Morgunblaðið - 22.02.1936, Blaðsíða 5
Laugardaginn 22. febr. 1936.
MORGUNBLAÐIÐ
HVAÐ segir Madame TABOUIS?
Frjettaritarinn, sem Ijóstar upp
leynddrmálum stórveldanna.
RÚ TABOUIS er nafn, sem
hefir verið á allra vörum
i sambandi við heimsmálin und-
■ anfarna mánuði.
Verulega athygli vakti ma-
dame Tabouis á sjer er hún
Ijóstaði upp friðartillögum
Laval og Hoare og aftur nýver-
ið þegar hún lagði fram ráða-
brugg og leynilegar fyrirætl-
anir um endurvígbúnað Rínar-
hjeraðanna.
1 London, París og Berlin er
spurt: „Hvað segir madame
Tabouis?“
Madame Tabouis starfar við
aðalmálgagn vinstri borgara-
flokksins í París, ,,L’Oeuvre“.
Hún er einlægur stuðningsmað-
ur Þjóðabandalagsins. — Þess
vegna er svo grunt á því góða
milli Lavals og hennar.
Mme Tabouis hefir haft sjer-
staka aðstöðu til að kynnast
heimsmálunum. Hún aldist upp
á heimili frænda síns, hins
fræga sendiherra Frakka
Madrid og Berlín, Jules Com-
bon, sem nú er nýlátinn. Vensla
fólk hennar og vinir eru í valda
miklum stöðum og með þessari
sjerstöðu sinni hefir henni tek-
ist að kynnast mörgu, sem öðr-
um er ókleift.
Sænskur blaðamaður hefir
átt samtal við hana um starfs-
hætti hennar og þar segir hún
að fyrsta skilyrðið sje að vera
vel inn í málunum, því næst að
hafa ,,sambönd“, hitta menn og
hlusta á samræður þeirra......
Annað veifið er hún í miðdeg-
isverði hjá sendiherra erlends
stórveldis, eða í heimsókn hjá
hertogafrú de X.
— En jeg svík aldrei það
traust sem mjer er sýnt, segir
hún alvarlega. Jeg var kærð
fyrir njósnir, þegar jeg sagði
frá friðartilboði Lavals og Ho-
are, en jeg fer ekki dulbúin út
að næturlagi til að brjótast inn
hjá erlendum sendiherrum. Jeg
vinn mjer mikið ljettara.
Frú Tabouis segir frá því, að
tvö kvöld í röð hafi hún setið
við hlið tveggja sendiherra frá
sitt hvoru stórveldinu. Með því
að spyrja sakleysislegra spurn-
inga, að því er virtist, komst
hún að því, að samningar
Frakka náðu að 36. breiddar-
gráðu, og það var alt sem hún
þurfti að vita. Seinna um kvöld-
ið hitti hún franskan ráðherra,
■sem auðsjáanlega vissi um gang
málsins. Hjá honum fekk hún
að vita, ,,að Mussolini yrði á-
Lyggilega ánægður“.
Næsta dag ritaði frú Tabouis
.„Það á að skifta Abyssiníu“.
Á hverju kvöldi hringir hún
"til vina sinna í London og Ber-
lín, og þeir vita venjulega sínu
viti. Hvað segir Wilhelmstrasse
um þetta og Foreign Office um
hitt? Og hvað gerir Frakkland
jþá. Síðan leggur hún 2 og 2
saman og leggur dæmið fyrir
Madame Tabouis.
lesendurna. Það er allur gald-
urinn .
Vjefrjettin í Delfi kunni ráð
við svo mörgu, vegna þess, að
merkustu menn heimsins trúðu
henni fyrir vandræðum sínum.
Madame Tabouis starfar eins
og vjefrjettin í Delfi.
Hún fer til merkustu manna
heimsins og hlustar á þá tala
um vandamál sín. Eftir á er
vandinn minni að segja fyrir
um það, sem koma skal, ef
skynsemin er notuð á rjettan
hátt.
— Óvinir Madame Tabouis
leggja ekki mikinn trúnað á
það, sem hún segir. Þeir halda
því fram, að hún sje gerð út
til þess að tortryggja Þjóð-
verja og spilla fyrir vináttu
þeirra og Englendinga. Seinustu
skrif hennar um að heimsstyrj-
öld brjótist út 1937 benda m.
a. til að þessar ágiskanir sjeu
rjettar. En hvað sem liggur á
bak við skrif Mme Tabouis, þá
fylgist heimurinn vel með því,
sem hún skrifar, því oftast hef-
ir hún reynst sannspá.
Systrafjelagið „Al(a“
átti 10 ára afmæli s. 1. mánudag
17. febr.). Hjelt það afmæli sitt
liátíðlegt þennan dag í Aðven-
kirkjunni, að viðstöddu ?'jölmenni.
