Morgunblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 8
' 8 Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Silki- og ísgarnssokkar, svart- ir og misl. frá 2,25 parið. — Silkisokkar í úrvali frá 2,90 parið. Versl. Dyngja. Standlampar og borðlampar hvergi ódýrari en í Hatta- & jskermabúðinni, Austurstræti 8. Skermagrindur seljast fyrir hálfvirði í Hatta- & skerma- búðinni, Austurstræti 8. Kjóla og blúsusilki frá 2,25 mtr. Hvít efni í fermingarkjóla, gott og ódýrt úrval. Saudcrepe í mö,rgum litum. Versl. Dyngja Skermar úr silki og perga- ment, afar ódýrir. Hatta- & skermabúðin, Austurstræti 8. Tvistar í svuntur og morg- unkjóla, sjerlega góðir og ódýr- ir. Sængurveraefni á 5.50 í ver- ið. ;Versl. Dyngja. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen. Klapparstíg 29. Hattar og fleira nýkomið. — Karlmannahattabúðin, Hafnar- stræti 18. Handunnar hattavið- gerðir, þær einustu bestu — Sokkabandastrengir, breiðir og mjóir. Versl. Dyngja. Nýkomnar kápu- og kjóla- tölur, ódýrar. Kápu- og kjóla- spennur. Versl. Dyngja. sama stað. SZJíynninfae Hvert sem þjer flytjið, þá verður samt altaf næst í Nýju Fiskbúðina, Laufásveg 37, sími 4052. Upphlutsskyrtu- og svuntu- efhi í miklu úrvali. Margar teg. á 11.25 í settið. Svört svuntu- efni frá 10 kr. í svuntuna. — Vörur sendar um alt land gegn póstkröfu. Versl. Dyngja. Kjötfars og fiskfars, heima- tilbúið, fæst daglega á Frí- kirkjuvegi 3. Sími 3227. Sent heim. Munið fisksímann 1689 og reynið viðskiftin. „Spírella“. Munið eftir hinum viðurkendu „Spíreila“-lífstykkj- um. Þau eru haldgóð og fara vel við líkamann. Gjöra vöxt- inn fagran. Skoðið sýnishorn á Bergstaðastræti 14. Sími 4151. Til viðtals kl. 2—4 síðd. Guð- rún Helgadóttír. Rjúpur, með niðursettu verði, fást næstu daga í ísbirninum. Sími 3259. Metal Photo Rammer. — Vi söger en Grossist til að over- tage Salget af vore Metal- rammer for Island. Störste danske Metalrammefabrik. — Bang & Co., Aarhus, Danmark. Reykhúsið Reykur hefir síma 4964. MORGUNBLAÐIÐ Ffmtudagmn 18. oKt. Y9S5+ Bókband önnu Flygenring er flutt í Lækjargötu 6 A — (gengið inn í portið). ViS hreinsum sængurfötin yðar samdægurs, sækjum og sendum. Fiðurhreinsun Islands, sími 4520. Heimsmet í að „halda niðri í sjer andanum", á Ameríkumaður Mr. Gaylor. Honum tókst um daginn að stöðva andadrátt sinn í 14 míú. og 2 sek. Höfðingleg gjöf. Axel Munthe afhenti Svíakonungi 100.000 krón- ur, áður en hann fór frá Svíþjóð. Peningana, sem eru hluti af gróða hans af bókinni „San Michele“, — á að nota í góðgerð- Skólaumdæmi Laugarne§skóla. arskyni. Frá Norður- Snemma í til vor Suðurpóls. merktu Skólanefnd Reykjavíkur hefir ákveðið að þessar götur skuli skifta skólaumdæmum, Austurbæjarskólans og Laug- arnesskólans: hvalveiðimenn við Svalbarða nokkra hvali. Nú kemur tilkynn- ing frá hvalveiðimönnum í Suður- íshafinu að þeir hafi veitt suma af þessum merktu hvölum. Ekki tíska lengur. Skýjakljúf- amir í New York eru nú farnir að þykja gamaldags. Hin vold- uga Empire State Building, stend- ur hálftóm. Gárungarnir kalla bygginguna nú Empty (tóm) State Building. Defensorsvegur á Suðurlandsbraut og þaðan beina línu á ÍVatnsgeymi, þá Sogavegur á Seljalandsveg, Selja- landsvegur, Mjómýrarvegur og Bústaðavegur. Hús, sem standa við þessa vegi eiga sókn í Laugarnes- skóla, svo og öll hús innan þeirra takmarka, sem götur þessar afmarka og bygðin innan við Elliðaár, sem er í umdæmi Reykjavíkur. Reykjavík, 9. okt. 1935. Sigurður Thorlacius, Jón Sigurðsson,, skólastjóri. skólastjóri.. Allir Reykyíkingar lesa auglýsingar Morgunblaðsins. FANGINN FRA TOBOLSK- 56. ,,Hvað varð um hina?“ spurði María Lou á- hyggjufull. „Það var næstum því of auðvelt að eiga við þá, Meðan þeir voru að yfirheyra yður, bjuggum við til barefli úr gömlum strigapoka og kassa. — de Richleau gaf þeim svo duglegt högg jafnóðum og þeir stungu kollinum upp um lúgugatið, en jeg dró þá upp fyrir skörina. Þeir eru allir rækilega bundnir og keflaðir." ,,Jeg óska yður til hamingju, mademoiselle“, sagði hertoginn, sem kom nú niður til þeirra. „Jeg kánn dálítið í rússnesku og gat vel fylgst með hinu epennandi samtali. Snarræði yðar var aðdáunar- vert.“ Spjekoppar færðust í báðar kinnar Maríu Lou. „Mjer varð sannarlega ekki um sel, þegar Ogpu- maðurinn fór upp á loft. Það sem jeg óttaðist mest var, að þið mynduð skjóta. \— Hann var hug- rakkur, eða fífldjarfur.