Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 8
MORGUN BLAÐIÐ 8 Þriðjudaginn 26. nóv. 1935». Vann/fánnur Satin í peysuföt frá 5.75 m. Einnig ekta silki-satin. Sljett silki í peysuföt. Prjónasilki í peysuföt. Spegilflöjel í peysu- föt. Silkiflöjel í peysuföt. Versl. Dyngja. Skotthúfur, flöjelis og prjón- aðar. Skúfsilki. Slifsi og slifsis- borðar. Silkisvuntuefni, alls- konar. Versl. Dyngja. Millipils við peysuföt. Undir- líf við peysuföt. Versl. Dyngja. Upphlutasilki. Upphlutafóð ur og alt til upphluta. Efni í úpphlutsskyrtur og svuntur í miklu úrvali. Versl. Dyngja. Hér skeður aldrei neitt Sagan er cftij- læknintj og rithöf. A. J. Crónin; hún gei'ist á sjukrahúsi og er endursögn atburða frá læknisárum hans. Saumavjelaolía, sýrulaus. — Heildsala. Smásala. Sigurþór Jónsson, Hafnarstræti 5. Silki- og ísgamssokkar frá 2.25 par. Bómullarsokkar á 2.95. Silkisokkar í úrvali frá 2.90 par., misl. og 1.75 par. svartir. Barnasokkar, sjerlega góðir frá 1.55 par. Hosur á böra. Versl. Dyngja. Telpu-peysur, sjerlega fall- egar og ódýrar. Versl. Dyngja. Satínsilki, ítölsk, mjög falleg, nýkomin. Kjólakrep og ullar- tau, fallegir litir og gerðir. Spegilflauel, margir fallegir lit- ir. Ullarflauel, silki, sokkar, margar gerðir, verð frá 2.90 og lakkbelti. Verslun Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Sími 1670. Silkiundirkjólar (stakir og sett). Silkináttföt og náttkjól- ar. Silkihyrnur og ullartreflar. Silkiherðasjöl, silkikaffidúkar, silkipuntudúkar og margt fleira fallegt og nytsamlegt til jóla- gjafa. Verslun Guðrúnar Þórð- ardóttur, Vesturgötu 28. Sími 1670. Peysufatasatin, prjónasilki í peysuföt, svuntuefni, svart og mislitt. Ilmvötn, silkivasaklútar, andlitskrem og púður í dósum I og lausri vigt á 25 aura. Versl- | un Guðrúnar Þórðardóttur, Vesturgötu 28. Sími 1670. Fornsalan, Hafnarstræti 18, kaupir og selur ýmiskonar hús- gögn og lítið « notaða karl- mannafatnaði. Sfmi 3927. Kaupi ísl. frímerki, hæsta verði. Gísli Sigurbjömsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4síðd). ------------------------------ ! Landeign í bænum eða í grend verður keypt í skiftum fyrir stórt hús við miðbæinn. Upplýsingar gefur A. S. 1. Fatapressun vesturbæjar. — Kemisk fatahreinsun og við- gerðiastofa. Föt kemisk hreins- uð og pressuð fyrir 7 kr. Föt pressuð 3 kr. Vesturgötu 3. Sími 4923. I Glæný svið fást allan daginn í RISNU, Hafnarstr. 17. i Nýkomið, Gabon og kross- Maturinn á Café Svanur, við viður. Verslunin Katla, Lauga- Barónsstíg, er, sem fyr, viður- veg 27. I kendur fyrir gæði. Verðið get- ur ekki verið lægra. 3ofUíð-funcU£ Silkiregnhlíf, grá, hefir tap- ast. Skilist á afgreiðslu Morg- unblaðsins. . Borðið í Ingólfsstræti 16, sími 1858. Telpupeysur alt frá ársgömlu, nýkomið mikið úrval. Verslunin Dyngja. Peysufatasatinið okkar er komið aftur. Litlar birgðir. .Verslunin Dyngja. Stór timburhús til sölu, til niðurrifs. Upplýsingar í Versl- unin Varmá. Sími 4503. Af sjerstökum ástæðum er iðnfyrirtæki til sölu eða leigu. Tflboð, merkt „Þagmælska“, leggist inn á A. S. I. fyrir 30. þ. m. Höfum fengið nýjan augna- brúnalit. — Hárgreiðslustofan Venus, Austurstræti 5. Sími 2637. Barnakjólar og kápur, gammasíubuxur, útiföt og treyj- ur, barnabolir, náttkjólar og náttföt, barnahálfsokkar, nýjar, gerðir. Verslun Guðrúnar Þórð- ardóttur, Vesturgötu 28. Sími 1670. Kaupum gamalt blý og tin. | Guðm. J. Breiðfjörð, Blikk- smiðja og tinhúðun, Laufásveg 4-_____________________________, Kaupi gamlan kopar. Vald. | Poulsen. Klapparstíg 29. 