Morgunblaðið - 03.03.1936, Page 4

Morgunblaðið - 03.03.1936, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 3. mars. 1936. ,,..»ai««eaBiaCTaa»amnB»»aaMmsa^ r KVENÞJOÐIN OQ HEIMILIN í.vj~:..}>.:**x**x-x-x-:-x-X”X“X-x-x-x-x-x-x-x-:**x**x-x-x-:-x-x-:-x-> £ t Snyrting og fegrun. xiX*x-x-x-x-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x-:-x-x-x-x-x-x-x*<-x Andlitsgrímur, hressandi og styrkjandi. f* _______ Andlit án svipbrigða er dautt,' leiðinlegt og tilkomulítið, en 'Svipbrigðin hafa sína hvimleiðu fylgifiska: hrukkurnar. Fáeinar hrukkur gefa andlitinu svip og þurfa þá ekki að vera til líta. en þær fá auðveldlega yfir- höndina, og þá eru þær síst til prýði. *> Eitt besta ráðið til þess* að si^rast á hrukkunum, er að nota hinar svokölluðu andlits- eð^, fegrunargrímur. Það er engan veginn nýtt ráð. Róm- verjar notuðu þær til forna, og konur Austurlanda höfðu mikla trú á þeim fyrir þúsund- um ára. Andlitsgríma veitir andlitinu hvíld, nærir og styrk- ir andlitshörundið. Það eru til ótal tegundir af slíkum „grím- um“, sumar svo margbrotnar, að efnasamsetningu og vanda- samar viðureignar, að ómögu- legt er við þær að eiga, nema fyrir sjerfræðinga, en aftur á móti aðrar, sem maður getur auðveldlega notfært sjer sjálf- uc í heimahúsum. Ulh þær síð- arnefndu verður lítilsháttar getið hjer. Ef nokkuð verulegt gagn á að vera að andlitsgrímum, verð- ur að nota þær reglulega einu sinni í viku eða hálfum mán- úði, og gefa sjer nægan tíma í hvert skifti. 1 þær tuttugu eða þrjátíu mínútur, sem gríman er látin liggja á andlitinu, dug- ir ekki að sitja við lestur eða skriftir, eða rjúka upp aðra hvora mínútu til þess að svara í síma o. s. frv. Maður verður að hvíla sig, í þægilegum stól eða legubekk, og afslappa alla vöðva, liggja með lokuð augun og hvíla taugarnar. En áður en gyímunni er smurt á, er and- litið hreinsað vet. * Takið hárið frá andliti og eyr- um og þvoið það úr volgu vatni með góðri sápu, svo að það losni við alt andlitsduft og farða. Það er líka gott að fara með andlitið yfir heita gufu og hreinsa það með góðu hreinsunarsmyrsli, og þvo það síðan með sápu og volgu vatni, og strjúka kannske síðast yfir með andlitsvatni, til þess að engin fita sitji eftir. Þá er kom- ið að sjálfri grímunni. * Nokkuð þykku lagi af grím- unni er smurt yfir andlitið, og strokið frá hálsi yfir hökuna, kringum munn og augu, upp- eftir andlitinu. Gríman er látin vera á andlitinu í tuttugu mín- útur til hálftíma og síðan þveg- in af með volgu eða köldu vatni. Auðveld gríma og handhæg er bygggrjónagríman. Hún er búin til þannig: Blandið 90 gr. af hreinsuð- um bygggrjónum saman við 35 gr. af hunangi, sem hrært er út í eina eggjahvítu. „Ninoner-gríman“, er viðurkend sem fyrirtak, en ekki eins handhæg: 10 gr. ol- ivenolía, 10 gr. lárberjakirsu- berjalögur, 10 gr. þykk möndlu mjólk, 2 gr. álúnsduft og 10 gr. perubalsam. öllu þessu er hrært saman í þykkan graut og síðan smurt yfir andlitið. „Eggjahvítugríman“, er afar fljótvirk. Hún hefir ekki langvarandi áhrif, en það er ágætt að grípa til hennar, ef maður þarf í fljótu bragði að hressa sig upp. Þessa grímu er ekki ráðlegt að nota oftar en einu sinni í mánuði; hún hættir að hafa áhrif, ef hún ’er notuð oft: Skiljið að rauðuna og hvít- una í egginu: Þeytið hvítuna dálítið og setjið nokkra sítrónu dropa í hana. — Smyrjið síðan hvítunni á andlitið (ekki á munn augu og augnabrúnir). Hvítan er fljót að storkna. Lát- ið hana liggja á andlitinu í 10 mínútur og þvoið hana síðan af með köldu vatni, og hör- undið er orðið hressilegt og vel undir frekari snyrtingu búið. Betri eggjagríma er gríma, sem búin er til bæði úr rauðunni og hvítunni. Hana má gjarna nota vikulega, og hún er prýðileg fyrir grátt og hrukkótt hörund. Skiljið að rauðuna og hvítuna og farið eins með hvítuna og áður er nefnt. Rauðan er vel þeytt og nokkrir dropar af olivenolíu settir saman við hana. Smyrjið hvítunni fyrst í andlitið og þykku lagi af rauðunni yfir. — Látið þennan graut sitja á and- litinu í tuttugu mínútur, eða lengur, ef hægt er. Þvoið grím- una þá af með köldu vatni. Öll aðgerðin tekur ekki meir en 40 mínútur. önnu-nafnið er algengasta kvenmanns- nafnið í heimi, eftir því sem austurrískur grúskari segir. 