Morgunblaðið - 24.09.1935, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.09.1935, Qupperneq 4
/ 4 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 24. sept. 1935. IÐNfSÐUR VERSLUN SIQLINGFIR Tollur il veiDaifam Blaði-mi liefir borist eftirfarandi grein til birtingar: í Morgunblaðinn frá 16. maí síðastl. er grein þar sem á það er mirist, ■og með því mælt, að innflutriingátollur verði settur á veiðarfæri til landsins, sem eigi að nema 10% af Verði þeirra. Ef hagsmunir útgerðarmanna eru hafðir fyrir augum, virðist það vafamáþ hvort Alþingi eigi að fallast á toll þenna. Því ef inn- flutningstollurinn verður til þess að hækká verðlagið á veiðarfær- um, en á því mun leika lítill vafi, yrði hann til þess að auka enn á ný byrðar útgerðarinnar, sem sannarlega á þó við þröngan kost að búa fyrir, flestar framleiðslu- vörur hennar tollaðar, mótorar og varahlutir þeirra, kol og salt, olía, tunnur o. fl. Ef áfrain á að halda á þeirri braut, að tolla framléiðsluvörum- ar, vérður samkepni íslensku út- gerðarinriár við erlenda fiskfram- leiðendur énn erfiðari, t. d. við norska útgerð, sem nýtur full- komins tollfrelsis á öllum fram- leiðsluvörtím. Tilgangurinn með toHinum yrði á hinn bóginn sá, að auka skilyrð- in fyrir inixléridri veiðarfæragerð. En máltækið segir, að hægt sje að kaupa gull of dýrt. Ef innlend veiðarfæragerð hefði liin fuHkomn- ustu tæki til framleiðslunnar, og gæti þyi gert veiðarfærin eins ódýrt eiris og unt er, þá skapað- ist atvinna fyrir svo sem 20—30 manns. En; ef tolla ætti veiðar- færi vegna atvinnu þessaraúnanna, mætti búast við, að útgjöld út- gerðarmanna til veiðarfærakaupa ykist um 80—100 þús. kr. Nú er það. sýnt, að lífsfcilyrði þjóðarinnar er fyrst og fremst að framleiðslu- kostnaður á aðalútflutningsvörum okkar sje sem lægstur. Því er aug- Ijóst, að hjer yrði um vafasaman þjöðarhag að ræða, ef veiðarfærin þyrfti að verða dýrari. En ef innlend veiðarfæragerð tækist, og ykist, án þess að af þyrfti að leiða verðhækkun vör- unnar, þá er um beint hagsmuna- mál að ræða. Því þefir verið lialdið fram, að| erlendar, einkum norskar verk- snnðjur,, hafi selt vörur sínar ó- dýi;ar á íslandi en í framleiðslu- landinu sjálfu. Tilgangurinn með þessu hafi verið sá, að koma út þeim vörum, sem ekki seldust heima fyrir. Þetta getur þó tæp- lega verið rjett, þegar þess er gætt, að í Noregi eru ekki notað- ar línur af sömu gerð og á ls- landi ogVekki heldur þorskanet. En ef til tals kemur að setja toll á veiðarfæri, ætti Alþingi að athuga það mál vandlega. Þar eð'• þau' . verkalaun, sem þjóðin vinnur nema eiriungis litlu broti af verðú framleiðsluvörunnar, 'r það tæplega skynsamlegt að koina á nýjum iðnaði hvað sem það kostar. Tollverndin er hjer ekki heppi- Áhrif ríkiseinkasölu á tekjur bæjai- og sveitarfjelaga. Eflir ^igjurð Kri§t|ánsson Síðan jeg ritaði greinina: „End- urreisn einokunarverslunar á ís- landi“, hefir dagblað Framsóknar- manna hjer í bæ rokið upp með hinum mestu ærslum og mótmælt því, að því er virðist fyrir flokks- ins hönd, að Framsókn hyggi á ríkiseinokun. á aðfluttum vörum, öllum eða flestum. Mörgum kann að virðast svo, að yfirlýsing þessi tryggi þjóðina gegn því böli, sem leiða mundi af allsherjar einokun á innfluttum varningi, því nú sje Alþýðuflokk- urinn einn um þá stefnu, og muni hann verða að láta í minni pok- ann, er hann hafi bæði Sjálfstæð- isflokkinn og Framsóknarflokk- inn móti sjer í þessu máli. Jeg met nú ekki þessa yfirlýs- ingu Nýja dagblaðsins sjerlega mikils. Þykir mjer líklegt að rit- stjórinn hafi gefið hana í ein- hverju fáti eða þá að honum hafi af útgeföndum blaðsins verið boð- ið að gera það. Hið síðara er •ekki ósennilegt, því forustu- mönnum Framsóknarflokksins er kunnugt um það, að Islendingar eiga engar góðar endurminningar frá einokunarversluninni, og