Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 3
Þriðjudaginn 3. mars. 1936. MORG JNBLAÐIÐ 3 Pirelli kaupir saltiisk af íslend- Fiskimálanefnd bannar að ingum fyrir 350 þús. krónur. seija fisk til Ameríku! i Úlfaldalest i Abyssiníu. 'Vegirnir eru ]>annig í Abyssiníu að víðast verður ekki öðrum „farartækjum“ við komið en úlföldum. Hjer sje'st úlfaldalest á leiðinni með vistir tif ítölsku liersveitanna. I vörusKiftum fyrir bílagúmmí. Samtal við Tito Livio forstjóra. Fyrir skömmu kom hing- að herra Tito Lávio, for- stjóri fyrir Kaupmannahafn arútibúi Pirelli verksmiðj- unnar í Mílano. MoiigÖnbÍaðið hafði heyrt, að erihdi h’r. Tito Livio hing- að að hessu sinni væri bað, að gera samninga um vöru- skifti.- við Bifreiðaeinkasölu ríkisins, hannig, að Pirelli tæki saltfisk af okkur íslend ingum f.yrir andvirði hjól- barða, Serír Bifreiðaeinkasal- an tæki hjá Pirelli-verksmiðj unni. Til þess að fá nánari fregnir af þessu, sneri tíðindamaður Morg anblaðsins sjer til hr. Tito Livio forstjófa og spurði hann, hvað gengi með þessi vöruskifti. — i’egar jeg var hjer í haust í erindum firma míns, segir for- stjórinri, voru mjer ljósir erfið- leikar þeir, sem fslendingar eiga nú við_ að stríða, í sambandi við uúanríki'sverslunina. Sjerstaklega urðu erfiðleikar ykkar miklir, eft- ir að hert var svo á kröfunum svo að segja frá hverju landi, að heimtuð voru jafnaðarviðskifti milli landanna. Og þar sem þetta gildir fyrst og fremst fyrir þau lSnd, sem kaupa saltfiskinn af ykkur, verða erfiðleikar ykkar enn meiri. Þess vegna ásetti jeg mjer, se'g- ir forstjórinn ennfremur, að reyna að koma því til leiðar, að firma mitt tffiki saltfisk af íslendingum npp í greiðslur fyrir þær vörur, er það selur hingað til landsins. — Og hvernig hefir þetta geng- ið? — Vel, segir forstjórinn. Samn- ingar um þetta eru nú að heita má fullgerðir,' þánnig, að allar þær gúmmivörur, sem firmað selur til íslands á þes3u ári verða greiddar með aridvirði íslensks saltfisks, sem seldur verður í ftaliu. — Hve mikilli upphæð nemur þetta á þessu ári? spyr tíðinda- maður blaðsins. —- Nálægt 350 þús. króna, svar- ar forstjórinn og bætir við: Þótt ekki sje langt síðan þið íslending- ar fóruð að nota híla, hafið þið fljótt komið auga á nytsemi þeirra. Miðað við staðhætti og fólksfjölda má segja, að íslend- ingar sjeu meðal þeirra þjóða,' sem mest nota þessi ágætu farartæki. Talið berst nú að firmanu Pirelli. — Þjer hafið sagði forstjórinn í því samhandi sýnt firma mínu þá velvild, að skýra lesendum blaðs yðar, þ. 5. des. f. á. frá starfsemi, framle'iðslu og sögu FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Barn dettur í sjóðandi vatn. HÚSAVÍK, MÁNUDAG. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS f vikunni sem leið vildi ]>að slys til að Svínadal í Norður- Þingeyjarsýslu, að drengur á fjórða ári datt ofan í pott, sem fullur var af sjóðandi vatni. Drengurinn skaðbrendist á baki og lærum. Vegna illrar færðar var ekki hægt að ná í lækni fyr en dæg- ur var liðið frá því að slysið vikli til. Barnið var á lífi þe'gar sein- ast frjettist. Egill. Lömunarveiki i Eyjafirði. Unglingspiltur bættule^a veikur. AKUREYRI, MÁNUDAG. EINKASKEYTI TIL MORG UNBLAÐSINS. ömunarveiki hefir komið upp á Einarsstöðum í Kræklinga- hlíð. Þrjú systkini á bænum hafa tekið veikina. Eitt systkinanna, unglingspilt- ur, er hættulega véikur og óttast menn um líf hans. Hin tvö systkini hians eru á batavegi. Kn. Rúmlega 400 manns í Skíðaskálanum um helgina. A fimta hundrað manns komu í Skíðaskálann s. 1. simnu- dag. — Skíðafæri var ekki gott, nema* helst í Instadal, þar voru dágóðar skíðabrekkur. Eins og frá var skýrt hjer í blaðinu á sunnudaginn helt Skíða- fjelagið upp á 21 árs afmæli sitt með hófi í skála sínum í Hvera- dölum s. 1. laugardag. Eitir borðhaldið, sem var hið ánægjulegasta skemtu menn sjer við dans til klukkan 2 um nótt- ina, en þá fóru seinustu bílar í bæinn. Um 60 manns gistu um nóttina í Skálanum og fóru á skíðum daginn