94 miljónir kvenna bera það nafn. En María heita 90—91 miljón stúlkur. Nýtt nautakjöt og gæsir, lágt verð. Mllnernbúð. Laugaveg 48. Sími 1505. Ástríður prinsessa fjögra ára. Þetta er mynd af lítilli nor- rænni prinsessu, Ástríði prins- essu í Noregi, yngstu dóttur norska krónprinsins. Hún er ný- lega orðin fjögurra ára gömul. Verðlaunuð ráð fyrir húsmæður. Dönsk húsmóðir, sem tók þátt í verðlaunasamkepni um það, að gefa húsmæðrum holl og heillarík ráð, hlaut hæstu verð- aun fyrir eftirfarandi svar: Hreinlæti, reglusemi og vand- færni, verður þú að heimta bæði af sjálfri þjer og öðru heimilisfólki. Kastaðu öilu, sem ónýtt er, en haltu hinu til haga. Lítil gjöf en gagnleg, er betri en dýr gjöf og gagnslaus. „Morgunstund gefur gull í mund“, byrjaðu því daginn snemma. Vertu ósjerhlífin og gaktu á undan öðrum með góðu eftir- dæmi. Kauptu heldur lítið gott og dýrt, en mikið slæmt og ódýrt. Vertu góð við aðstoðarstúlk- ur þínar, það margborgar sig. Heilbrigt líferni, verndar heilsu og húsfrið. Það er ávalt skynsamlegast að borga alt út í hönd. Maður ætti að notfæra sjer reynslu annara og læra á því. Gefðu þjer tíma til þess að halda reikning yfir öll útgjöld. Þegar um stærri innkaup er að ræða, ættu hjónin að gera þau í sameiningu. Farið ekki á bak við hvert annað með því, að fela reikn- inga og leyna stórum útgjöld- um. Nýkoi Hvítkál Rauðkál Gulrætur Gulrófur Selleri Púrrur Forboðar vorsins: Vorhatlarnir 1936, skreyttir blómum, slæðum og slaufum. Vorið fer óðum að nálgast og tískan hefir þegar sent fyrstu forboða vorsins frá sjer — vor- hattana. Þeir minna okkur óneitan- lega á sól og sumar, en aftur á móti eru skoðanir skiftar um það, hvort þeir fari öllum jafn vel og geri kvenfólkið unglegt eða það gagnstæða. Við birtum hjer myndir af nokkrum höttum, sem eru alveg nýir á nálinni. Efst til hægri er lítil silkikolla, sem fellur þjett að höfðinu. Hátt uppi á enni er stærðar slaufa úr taft- silki. Húfan er mjög svo snot- ur, ef þessi tvöfalda slaufa er ekki höfð fram úr öllu hófi stór og áberandi. Stúlkan, sem sjest á hlið, er með hatt úr lakkstrái. Hann er engu líkari en grunnri graut- arskál á hvolfi. En slæðan prýðir hann. Þriðji hatturinn efst til vinstri er all-einkennilegur. Hann er fljettaður úr strái og er með uppbrettu barði alt í kring. En niður með barðinu að framan er smeigt röð af blómum. — Gagnstætt venju er slæðan á þessum hatti að aftan, en fellur ekki niður fyrir andlitið. Enda er alls ekki bundið við það, að slæðunum á höttunum sje fyr- irkomið á vissan hátt, þær mega gjarna vera í annari hlið- inni aftan í hnakka, eða ná Nýtísku hattar. langt niður fyrir andlit, alt eftir því, sem hverjum líst. Mörgum mun finnast síðasta höfuðfatið broslegt, sje það ætlað fyrir fullorðnar stúlkur. Það er regluleg hásetahúfa, úr marínubláum flóka. Eins og myndin sýnir, er húfan ekki höfð á ská, en til þess að bera. hana vel, þarf bæði rösklegt andlit og töluverðan kjark. Annars munu vorhattarnir verða svo mismunandi og margs konar að gerð óg sniði, að stúlkurnar munu finna það á- þreifanlega að ,,sá á kvölina, sem á völina“. Franskar konur heimta jafnrjetti við karlmenn. í flestum löndum Evrópu hafa konur þegar fengið kosn- ingarrjett og geta þannig með atkvæði sínu haft áhrif á stjórn þjóðfjelagsins. En í Frakklandi hefir þessi rjettur kvenna til atkvæða og kosn- inga enn ekki verið viður- kendur. lýsingar í búðargluggum Par- ísarborgar, þar sem áhersla er lögð á yfirlýsingar þess efnis, að konur í Frakklandi muni nú ekki lengur sætta sig Við að vera lægra settar í þjóðfje- laginu en karlar. Konur í Frakklandi hafa nú hafist handa til þess að afla kon um þessara sjálfsögðu rjettinda og fullkomins jafnrjettis á við karla. í því skyni hafa þær víða fest upp áletruð spjöld og aug- Nemendum ber að tryggja sig í ANDYÖKU Lækjartorgi 1. Sími 4250.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.