Morgunblaðið - 23.08.1935, Side 5

Morgunblaðið - 23.08.1935, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 23. ágúst 1935. Andra-deilan og „samúð“ almennings. t Alþýðublaðinu 21. þ. m. er grein eftir ,,Kunnugan“, sem segir frá því, að vinnuveitendur hafi í byrjun verkfallsins boðið Fjelagi járniðnaðarmanna að ef fullnaðarviðgerð á b.v. Andra færi ekki fram hjer, heldur í Englandi, þá skyldu vinnuveitendur senda út mann til þess að hafa eftirlit með að- gerðinni, en þetta hafi vinnu- veitendur svikið og öll vinnu- stöðvunin sje því þeim að kenna; járnsmiðirnir geti því úhræddir lagt deilu þessa und- ir dóm almennings. Nú hefir Benedikt Gröndal verkfræðingur, sem hjer á hlut að máli sem annar forstjóri Stálsmiðjunnar, lýst yfir því hjer í blaðinu í gær, að það sje ósatt, að þeir vinnuveitendurn- ir hafi nokkru sinni gert járn- smiðunum fyrgreint tilboð. Þessi grundvöllur undri sam- úð almennings með verkfallinu er því ekki til. Það er líka eft- irtektarvert, að það er fyrst nú eftir að verkfallið er' búið að standa í 6 til 7 vikur, að jámsmiðirnir fara að afsaka framferði sitt með þessu tilboði vinnuveitenda. Járnsmiðirnir verða því að finna upp á einhverju öðru gagnbetra vopni til þess að afla sjer samúðar almennings. Að vísu hefir undanfarið alt verið gert í blöðum sósíalista og kommúnista og í ræðum for- sprakkanna til þess að sann- færa almenning um, að í vinnu- deilum sjeu öll meðul leyfileg. Líkamlegt ofbeldi sje sjálfsagð ur liður í vinnudeílum. Það hafi ekkert að segja, þó hegn- ingarlög land|ins leggi þung- ar refsingar við slíku athæfi. Þegar verkfall sje, megi berja til óbóta lögregluþjóna, sem aðeins eru að gæta skyldu sinn- ar, enda náðun vís, þó menn sjeu dæmdir eftir landslögum í fangelsisrefsingar fyrir slík afbrot. Verkalýðnum er þannig kent að virða algerlega að vettugi lög landsins, — raunverulega kent að honum sje rjett að gera uppreisn í landinu, til þess að vinna sigur í verkfalls- deilum, og það jafnvel í slíkri deilu sem Andradeilunni, þar sem ekki er verið að berjast um upphæð vinnulauna! Járnsmiðirnir treysta því auð sjáanlega, að þessi áhrif á al- menning hafi nú náð þeim tök- um á fólki, að almenningsálitið sje og verði með þeim. Það er því rjett að athuga, hvað járnsmiðirnir eiginlega hafa gert með Andra-verkfall- inu. Þeim var laugardaginn 6. f. m. falið að skifta um hnoð- nagla í b.v. Andra. Þetta verk er fólgið í tvennu: að taka úr skipinu gömlu naglana, og að láta nýja nagla í skipið. Hvað gera nú járnsmiðimir? Þeir framkvæma fyrri hluta verks- ins — þeir taka naglana úr skipinu, en svo segja þeir; Borð fangar! Skipið ósjófært — og svíkjast um síðari hluta verksins, en nota svo verkfallið til þess að koma því fram með óiöglegri nauðung, sem varðar við lög, að þeir fái atvinnu við fullnaðaraðgerð skipsins, og fái þar með greiddar til sín þær 5 til 6 þúsund krónur, sem gert var ráð fyrir að vinnulaun yrðu við aðgerð skipsins hjer. Þeir eru svo sem ekki að taka tillit til þess, að þeir gera hjer verk- fall gagnvart mönnum, sem ekki hafa nokkurn ákvörðunar- rjett um það, hvar fullnaðar- aðgérð skipsins á að fara fram. S.f. Stálsmiðjan og Slippurinn, sem verkfallið er gert hjá, geta ekkert ákveðið um þetta. Slík ákvörðun liggur í höndum skipseiganda í samráði við vá- tryggjanda, sem raunverulega er fjelag í Englandi. Járnsmiðirnir hefðu átt að hafa vit til að sjá, að þessi brögð, sem þeir með verkfall- ínu reyna að beita til þess að fá vinnu við fullnaðaraðgerð þessa skips, hljóta að hafa þær af- leiðingar, að skipseigendur og vátryggjendur þora ekki fram- vegis að setja skip hjer upp til aðgerðar, þegar þeir geta átt von á slíku framferði íslenskra járnsmiða. Afleiðingarnar verða þær, að skipaaðgerðir flytjast til útlanda, til stórtjóns, ekki ein- ungis fyrir Stálsmiðjuna og Slippinn, heldur einnig fyrir járnsmiðina sjálfa. En slíkt vit höfðu þeir ekki, og 23. f. m., þegar verkfallið var búið að standa í hálfan mánuð, bæta þeir gráu ofan á svart. Þeir