Morgunblaðið - 10.10.1935, Page 7

Morgunblaðið - 10.10.1935, Page 7
 Fimtndaginn 10. okt. 1935. MOKGUNtíLAÐIÐ „Hvemiff ferOu að gera lökin þín svona hrein? Mín eru altaf orðbi svo óbragðleg eft- ir nokkra þvotta“ „Þú ættir að þvo þau úr Rinso. Það þvælir burt ÖLL óhreinindin og sparar þjer pen- inga, því ekki þarf að nudda þvottinn“. Hotendur Rinso nð þBSSum tindrandi hvfta blæ. Það er svo auðvelt að þvo úr Rinso. Hið freyðandi sápulöður gerir alt. Látið Rinso í heitt vatn og hrærið í uns löður myndast. Sjóðið þvottinn ef yður finst þörf á eða látið hann liggja í sápu- vatninu nokkra klukkutíma eða yfir nóttina. Rinso gerir það sem á vantar. Engin þörf á að nudda þvottinn eða núa, því að það slítur honum svo fljótt. Hin áhrifamiklu efni í Rinso ná óhreinind- unum sjálfkrafa. Þessvegna er svo mikill vinnu- sparnaður að Rinso. Auk þess sem Rinso gerir hvítan þvott mjallhvítan gerir það alla liti miklu hreinni. Látið Rinso gera þvottinn yðar verulega hreinan. Enska þlngið kemur saman þ. 29. okt. London 9. okt. FÚ. Breska ráðuneytið hjelt tveggja klukkustunda fund í d?g, en þar sem það lauk ekki starfi sínu, verður aukafund- ur haldinn næstkomandi þriðju dag. Engin ákvörðun var tekin um það^ að kalla saman þing fyr en 29. þ. m., en gert hafði verið ráð fyrir, er þingi var slitið þ. 5. ágúst, að það skyldi koma saman aftur þann dag. R. S. HUDSON LTD.. LIVERPOOL, EN'GLAND Tilkynning. Frá og með deginum í dag verður verð á kolum sem hjer segir: 1000 kg. ........ kr. 44.00 500 — ........... — 22.00 250 — ........... — 12.25 150 — ........... — 8.25 100 — ........... — 5.50 50 — ............ — 2.75 Verðið miðast við staðgreiðslu, heimflutt til kaup- enda í Reykjavík. Jafnframt skal endurnýjuð sú tilkynning vor, að vegna sívaxandi vanskila og erfiðleika við innheimtu, lán- um vjer hjer éftir ekki öðrum en þeim, sem staðið hafa i skilum að fullu. H/F KOL & SALT. KOLASALAN S/F KOLAVERSLUN GUÐNA & EINARS. KOLAVERSLUN SIGURÐAR ÓLAFSSONAR. KOLAVERSLUN ÓLAFS ÓLAFSSONAR. i " ' ' M ' % Hú§næði. Til leigu verður í vor í nýju húsi, 2 herbergi og eld- hús ásamt baði, gegn 2 þúsund krónum í fyrirfram greiðslu. — Þeir, sem sinna vildu þessu, leggi nöfn sín ásamt heimilisfangi í lokuðu umslagi til A. S. í., fyrir 20. þ. m. merkt „Húsnæði“. Bráðum keiimr H1 bæjarlns - spaðkjöl * af Langanesi, Búðardal, Hornströndum og víðar. Pantið í síma 1080. Dagbóh. - ..%si m Sambaud isl. samvtnnnfjelaga. I.O. O.F. 5 = 1171010872=* Veðrið (miðvikud. kl. 17): Við S-strönd íslands er alldjúp en nærri kyrstæð lægð, sem veldur A- og NA-átt hjer á landi, og er vindur víðast hægur. Á V-landi er veður þurt en nokkur úrkoma sumstaðar á N- og A-landi. Hiti er 3—6 st. Veðurútlit í Rvík í dag: NA- kaldi. Úrkomulaust. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ, frá Didi 18 kr. K. F. U. M. Fyrsti fundur í A.-D. á þessu starfsári verður i dag (fimtudag). Allir, sem störf. uðu við ’ Haustmarkaðinn eru sjerstaklega hvattir til að mæta Hefjum vetrarstarfið með góðri fundarsókn. Hjónaefni. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Helene Jónsson, danskennari og Börge Tveden, Montör. Betanía. Munið samkomuna kvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. 60 ára ér í dag ekkjan Anna Pjetursdóttir, Urðarstíg 7, Hafn- arfirði. Farþegar með Dettifossi vestur og norður í gærkvöldi: Arnfríður Karlsdóttir, Þorgerður Sveins- dóttir, Ólafur Sigurðsson, Mr. White, Herdís Finnbogadóttir, Arnþór Þorsteinsson og frú, Sig. Arinbjarnar, Hörður Ólafsson, Inga Austfjörð, Einar Kristjáns- son, Björn Jóhannsson, frú Þór- dís Möller, Valborg Pjetursdóttir og margir fleiri. Eimskip. Gullfoss fór frá Aal- borg í gær á leið til Leith. Goða- foss fór frá Hull í gær á leið til Hamborgar. Brúarfoss var vænt- anlegur til Stykkishólms í nótt kl. 3—4. Dettifoss fór vestur og norður í gærkvöldi kl. 10. Lag- arfoss var á Biti'ufirði í gær- morgun. Selfoss fór til útlanda í gærkvöldi kl. 8. Lestrarstofa fyrir sjómenn verð- ur opnuð í dag á Norðurstíg 5. Stofan verður opin eftirleiðis dag- lega frá kl. 9 f. h. til 10 e. h. María Hallgrímsdóttir læknir kom frá útlöndum með íslandi á sunnudaginn. Hefir hún verið er- lendis á fimta ár við framhalds- nám í læknisfræði. Ungbarnavernd Líknar, Templ- arasundi 3, verður opin fyrir börn, sem ekki hafa haft kíkhósta, á fimtudögum frá 3—4, en þau, sem eru með kíkhósta, eða hafa haft hann, á föstudögum á sama tíma. Heimatrúboð leikmanna, Hverf- isgötu 50. Samkoma í kvöld kl. 8. Allir velkomnir. Bjarni Björnsson, hinn alkunni gamanvísusöngvari, ætlar að •skemta bæjarbúum annað kvöld í Iðnó. S. P. R. Útborganir fara fram í kvöld kl. 6—7 á Skólavörðustíg 38 (uppi). Halldóra Sigurðardóttir, ekkja Jóhannesar Björnssonar fyrver- andi hreppstjóra Akranesi ljest í fyrrinótt eftir langa vanheilsu, 65 ára að aldri. Knattspymumynd sú, sem jýska knattspymusambandið gaf S. í. var sýnd á Stokkseyri s. 1. sunnudag ásamt nokkrum ís- lénskum íþróttamyndum frá íþróttamótum í sumar, sem í. S. í. hefir látið taka. Áhorfendur ljetu óspart í ljós hrifningu sína og virtust ánægðir með sýning- una. I gærkvöldi voru þessar kvikmyndir sýndar í K. R.-hús- inu fyrir fullu húsi. Forseti í. S. íf skýrði myndirnar, en Sig. Tómasson úrsmiður sýndi þær. Leiðrjetting. Að gefnu tilefni skal þess getið, að þeir Steindór Hjaltalín og Ingvar Guðjónsson tóku ekki á leigu bryggju í Hafnarfirði, til síldarsöltunar, — heldur greiða þar bryggjugjöld, svo sem venja er . Sjómannakveðja. Lagðir af stað áleiðis til Þýskalands. Vel- líðan. Kærar kveðjur. Skipverjar á Venusi. Tryggvi gamli fór á veiðar gærkvöldi. Línuv. Eldborg er nú verið að búa út til fiskflutninga. Einnig mun að einhverju leyti vera véitt í skipið í ís. Baldur kom í gærmorgun frá Þýskalandi. Skallagrímur var væntanlegur í morgun. Hjónaband. 