Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 5
T>riðjudaginn 26. nóv. 1935. MORGUNBLAÐIÐ *9|)lttlltllllllllllllllllllIIIllllIIIIItlllIIIIIIIII1111111111111111111111111111111111111111IIlllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIlllllllllllllllllllllllIIIII Úr daglega lífinu: Samtal við sfra Árna Sigurðsson, fríkirkjuprest. Síra Árni Sigurðsson. — Hvað ei- kirkjan og hvað er ;guð, frá sjónarmiði ungu prest- anna? spyrjum vjer síra Árna 'Sigurðsson. „Je'g get aðeins svarað fyrir mig. Hvað guð er í trú kristinna manna, tékur fyrsta grein trúar- játningarinnar skýrt fram, og hana kunna víst allir. Jeg get ■ekki 'lýWt guðshugmynd minni öðruvísi eða betur en þar er gert i fáum orðum. Að öðru leyti lýs- um vjer prestar á hverjum sunnu- degi guðshugmynd vorri í kirkj- unum. Þeir, se‘m vilja vita nánar iim guð frá sjónarmiði kristinn- -ar kenningar, eru hjartanlega vel- komnir í kirkju á hverjum sunnu- degi. — Hváð er kirkja? Hún er fyrst ■og fremst samfjelag þeirra, sem trúa á guð fyrir orð Krists. Hin sanna kirkja er samfjelag trvi- aðra. Sem ytri stofnun telur kirkj- an: innan sinna vje'bánda alla, sem skírðir eru að kristnum sið. En 'kirkjan er í eðli sínu víðfaðma eins og elska guðs. Hún býður til -sín öllum, eins og Kristur gerði. Bænin hefir verið hjálp mín á úrslitastundum. — Trúið þjer á mátt bænar- ánnar ? — Þessi spurning lætur mjer • dálítið einkennilega í - eyrum. 'Fyrst og fremst vegna þess, að ■ef jeg hefði ekki reynt mátt bæn- .arinnar sjálfur, væri jeg ekki neitt. Bænin hefir verið hjálp mín á úrslitastundum ævinnar •og meginstyrkur í öllum örðug- leikum starfs míns. Og* jeg hefi sjeð mátt bænarinnar í lífi fjölda annara manna. Það, sem jeg hefi bæði reynt og sjeð, et mjer ekki aðeins trú, heldur vissa. Æskan. og trúmálin. — Hver er afstaða æskunnar í landinu til kirkjunnar? — Allir, sem þekkja sögu kristinnar kirkju, vita, að æskan hefir löngum látið hinum eldri það eftir, að vinna að andlegum •málum. Heiinar hugur og hjarta -snýr einkum að þessari veröld, fegurð liennar og fjölbreytni. Á- hugi liennar beinist að hinu ytra lífi fram eftir aldri. Jafnvel trú- arliæfileiki hennar beinist fyrst framan af að því, að trúa og vona á betra og bjartara líf á þessari jörð, en nú er. Hlýtur kristin kirkja að eiga fulla samleið með æskunni í því efni, því að eitt af hlutverkum kristinnar kirkju hlýtur að vera það, að skapajbörnum guðs mann sæmilegt líf á jörðinni. — Æsk- unni hjer á landi er stundum bor- ið það á brýn, að hún sj eandstæð kristinni kirkju. En jeg veit, að svo er ekki alment. Hinsvegar er vir vissum áttum reynt að gera æskuna fráhve’rfa kirkjunni, eða telja henni trú um, að hún sje það og hljóti að vera það. En þessi viðleitni bel* engan varan- legan ávöxt. Þegar aldur og lífs- reynsla vex, verður þrá manns- andans eftir guði og ódauðlegu lífi að fá fullnægju. Og þá sjer æskan og skilur, að enginn er slíkur leiðtogi sem Kristur. Hann fullnægir hinni eilífu þrá. Og æskan