“ „Já, hann langaði til þess að vita hvar við hefðum falið okkur. Hann virtist halda, að við værum komnir veg allrar veraldar.“ ,JEkki er öll hætta úti enn,“ sagði María Lou alvarleg í bragði. „Ef Rakov hefir minst á mig á lögreglustöðinni, verða sendir menn hingað strax og hinna er saknað. de Richleau kinkaði kolli. „Þjer hafið rjett fyrir yður, ungfrú. Við verðum að fara hjeðan þegar í stað“. ,Jívað ætlið þjer að gera við hinn særða vin yðar?“ spurði hún. „Við verðum að taka hann með okkur. Aum- ingja Símon, hann verður að líða miklar kvalir, en við höfum ekki annars úrkosti. Mjer ofbýður að þurfa að vekja hann; hann hefir sofið svo vært, meðan á þessu stóð.“ ^Það fór hrollur um Maríu Lou. „Það er hræði- legt,“ sagði hún. „Tveir særðir menn, og ekkert annað athvarf en skógurinn.“ „Við skulum hugsa okkur vel um,“ sagði Rex. „Það eru engin vandræði með hertogann og mig. Verra með Símon. Getið þjer ekki ímyndað yður neinn, sem myndi vilja lofa honum að vera og veita honum aðbúð, á einhverjum afskektum bóndabæ. Við myndum borga vel fyrir. Og síðar, þegar hann væri orðinn hress og gæti stigið í fæt- urna, myndum við koma aftur og sækja hann.“ „Jeg óska einskis framar en að það verði hægt — en það er útilokað. Enginn vildi leggja slíkt í sölurnar — það væri mikil áhætta — auk þess kemur lögreglan von bráðar að leita að mjer.“ „Það óttast jeg allra mest, mademoiselle", sagði hertoginn hryggur. „Við höfum orðið yður til ógæfu. Eftir það, sem hent hefir hjer í kvöld, eruð þjer neyddar til þess að yfirgefa heimili yðar.“ Hún hristi höfuðið. „Það er alls ekki ykkur að kenna. Jeg var sjálfráð gerða minna, og vissi vel hvað jeg var að gera. Síðan jeg man eftir mjer, hefi jeg stöðugt verið að bíða eftir einhverju, jeg veit ekki hverju, bíða eftir að eitthvað skeði. Jeg hefi altaf fundið, að jeg myndi ekki eiga langa æfi hjer. Ef til vill bíður dauðinn okkar, og ef til vill verður þetta byrjun á nýju lífi fyrir mig, hver veit. Þið megið með engu móti halda, að jeg taki þetta nærri mjer. Þvert á móti er jeg himin- lifandi. Jeg hugsa, að nú hefjist annar kafli af æfintýri Maríu Lou prinsessu!“ „Mjer finst þjer vera hreinasta afbragð,“ hló Rex. „Sem stendur er útlitið svart fyrir okkur — og má vera að það verði enn svartara. En hvað um það — úr þessari gildru skulum við sleppa!“ de Richleau ypti öxlum í hugsunarleysi, en stundi um leið af sársauka í öxlinni. „Jeg vildi óska, að jeg væri eins bjartsýnn og þú, vinur minn. En mjer, karlfausknum væri dauðinn vís, ef jeg ætti að láta fyrirberast úti í skógi í þessu hörku frosti og kulda. Jeg fæ ekki sjeð annaðS en að við frjósum öll úr kulda.“ „Við verðum að taka með okkur eins mikið af teppum og við mögulega getum,“ sagði Rex. „Okkur er borgið, ef við getum hrist af okkur lögregluna." Hann geispaði hátt. „Drottinn minn dýri, jeg held að jeg hafi aldrei á æfi minni verið eins upp- gefinn.“ „Hvaða leið vilt þú að við förum?“ spurði her- toginn. „Norður á bóginn — eins langt og við kom- umst. Jeg þori að veðja tíu steiktum kolum, að þeir telja víst að við reynum að fara til Tobolsk , og ná þar í járnbrautarlestina.“ „Um leiðina höfum við reyndar talað áður,“ mælti hertoginn, hugsandi „Við gætum kannske haft lánið með okkur, ef Leshkin vissi ekki að þú varst að hugsa um gimsteinana. Nú höfum við hvorki hesta nje sleða, og getum aldrei flutt SÞ mon langa leið. Það er því mín uppástunga, að við verðum kyrrir hjer í miðri hringiðunni, meðan þeir þjóta í allar áttir til þess að leita að okkur. Vitið þjer ekki um neinn stað, úti í skóginum, mademoiselle, þar sem við gætum hafst við í leyni. Við gætum tekið með okkur mat fyrir marga daga.“ „Nei, monsieur, það eru engir slíkir staðir til hjerna, og eins og þjer sjáið, er hjer lítið um undirskóg.“ „Hæ, nú veit jeg, hvað við gerum! Höllin er staðurinn! Þá dreymir ekki um, að við förum aft- ur til þess staðar, þar sem við höfum háð svo tví- sýnan bardaga. Það hljóta að vera ótal staðir í hallarrústunum, sem við getum falið okkur í.“ „Fyrirtak,“ sagði Rex. „Leshkin og kumpánar hans hljóta að vera farnir aftur til bæjarins eða niður á flugvöllinn, það er að segja, það sem eftir var af þeim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.