1 gær voru gefin saman í hjónaband af lögmanni ungfrú Kristín Björnsdóttir og Geir Sigurðsson lögregluþjónn Heimili ungu hjónanna er Laugaveg 51. ísland í erlendum blöðum. Völkischer Beobachter 19. sept, birtist löng grein eftir Alexander Funkenberg: Sommerreise auf Is land. — Corh'wall, Ontario hefir birt ritstjórnargrein í dagblað (nafn ókunnugt) um landnám ls lendingar í Vésturheimi og orðstír þann, sem íslendingar hafa getið sjer vestra. Greinin nefnist „Iee landers good settlers“. (FB). Ctvarpið: Fimtudagur 10. október. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 13,00 Áttundi dráttur í happ drætti Háskólans. 15,00 Veðnrfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19,20 Þingfrjettir. 19,45 Frjettir. 20,15 Erindi: Sovjet-Kína (Einar Olgeirsson forstjóri). 20,40 Útvarpshljómsveitni (Þór Guðm.): Miniatur Suite, eftir Eric Coats, o. fl. 21,00 Lesin dagskrá 'næstu viku, 21.10 Skýrsla um vinninga í happ drætti Háskólans. 21t25 Tónleikar: a) Lög á ís lensku, pl.; b) Danslög. Tjekkneski þjóðsöngurinn „Kde domov muy“,. eins og hann heitir, á 100 ára afmæli á þessu ári. 1 tilefni af því hefir bæjarstjórnin í Prag ákveðið að láta reisa tón- skáldinu Frantizek Sjkroup, minnismerki í borginni, en hann samdi þjóðsönginn, á sínum tíma. Vi8 nákvæmar teikningar eru Stabilo bestir. Þeir fást í 16 mis- munandi hörðum gerðum. BoUUtaiúH Lækjargötu 2. Simi 3736. Sterkar taugar. Liðsforingi sem var staddur á hersýningu í Jap- an, sem haldin var til heiðurs keisaranum, hefir sagt svo frá, að Japanir hafi óvenju sterkar taugar. Þannig segir hann að börn, gamlar konur og aðrir háfi staðið rjett hjá fallbyssukjöftun- um og hlegið og gert að gamni sínu, þegar hleypt, var af þeim. Fargjald eftir vigt. Londonar- dagblaðið Daily Express, sendir á hverjum morgni blöð með flug- vjel til Parísarborgar. Nú geta farþegar fengið að fara með flug- vjelinni. Gjald fyrir farþegana er 28 aurar á pund. Fargjaldið gæti orðið nokkuð hátt fyrir suma Dani. 50 ára afmæli bílsins. í tilefni af að 50 ár eru liðin síðan fyrsti bíllinn var búinn til hafa yfir- völdin í Stuttgart ákv.eðið að heiðra minningu Daimlers,, sem fann upp bílinn. Verður það gért á þann hátt að hinu gamla yerk- stæði lians verður breytt, í bíla- safn. ;-,ii Til að hæna að ferðamenn. Mogens Lichtenberg' Seih hefir umsjón með ferðamannaskrifstofu Dana, ætlar að koma á fót bæjar- hátíðum í Kaupmannahof'ú til að hæna ferðamenn þangað. Á einni slíkri hátíð á heill her af fom- um víkingum í hringabrynjum og alvopnaðir að ganga uny göt- urnar. Luxusneglur. Miljónamær, Ma- jorie Leau að nafni, sýndi sig um daginn á veitingahúsi 1 New York, með neglur, sem lýstu eins og demantar. Hún hafðí' látið slípa 10 rúbína þannig að þeir voru mátulegir yfir négíurnar. Mýs í símamiðstöðinni. í jap- anska bænum Nashiro kpmst alt í uppnám nýlega vegna símasam- bandsins. Herskarar af músum höfðu nagað stoðirnar unda'n síma miðstöðinni, þannig að byggingin hrundi saman.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.