Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 3. mars. 1936. MORGUNBLAÐIÐ T Dagbók. Pirelli. I. O. O. F. Rb.st. 1 BÞ. 85338% 11. VeÖriS: í gær: Við SV- og V- strönd ÍSlands er grunn lægð, sem þokast SA-eftir og veldur A-átt hjer á landi. Veðurhæð er mest 5 vindstig. Dálítið hefir snjóað hjer og Þar. Við S-ströndina er frost- laust en annarsstaðar 1—5 st. frost. Veðurútlit í Rvík í dag: A-gola. Bjartviðri. „Draumar“, nýr vals eftir Skúla Halldórsson er nýlega kominn á markaðinn. Hafnarfjörður. Tíjálpræðishe'r- inn heldUr samkomu í salnum í Suðurgötu kl. 8% í kvöld. Tímarit Iðnaðarmanna, 1. hefti, 9. árgangs, er nýkomið út. í þessu hefti er m. a. grein um skóverk- smiðju J. S, Kvarans; Oddur Bjömsson, prentmeistari sjötugur; Þýsk íslenska orðabókin; Nýung í íslenskum ullariðnaði; Iðnaður- inn og pemiígalánin; Iðnskóli Ak- ureyrar og margt, fleira góðra greina. U. M. F. Velvakandi hefir kvöld ▼öku á Barónsstíg 65 kl. 8%. Freyr, marsblaðið er komið út. 1 blaðinu eru tvö útvarpserindi Magnúsar Þorlákssonar á Blika- atöðum, . er hann flutti í janúar s. 1. og nefndi „Búnaðarfjelag ís- lands um áramótin“; Steingrímur Steinþórsson, búnaðarmálastj. rit- ar um nýbýli og samvinnubygðir. Þá er grein, sem nefnist „Hey- spamaður í harðindum". Ólafur Sigurðssön á Hellulandi ritar um garðyrkju. Þá er grein um búfjár- sýningar 1935, með tveimur mynd- um. Floiri greinar e'ru í blaðinu um búnaðarmál. Háskólafyrirlestur á þýsku. — Þýski sendikennarinn dr. Iwan, flytur L.kxpld.kl. 8,05.næsta fyrir- lestur sinn. Efni: An oberen Rhin. Grjótkast. Síðastliðna laugar- dagsnótt var lcastað steini inn um glugga á skrifstofum S. í. F. í Ingólfshvoli. Steininum hefir ver- ið kastað úr sundinu milli Lands- bankans og Ingólfshvols. En það er rangt, sem staðið hefir í« einu dagblaði bæjarins að nokkur mað- ur hafi verið staddur á skrifstof- unni, þegar þetta skeði. í Hafnarfirði verður samkoma haldin af O. Frenning í Góðtempl arahúsinu í þvöld kl. 8 síðd. Allir velkomnir. Kári kom frá Englandi í gær- morgun. Dr. Alexandrine kom að vestan •og norðan í gærmorgun. Enskur togari kom í gær með handlama mann. Hafði maðurinn skorið sig' í handlegg og síðan komst íge'rð í sárið. Sindri fór á upsaveiðar á laug- ardaginn og kom aftur í gær. B.v. Geir kom af veiðum í gær- morgun með fult skip. Togarinn fór samdægurs áleiðis til Eng- la.nds með aflann. Loforð um skuldabrjefakaup í sambandi við væntanlega raf- veitu á ísafirði eru nú þe'gar orðin nm 100 þúsund krónur. — Arngr. Afli hefir verið sæmilegur á ísafirði iindanfarið. Þrír laf sam- vinnubátunum komu að í gær. Allir með dágóðan afla. Dánarfregn. Hans Einarsson cand. phil. kennari á fsafirði and- aðist í gærmorgun. Hans heitinn var ástsæll og virtur af öllum, sem hann þektu. — Arngr. Hjálparstöð Líknar fyrir barns- hafandi konur er opin fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. FRAMHALD AF ÞRIÐJU SÍÐU firmans og kann jeg yður þakkir fyrir það. — En vel á minst, bætir forstjór inn við. Því miður hefi jeg mjer til mikilla leiðenda sjeð, að í blaði yðar 11. des. f. á. segir, að bíla- hjólbarðar þeir, sem Bifreiða- einkasalan selur sje ljeleg vara. Firma mitt er að vísu ekki nefnt í því sambandi, en ummæli þessi hafa — því miður — gefið ástæðu til misskilnings hjá fólki. Jeg vona hinsvegar, að þessum ummælum hafi ekki verið beint til firma míns. f sambandi við þetta samtal for- stjórans, var lionum tjáð hvernig á áðurgreindum ummælum hefði staðið. Hörð ádeila hafði verið gerð á Alþingi á Bifreiðaeinkasölu ríkisins, sem Morgunblaðið skýrði frá þá þegar og síðar, m. a- þann 11. des. En það kviaðst tíðindamaður Morgunblaðsins getað fullvissað forstjórann um, að tilgangur blaðs ins hafi alls ekki verið sá, að hnekkja á neinn hátt Pirelli-verk- smiðjunni, enda var hún e'kki nefnd á nafn í greininni. — Mjer þykir vænt um að heyra þetta, segir forstjórinn, því að það má öllum vera ljóst, að firma mitt hefði aldrei getað orðið eitt hið stærsta og þektasta framleiðslu firma þessarar vörutegundar, ef vörumar væru ekki samkepnis- hæfar, að gæðum og verði. ■I Happdratti Háskóla I§land§. 