Þessi fjelagsskapur var stofn-
aður eingöngu með líknarstarfsemi
fyrir augum, og eftir skýrslum
að dæma, sem fram komu á afmæl-
isliátíð fjelagsins, er það eigi lítið
starf, sem eftir það liggur á þess-
um 10 starfsárum þess. Fjelagið
hefir gefið til bágstaddra í pen-
ingum um 13.500 krónur og’ í vör-
um um 12.300 krónur, eða sam-
tals um 25.800 krónur, aðallega
fyrir jóliu ár livert. Síðastliðið ár
gaf það til bágstaddra samtals
3500 krónur.
Tekna liefir fjelagið aflað sjer
á þann hátt, ,að systurnar koma
saman livern sunnudag til- að end-
urnýja garnlan fatnað og sauma
nýjan, prjóna, spinna o. s. frv.
Síðan er efnt til basara á haustin
til að selja þessa vinnu systranna,
og eru þessir basarar Systraf je'lags
ins Alfa að g'óðu kunnir lijer í
bænum. Ennfremur hefir fjelagið
notið trausts margra hjálpfúsra
bæjarbúa, sem styrkt hafa það með
gjöfum sínum.
Eflaust eru margir. sem minn
ast þessa fjelags með þakklæti og
hlýjum hug, og árna því alls góðs
í tilefni af afmæli þess.
Viðstaddur.
H e s (amannafjelagið
Fáknr
heldur fund á Hótel Heklu,
mánudaginn 24. þ. m.,
kl. 8'/2 e. h.
í góðu standi til sölu.
Upplýsingar
í síma 2903 og 2333.
20
appelsinnr
á 1 krónu.
divc rn o o
Morgunblaðið með morgunkaffinu
í
1 Sjötíu og níu ára unglin
Robert Baden Powell.
í dag á eitt af mikilmennum
heimsins afmæli.
Uppháfsmaður skátafjelagsskap-
arins, R. B. Powell lávarður fædd-
ist. á Englandi á þessum degi fyr-
jr 79 árum síðan. Stárfskraftar
hans eru að mestu óskertir enn,
þrátt fyrir háan aldur. Hann er
alheimsforingi skáta, og hefir í
vetúr verið á ferðalagi um Afríku
í þágu fjelagsskaparins.
Allir skátar elska hann og
virða. Honum, sem skóp skáta-
kerfið, eiga. þeir að þakka marg-
ar bestu stundirnar í lífi sínu.
Lærdóm og visku hafa þeir nnmið
í f jelfl.gsskap hans.
Rúmar tvær miljónir skáta-
drengja eru nú í he'iminum. Þessi
mikli drengjaskari, í öllum álfum,
mun í dag minnast hins ágæta
leiðtoga síns. J. O. J.
Útfarirnar
í Heykjavík.
Líkeyðing í stað brenslu
á báli!
Jeg las með ánægju grein frá
Bálfarafjelaginu um mikilsverðar
framfarir í því að eyða líkum
látinna manna. — Nú er ekki leng
ur að ræða um neitt bál nje1 bruna
— ekkert sem vekur upp í mönn-
um hrylling og hræðslu og minn-
ingu um hinn „eilífa eld“. Nix eru
líkin látin gufa upp í hreinu tæru
lofti, sem hitað er með rafmagni.
Þa,rna ætti lausnin að vera kom-
in á þessu viðkvæma máli. í sam-
ræmi við þetta ætti ofannefnt fje-
lag nú að snúa sjer frá allri „bál-
fara“-rómantík, skifta um nafn
og boita sjer fyrir því að útvega ;
þessi nýju raftæki eða eyðingar-
áhöld, sem rjett væri að kalla þau.
Til þess að ná sem vissustum
árangri af starfsemi sinni, má
fjelagið ekki á neinn hátt ein-
angra sig. Það verður umfram alt
að varast að haga sjer eins og
það væri sjerstakur trusiðaflokk-
ur, sem gengnr í berhögg við al-
menna siði. Verkefni þess verður
frenmr að vera það, að endurbæta
útfararsiðina alment, og koma svo
að ineð lagni og smám saman, lík-
eyðingu í stað greftrunar.
Það .sem nú þarf að gera, er að
athuga hvaða þárfir eTu mest áð-
kallandi. —
Þrent í einu.
Nú er fenginn nýr grat’reit-
ur fyrir þá, sem krefja neðanjarð-
arvist fýrir leifar sínar. En það
vantar þrent enn þá og það er
útfarakapella, líkgeymsla og lík-
eyðingarstöð — Þetta þarí
þarf að sameina í einni bvggingu,
sem ætti að standa við grafreit-
inn sunnan í Öskjuhlíð.
Það hefir margoft verið bent á
að koma þarf betri skipun á útfar-
arsiðina; og að frumkvæðið verð-
ur að gerast af opinberri hálfp,
;þiú að syrgjandi venslafólk hinna
látnu er algerlega óhæft t.il að
hafa forgöngu í slíkum endurbót-
um. Það er algerlega ofurselt þeÍTO
siS að hafa alt. sem umsvifamest
og dýrast.
Engar líkfylgdir
á strætunum.
í erlendum borgum þykir það
óhæfa að láta lík standa uppi 1
íbúðum. Þau eru strax á næsta
degi flutt í opinbera líkgeymsln.
Hið sama verður að komast á hjer,
FRAMHALD Á SJÖTTU 8ÍÐU.