ekki þá reynslu af viðskiftum við rík- iseinkasölur, að þeir mundu fagna komu allsherjar rílriseinokunar. Þeim mun því sýnast öruggast að beita í þessu máli sömu vinnu- brögðum eins og við innleiðslu socialijmians lijer á landi: áð þræta harðlega fyrir ásetning sinn, en sæta færi til að leggja ánauðarfjöturinn á fókið að því óvöru, eða þegar það er orðið syo andlega og efnalega lamað af óáran í stjórnarfari, að það fær enga vörn sjer veitt. Þegar upp er rifjað, hver andi hefir ríkt hjá forustumönn- um Framsóknar í ræðu og riti til frjálsrar verslunar, ófrægingar- siigurnar og níðið um verslunina, og rógburðurinn um verslunar- stjettina, einstaka kaupsýslumenn og stjettina í heild, og það lagt við kröfur fremstu manna flokks- ins nú um allshérjareinokun og endurteknar yfirlýsingar blaðsíns sjálfs um það, að ríkiseinok- un á aðfluttum varningi sje eina úrræðið, þá vérður sá grunur ærið sterkur og jafn- vel að fullri vissu, að forustu- menn Framsóknar, ekki síður en forustumenn Alþýðuflokksins, sjeu ráðnir til þess að leggja einokun- arfjöturinn á alla verslun lands- ins, jafnskjótt og þeim sýnist að leg og íslenskir útgerðarmenn kjósa áreiðanlega helst að kaupa veiðarfæri sín eins ódýrt og frjálst og hægt er. Ef þetta bregst, r verið að gera þeim erfiðara fyrir að standast samkepnina. það muni lífsháskalaust. fyrir flokkinn. Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að sveitar- og bæjar- fjelögum er með lögum gert að skyldu að halda uppi stór- gjöldum til almenningsþarfa. 1 bæjunum eru það einkum fræðslumál, heilbrigðismál og fátækramál, sem krefja stór- kostlegra útgjalda. í þrenging- um sínum, svo sem atvinnuleysi, veikindum og öðrum bágindum, hefir fólkið sjaldnast annars- staðar skjóls að leita, en hjá sveitarstjórnum. Það snertir því ákaflega mikið almennings- heill, að tekjur bæjar- og sveit- arsjóða sjeu miklar, nægjan- legar. Rjett til dæmis um það, hve miklar þessar þarfir eru, þar sem fjölmennið er mest, skulu hjer nefndar nokkrar tölur úr bæjarreikningi Reykjavíkur ár- ið 1933: kr. Löggæsla 188442,00 Heilbrigðisráð- stafanir 229104,00 Fátækraframfæri 901156,00 Sjúkrastyrkir 216937,00 Vegabætur 250979,00 Fræðslu- og menta- mál 439988,00 íþróttamál 34492,00 Atvinnubótavinna og matgjafir 392356,00 Þetta eru aðeins sýnishorn, og þótt þessi útgjöld sjeu auð- vitað stórkostlegust í Reykja- vík, þá verða flestir sveitarsjóð- ir að bera hlutfallsleg gjöld. Nú er það öllum vitanlegt, að höfuðtekjur bæjar- og sveit- arsjóða eru aukaútsvörin. Og hvaða áhrif halda menn að verslunareinokun ríkisins hefði á útsvarstekjur bæjar- og sveit- arsjóðanna? I Jeg sýndi fram á það í grein minni „Endurreisn einokunar- verslunar á lslandi“, að lands- verslunin gamla hefði ekkert grætt ríkissjóði til handa, held- ur endað með margra miljóna króna tapi fyrir ríkissjóð. Þó hafði ekkert útsvar verið borg- að af þessari ca. 70 milj. kr. verslunarveltu. Giskaði jeg á að útsvarstap sveitar og bæjar- sjóðanna hefði verið að minsta kosti miljón króna, miðað við sveitarútsvör á frjálsum versl- unum. Við athugun hefi jeg sjeð, að jeg hafði áætlað þessa upphæð miklu lægri, en hún raunverulega hefir verið. ! Ef við nú hugsuðum þá hugs- un til enda, hver áhrif allsherj- ar ríkiseinokun hefði á útsvars- tekjur bæja- og sveitarfjelaga, þá horfumst við í augu við þann óglæsilega sannleika, að bæjarfjelögin og sveitarfjelög mörg, hlytu að komast í greiðsluþrot, og verða þess al- gerlega ómegnug að leysa vand ræði almennings í atvinnu- leysi, sjúkdómum og öðru ófyr- irsjáanlegu böli. Þessu til sönnunar birti jeg hjer, hvað af útsvarsbyrðinni í Reykjavík, hvílir á kaup- mannastjettinni: 1935. Útsvar alls 3,312,455 1935. Útsv. kaupm. 