1/1 — 1/2 — 1/4 TUNNUR af úrvals spaðkjöti altaf fyrir- ligÉTjandi. Samband ísl. Sam- vinnufjelaga. Sími 1080. Sel gull. Kaupi gull. Sigur- þór Jónsson, Hafnarstræti 5. Húllsaumur, Lokasfíg 5. Permanentkrullur fyrir jólin bestar hjá okkur. Hárgreiðslu- stofa J. A. Hobbs, Aðalstræti 10. Úraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. , Otto B. Amar löggiltur út- varpsvirki, Hafnarstræti 11. — Sími 2799. Uppsetning og við- gerðir á útvarpstækjum og loft netum. Úr dagbókarblöðum Reykvíkings. Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu 10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll í kvensokkum, fljótt, vel og ódýrt. Sími 3699. Sigurjón Ólafsson alþm. komst einu sinni þannig að orði í þing- ræðu: „Þetta er himinhátt fyrir neðan alla sanngirni". í annað skifti sagði liann: Það liefir risið slíkt djúp milli flokkanna, að þeir geta ekki kom- ið sjer saman. Og enn sagði hann: „Lífsskoðanirnar stangast við hina öndverðu póla“. * Þegar Jóhann Sigurjónsson skáld hafði skrifað föður sín^m, Sigurjóni á Laxamýri og skýrt frá því, að hann treysti sjer ekki til að halda áfram við dýralæknar nám, svaraði Sigurjón gamli syni sínum á þá leið, að hann gæti vel skilið, að Jóhann vildi ekki eyða allri æfi sinni fyrir aftan kýri’assa. Siúíynninaae Ábyggilegur kvenmaður, .sem hefir dálítil efni og 'vill tryggja sjer atvinnu, getur orðið með- eigandi í verslunr sem er í full- um gangi, ef um semur. Þarf helst að hafa verslunarþekk- ingu og vera góð í reikningi.. Tilboð sendist A.S. í. auðkent „Verslun“. Þagmælsku heitið. Dömur. Látið setja upp púð- ana ykkar, þar sem það er ó- dýrast. Margrjet Jónsdóttir, Freyjugötu 39. Sími 4689. Tannlækningastofa Jóns Jóns- sonar læknis, Ingólfsstræti 9- Opin 2—5. Sími 2442. 2303 er símanúmerið í Búr- inu Laugaveg 26. IHot'flttnUaöií) Nýir kaupendur að Morgun— blaðinu fá blaðið ókeypis tiB ! uæstkomandi mánaðamóta I ______________________ Kaupið happdrættismiða- Myndlistafjelags Islands. Að« eins eina krónu. Styrkið gott málefni. j Munið Permanent í Venus(. Austurstræti 5. Ábyrgð tekin á. öllu hári. ) Bálfarafjelag íslands. j Innritun nýrra fjelaga í Bókaverslum 3n«ebjarnar Jónssonar. Árgjald kr. 3.00. lEfitilIag kr. 25.00. — Gerist fjelagar.. ■ Kensla í akstri og meðferð bifreiða. Ódýrast og fljótast hjá mjer. Einnig undir meira próf. Zophonías Baldvinsson,. sími 3805. FAJVGINN FRA TOBOLSK. 80. „Við erum komnir til Mogeliev, við landamæri Rúmeníu“, sagði Símon. „Hvað segirðu!?“ Richard vtar alt í einu glað- vaknaður. „Við erum komnir að landamærunum“, svaraði Símon. „En hvar eigum við að komast yfir?“ „Landamærunum---------- — en hvar er María Lou?“ stundi Richard og leit í kringum sig. „Hún átti að fara með lestinni — þú sragðir mjer, að þú hefðir ráðstafað henni, er það ekki rjett?" „Asninn þinn —“ hrópaði Richard æfareiður. „Það hefi jeg aldrei minst á einu orði. Hún átti að fara með mjer í flug’vjelinni!" TUTTUGASTI OG SJÖUNDI KAPÍTULI. „Hurð skall nærri hælum —“ Um stund mælti enginn þeirra orð frá vörum Loks sagði Richard: „Jeg sný við og fer til Kiev“. „Nix“, Símon hristi höfuðið. „Þú ert enginn mað- ur til þess. Það er betra, að jeg fari. Mjer þykir þetta afarleitt, Richard. En jeg þóttist viss um, að þú hefðir sagt mjer, að hún færi með lestinni“. „Jeg nefndi aldrei lestina á nafn. En