fylkir sjer smátt og smátt undir merki hans. —- Fylgja trúleysisstefnnrnar í landinu nokkuð sjerstökum póli- tískum flokkum innan þjóðfje- lagsins! — Innan allra stjórnmálaflokka eru bæði' trúaðir og vantrúaðir, enda snýr kirkjan sjer jafnt til allra, býður öllum leiðsögn sína, og væntir samstarfs allra. Hins- vegar er það alkunna, að opin- berar árásir, se'm gerðar hafa ver- ið og eru á kirkju, guðsþjónustu- hald, prestastjett, á einstaka presta persónplega, og á trúar- brögðin yfirleitt, hafa einkum komið frá nokkrum þeirra rit- höfunda, sem kalla sig ,,róttæka“. En jafn kunnugt er mjer hitt, að fjöldi manna, sem telja sig rót- tæka í stjómmálaskoðunum, kunna þessum rithöfundum e'ngar þakkir fyrir kirkju- og kristin- dómsfjandskap þeirra, og fara um hann hörðum orðum við tæki- færi. Rithöfundar þe'ssir tala því ekki í nafni neins þess stjórnmála- flokks, sem tekið er mark á í landsmálum. Menn af öllum flokkum sækja kirkju. — Koma í kirkju menn af öll- um flokkum, einnig líommúnistar ? — Já, eftir því seta jeg best veit, koma allra flokka menn í kirkju. Og mjer er ánægja að taka það fram, að kirkjulegur áhugi manna í mínum söfnuði, fer ekki eftir neinum flokkamörk- um. — Skyldi unga fólkið, sem darrsar á Hótel Borg á kvöldin, sæltja kirkjurnar mikið? — Jeg þekki að vísu ekki neitt sjerstakle'ga þennan hluta unga Þar eð verkfallið er búið, er nú tebið á móti pðntunum á hús- gögnum, til afgreiðslu eftir nýár. Arni §kúlason, Mjóstræti 6. — Sími 3588. fólksins. En sennilegt þykir mjer, að það sæki ekki kirkjur fyr en það fer að fá leiða á Hótel Borg* og öðrum þess háttar stöðum. Kirkjugöngur og setur á gilda- skálum samrýmast illa. Ungu mönnunum finst presta stjettin vera vanmetin — og vilja ekki vera prestær. — Hvers vegna vilja svo fáir ungir menn verða prestar? — Jeg skil það ekki vel, svo veglegt sem prestsstarfið er, margbreytilegt og þroskandi, og auðugt af tækifærum til að ve*rða öðrum að gagni. Sennilega finst ungu mönnunum svo illa biiið að þessari starfsmannastjett þjóðfje- lagsins, og hún í alla staði van- metin. Annars treysti jeg mjer eklti að svara þessari spurningu frekar að svo komnu, — Mundu trúvakningastefnur meðal stúdenta og mentamanna geta breytt þessu? — Já, mjög líklega, ef dæma mætti eftir áhrifum Oxford- hreyfingarinnar á Englandi og Norðurlöndum. Of fáir prestar í Reykja- vík. — Hvernig er að veT’a prestur hjer í Reykjavík? — Það hefir marga ágæta kosti. En starfið er löngu orðið ofurefli þeirra þriggja manna, sem ætlað er að vinna það. Hjer þarf nýja hreyfingu, fleiri kirkjur og presta,- meira leikmannastarf. — Hvernig eT* samvinnan við hina prestana í bænum? — Hún er ágæt, enda er ekki unt að hugsa sjer betri samverke- menn. Svipleg slys. — Hvað er örðugast í prests- starfinu hjer? — Það eru slysin sviplegu og hörmulegu, sem pre'stunum er ætlað að tilkynna, og önnur sorg- arreynsla mannanna, sem prestum er ætlað að hafa afskifti af. — Hvaða prestsverk er v5ur hugþekkast að