný- ! reykt sauðakjöt, spaðsaltað dilkakjöt og 1. flokks frosið dilkakjöt þá hringið í undir- ritaða verslun. Fiskábreiður. Það er viðurkent, að maturinn á Café Svanur sje bæði góður og ódýr. Benedikt Gabríel Benedikts- son, Freyjugötu 4, skrautritar á skeyti, kort og bækur og semur ættartölur. Sími 2550. Herbergi, einstök eða saman, á efstu hæð í húsi með lauga- vatnshita, til leigu 14. maí, fyrir einhleypa reglusama menn eða konur, ódýrt. Upplýsingar hjá A. S. L, ekki í síma. Kaupum gamlan kopar. — Verufrtn Vald. Poulaen, KLapparstíg 29. | _ Sími 3024 Svclns Jóhannssonar, ____________________________ BeirgBtaBastrætí 16. 2061. Pergamentskermar. — Hefi j ávalt fyrirliggjandi mikið af! handmáluðum pergamentskerm um. Mála einnig skerma á krukku-lampa. Púðar uppsettir. Opið frá 1—6. Rigmor Hansen, Suðurgötu 6. Kaffistell frá Hjálmar Guð- mundsson, Laufásveg 44, er brúðargjöfin. Nýreykt hanoikjöt Og tdúrar rullupylsur, KiOtbúðin HerBubreið. Hafnarstræti 18. Sími 1575. (Presenningar) fyrirliggjandi, allar stærðir afgreiddar frá verlísmiðju. i J Sími 3642. L. ANDERSEN, Austurstræti 7» FIMTÁN-KRÓNU-TJÖLDIN, ERU KOMIN! Birgðirnar eru takmarkaðar, en við höfum enga von um að fá frek- ari innflutningsleyfi á tjöldum á þessu sumri. Kaupið- þessvegna frekar í dag heldur en á morgun. SPORTVÖRUHÚS REYKJAVÍKUR, Sími 405 3. AGENTUR FOR SKOTÖI. Ledende velrenomert skofabrikk sökeir dyktig representant for salg av sine försteklasses produkter pá Island. Bill, mrk. „Skotöi 5276“, til A/S HÖYDAHL OHME, Oslo. BABYLON. 70 ardómur fyrir þá, sem í kring um hana eru, í einhverju ódýru gistihúsi erlendis. Hvað Rocco snerti, þá varð ekki annað sagt en hann kæmi fram í dagsljósið. Nokkrum árum eftir þá atburði, sem hjer segir frá, frjetti Felix Babylon, að hinn óvið- jafnanlegi Rocco væri kominn til Buenos Ayres og væri þar að gera nýtt gistihús ríkt með matreiðslu- snild sinni. Babylon kom þessum frjettum til Rack- sole, og Racksole hefði getað sent rjettvísina á hann hefði hann viljað. En þar sem alt benti í þá átt, að Rocco ynni nú fyrir sjer á heiðarlegan hátt, ákvað Racksole að láta hann eiga sig. Einu vand- ræðin, sem Racksole lenti í eftir lát Jules, var að gera lögreglunni grein fyrir gjörðum sínum. Lög- reglan tók að gerast forvitin, eins og eðlilegt var. Hún vildi fá að vita, hvað Racksole hefði verið að gera í Dimmock-málinu frá því hann fyrst fór til Ostende og þangað til hann sendi eftir henni til að hirða hræið af Jules. Og Racksole hafði satt að segja enga löngun til að leysa frá skjóðunni. Vafalaust hafði hann brotið lög Englands og sennilega Belgíu líka, og hinn göfugi tilgangur hans var vitanlega engin afsökun í augum lag- anna. Rjettarhaldið eftir dauða Jules hafði auð- vitað nokkur vandræði í för með sjer og að minsta kosti níutíu og níu mismunandi sögur spruttu af því. En loksins komust þó sættir á. Fyrst af öllu var að sættast við lögregluumsjónarmanninn, sem Racksole hafði neitað að hlýða bendingunum frá — en bendingamar voru nú að vísu vitlausar. Þegar því var Iokið, .