Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞriSjudaginn 3. mars. 1936, Útget.: H.f. Arvakur, Reykjarlk. RltstJ6rar: J6* KJartansson, Valtýr Stefánsson. Rltstjörn og afgreiSsla: Austurstrsetl S. — Slral 1600. Auglýsingastjðri: H. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi S700. Helmaslmar: J6n Kjartansson, nr. S742 Valtýr Stefánsson, »r. 4220. Árni Óla, ir. 3045. E. Hafberg, nr. 3 77*. Áskrlftagjald: kr. 3.00 á mánuSl. t lausasölu: 10 aura eintakiö. 20 aura rno ð Lesbök. Steady-farmurinn. Skipið Steady lagði úr höfn í gærkvöld með um 200 smálestir af flökuðum og frystum fiski, áleiðis til Bandaríkjanna. Hug- heilar óskir fiskeigenda og landsmanna yfirleitt fylgja skipinu á för þess. Sú tilraun, sem hjer er gerð, verður von- a.ndi vísir til mikilla og hag- kvæmra viðskifta við hina auð- ugu stórþjóð vestan við hafið. Eins og nú standa sakir um fiskmarkað okkar, er það full- komin þjóðarnauðsyn að sem bestur árangur geti orðið af þessari sendingu. Neyslan á fiski þeirrar tegundar, sem hjer um ræðir, hefir aukist stórkost- lega í Bandaríkjunum á síðustu árum. Er hún nú talin alt að 70 þús. smálestir á ári. Um helmingur þessa fisks er flutt inn frá öðrum löndum. Hjer hillir því undir markað, sem í framtíðinni getur haft hina mikilvægustu þýðingu fyrir fiskframleiðslu íslendinga. Þegar litið er til þess hvað mál þetta er þýðingarmikið, er ekki að kynja, þótt framkoma Hjeðins Valdimarssonar, for- manns Fiskimálanefndar, hafi vakið fullkomna undrun og sára gremju meðal fiskeigenda. Hjeðinn og hans nótar hafa þyrlað upp alveg ótrúlegu moldviðri um málið. Hvort sú málfærsla kann að hafa ein- hver áhrif meðal þeirra, sem ekki hafa átt þess neinn kost að kynnast málavöxtum nánar, skal ósagt látið. En hitt skal fullyrt, að meðal fiskeigenda er litið á ofbeldisbrölt Hjeðins, sem ósvífnustu viðleitni rang- sleitins manns, til þess að helga sjer það starf, sem aðrir hafa veí unnið. Allir, sem til þekkja, vita, að það var Kristján Einarsson, sem braut ísinn í þessu efni. — Og h\að sem Hjeðinn kann að slá um sig, þá fær hann aldrei fisk- eigendur til að trúa því, að hann hafi lagt gott til þessara mála. — Hann lagðist á móti sendiför Kr. E., lagði hald á reynslusendingar og stöðvaði sölu fyrir umboðsmönnum S.I.F. — Eftir alt þetta er Hjeð- inn svo óskammfeilinn að láta útvarpið birta fregn, þar sem bitlingastofnun hans er þökkuð öll forganga málsins, en hvergi minst á S. í. F. eða Kristján Einarsson! Hjeðinn Valdimarsson verður því að sætta sig við, að bið verði á því, að fiskeigendur þakki honum framkomu hans í þessu máli. EDEN MÆLIR MEÐ OLÍU- REFSIAÐGERÐUM! Ras Kassa fremur sjálfsmorð. ítölum er opin Ieiðin suður. Abyssiníumenn gjörsigraðir á norðurvíg- siöðvunum. KAUPMANNAHÖFN í GÆR. EINKASKEYTI TIL M ORGUNBLAÐSINS. ITALIR halda því fram að þeim hafi tekist að gereyðileggja her Ras Kassa. Ras Kassa er tal- inn hafa framið sjálfs- morð. Ennfremur segja þeir, að herir Ras Seyoum og Ras Mulugeta, hermála ráðherra sjeu dreifðir og á óskipulögðum flótta. Segja þeir, að Ab- yssiníumenn hafi beðið algeran ósigur á norður- vígstöðunum. Leiðin sje nú opin ítölum suður á bóginn. Skeyti frá Asmara herma, að ítalskir hermenn frá Tyrol, hafi vafið járnuð herstígvjel sín klæðum og læðst hljóðlega að Abyssiníumönnum að næturlagi Komu þeir Abyssiníumönnum algerlega á óvart, en að öðrum kosti myndu Abyssiníumenn hafa getað varið sig með vjel- byssum. Tókst hin ægilegasta högg orusta. Var barist í návígi með byssusting jum og handsprengjum. Italir báru hærra hlut, og bcrfuðu Abyssiníumenn undaná flótta. En mörg hundruð ítalsk- ar flugvjelar eltu flóttann. — Flugu þær lágt og vörpuðu nið- ur sprengjum. Talið er að þrjú þúsund hafi fallið af Abyssiníu- mönnum, en aðeins 500 af ftölum. ítalir náðu á sitt vald Amba Uork fjallinu, sem er skamt frá Addi Abbi og er talið hafa mikla hernaðarlega þýðingu. Páll. Tilkynning Badoglios. London 2. mars. FÚ. I opinberri tilkynningu frá Badoglio marskálki í dag, er skýrt frá því, að önnur stóror- usta ítala í Tembienhjeraðinu FRAMH. Á SJÖTTU SlÐU. Annar með sigurbros, blnn — Mussolini. Haile Selassie. New York -- Moskva, um Reykjavík! Reynsluflug hefjast I sumar. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Ð AN AMERICAN AIRWAYS ætlar að koma A á flugsamgöngum milli Ameríku og Rúss- lands, um ísland, Noreg, Svíþjóð og Finnland. Farið verður frá Ameríku til íslands og það- an til Bergen, Oslo, Stokkhólms og Moskva. Atvinnulaust verslunarfólk, einn ig- það sem enn hefir atvinnu eii hefir þegar verið sagt upp — getur látið skrásetja sig í dag kl. 4—7 á skrifstofu Verslunar- mannafjelags Reykjavíkur í Ingólfshvoli, uppi. KAUPMANNAHÖFN I GÆR. Bretar búa sig undir stríð. Skeyti frá London hermir að Bretar sjeu FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. Ameríkumenn verða að ganga uppa á 102. hæð! KHÖFN I GÆR. EINKASKEYTI TIL MORGUNRLAÐSINS Seytján þúsund lyftustarfs- menn hafa gert verkfall. — Lyftur í 1800 húsum eru nú stöðvaðar! Ameríkumenn verða að láta sjer lynda að verða nú að ganga upp á 50. hæð. Enn þá eru þó starfandii lyftur í himinkljúfunum. En það stendur sennilega ekki lengi, því að búist er við að þær lyftur verði stöðvaðar' í dag. Fari svo, þá verða þeri, sem eiga erindi upp á efstu hæð í Empire State Building að ganga upp á 102. hæð! Páll. ,,Norsk Luftfartssel- skab“ hefir nú þegar keypt fjögra vjela flug- vjel, sem notuð verður á þéim hluta flugleiðar- innar, sem Norðmenn eiga að sjá um, frá Reykjavík til Stokk- hólms. Norska stjórnin mun innan skamms biðja stórþingið um 100 þús. króna fjárveiitingu til reynsluflugferða í sumar. Bernt Balchen, hefir verið í Ameríku undanfarið og samið við Pan American Airways fyr- ir hönd Norsk Luftfartsselskab. Páll. Rretarbúa §ig undir slyrjöld. „Bretar hlyntir þeim“. Flandin vill fyrst reyna friðarleiðina. London, 2. mars. FÚ. "D RESKA stjórnin ósk ^ ar að taka íþað greinilega fram, að hún telur niðurstöður sjer- fræðinganefndarinnar mæla með olíuflutnings- banni og er því fús til þess að fallast á þetta bann, ef aðrir meðlimir Þjóðabandalagsins gera slíkt hið sama“. Þannig mælti Anth- ony Eden með fram- kvæmd olíurefsiaðgerða á fundi 18 manna nefnd arinnar í Genf í dag. Samkvæmt fregn frá Oslo er þó ekkii gert ráð fyrir því í Genf, að olíuútflutningsbannið verði samþykt, en orðrómur gengur um að til mála geti komið, að beita nýrri tegund refsiaðgerða, sem sje, að loka útlendum höfnum fyrir ítölsk- um skipum. Flandin og Anthony Eden munu eiga viðræður saman í kvöld, um þessi mál. Eden. 18 manna nefndin sem sjá á um framkvæmd refsiaðgerð- anna og sameiningu þeirra, kom saman á fund kl. 3 í dag. I ræðu sem Anthony Eden flutti á fundinum, sagði hann að breska stjórnin væri hlynt olíuútflutningsbanni gegn ítöl- um, ef aðrir fjelagar þjóða- bandalagsins tækju þátt í því. „En mjer befir skilist“, sagSi Anthony Eden ennfremur, ,,að Flandin sje áhugamál að frek- ari tilraunir til friðar verði reyndar áður en olíuútflutnings banninu er skelt á. Þess vegna hefir Flandin farið fram á það, að 13-manna nefndin (þ. e. þjóðabandalags- ráðið án Itala), yrði kölluð sam an þegar í stað. Jeg er reiðu- búinn til þess, að kveðja nefnd- ina saman til fundar á morg- un, og mun það undir engum kringustæðum tákna það, að verið sje að tefja málið.“ Átján manna nefndin heldur aftur fund á miiðvikudag, og- birtir þá ef til vill ákvarðanir sínar viðvíkjandi olíuútflutn- ingsbanninu. I ítölskum blöðum getur varla heitið að minst sje á olíu útflutningsbannið í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.