Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1935, Blaðsíða 2
t MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 26. nóv. 1935, JEotpnl>yi{> Útgef.: H.f. Ár/akur, Reykjavtk. Rltatjörar: Jön KJartanaaon, Valtýr Stefánason. Rltatjörn og- afgrelSala: Austurstræti 8. — Stml 1800. Auglýslngastjörl: E. Hafberg. Auglýsingaskrltstofa: Au turatrœti 17. ■— Stmi 8700. Helmaslœar: Jön Kjartansson, nr. 8742. Valtjr Stefánsson, nr. 4220. Árni Óla, nr. 3046. B. Hafberg, nr. 8770. Áskriftagjald: kr. 8.00 á aaánuöi. 1 lausasölu: 10 aura elntaklB. 20 aura meB Leabök. Rosti sósfalista. Haraldur Guðmundsson, nú- verandi atvinnumálaráðherra, hafði orð fyrir jafnaðarmönn- um á stjórnmálafundum, sem haldnir 'voru austur í Skafta- fellssýslu haustið 1928. Á fund- um þessum flutti Haraldur bændum þann boðskap, að ríkið ætti að eignast allar jarðir. Daufar undirtektir fjekk boð- skapur þessi og keptust fulltrú- ar Framsóknarflokksins um að halda uppi málstað sjálfábúð- arinnar gegn þjóðnýtingarkenn- ingum Haralds. Eftir því sem árin liðu fór þó að bera meira ög meira á því, að forystumenn Framsóknar sveigðust að stefnu sósíalista; einnig í jarðeignamálinu. Og um kosningar í fyrra prjedik- uðu ýmsir frambjóðendur þeirra það, sem hinn eina sanna gleðiboðskap, að bændur Ijeti jarðir sínar af hendi til ríkisins. Þegar sva til stjórnarmynd- unar kom gerðu stjórnarflokk- ■arnir samning um þetta mál á grundvelli þjóðnýtingarstefnu sósíalista. En nú hefir það komið í ljós, að þótt tíminn til að fram- kvæma þetta stefnuskráratriði sósíalista, væri að því leyti vel valinn, að margir bændur hafa í bili tilhneigingu til að telja sjer jarðirnar verðlitlar, vegna afkomuvandræða hinna síðustu ára, þá er þó þorrinn af bænd- um — einnig innan Framsókn- ar — mjög hikandi í þessu máli og fjöldinn allur gersam- lega andvígur því. Af þessum ástæðum þorðu ýmsir Framsóknarmenn ekki að beitast gegn sjálfsábúðinni á þingi og því komst málið í gegn. En útaf þessu fyllist Alþýðu- blaðið hinni mestu heipt. — í blaðinu í fyrradag segir svo: „En Framsóknarmönnum er best að gera sjer það Ijóst, ef þeir hyggjast að leita sam- vinnu við íhaldið, til þess að svíkja málefnasamning stjórn- arflokkanna, að þá mun Al- þýðuflokkurinn fara sínu fram og síst mun það hans tap, þótt samvinnan rofni“. Af hverju stafar allur þessi rosti ? Jú, af því að Framsóknarfl. sem upphaflega var stofnaður sem bændaflokkur, og þykist enn vera bændaflokkur, hefir af ótta við kjósendur í sveit- um landsins vikið frá stefnu sósíalista í einu atriði, því sem veit að eignarrjetti bænda yfir jörðunum. Refsiaðgeröabann á olíu boðar Evrópustríð! Sendiherra itala iParisferáfund Lavalsij Hefir Laval lofað að herða ekki á refsi- , ........ M|«& aðgerðum? ■ ■ ■ ■ ' KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Franska blaðið Echo de Paris þykist hafa sannfrjett að Mussolini líti svo á, að refsiað- gerðabann á olíuflutn- ing til Italíu sje hernað- arráðtsöfun og boði því Evrópustríð. Sendiherra ítala í París fór í gær á fund Lavals og varaði við því, að lagt verði bann á olíuflutning til Ítalíu. Skeyti til „Daily Telegraph í London hermir, ennfremur að Laval hafi lofað Musso- lini að ekki skuli verða hert frekar én nú er á refsiað- gerðunum. Verður fundum refsiaðgerðanefnd- arinnar fresfað?