Morgunblaðið - 22.02.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1936, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ ilaL HEILBRIGfllSDEILD fyrir heilsulítil börn. áíl m Börnin verða að fara saaáli'i.; snemma að sofa! Skólahásið við Laugarnesveg, Útbyggingin er leikfimisskáli, en hann á að stækka, á næstu árum og byggja þar ofan á og til hliðár, jafn stórt skólahús og nú er. immt I hinum nýja barnaskóla Reykjavíkur við Laugarnesveg, er sjerstök deild fyrir heilsulítil börn. Mun Jón Þorláksson borgarstjóri fyrstur manna hjer á landi hafa komið fram með hugmyndina um það, að í barriskólum væri sjerstök heilbrigðisdeild og kensludeild fyri-r þau börn, sem heilsu sinnar vegna mega ekki sitja tilskipaðan tíma á skólabekkjum. Bæjarstjórn Reykjavíkur tók hugmyndinni vel, og þeg- ar nýi barnaskólinn var reist ur við Laugarnesveg, var þar sett á fót hin fyrsta heil- brigðisdeild fyrir veikluð börn á skólaskyldualdri. Er þetta fyrsta tilraun sem gerð er hjer á landi í þessa átt, og hef- ir hún gefist svo vel, að húast má við því að þjóðfjelagið sjái hag nýrrar kynslóðar í því, að þessi tilraun verði að reglu um land alt. MQrgunblaðinu var boðið í gær- morgun að skoðia barnaskólann, í tilefni af því, að nú er fyrsti 111 hópurinn í heilbrigðisdeildinni að fara þaðan. Það eru 12 stúlkur á aldrinum 9—-13 ára. Hafa þær ver- ið þdri í þrjá mánuði, eh nú eiga að krana þangað jafn margir drengir á líkum aldri og vera þar næstu þrjá mánuði. Óskar Þórðarson, læknir barna- 'skólans og heilbrigðisdeildarinnar, Jón íSigurðsson skólastjóri, frú Vigdís Blöndal kennari og ung- frú Magdalena Guðjónsdóttir hjúkrunarkona, sem öll haldast í hendur um stofnun þessa, gáfu frjettaritara blaðsins upplýsingar um starfsemina og þann árangur, sem hún he'fir borið. Jón Sigurðsson skólastjóri lagði fram skýrslu um heimavist barna í skðlahum. Er í lienni fólginn mikill' fróðleikur um heilsufar og þroská barnanna. Gat hann þess, að fyrsta mánuðinn, sem vanheilu bömin hefði verið þarna, hefði þau setið á skólabe'kkjum eina klukku stund á dag, næsta mánuð 2—3 stundir og þriðja mánuðinn 3—4 stundir. Eru þau látin ganga til kenslu með öðrum bömum, sjer samtíða að þroska og aldri. í skýrslunni, sem skólastjóri leggur fram, er getið um heilsu- far bárnanna þegar þau komu og eins og það nú er. Og skólastjór- inn, læknirinn, hjúkrunarkonan og ke'nnarinn eru ánægð með á- rtangurinn. — Jeg skal segja yður það, mæltí skólastjóri, að hingað kom telpa, isem vár svo lömuð, að hún gat ekki gengið, nemia því að eins að styðja sig við veggi. Nú er hún orðin svo frísk, að dags daglega ekur hún í vagni stalisystur sinni, sem et máttlaus í fótunum. Nú þegar þessar stúlkur fara, er jeg viss um að þær sakna þess að hverfa hjeðan, en við ætlum að hafa eftirlit með því áfram hvernig heilsufiari þeirra og ann- ara bama líður. Ef þeim fer aftur, þegar þau koma heim til sín, er það sýnt að meira verður að gera fyrir þau. Og þetta á þó ekki aðe'ins við um þessi fáu börn sem hjer eru, heldur um börn víðs vegar um land. Óskar Þórðarson læknir segir iað hann sje ánægður með þá reynslu, sem hjer e'r fengin. Börn- hafa tekið merkilega miklum þroska og framförum segir hann. En þó er eitt undarlegt. Vjer lofuðum þeim um jólin að vaka lengur en venjulega, og vökurnar þá og óregla á svefni virðist