settu í byrjun það skilyrði fyrir að hætta verkfall- inu, að þeim væri trygt, að fullnaðaraðgerð skipsins færi fram hjer. En á fundi 23. f. m. færðu þeir sig það upp á skaft- ið, að þeir samþykkja svohljóð- andi fundarályktun: „Fundurinn samþykkir að víkja ekki frá kröfunni um, að viðgerðin S.S Andra fari fram hjer að fullu, eins og áð- ur hefir verið samþykt, og krefst fjelagið hins sama hvað aðrar skipaviðgerðir snertir í framtíðinni“. (Auðk. hjer). Þetta sýnir, að vitið hefir eftir hálfsmánaðar verkfall ekki náð meiri tökum á járn- smiðunum en svo, að þeir þá segjast ekki vilja hætta verk- fallinu, nema Stálsmiðjan og Slippfjelagið í Reykjavík, sem verkfallið er gert hjá, ábyrg- ist þeim, að allar skipavið- gerðir í allri framtíð fari fram hjer!! Og svo kalla þeir það þráa og stífni vinnuveitenda, að ekki er fullnægt þessum skilyrðum þeirra fyrir að hætta verkfallinu!! Þessir menn, sem slíkar kröf- ur gera, virðast varla geta talist með fullu viti. Það kveður líka svo ramt að, að sjálft Alþýðusambandið hefir lýst vanþóknun sinni á þessu verkfalli: Hefir komið fram, að verkfallið fyrst og fremst er brot á lögum sjálfs Fjelags járniðnaðarmanna. — Samkvæmt þeim þarf fjelags- f Hiísfrix Sigríðnr Hallgrímsdéfiir í dag verður hún borin til mold- ar. Hún var fædd á Görðum í Mýrdal, 20. október 1872. Dóttir Hallgríms Eiríkssonar (d. 1909) og síðari konu hans Guðrúnar* Björnsdóttur (d- 1923). Sigríður var elst af 6 börnum þeirra hjóna. Hún fluttist með foreldrum sín- um 1881, suður á Miðnes og dvaldi í foreldraliúsum fram yfir ferm- ingaraldur, að hún fór að vinna fyrir sjer. Árið 1899 giftist liún eftirlifandi manni sínum Tómasi Þorsteinssyni málara, og liafa þau búið lijer í bæ æ síðan. Þau eign- uðust eina dóttir, sem ásamt föð- urnum harma nú ástríkan maka og elskulega móður. Eins og fyr segir dvaldist hún með foreldrum sínum barnæska sína, og varð á heimili þeirra fyrjr þeim áhrifum sem hún bjó að alt sitt líf. Hún fylgdi trúlega á- minningum föður og móður að elska Gnð af öllu hjarta og ná- ungann eins og sjálfa sig. Hún var trúkona mikil, þó hún bærist ekki mikið á, og 1 jet sjer mjög ant um að innræta yngri kyn- slóðinni, sem hún umgekst, þá lífsreglu sem hún sjálf lærði í æsku. Á lieimili þeirra hjóna, Sigríðar og Tómasar, var ætíð skemtilegt að koma, því íslensk gestrisni bjó þar, enda var það svo alloftast að einhver utan fundur að samþykkja verk- fall, en í þessu tilfelli ákvað stjórn fjelagsins verkfallið án þess að leita samþykkis fje- lagsfundar. í öðru lagi er verk- fallið brot á samþyktum Al- þýðusambandsins, því samkv. þeim má ekkert fjelag, sem er 1 Alþýðusambandinu, gera verkfall án samþykkis þess. En gegn þessu hafa járnsmiðirnir einnig brotið, því nefnt fjelag þeirra er í Alþýðusambandinu. En þrátt fyrir alt þetta ætl- ast járnsmiðirnir til, að þeir hljóti samúð almennings í verkfalli þessu! Þrátt fyrir alla viðleitni verkalýðsleiðtoganna til þess að drepa niður heilbrigðar sið- ferðishugmyndir almennings er þó ólíklegt, að það hafi tek- ist í svo ríkum mæli, að menn fordæmi ekki alrnent hið um- rædda verkfall járnsmiða við b.v. Andra. Vinnuveitandi. heimilis dvaldi þar lengur éða skemur, bæði sem sjúldingur eða þá ferðamáður, ætíð stóð heimili þeirra opið og jeg geri ráð fyrir að svo muni verða, þó húsfreyjan sje horfin, því þau hjón vorú mjög svo samhent í því sem öðru. Samlíf þeirra hjóna var með af- brygðum gott, eitt af þessum góðu, gömlu hjónaböndum, sem grundvallast á fölskvalausri ást, og sem er sönn fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. Ef jeg ætti að lýsa Sigríði nákvæmlega, þyrfti jeg yfir meira rúmi að ráða, en lítilli blaðagrein. Him var ein af þessum kyrlátu konum í landinu. Síglöð og skemtilég, hvort hún var heima eða heiman, en stilti gleði sinni ætíð í hóf, og kom þar best fram aðallyndiseinkunn hennar, sem var stilling og prúð- menska. Jeg minnist ekki, og hefi jeg þekt hana alt mitt líf, að hafa sjeð hana skifta skapi, en hún var föst fyrir