þettxa er mjer að kenna. Jeg hefði átt að tala greinilegar. Hvað um það — jeg fer til Kiev“. „Jeg fer — og enginn annar“. Nú var það Rex, sem talaði. „Hvoragur ykkar er nógu frískur til þess. de Richleau lagði ekkert til málanna. Hann steig út úr vagninum, brosti svo glaðlega og sagði: „Heyrið þið, dr’engir! Við skulum ræða skynsam- lega um málið. Þið vitið vel, iað það væri óðs manns æði, fyrir hvern okkar sem væri, að snúa við, að svo stöddu. Við þurfum allir hvíldar við. Við skulum koma inn á þemna bóndabæ og fá okk- ur morgunverð, og bollaleggja, hvað gera skuli, til þess að hjálpa vesalings Maríu Lou“. Og án þess iað bíða eftir svari, lagði hann af stað upp að húsinu. „Þetta var skynsamlega sagt“, sagði Rex og ók vagninum upp að bænum. „Hlustið á, hvað er þetba!“ hrópaði Símon alt í einu. „Það er eins og flugvjel!“ „Það er líka flugvjel“. de Richleau leit upp. „Rex, flýttu þjer að koma vagninum undir þetta þak þaraa, hver veit nema þetta sjeu menn, sendir til þess að leita að okkur!“ Augnabliki síðar sáu þeir greinilega stóra, gráa flugvjel, er kom úr áttinni frá Mogiliev. Hún flaug beint yfir höfðum þeirna og stefndi að landamær- unum. Það glitraði á gljáandi málmvængina í morgunsólinni. Nú kom bóndinn, hár og ljóshærður maður, gangandi til móts við þá. de Richleau ávarpaði hann og sagði eitthvað við hann á rússnesku. — Hann sneri þá við og bauð þeim inn. Flugvjelin hvarf sjónum, í vesturátt. Þeir komu inn í hreint og þokkalegt eldhús. Þar var bóndakonan að húsverkum, bústin og rjóð í kinnum. Leit hún óttaslegnum augum á aðkomu- menn, er þeir gengu inn. En bóndinn hvíslaði ein- hverju að henni, og fór hún þá óðara að útbúa morgunverð fyrir hina óvæntu gesti. Bærinn stóð á hæð, en bak við hann lágu frjó- söm engi. Er þeim lauk, tók við þjettur skógar- gróður, um kílómeter í burtu. de Richleau, sem hafði gengið út með bóndan- um, til þess að átta sig á staðháttum, kom nú inm aftur. Hann benti í áttina að trjánum og sagði: „Sjáið þið þessi trje, drengir. Þau standa í rúm- enskum jarðvegi. Þið sjáið, að við erum ekki langt frá takmarkinu". Símon andvarpaði. Hann hugsaði til Valeríu Pet- rovna. Honum var mikill söknuður í að yfirgefa hana fyrir fult og alt — en hinumegin við landa- mærin beið hans frelsi — Lundúnaborg — París — Deauville — Monte Carlo — gleði og glaumur stórborganna — og starfið — annir, og gleðin,. sem því fylgdu — í stuttu máli sagt, alt það, sem hingað til hafði fullnægt æfintýraþrá hans og; starfslöngun. Rex var í fyrirtaks skapi.. „Það skal verða glatt á hjalla hjá okkur, þegar’ við erum sloppnir“, sagði hann í tilhlökkunarrómL Richard var sá eini sem sýndi lítil gleðimerki. Hugur hans var allur hjá Maríu Lou, hann gat. ekki annað en brotið heilan um hvar hún væri niðurkomin. Þeir ræddu um hvað gera skyldi undir borðum og þráttuðu um það sín á milli. de Richleau fanst ástæðulaust að óttast unx hana, hún hefði sennilega farið aftur til veitinga- hússins, þegar Richard kom ekki á tilsettum tíma.- „En getið þið ekki sett ykkur í hennar spor“, hrópaði Richard í geðshræringu. „Hún hefir ekki hugmynd um, hvað orðið er af okkur- Hún held- ur kannske, að flóttinn hafi misheppnast, og >að við höfum allir verið teknir til fanga!“ „Eða hún heldur, að við sjeum þorparar, höfum þegið hjálp hennar, þegar okkur lá á, og yfirgefið- hana svo í neyðinni!“, bætti Rex við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.