mjer vera þess valdandi, að það kom afturkippur í þau, en í næsta mán uði náðu þau sjer aftur og hefir farið vel fram síðan. Af þessu virðist mega draga þá ályktun, að reglusemi um svefn bama hafi mikla þýðingu fyrir heilsufar þeirra. Þeim mun fyr, sem börnin fara að sofa, og þeim mun fyr sem þau fara á fætur, eru þau hraust- ari og líður betur. —- Hvað haldið þjer um það hvort ekki sje mikils virði, að ve'ikluðu börnin fái í sig kjark með því að dvelja hjer og \im- gangast frísk böm? — Jú, vissulega. Og það er einmitt hlutverk svona stofnana, að andrúmsloftið sje svo, að það færi veikluðum börnum kraft og metnað — sje þeim Styrkur til sálar og líkamsheilsu, því að það fer hvorttveggja saman. Barn, sem máske króknar niður á heim- ili sínu, vegna þess að það fær engan sálarstyrk og uppörfun til þess að verjast sjúkdómi, getur náð því, ef rjettilega er að farið, að verða frískt og ná fullum þroska. Þetta er það, sem við vilj- um gera íyrir börnin hjerna. — Hvernig reynist það að gefa börnunum lýsi? — Það hefir að mínum dómi reynst ágætle'ga, og jeg hygg að margur krankleiki barna, sem áð- úr var almennur, en er nú alveg "ða að mestú horfinn, sje að þakka lýsinu, sem börnin fá. Útfarirnar. FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. því’það elur líka upp þann góða sið, að eftirlifandi ættingjar leggi sem mesta rækt við minningui hins látna, en losi sig sem fyrst við rotnandi leifar hans. Líkdýrkun- in setn víða á sjer stað, er alt ann- að en geðsleg. — Þá hefir og oft- lega verið bent á, að hinir um- svifamiklu og rándýru útfararsið- ir verði að breytast. Líkfylgdir sjást ekki á borgastrætum erleúd- is nema alveg sjerstaklega standi á, enda mundi slíkt trufla götu- lífið og hefta umferðarreglurnar. Nú er Reykjavík orðin að borg og útfarir fara fram svo þjett að þær eru famar að setja óviðkunn- anlegan svip á bæjarlífið. Kapellan verður að koma. Eina heilbrigða lausnin á þessu er sú að reisa útfarakapellu suð- ur á Öskjuhlíð með rúmgóðri lík- geymslu á neðri hæð og útbúna nýtísku eyðingartækjum. — Vill nú ekki Bálfarafjelágið taka sig til og styðja að því að þetta kom- ist í framkvæmd og það sem fyrst ? Reynslan annarsstaðar hefir sýnt, að sjálfstæðar og einangraðar lík- brenslustofnanir vinna seint á. Það er margfalt auðve'ldara að endurbæta gamla siði heldur en stofna nýja. Og hin nýja líkeyðing araðferð hefir eflaust hin bestu skilyrði til að ryðja sjer til rúms ef hún ke'mur fram sem endurbót á hinum gömlu útfararsiðum, en ekki sem sjálfstæð nýbreytni. — Menn' munu bráðlega læra að skilja að „eyðingin“ kemur alls ekki í bága við kenninguna — „að jörðu skaltu aftur ve*rða“, — því að það a,f líkamanum sem gufar upp, fellur aftur niður í jörðina með regninu, og duftinu er bland- að saman við gróðrarmoldina. H. Orð úr viðskiítamáli er ómissandi hverjum þeim, er kunna vill íslenskt versl- unarmál. Nokkur eintök fást á af- greislu Morffunblaðsins. Karlöflux*, í heilum sekkjum og lausri vigt. Iöli3nnes Jóhannsson, Grundarstíg 2. Sími 4131. ísfirðingum býðst lán til rafveitu- framkvæmda. Ríkisskuldabrfef boðin út fyrir vinnunni. ÍSAFIRÐI FÖSTUDAG. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. ísfirðingar hafa , fengið tilboð um lán frá erlendum firmum vegna væntanlegra rafveitufram- kvæmda bæjarins. Lán þetta sem gengur til kaupa á vjelum og öðru efni, svo og fag- vinnu, hefir verið boðið til 20 ára með 5% ársvöxtum. Rafveitunefnd hefir hafið söfn- un loforða um kaup á ríkisskulda brjefum fyrir innlenda vinnu. Undirtektir eru alment ágætar. Fjölmennur borgarafundur í fyrrakvöld samþykti áskorun til ríkisstjómarinnar að nota heimild til ríkisábyrgðar. Amgr. Krafa bænda i Borgarffrði i afnrða§ðlu- málunum. Pjetur Ottesen alþm. hjelt þing- málafundi á fimm stöðum í sýsl- unni áður en hann fór til þings. Voru fundimir haldnir á þessnm stöðum: Leiru, Saurbæ, Grund, Sturln-Reykjum og Stóra-Ási. Voru fnndirnir vel sóttir. Á fundum þessum vom gjörðar ályktanir um ýms mál. Á öllum fundunum vora samþ. með sam- hljóða atkv., tillögnr út af fram- kvæmd afurðasölulaganna. — Var þe'ss meðal annars krafist: a. að fulltrúar framleiðenda fengju nú þegar í sínar bend- ur framkvæmd mjólknrsölu- laganna. b. að þess sje gætt að ekki verði flutt svo mildð kjöt á Reykja- víkurmarkaðinn af öðrum verð lagssvæðum að það skaði sölu á því kjöti, se*m framleitt er á fyrsta verðlagssvæði. c. að kjötlögunum verði breytt þannig að bannað sje með öllu að flvtja nýtt kjöt inn á fyrsta verðlagssvæði frá öðrum verð- lagssvæðum, meðan á sumar- og haustslátrun stendnr. d. að kjötverð til frámleiðe'nda vérði ekki lækkúömeð því að leyfa ekki framleiðendafjelög- unum að leggja á fyrir frysti og geymslukostnaði kjötsins. Laugardaginn 22. febr. 1936. ■ • J Eden gefur skýrsiu ;um leyniskjalið. Hvernlg náði ífalska blaðið í skjalið? London 21. febr. FÚ. NTHONY Eden lýsti yfir því í dag,, að hann mundi gefa skýrslu um trúnaðar- skjal það, sem ítalska blaðið Giornale d’ltalia hefir komist yfir, í pingi á mánudaginn kemur. Hann sagði, að það mundi verða tekið til athugunar, hvort birta skyldi skjalið, en efni þess væri þannig vaxið, að það kæmi bresku stjórninni á engan hátt illa. Aðalatriðið í þessu máli væri að komast að raun um, hvern- ig skjalið hefði komist í hend- ur hin ítalska blaðs. Stjórnin hefði ekkert á móti því, að skjalið væri birt, að svo miklu leyti sem til innihalds þess kæmi, en hitt gæti verið álitamál, hvort rjett væri að skapa með því fordæmi. Sjúkrasamlagið. FRAMHALD AF ÞRIÐJU SÍÐU. krónur í verðbrjefum, og gæti því greitt halla þann, sem varð á rekstrinum s.l. ár., en þá yrði óhjákvæmilega nokkur afföll á eignum samlagsins. — Og þá er aftur á móti hætt við ef að sá sjóður yrði uppjetinn, að trygging samlagsmanna yrði að ganga úr gildi 1. apríl og yrði þá samlagsmenn ótrygðir í 6 mánuði, eða til 1. okt. í haust. Nú hefir fjelagið hinsvegar heitið því, að ef það fengi þann styrk, sem það hefir farið fram á, muni það tryggja samlags- mönnum sínum fulla tryggingu til 1. okt. STJÓRN SJÚKRA- SAMLAGS REYKJA- VÍKUR. Fyrir bæjarstjórnarfundi í fyrradag lá að kjósa stjórn Sjúkrasamlags Reykjavíkur samkvæmt lögum um alþýðu- tryggingar. Kosin var fimm manna stjórn og hlutu þessir kosningu: Dr. Helgi Tómasson, Jakob Möller, Gunnar Benediktsson, lögfr., Felix Guðmundsson og Guðgeir Jóhannsson. Flakið al nt. „Sólaif sem nú er við Grófarbryggjuna í Keflavík, fæst ókeypis ef tekið er þaðan burtu fyrir næstu mánaðamót. Þeir, sem vilja sinna þessu, snúi sjer til Magnúsar Guðmundssonar, skipasmíðs í Reykjavík, ^yrír rvioctirA^. andi mánudagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.