Morgunblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.10.1935, Blaðsíða 5
jFimtudaginn 10. okt. 1935. MORGUNBLAÐIÐ 5 Bergnr Jónsson. 1 dag- verður sjötugur Bergur -Jónsson, skipstjóri, á Bókhlöðu- *tíg 6. Hann er í'æddur 10. okt. 1865, nð Sanddalstungu í Norðurárdal. Misti hann ungur foreldra sína, • og kom þá inóðurbróður Bergs honum í fóstur, og sá honum far- borða fram yfir fermingaraldur. Síðan fór Bergur í vinnumensku og stundaði sjóróðra á vetrum, en heyvinnu á sumrin, til tví- tugs aldurs. 1885 fluttist hann hingað til Reykjavíkur og varð fyrst háseti og síðan stýrimaður á hákarlaskipi, undir stjórn Sig- urðar Símonarsonar, hákarlafor- manns. 1894 lauk Bergur prófi við :Stýrimannaskóla Markúsar Bjarna sonar hjer í Reykjavík, og sama ár kvæntist hann Þóru Magnús- • dóttur frá Miðseli. Þá hefjast skipstjórnarár Bergs •og var hann upp frá því skip- stjóri í 26 á'r samfelt — og þar af 20 ár á Cutter Surprice, eign Eina>rs Þorgilssonar í Hafínar- firði. —s Hvað fanst yður skemtileg- ,-ast á skipstjórnarárum yðar? •spyrjum vjer gráhærða öldung- inn, sem í dag hefir lifað í 70 ár. — Mjer fanst skemtilegast að skila öllu heilu og- höldnu í land — og svo (brosir hlýlega) að koma heim til konunnar minnar •og barnanna okkar. Jeg var altaf heppinn og- aldrei meiddist hjá rmjer maður, livað þá að nokkur færist, í öll þau ár, sem jeg sótti sjóinn. Er Bergur ljet af skipstjórn gerðist hann fiskimatsmaður og liefir verið það síðan. Bergi og Þóru varð 8 barna auðið og lifa þar af 5. Þau eru þessi: Óskar Bergsson, sjómaður, Magnús Bergsson, kaupmaður í Vestmannaeyjum, kvæntur Dínu Reykdal, Sigurður Bergsson yfirbakari á Akureyri. Metta Bergsdóttir, gift Björgvin Frið- rikssyni, bakara, og Bergþó)ra Bergsdóttir, gift Jóni Bergssyni, húsgagnasmið. í dag mun verða gestkvæmt á heimili gömlu hjónanna, Bergs og Þóru, því auk stórrar fjölskyldu eiga þau marga og góða vini, sem í dag munu mínnast þeirra að makleikum. Til hamingju með sjötugsaf- mælið, Bergur! Til Strandarkirkju frá V. 2 kr., ónefndum 2 kr., A. S. Eb. 2 kr., Þ. S. 5 kr. Skriðuhlaupin i Eskifirði. Úr frjetfabrjefl frá Árna Jónas- syni bónda á Svínaskála ■ Helgustaðahreppt. Frá Svínaskála er skrifað í lok Það mefkilegasta ér, að það er sept. 1935: Hjer hafa gengið þau ósköp á, að slíkt hefir ekki komið fyrir í fleiri hundruð ár. Eins og þú vissir, byrjaði að rigna hjer á föstudagsmorgun, og rigndi mátti heita hvíldarlaust fram á þinðjudagsmorgun, enda eftir því sem komist verður næst rigndi á þessum 4 dögum, 2 metrar, eða 500 millim. á sólar- hring. Jeg hefi aldrei lifað slík ósköp í jafn langan tíma. Lækurinn fyrir utan bæinn ruddi fram leðju strax á laugardag, en á sunnu- dag var hann ekki búinn að gera neinn skaða, sem teljandi var, og var um miðjan dag slark- andi yfir hann á brúnni á vað- stígvjelum, en á snnnudagskvöld heyrðum við þennan voða að- gang, þá hafði skriðið fram stór spilda úr brekkunni. — Spild- an er líklega 10 faðmar á breidd og meira en alin á þykt, og byrjaði alveg upp við brúnina. Þegar alt þetta rann, þversum um í lækinn ,stýflaðist hann í bráð, en ruddi svo öllu undan sjer niðureftir, svo farvegurinn er nú líkl. 10 föðmum breiðari og sum- staðar meira en mannhæð á dýpt, ein holgrýtis urð sem helst er ófær yfirferðar. Öllu þessu ruddi svo lækurinn yfir túnið, fyrir neðan gilið og út á sjó, svo það tún er að mestu ónýtt, sömuleiðis alt innan við lækinn, alveg inn í brekku. Svo kom annað hlaup á alt tún,- ið, sem var fyrir ofan sjóhúsin og tók það alveg af, braut inn- hliðamar úr hjallinum og fylti þann og húsið fyrir neðan langt upp í veggi með aur og grjóti. Síðan eru hlaup með litlu og engu millibili alla leið út fyrir Stekk. Meira en helmingur af Leitinu milli sjóhvisanna á Svína- skála og Stekks er ein holgrýtis- urð og aur. Á