og sagði meiningu sína afdráttarlaust, en ætíð með þeirri geðprýði og sannfæringar- krafti að maður hlaut að taka það til greina og festa sjer það í minni. Hún var góð búkona og sótti hún það til foreldra sinna og lengra fram í ættir, því hún átti ætt, til góðs bændafólks, bæði í Skaftafellssýslu og Rangárvalla- sýslu, því miður er ekki hægt hjer að rekja ættir hennar, vegna rúm- leysis. í dag er hún borin til hinstu hvíldar. Eftir langvarandi heilsu- bilun andaðist hún 14. þ. m. sárt saknað af öllum sem komust í náin kynni við hana, en þó, sem að líkum lætur, mest af manni og dóttur og svo af fóstursyni þeirra hjóna, sem hún reyndist sem sönn móðir. Systkini hennar, sem eftir lifa, sakna góðrar og elskulegrar systur, sem ætíð var reiðubúin tíl hjálpar, þegar með þurfti. Það' kveðja þig allir, vinir og vanda- menn og geyma minningu þína í tniföstum hjörtum. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir alf og alt. H. Sflgurborg Sigurffardóttir húsfreyja í Hólum. 1 gær fylgdu sveitungar og sýsl ungar í Austur-Skaftafellssýslu einni af merkustu konum hjeraðs- ins til grafar, frú Sigurborgu Sig- urðardóttur, eiginkonu Þorleifs hreppstjóra, og fyrv. alþingis- manns í Hólum. Hún Ijest þ. 31. f. m„ og var þá komin á Lands- spítalann, undir hendur bestu lækna landsins, en í það óvænta efni hafði sjúkdómur sá komist, er hún hafði kent á liðnu vori og leitaði sjer lækninga við í Reykja vík. Var í sumar heyranlegur ugg- ur í manni hennar yfir þessum krankleika, en í lengstu lög von- aði hann afturbatans og þráði heimkomu hennar. Hann varð þó að sjá henni á bak og náði eigi fundi hennar, áður en hún and- aðist, — um hina löngu leið, þótt færi dagfari og náttfari; en hann flutti hana síðan látna til átthag- anna. Sigurborg heitin var fædd 30. maí 1866 og komst því nærri sjö- tugu, sem hún þó engan veginn bar með sjer. Hún var af góðu Sigurborg Sigurðardóttir. og merku fólki komin og er frænd- lið hennar í Nesjum alþekt, svo sem þeir Stórnlágar-feðgar, sem orðlagðir hafa verið fyrir atorku, ráðdeild og staðfestu. — Hún giftist Þorleifi Jónssyni árið 1889 og hafa þau alla tíð búið á óðali hans, Hólum í Nesjum (eða Hólum í Hornafirði, sem það einn- ig er kallað). Hólaheimilið varð á þessum fjórum tugum ára landskunnugt, og húsbændurnir með; bar margt til þess. og má geta hjer þrenns, er alt varpar nokkru Ijósi yfir æfiferil hinnar látnu. í fyrsta lagi var heimilið og híbýlahættirnir. Það var frá upp- hafi rómað ,hversu mikill hö’fð- ingsbragur og snyrtimenska ríkti hjá Þorleifi og Sigurborgu í Hól- um. Þau voru bæði mentuð bet- ur en alment gerðist: Honum, húsbóndanum, fóru verk vel úr hendi í hvívetna, og hann var svo vel að sjer og svo greindur mað- ur, að honum var eins sýnt um andleg störf eins og lærður. mað- ur væri- Hinn priiðmannlegasti í framgöngu og hinn ljúfmannleg- asti í viðmóti, eins og fjölmörg- um landsmönnum er nú kunnugt orðið. Og hún, húsfreyjan, var þá enginn eftirbátur, kona hin fríð- asta sýnum og hin fyrirmannleg- asta ,þótt eigi teldist hún há vexti, og var eins og yfir henni svifi ljómi glæsimensku og góð- leiks, sVo að enginn gleymdi, er einu sinni hafði liana augum lit- ið. Helt hún uppi sóma og við- gangi heimilisins, svo að fágætt var þar um slóðir. f öðru lagi var það, að þau hjónin komust að vonum brátt til álits og virðingar framar öðr- um í hjeraðinu, bæði heima fyrir og út á við, þar sem trúnaðar- og opinber störf hlóðust á þau, og óx við það kynning fjö’da fólks víða um á því, að Hólahjónin voru éngir meðalntenn. OUum, sem til þektu, var það alveg ljóst, að frú Sigurborg var þar manni sínum í þllu hin styrk- asta stoð, hellubjargið. sem hann fann, að altaf mátti treysta á, vinurinn, sem greddi hann ávalt nýju fjöri til goora starfa, hin fagra og hlýja húsfieyja, rírræða- góð og alúðleg, hvað sem að hönd- um bar. Eins og kunnugt ér, hef- ir Þorleifur í Hólum haft á hendi lireppsstjórn um liálfan fimta tug 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.