Morgunblaðið - 22.02.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1936, Blaðsíða 8
 Semoulingrjón — Bygggrjón * — Maizenamjöl — Haframjöl 1 pökkum — All-Bran — Corn- ' ■■ Flakes. — Rom-, Vanille-, T.eðnrhelti. Möndlu- og Súkkulaðibúðingur. Dagbókarblöð Reykvíkings r ðkC&tfiPstingew Friggbónið fína, er bæjarint Spennur. Tölur. Hnappar. — Þorsteinsbúð. Sími 3247. Grund Versl. Dyngja. arstíg 12. Skápgrammófónn (Sónóra), sem nýr, með mörgum plötum til sölu ódýrt. Sími 3646. Telpupeysur í ágætu úrvali. Efni í telpukjóla frá 2.50 mtr. Versl. Dyngja. Silki- og ísgarnssokkar á 2.25 par. Silkisokkar frá 2.90 par. Bamasokkar frá 1.55 par. — Versl. Dyngja. Tvistar og morgunkjólatau í ágætu úrvali. Versl. Dyngja. Upphlutsskyrtu- Og svuntu- efni í miklu úrvali. Svart silki í svuntur væntanlegt á mánu- dag. Slifsi í góðu úrvali. Versl. Dyngja. ‘ Heilbaunir og gulrófur fyrir sprengidaginn. Þorsteinsbúð. — Sfími 3247. Grundarstíg 12. Kartöflur, góðar, í heilum aekkjum og lausri vigt, enn þá til í Þorsteinsbúð, Sími 3247. Grundarstíg 12. Blandaðir ávextir —■ Sveskj- ur —• Í'íkj'ur — Apricosur — Rúsínur — Kúrennur — Bláber Þorsteinsbúð. Sími 3247. Grund arstíg 12. Sýróp í litlum og stórum dós- um. Niðursoðnir ávextir: Perur. Fíkjur — Ferskjur — Apricos- ur. Þorsteinsbúð. Sími 3247. — Grundarstíg 12. Egg. Alt bökunarefni. Alls- konar. Sælgæti. Cigarettur. — Vindlar Reyktóbak — Allar hreinlætisvörur. Þorsteinsbúð, Sími 3247. Grundarstíg 12. Trúlofunarhringar hjá Sigur- þór, Hafnarstræti 4. Kaupi frímerki hæsta verði. Erlendur Blandon, Leifsgötu 23 Géður, notaður gítar, óskast til kaups. Sími 2654, milli 12 og 2 og 6 og 7 daglega. Silkisatínið er komið aftur. Manchester, Laugaveg 40, og Aðalstræti 6. Satin, svart og mislitt, á kr. 7.50 mtr. Versl. Ingibj. John- son, sími 3540. í-------------------------------— i Frosin lambalifur. Kaupfjel. Borgfirðinga. ! Kaupi gull og silfur hæsta , verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- arstræti 4. Kaupi gull hæsta verði. Árni Björnsson, Lækjartorgi. i Kaupi ísl. frímerki, hæsta | verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1 (opið 1—4 síðd.) Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Allskonar brota aluminium kaupir Vjelsmiðja Kristjáns Gíslasonar, Nýlendugötu 15. Best að auglýsa í fnorgunblaöinu. T „Tidens Tegn“ er frá því sagt, livaðan aineríski talshátturinn O. K. (ou key) er runninn. Gullleitarmaður einn, sem ekki var vel að sje'r í rjettritun, skrif- aði ,,Orl Korrect“ í staðinn fyrir all correct, þaðan er þetta O. K. komið. * C^álarrannsóknaf jelag í Eng- ^ ^ landi hefir auglýst eftir liús- næði þar sem væri magnaður draugagangur. Ætlar fjelagið að lialda þar andafundi og útvarpa fundunum. * A lexander Subkoff, sá er eitt sinn var giftur Victoríu prinsessu, systur Vilhjálms keis- ara, en áður Ijettadrengur á gisti- húsi, er nýlega dáinn, 35 ára gam- all. * T^ona í Höbjerg í Norður-Sjá- la-ndi, Ane Nielsen að nafni, varð 101 árs nýlega. Hún vinnur enn eldhússtörfin á heimilinu. Á afmælisdaginn var hún kvik- mynduð meðan hiin var að þvo upp leirtauið. Myndin er sýnd í almennri frjettamynd. * f Philadelphia eru bílstjórar ■*■ látnir ganga undir svofelt próf, þegar skera á úr um það, hvort þeir sjeu „undir áhrifum“. Þeir eiga að segja reiprenn- andi: „Suise and Sally Sampson sat in the