| Mörg áhrifamestu blöðin í London bjuggust við því í gær að bann myndi verða lagt á olíuútflutning til Italíu frá 16. des. að telja. Var búist við að refsiaðgerða nefndin, sem boðuð hafði ver- ið á fund 29. nóv. n.k., myndi taka ákvörðun samhljóða þessu í dag hefir gosið upp sá kvittur að fundi refsiað- gerðanefndarinnar muni verða frestað. Er talið að Laval hafi farið fram á að fundurinn verði ekki haldinn fyr en síðar. Laval mun hafa borið fyrir sig hina alvarlegu tíma, sem framundan eru í innanríkismál- um Frakka. Bílaeigendur í Ítalíu verða að spara bensín. Skeyti frá Róm herma að bensínverð fari mjög hækk- andi. Mussolini hefir kvatt bíla- eigendur til þess að fara spar- lega með bensín. Hann hefir beðið þá að hætta öllum skemtiakstri. Einnig er búist við að bif- reiðaakstur á sunnudögum verði bannaður. Pálí. »- Er mennirnir eru í hernaði til þess að verja land sitt gegn landvinningabrölti Musso- Iini, sitja konurnar í Abyssiníu heima í hreysum sínum og vinna störf sín fjarri kúlna- þyt og flugvjelagný. Abyssiníumenn hafa tekíð Gorahai aftur! Italir á undanhaldi bæði á norður- og suðurvígstöðvunum. Grikkir endurheimta konung sinn. London 25. nóv. FÚ. Abyssiníumenn hafa náð Gorahai aftur á sitt vald! Hafa Abyssiníumenn hafið snarpa sók;n á suð- urvígstöðvunum og unn- ið aftur 80 mílna svæði, sem ftalir höfðu tekið. Abyssiníumenn hafa einnig byrjað gagnsókn á norðurvígstöðvunum. Frá Addis Abeba er símað að ítalskar her- deildir hafi verið hrakt- ar á flótta fyrir norðan Makale. Georg er koininn til Aþenu. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Grikkir hafa nú heimt heim konung sinn. Var Georgi konungi tekið með fallbyssuskot- um og klukkna hring- ingum, er hann steig á land í Aþenu í morgun. Tvö hundruð þúsund manns höfðu flykst til höfuðborgar- innar til þess að hylla konung. Mörg hundruð þúsund manns voru á götunum ög fagnaðar- látunum ætlaði aldrei að linna. Páll. Sfríðið er nú fyrsf að byrfa! Berlín 25. nóv. FÚ. De Bono sagði nýlega í ræðu að stríðið væri í raun og veru nú fyrst að hefjast. Ræðu þessa hjelt hann fyrir flugmannaliði ítala á flugvelli 1 Asmara. Amerískur sundmaður hefir sett heimsmet í 400 metra sundi. Synti hann vegalengdipa á 17,8 mínútum. (FÚ.). Georg Grikkjakonungur. Japanir faka fyrsta munnbit' ann í Xorð- nr-Kína. Hopejhferaðið lýst sjálfstætt. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Jun Ju Keng hershöfð- ingi tilkynti í dag að austurhluti Hopej hjer- aðsins í Norður-Kína væri sjálfstætt og óháð ríki! Fregn þessi er sam- kvæmt skeyti frá Tokio. Þess mun ekki langt að bíða, að því er kunnir stjórnmála- menn telja, að Japanir leggi undir sig öll hjeruðin í Norður- Kína. Framhald á 3. síðu, 5. dálki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.