Stekk komu 2 hlaup á túnið, sitt hvorum megin við íbúðar- liúsið og ná nokkuð niður fyrir það. Annars var það hepni, að hætti að rigna á þriðjud. Jeg held að Stekkur hefði annars lent í eyði, því þá vora háu hnausara- ir upp af bænum byrjaðir að taka í sig þversprangur ,alveg upp við brúnir, svo það munaði minstu að þeir rynnu niður. Að öllu sam- anlögðu býst jeg við að þeir missi af túninu sem svarar því sem var fyrir ofan íbúðarhúsið, eða sem næst kýrfóðri. Rafveitan fór líka illa hjá þeim. Skriða laskaði trje- rörin, sem lágu að stöðinni, svo þeir hafa ekki rafmagn nema rúmlega til ljósa. Af þrem túnum, sem voru á Hlíðarenda, fór eitt alveg og annað til hálfs. Á Sigmundarhiis- um tók af 60 hesta engi skamt frá bænum. Yfirleitt eru jarðirnar á þessu svæði meira og minna eyðilagðar. bara í tveim stöðum, sem lækirn- ir gjörðu skaða, heldur voru þetta jarðarspildur, sem skriðu fram þó enginn lækur væri ná- lægt. Það er ljótt að horfa yfir vegsummerkin af Hólnum fyrir utan bæinn, því nú hafa mynd- ast stórar eyrar, önnur hjá Belj- andanum og hin fyrir utan bryggjuna og býst jeg við að grynni svo þar á milli, að beygj- an verði að mestu á þurru landi. Að sjóhúsum er vont að komast fyrir stórgrýti og aur. 10 menn eru búnir að vinna í heilan dag við að gera veginn þar færann, og era ekki meira en hálfnaðir ennþá. Það kemur til að kosta fleiri þúsund krónur að gera víð veginn frá Eskifirði og út að Helgustöðum. Því t. d. er ó- hjákvæmilegt að setja brýr á suma lækina. Útrýming veggjalúsa, Ný aðferð. Norsk blöð geta um nýja að- ferð, sem sýnd hefir verið í Nor- egi og ætti bæði að vera ódýrari og hættuminni en blásýran. Hún byggist á því, að veggjalýs drep- ast við 40—50° þita, enda hefir það tekist að drepa veggjalýs í dýnum o. fl. með þvá að hella yfir þær sjóðandi vatni. Aðferðin er blátt áfram sú, að hita húsið eða herbergið upp í 60—65° í 7—8 klst. Til þess er notaður sjerstak- ur færanlegur ofn, sem er hitað- ur með hráolíu. Er hann svipað- ur ryksugu að útliti. Vafalaust er aðferðin örugg, ef hitinn verður hvervetna 60—65°. En nær þessi mikla hitun inn í öll skúmaskot og rifur, sem dýr- in hafast við í, stundum á bak við þiljur? Vafasamt sýnist þetta, ekki síst í gisnum timburhúsum. Þar hefir og stormur mikil áhrif. En auðsjáanlega er höfundur að- ferðarinnar Ivar Rennerfelt, sænskur verkfræðingur, sannfærð- ur um ágæti hennar. Hefir hann fengið einkaleyfi til þess að nota hana víðsvegar um lönd. Ef til vill er hjer fundin betri og ein- faldari aðferð en áður þektist, óg væri það mikilsverð framför. G. H. - - - I !" Rvennasporl 4 miúöldum. Lífið var heldur tilbreytinga- lítið í hinum gömlu riddaraborg- um fyrir konurnar. Þær urðu því ; að reyna að stytta sjer stundir ;með útivist, og fóru þá venjulega ' í knattleika. En svo þótti það líka göfugt sport að veiða með hauk- tim, en hvergi nærri hættulaust. j Það er mælt að báðar konur I Maximilians keisara, María af Burgund og Blanca Sforza hafi biðið bana á veiðum. Sigriður Ðjörnsdóttir og Ásbjörn Ólafsson 70 og 75 ára. Sigríður Björnsdóttir og Ás- björn Ólafsson, hjónin í Þing- holtsstræti 22, eru mörgum Reyk- víkingum vel kunn. Þau hafa nú búið í því sama húsi samfleytt í 37 ár, við hóflæti og prýði og trausta trygð við marga góða vini. Frú Sigríður er 70 ára í dag, fædd 10. okt. 1865 á Korpúlfs- stöðum í Mosfellssveit. Hún er dóttir Björns Stephensen bónda ‘ þar, Ólafssonar stúdents, Björns- j sonar Stephensen á Esjubergi, bróður Magnúsar konferensráðs í, Viðey. En móðir frú Sigríðar var; Sigríður dóttir Jóns Ólafssonar Stephensen, og voru þau foreldr- ar hennar bræðrabörn. Frú Sig- ríður Björnsdóttir ólst upp á Ásbjörn Ólafsson og SigTÍður Björnsdóttir. Korpúlfsstöðum. við stórt heim- ilishald og mikinn gestagang, því,En Asb^rn er einhver mesti að þá