Soup“. * ' Lengsta kvikmynd í heimi hef- ir verið tekin í Ameríku. Hún er 22 enskar mílur á lengd, og það tekur 60 klst. að sýna hana. Myndin fjallar um líf ýmiskonar æðri og lægri dýra. * Mussolini hefir gefið út fyrir- skipun um að byggja skuli nýja brvi yfir Tíberfljótið, rjett hjá Mussolinitorgi, og eigi brúin að heita Sigurbrúin, til minnngar um sigra ítala í Abyssiníu. besta bón. Nýja þvottahúsið, Grettis- götu 46, hefir síma 4898. Café — Conditorí — Bakarí,. Laugaveg 5, er staður hinna- vandlátu. - Sími 3873. ó. Thor- berg Jónsson. Fatapressun Vetsturbæjar,. hefir fengið nýja gufupressu- Sækjum. Sendum. Sími 4923. Vesturgötu 3. Viðgerðarverkstæði mitt ger- ir við allskonar heimilisvjelar og skrár. H. Sandholt, sími 2635, Þórsgötu 17. Hverjum, sem sendir mjer notuð íslensk frímerki, sendf jeg aftur jafnmörg þýsk frí- merki. Dr. Adolf Merkel, Eise- nach / Thiir., Nordstr. 11 —- Deutschland. Gluggahreinsun. Sími 1781. ScifíaQ-fu^UÍÍS Oraviðgerðir afgreiddar fljótt og vel af úrvals fagmönnum hjá Árna B. Björnssyni, Lækj- artorgi. JC&tu&£€& Kenni akstur og meðferð bif- reiða, bæði undir minna og meira próf, fljótast og ódýrast. Sími 3805. Zophonías. Gulbröndóttur kettlingur hef- ir tapast. Skilist á Baldursgötu 9. — Rauð dúfa, með hvíta vængí og stálhring á vinstra fæti, merktur 8778—11 D. R 34, hef- ir tapast. Skilist á Sellandsstíg 9, sími 3429, gegn góðam fundarlaunum. Borðið í Ingólfsstræti 16 sími 1858. Við Laugaveg er ágæt sölu- búð, ásamt skrifstofuherbergil til leigu fyrir lágt verð. Sími 3646. Fimm menn um miljón. 38. ingu. Nú getur þú skrifað undir hana, vinur minn. Það sparar okkur tíma og fyrirhöfn“. „Hvernig hljóðar sú yfirlýsing. Eigum við kann ake að lýsa yfir því, að við getum ekki lengur framleitt hína rjettu vöru?“ ,,Það er óþarfi að taka svo djúpt í árina — að mínu áliti“. Þjónninn kom inn með cocktai.1 og fyrsta kvöld- blaðið. Dutley tók það strax og leit í það. „Nei, hvað er þetta kallaði hann. „Útlitið batnar. Boothroyd-hlutabrjefin hafa hækkað úr 52 upp í 54, í dag“. Sir Matthew leit yfir öxl hans, undrandi á svip. „Fara hækkandi sökum vaxandi eftirspurnar“, endilrtók hann. „Hver lætur sjer detta í hug, að kaupa hlutabrjef, sem hafa fallið með hverjum degi í margar vikur? Hjer liggur eitthvað að baki. ,J3vað hefir þú selt mörg, Charles?“, spurði hann mg sneri snögglega að honum. „Ekki eitt einasta! Jeg sagði yður, að jeg ætlaði ekki að selja“. Grace brosti uppörfandi til hans. „Það var á- geett“, sagði hún. Það hummaði í Sir Matthew. „Út á við hjálpar þetta okkur. En það fær hlutabrjefin ekki til þess *6 hækka í verði, þó að þú seljir ekki“. Dutley drakk til hálfs úr glasi sínu. „Hvað þyrfti að kaupa fyrir mikið, til þess að það hefði ihrif á verðið?“, spurði hann. „Fyrir fimm til tíu þúsund pund. En hver fer að kaupa Boothroyd-hlutabrjef undir þessum Ifringumtsæðum og af hvaða ástæðum?" „De Brest barón, vinur yðar, kannske? Jeg hefi heyrt, að hann gefi sig oft og einatt að all- ainkennilegum viðskiftum. Sir Matthew misti blað- * úr höndum sjer. „Þekkir þú de Brest barón?“, apurði hann hranalega. „Já, að minsta kosti nógu mikið“. „En hvernig í ósköpunum dettur þjer í hug, að hann — einmitt hann — færi að kaupa Boothroyd- hlutabrjef núna?