1,053,775 Útsvarsgreiðendur í Reykjavík eru alls 13340. En þeir menn í kaupmannastjett sem greiða þessar kr. 1053775,00, eru að eins 477 að tölu. 1 þessari upphæð eru alls ekki útsvör þeirra manna, sem reka útgerð, þótt þeir reki um leið verslun í sambandi við hana, ekki heldur útsvör iðnrekenda. Og enn er þess að geta, að af- greiðsluflólk og skrifstofufólk hjá kaupmönnum ber útsvars- byrði, sem skiftir hundruðum þús. kr. Er verið er að hrópa um það hástöfum, að frjáls verslun sje til niðurdreps fyrir þjóðfjelg- ið og kaupmönnum ofaukið í þjóðfjelaginu, finst mjer ekki I ótímabært að gefa mönnum |færi á að finna út, hvaðan koma ættu þau gjöld til ríkis- og sveitarsjóða, sem hin frjálsa verslun nú stendur undir. Hvar ætti Reykjavík að taka þessa rúml. miljón króna, sem kaup- menn bæjarins borga til bæj- arþarfa? Ekki mundi ríkis- einokunin borga upphæðina, fremur en Landsverslunin. gamla. Um leið og alþýða manna gerir sjer grein fyrir því, hve geysileg tekjurýrnun fyrir bæj- ar- og sveitarsjóði fylgja mundi ríkiseinokun á öllum innflutt- um varningi, og hversu lítt þeir þá yrðu megnugir þess að rjetta fólki hjálparhönd í at- vinnuleysi, elli og veikindum, væri ekki úr vegi að menn hug- leiddu einnig, hvort miklar lík- ur muni til þess, að einokunar- fyrirkomulagið mundi lækka dýrtíðina í landinu, gera mönnr um með lækkuðu verði á neysluvörum ljettara að draga fram lífið, svo að þeir yrðu síð- ur hjálpar þurfi. Næst mun jeg víkja nokk- urum orðum að þessu atriðí málsins. Sigúrður Kristjánsson. Sanitas 30 ára. í ár eru 30 ár iiðin síðan gos- drykkja- og saftgerðin Sanitas í Reykjavík var stofnsett, en það var árið 1905. Stofnendur henn- ar voru þessir: Gísli Guðmunds- son, gerlafræðingur, Guðmundur Olafsson iitvegsbóndi í Nýjabæ, Jón Jónsson útvegsbóndi í Mels húsum. Framkvæmdastjóri verksmiðj- unriar var Gísli Guðmundsson, sem síðar varð einkaeigandi hennar. Verksmiðjan var til að byrja með í nýreistu húsi, skamt frá Melshúsum, en árið 1916 var hún flutt á Smiðjustíg 11 í Reykjavík. Sama ár seldi svo Gísli, Lofti Guð- mundssyni, nú kgl. ljósmyndara, verksmiðjuna, og rak Loftur hana fyrst á Smiðjustíg 11, en ftutti hana síðan í hús það, er hann ljet byggja fyrir hana, Lindar- götu 1, þar sem hún er nú. Loftur rak verksmiðjuna fram til ársins 1924, en þá keypti núverandi eig- andi hennar, Sigurður Waage, verksmiðjuna og hefir rekið haua jafnan síðan. Árið 1927 keypti Sig. Waage gosdrykkjagerðina „Hekla“ og sameinaði hana verksmiðju sinni, jafnframt kom hann þá á stað efnagerð á því sama ári. Árið 1932 keypti Sig. Waage enn aðra gosdrykkjagerð „Mím- ir“ og sameinaði hana liinum tveim fyrnefndu. Ennfremur jók Sig. Waage framleiðslu sína með fægilegi, mat- arlit og ávaxtalit, þetta sama ár- Tilraunir sínar með sultugerð hóf S. Waage þá um haustið, en varð Sigurður Waage. þess fljótt áskynja, að efni þau sem hjer höfðu alment verið not- I uð til sultugerðar áður, ekki gátu ’ svarað tímans kröfum og síst komið til greina ef koma ætti i sultuframleiðslunni í íslenskar I ^ hendur, þannig að ísl. sulta yrði sambærileg við samskonar erlenda | framleiðslu bæði að verði og gæð- um. Sanitas. er því brautryðjandi I í því að nota ágæt efni til sultu- ' gerðar sinnar, og svo vel liefir tek- ist með þessa ísl. sultugerð, að bak- araméistarar allflestir nota nú eingöngu Sanitassultu í kökur sín- j ar, enda er lijer um að ræða sultu, sem einvörðungu er búin til úr I hreinum erlendum ávöxtum svu sem jarðaberjum, liindberjum og blönduðum ávöxtúm. Nú vinna við verksmiðjuna 11 manns. j í tilefni 30 ára starfsafmælis (verksmið junnar Sanitas, bauð Sig. Waagé starfsfólki sínu aust- | ur að Geysi og Gullfossi. j Nýtísku vjelar hafa verið keyptar til verksmiðjunnar und- anfarin ár, svo að hún einnig að ])ví leyti stæði ekki öðrum að balri, hvað framleiðslu snerti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.