þurfti ekki nema smávegis lag við það, sem eftir var. Hann sannaði, þannig að yfirvöldin gerðu sig ánægð með það, að hann hefði gert það sem hann gerði í góðum tilgangi, og að öllu samanlögðu hefði rjettvísinni verið full- nægt. Hann gaf Iíka í skyn, að ef þeir vildi, gæti þeir reynt að koma sjer í bölvun. Og Ioksins komst sendiherra Bandaríkjanna í það að miðla málum, það sem á vantaði. Það var síðla dags, hjer um bil hálfum mánuði eftir að Eugen fursti komst á fætur, að Aribert prins, sem bjó enn í Hótel Babylon, ljet í ljós ósk sína að fá að tala við Racksole. Eugen fursti á- samt Hans gamla og nokkrum hirðmönnum, sem hann hafði sent eftir, höfðu yfirgefið gistihúsið með miklum sóma, vopnaðir með miljóninni góðu, og voru nú á leið til kvonbænanna fyrir Eugen fursta. Eugen hafði sett gilda tryggingu fyrir lán- inu, sem átti að afborga á 15 árum. — Þjer viljið tala við mig, prins, sagði Rack- sole við Aribert, er þeir sátu í stofu auðkýfingsins. — Mig langar til að segja yður, svaraði Ari- bert, — að það er áform mitt að afsala mjer erfða- rjetti til valda í Posen, og heita framvegis Harz greifi, en til þess hefi jeg rjett fyrir erfðir frá móður minni. Einnig, að jeg hefi 10000 punda tekjur á ári og á höll og hús í Posen. Jeg segi yður þetta alt vegna þess, að jeg er hingað kom- inn til þess að biðja um hönd dóttur yðar. Jeg elska hana og er svo hjegómlegur að ímynda mjer, að hún elski mig líka. Jeg hefi beðið hana að verða konuna mína og hún hefir samþykt það. — Yðar hágöfgi heiðrar okkur, svaraði Rack- sole, — og á fleiri hátt en einn. En má jeg spyrja yður um, hvers vegna þjer viljið afsala yður rík- iserfðum? — Blátt áfram vegna þess, að tilhugsunin um það. að giftast til fjár væri mjer eins andstyggi- leg og jeg veit, að hún er yður og dóttur yðar. — Það er gott. Prinsinn hló. — Þjer hafið kannske athugað, að 10000 pund eru ekki miklar tekjur fyrir mann í yðar stöðu. Nella er hræðilega eyðslusöm. Jeg hefi vitað hana eyða 60000 dollurum á ári, án þess að nokkuð sæist koma fyrir þá, að árinu loknu. Hún myndi setja yður á hausinn á einu ári. — Nella verður að bæta ráð sitt, sagði Aribert. — Ef hún fæst til þess, hjelt Racksole áfram, — þá gott og vel! Jeg samþykki. — í hennar og eigin nafni leyfi jeg mjer að þakka yður, svaraði Aribert alvarlega. — Og til þess, sagði auðkýfingurinn,,— að húm skuli ekki þurfa að betra sig alt of snögglega,. ætla jeg að gefa henni, persónulega og börnúm ykkar ef nokkur verða, fimmtíu miljónir dollara, það er að segja tíu miljónir punda í góðum og gildum járnbrautabrjefum. Jeg reikna, að það sje hjer um bil helmingur af því, sem jeg á. En við< Nella höfum altaf skift jafnt með okkur. Aribert svaraði engu. Þeir tókust í hendur þög- ulir, en í því kom Nella jnn. Þá um kvöldið eftir kvöldverð voru Racksole og vinur hans Felix Babylon á gangi úti í garð- inum í Hótel Babylon. Felix hóf viðræðurnar. — Eruð þjer ekki farinn að verða þreyttur á. Hótel Babylon? — Hvers vegna spyrjið þjer að því ? — Af því jeg er orðinn þreyttur á að vera án þess. Þúsund sinnum síðan jeg seldi það, hefi jeg óskað þess, að kaupin gætu gengið til baka. Jeg þoli ekki iðjuleysi. Viljið þjer selja? — Það gæti komið til mála, svaraði Racksole^ — Hvað viljið þjer fá fyrir það, vinur minn? spurði Babylon. — Það sem jeg gaf fyrir það, svaraði hinn hiklaust. — Hvað er þetta? æpti Felix. — Jeg sel yður- gistihúsið með Rocco, Jules og ungfrú Spenser.. Þjer týnið þessum þrem ómetanlegu manneskjum, og viljið svo selja gistihúsið fyrir sama verð, án þeirra. Það er óheyrt! Og litli maðurinn hló hjartanlega að sinni eigin fyndni. — En engu að síður, bætti hann við, — skulum við ekki þrefa um verðið. Jeg geng að því. Og þannig endaði þessi flókna viðburðaröð, sem hófst þegar Theodore Racksole bað um steik- ina og ölið í borðsalnum í Hótel Babylon. ENDIB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.