“ „Það kemur víst af mínum meðfædda aula- skap“, sagði Dutley bljúgur. „En við höfum ekki sagt yður nýjasta nýtt! — Grace var að halda skammaræðu yfir mjer áðan, og nú ætlum við að taka okkur til og hafa upp á uppskriftinni“. Sir Matthew drakk út úr glasi sínu. „Og hvað fær ykkur til þess að ímynda ykkur, að þið getið það, sem enginn annar hefir getað?“ spurði hann kaldhæðnislega. „Sjálfstraust“, svaraði Dutley ákveðinn. „Það kemur mjer jafnan að notum á leiðangrum mín- um. Hafðu enga trú á hættunni og hikaðu aldrei við að nota ímyndunaraflið! Jæja, fyrst um sinn ætla jeg að fá að bjóða henni út í miðdegisverð, ef þjer eruð því ekki mótfallinn, Sir Matthew. Við förum á einhvem rólegan stað, þar sem við get- um tekið saman ráð okkar“. Sir Matthew var augsýnilega niðursokkinn í að lesa blaðið og svaraði ekki. En alt í einu stökk hann reiðilega á fætur. „Hvað er að, pabbi?“, spurði Grace steinhissa. Sir Matthew las upphátt og rödd hans var þrungin beiskjufullri gremju. „Glenaltons-hlutabrjefin hækkuðu um 1 —2 stig í gær, sökum orðróms, sem gengur um það, að fjelagið ætli að reisa stærðar silkiverksmiðjur hjá Manchester. Boothroyd-hlutabrjefin hafa hækkað um 2, en enn hefir flugufregnin um það, að fjelagið hafi orðið fyrir miklu fjártjóni upp á síðkastið, ekki verið borin til baka. Sir Matthew Parkinson, aðal- framkvæmdastjóri fjelagsins, sem er staddur í London, neitar að eiga viðtal við blöðin, en gefur í skyn, að bráðlega verði gefin út opinber skýrsla. Dutley lávarður, stjórnarformaður og forseti fje- lagsins mun hafa farið í ferðalag fyrir hálfum mánuði“. Sir Matthew kastaði frá sjer blaðinu og þreif hatt sinn. Hann var ekki mildur á svipinn, þegar" hann rauk út úr herberginu, eftir að hafa kastað kveðju á þau, Grace og Dutley. Dutley leit út að dyrum veitingarsalsins og and- varpaði. „Við erum ekki heppin í kvöld, Grace“, sagði hann. „Nú höfum við einmitt valið „Ciro“, til þess að geta talað saman í ró og næði, og sjáðu hvað við höfum upp úr því?“ Grace lagði frá sjer matarseðilinn og leit upp. „Mjer þykir þetta leitt þín vegna, Charles. Bara að það hafi ekki slæmar afleiðingar fyrir þig? Jeg hefði ekki átt að fara út með þjer einum“. Dutley mældi fólkið, sem stóð í dyrunum, með augunum. Það var þrent, Lucilla, ljómandi falleg,. í svörtum, óbrotnum, en fögrum kjól. Hún var föl í andliti en með bíjóðrjóðar varir, og augu hennar,. sem voru heldur daufleg að eðlisfári ljómuðu eins og stjörnur — Ronnie Bessiter, fríður og gjörfu- legur, og de Brest eins snyrtilegur og uppstrok- inn, og sameinaðir kraftar skraddara og her- bergisþjóns gátu gert hann, með erlenda orðu í hnappagatinu. Þau sómdu sjer öll mætavel saman og vöktu líka strax athygli, er þau gengu inn gólfið að borði sínu. „Það gerir ekkert til, vinkona. Er jeg ekki bú- inn að segja þjer, að alt er úti milli okkar Lu- cillu? Mjer líkar altaf vel við hana, en hún er ekki sú sama og hún var í fyrra — það eru til- finningar mínar gagnvart henni ekki heldur. Jeg er ungur, óbrotinn maður, og það er sumt, sem jeg get ekki felt mig við. Um þetta leyti dags er Lu- cilla búin að reykja svo marga vindlinga, og drekka svo marga „cocktaila“, að hún hefir ekki hugmynd um hvað það er, að hafa heilbrigða mat- arlyst. Henni óar við tilhugsuninni um góðan eg nærandi mat. .Hún æðrast yfir, að það sje ekkí neinn ætilegur rjettur á matseðlinum, og þa# e*á-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.