inna af hendi? Líklega giftingar? — Öll prestsverk eru hugþekk, en þó einkum skírn, ungbarna og gifting hamingjusamra brvið- hjóna. En hvergi hefi jeg átt varanlegri ánægjustundir, en í undirbúningstímum með ferm- ingarbörnum mínum. Jeg segi börnum að biblían kenni ekki náttúrufræði. — Talið þjer nokkurn tíma um sköpunarsöguna við fermingar- börnin? — Auðvitað. Um leið og jeg segi þeim að biblían sje ekki uiðarskellir eru plága í öllum byggingum. Látið því setja D Ö F í hv.erjar dyr. - Hringið í síma 3232. kenslubók í náttúrufræði, og minnist á he'lstu tilgátur vísind- anna um uppruna heimsins og líf- tegundanna á jörðinni, legg jeg áherslu á þann sannleika, sem hin gamla sköpunarsaga flytur, og eltki breytist, að alt á upp- runa sinn í almættisorði skapar- ans. — Hvað mundi vera kristin- dómi í landinu mest hjálp? — Af mörgu, sem telja mætti, vil jeg nefna eitt: Einlæga og hugheila samvinnu milli kirkj- unnar og kennarastjettarinnar. — Hvað vilduð þjer láta ein- kenna starf yðar og presta yfir- leitt? — Það sem Páll postuli segir: Ekki svo sem vjer drotnum yf- ir trú yðar, heldur erum vje*r samverkamenn að gleði yðar“. S. B. Einn ;af morðingjum rússnesku keisaraf jölskyldunn- ar deyr voveiflega. er lang f jölbrey 11- asta og áreiðan- legasta frjetta- blaðið. Nýir kaupendur fá blaðið ókeypis til næstkomandi mánaðamóta. ___________________________________________________________________Hringið í síma 1600 Hjólreiðamenn! kanpið nnjókeðjnr á relffhfól ykkar fi QBTÍSt KðUPGPdUri veiðarfæraversluniniil (1EYSIR. Um miðjan október var yfir- maður tjekunnar (G. P. U.) í Moskva að aka í opnum bíl utan við borgina. Hann hjet Vladimir Jakovlev og var einn af mönnum þeim, sem myrtu rússnesku keisarafjölskylduna. Bíllinn ók með fullri ferð á trje við veginn og kviknaði I samstundis í honum. Jakovlev hafði rotast við áreksturinn og brann hann til ösku í bílnum. Bílstjórinn slapp lítt meidd- ur. Hann var tekinn fastur ^og ákærður fyrir það, að hafa ■ ekið viljandi á trjeð. Jakovlev var einn af þeim, sem myrtu rússnesku keisara- fjölskylduna. 2ja turna silturplett. !Matskeiðar, 6 gerðir frá 1,85 Matgafflar 6 gerðir frá * 1,85 Desertslceiðar, 6 ge'rðir frá 1,75 Desertgafflar, 6 gerðir frá 1,50 Teskeiðar, 3 gerðir frá 0,50 Mathnífar, 3 gerðir frá 6,50 Sultuskeiðar, 5 teg. 1,75 | Áleggsgafflar, 6 gerðir frá 2,00' Kökugafflar, 6 gerðir frá 2,00 Kökuspaðar, 4 gerðir frá 2,50 Ávaxtaskeiðar, 6 ge'vSir frá 4,50 | Sósuskeiðar, 4 gerðir frá 4,65 * Rjómaskeiðar, 5 gerðir frá 2,65 Konfektskeiðar, 3 gerðir frá 3,00 I Tertuspaðar, 3 gerðir .frá 4,50 Súpuskeiðar, 4 gerðir frá 17,40 Fiskspaðar, 3 gerðir frá 12,00 Sardínugafflar, 3 gerðir frá 3,00 Ávaxtahnífar, 2 gerðir frá 3,50 Serviettuhringar, 2 gerðir frá 2,50 Vasar — Skálar — Kökndiskar. Kertastjakar — Skrýn — Raf- lampar — Kaffistell og fleira. K. Einarsson & Bjðrnsson. HIHmiUHtmiHflWHWIMWMIMIMIHHI ••MifiiiiHMtiMitiitiiiimiMimitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.