var þjóðleiðin um túnið á ; reikmmeistari þessa lands. í skrif Korpúlfsstöðum, og var þar aldrei jstofnm »Vðlundar“ skortir ekM mannlaust. Hún giftíst Ásbirni nýtískn ^iknivjelar. En í áf- greiðslunni reiknar Ásbjöm alt í huganum, fetin, þumlungana og manni sínum 23 ára gömul, 17. maí 1888, og varð ein þeirra hús- mæðra, sem hélgaði heimilinu alla krafta sína þaðan af. Efn- uðust þau hjónin allvel, með ráð- deild og forsjá, og þó með rausn og heimilisprýði í hvívetna. Þau j eiga tvær dætur, Sigurbjörgu, brotin, og þó að 5—6 önmttm kafnir viðskiftamenn heimti hvef sitt í einu. En reikningsvjelin í af greiðslunni stendur aldrei á sjer og þarf ekkert eftirlit. Á afmæli þessara góðu og ham- blessunar, með þakklæti fyfir liðnu árin. X. X. Knallipyrna. konu Sigurjóns Pjeturssonar, og ingjusömu rausnarhjóna óska Málfríði, sem átti fyr Cisla Odds-1 Þeim margir vinir hamingju f)g son skipstjóra, sem fórst með „Leifi hepna“, en nú er gift í Ósló. Ásbjörn Ólafsson verður 75 ára 15. þ. m., fæddur 15. okt. 1860, á Akranesi. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon sjómaður þar og Málfríður Ásbjörnsdóttir frá Enska knatspyrnusambandið Kjalardal í Skilmannahreppi, og hefir boðið Þjóðverjum að keppa eru ættir hans alt hið nánasta um við þá í London 4. desemher n. k. þessar sveitir ,bændur og sjó- Ber þetta boð vott um það, í menn, en lengra fram margt hve miklu áliti þýskir knatt- þjóðkunnra manna. 'spyrnumenn nú eru. Verður fróð- Ásbjörn tók snemma að vinna legt að vita hvort þ«im tekst að fyrir sjer; rjeðst hann í vinnu- sigra Breta. Hingað til hafa bestu mensku nokkur ár þegar eftir knattspyrnumenn á meginlandi fermingu upp í Þverárhlíð, en 18 Evrópu tapað fyrir Bretum í ára fór hann til Helga Helgason- Englandi, t. d. Spánverjar, Aust- ar trjesmíðameistara og tón- urríkismenn, ítalir o. fl. skálds og lærði hjá honum trje-1 Þag eru 5 ár síðan að Þjóð- smíði. Fór hann aftur á Akranes,1 verjar og Bretar keptu síðast og fullnuma trjesmiður, 22 ára, og|varg þa jafntefli 3:3. stundaði síðan smíðar þar og um nálægar sveitir; vann t. d. að smíði margra kirkna um þau lijeruð. En 1898 fluttust þau hjónin til Rvíkur, í húsið í Þing- holtsstræti, þar sem þau búa enn. Þegar „Völundur“ var stofn- aður, 1904, rjeðst Ásbjöra þang- að sem smiður, en varð brátt af- greiðslumaður á timbur, og þess- um starfa hefir hann haldið áfram nú yfir 30 ár, og lætur engan bil- bug á sjer finna, þó að árin fær- ist yfir hann. Trúmenska hans og dygð og hóflæti í hverjum hlut, samfara alvöru og skapféstu, hafa gert hann hverjum manni kæran, sem kyntust honum. Hann er einn þeirra manna, sem altaf er á sínum stað. Þó að „Völund- ur“ hafi boðið honum áhyggju- lausa hvíld frá störfum, þá er ekki við slíkt komandi. Hann ætl- ar ekki að láta sjer falla verk úr hendi, meðan hann má verki valda. Við timburverslun í smá- skömtum, er einhver versti reikn- ingur, einlæg brot og mislengdir. Nú er kepni ensku atvinnufje- lagaxma byrjuð fyrir skömmu og mun bráðlega verða skýrt frá þeirri kepni nánar hjer í blaðinu, eins og gert hefir verið undanfar- in ár. Öll fjelögin hafa haldið miklar undirbúningsæfingar fyrir kepn- ina og hafa þar verið reyndir fjölda margir efnilegir knatt- spyrnumenn. Londonarklúbburinn Chelsea var einn meðal þessara flolcka og á tveimur æfingum þeirra vakti ungur ljóshærður maður mesta athygli. Þótti hann bera mjög af öðrum að leikni og kunnáttu og var talinn „upp- rennandi stjarna“. Fáir vissu þó hver þessi maður var, lengi vel, því hann óskaði eftir að halda nafni sínu leyndu. Komst það þó upp og reyndist þessi ágæti leik- maður vera kunningi okkar frá kappleikunum við H. I. K., Egil Thielsen. Hann mun þó ekki ætla að gerast atvinnumaður, þó tilboð hafi hann fengið um það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.