5000 vinningar -1 miljon og 50 þúsund krónur. Fimti hver hlutur fær vinning. Yinningarnir eru útsvars- og tekjuskattsfrjálsir. Leitið upplýsinga hjá umboðsmönnum happdrættisins: Anna Ásmundsdóttir og Guðrún Björnsdóttir, Túngötu 3, sími 4380. Dagbjartur Sigurðsson, Vesturgötu 45, sími 2414. Einar Eyjólfsson, Týsgötu 1, sími 3586. Elís Jónsson, Reykjavíkurveg 5, sími 4970. Helgi Sívertsen, Austurstræti 12, sími 3582. Jörgen Hansen, Laufásveg 61, sími 3484. Maren Pjetursdóttir, Laugaveg 66, sími 4010. Stefán A. Pálsson & Sigbjörn Ármann, Varðarhúsinu, sími 3244. I Hafnarfirði: Valdimar Long, sími 9288. Verslun Þorvaldar Bjarnasonar, sími 9310. 'VS-a' Hilmir fór á veiðar á sunnu- daginn. Esja fór í strandferð s. 1. sunnu- dag. „Alt Heidelberg“ 10 sinnum. Hinn vinsæli leikur Alt Heidel- berg verður sýndur í kvöld. Er það í 10. sinn se'm Karlakór Reykja víkur sýnir leikritið. Eimskip. Gullfoss fór frá Leith í gærkvöldi á leið til Vestmanna- eyja. Goðafoss fór frá Hamborg í gær á leið til Hull. Dettifoss var á Akureyri í gær. Brúarfoss fer vestur og norður í kvöld, auka- hafnir Sauðárkrókur, Húsavík og Bakki. Lagarfoss er á leið til Austfjarða frá Leith. Selfoss fór frá Grimsby í gærkvöldi á leið til Antwerpen. Nefnd styrktarsjóðs sjúklinga í Kópavogi hefir beðið Morgunblað- ið að færa Hringkonum bestu þakkir fyrir 100 króna gjöf í styrktarsjóð sjúklinga í Hressing- arhælinu í Kópavogi. Hljómsveit F. í. H„ undir stjórn Bjarna Böðvarssonar, skemti sjúkl ingum á Vífilsstöðum á sunnudag- inn var með hljóðfæraleik. — Hefir Morgunblaðið verið beðið að flytja þeim bestu þakkir fyrir komuna. Unga ísland, febrúarheftið af blaðinu e’r nýkomið út. í því er fyrst æfintýrasjónleikur í 3 þátt- um, þá er framhaldsgrein um samgöngur og samgöngufæri (með fallegri mynd af skipinu Detti- fossi), sumarminning úr Langadal sem heitir „Fjallganga", framhald af sögu Ólafs Jóh. Sigurðssonar: „Við skulum róa í rökkrinu“, myndir af nokkrum þektustu leik- urum íslands o. m. fl. Mánudaginn 24. þ. m. heldu skátaf jelögin í Reykjavík hina árlegu skemtun sína í Iðnó. Fór hún í alla staði vel fram og varð Kaupið miöa I dag. - Sjaldan hlýtur hikandi happ. Húseigendup. Látið ekki gusta lengur inn með hurðum og gluggum. Við þjettum þá fullkomlega með málmþjettilistum, sem hafa þrotlaust fjað- urmagn. Leitið nánari upplýsinga. XrjesmlllfaD Fjölnir, við Bröttugötu. Sími 2336. áhorfendum til mikillar ánægju, og skátum til mikils sóma, efnda var hún vel undirbúin af þeirra hálfu. Fjöldi fólks varð frá að hverfa vegna hinnar miklu að- sóknar, og sífelt berast óskir um það, að skemtunin verði endur- tekin. — En vegna þess, að allar þær raddir ná ekki til eýma skemtinefndinni, er hjer með fyr- ir hönd margra, sem ekki komust á skemtunina s. 1. mánudag, skor- ;að á nefndina að endurtaka hana ef mögulegt e'r á næstunni. — Um leið skal bæjarbiium bent á þessa góðu og ódýru skemt.un, ef hún verður endurtekin, því að enginn mun sjá eftir því að um leið og hann ske'mtir sjer, þá styrkir hann hina bestu uppeldisstofnun heimsins, skátahreyfingun. Z—X Utvarpið: Þriðjudagur 3. mars. 7,45 Morgunleikfimi. 8,00 Enskukensla. 8,25 Dönskukensla. 10,00 Veðurfregnir. 12,00 Hádegisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,10 Ve'ðurfregnir. „í hug hans var sólskin og hjartað var ungt, þá heim kom hún til hans — sorgin. Og fótatak hennar fanst honum þungt, sem fallandi harma borgin“. Eigið þjer Ljómæli Einars H. Kvaran? Það er eiguleg bók, þótt hún sje ekki stór. 19,20 Þingfrjettir. Hljómplötur: Ljett lög. 19,45 Frjettir. 20,15 Trúmálaerindi, V: Trú og vísindi (dr. Guðm. Finnbogason landsbókavörður). 20,40 • Symfóníutónleikar: a Beet- hoven: Coriolan-forleilturinn; b), Hándel: Messías; c) Mozart': Divertimento; d) Brahms: Sym- fónía í c-moll. (Dagskrá lokið um kl. 22,30).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.