eftir, auk þess komu eins og áður er sagt um 400 manns' upp eftir á sunnudaginn. í fyrrinótt snjóaði töluvert og var 4 stiga frost við Skíðaskálann í gærmorgun. Ef sama veðrátta belst, má búast við góðu skíðafæri um næstu belgi. Innbrot í „Sanitas". Tnnbrot var framið í geymslu- skúra gosdrykkjaverksmiðjimn ar „Sanitas“ við Lindargötu, núna um helgina. Stolið var um 200 tómum flösk- bim. Brotist var inn með þeim hætti, að brotnar voru láshespur. Málið er í rarinsókn hjá- lög- re'glunni. S. I. F. getur selt fiskinn í New York. En Hjeðinn kemur í veg fyrir soluna. Öfund Fisbimálanefndar til S. í. F. Tp1 FTIR að Kristján Einarsson kom heim úr Ameríkuför sinni, fór hann strax fyrir hönd S. I. F. að undirbúa reynslusendingar til við- skiftasambanda þeirra, sem hann hafði útvegað í Bandaríkjunum. Sænska frystihúsið og Espholin tóku á móti fiski til frystingar og var sá hluti, er sænska frystihúsið hafði fryst, sendur hjeðan í febrúar- byrjun. ____ En þann hluta af sýn- ishornunum, sem Esp- holin hafði fryst tók Fiskimálanefnd og hefir ekki enn skilað hvorki fiskinum nje andvirði hans. Er engu líkara en að Hjeðni Valdimarssyni hafi þótt það mjög ískyggilegt athæfi, að undirbúa þessa sýnishornasend- ingu! Þegar eftir að sýnishornin frá sænska frystihúsinu voru farin, undirbjó S. í. F. leigu á skipi, smíði á kössum, fryst- ingu á fiski og hlutaðist til um að bátar úr Reykjavík færu þegar að veiða í fyrirhugaðan 200 tonna farm. En umboðs- menn S. I. F. í Bandaríkjunum höfðu ráðlagt að senda þennan farm svo fljótt sem því yrði við komið. Nú þurfti S. í. F. að fá leyfi Fiskimálanefndar til þess að flytja farminn út. Var því á- kveðið, að sækja um útflutn- ingsleyfi. Jafnframt var ákveð- ið, fyrir tilmæli Hjeðins Valdi- marssonar, að leita samvinnu um málið við Fiskimálanefnd. En þegar hjer var komið mál um tók Fiskimálanefnd sig til og stöðvaði allar frekari fram- kvæmdir. — Kvaðst hún nú mundu taka málið í sínar hend- ur, þar sem hún hefði nú trygt sjer fjárframlag frá ríkisstjórn inni til að standast allan kostn- að af sendingu farmsins. lega metin, þegar þess er gætt að hann á sæti í stjórn S. í. F. Nú hafði verið gert ráð fyrir því að fiskfarmurinn yrði að fara óseldur. En þegar sýníshorn S. í. F. komu fram, reyndust þau svo vel, að fullar líkur voru fyrir því, að hægt yrðl að selja all- an farminn fyrir fram. Var nú Fiskimálanefnd bent á þetta breytta viðhorf, og eft- ir mikið stapp, leyfði hún loks S. í. F. með mestu ólund, að selja — ekki allan farminn — heldur 50 tonn á New York markað, 50 tonn á Chicago- markað, og 30 tonn á Boston- markað, eða alls 130 tonn af þeim 200 tonnum, sem nú var að ræða. Umboðsmaður S. f. F. í New York, seldi sín 50 tonn, sama daginn og hann fekk leyfi til þess og bað um leyfi til frekari sölu. Þessi 50 tonn seldi hann The Great Atlantic and Pacific tea company, en fjelag þetta er stærsta stofnun sinnar tegund- ar í Bandaríkjunum og hefir hvorki meira nje minná en 15000 — fimtán þúsund mat- væla-útsölur í Bandaríkjunum. Þetta firma óskaði frekari kaupa og fór þá S. í. F. mjög eindregið fram á það við Fiski- málanefnd, að þessu firma yrðu seld þau 70 tonn, sem enn vár óráðstafað af farminum. ÞESSU VAR NEITA-Ð. Kemur drengskapur Hjeð- ins Valdimarssonar greini- lega fram í því, að þegar hann sjer á hve góðan rek spöl málið er komið í hönd um S. I. F., þá læðist hann á fund atvinnumálaráð- herra og fær hann til að lofa Fiskimálanefnd fjár- styrk í þessu skyni. Þetta gerir Hjeðinn einmitt í sömu andránni sem hann þyk- ist vera að leita „samvinnu“ um málið! Þessi framkoma Hjeðins gegn S. í. F., verður þó fyrst fylli- Hinir aðrir tveir umboðsmenn sem aðeins var gefinn 10 daga frestur til að selja sinn hluta, símuðu að þeim tíma liðnum að þeir gætu ekki selt fyrirfram í Chicago og Boston. Fór S. í. F. enn á ný fram á það við Fiski- málanefnd að New York um- boðsmanninum yrði heimilað að verða við óskum hins stóra firma, sem nefnt hefir verið um frekari kaup. En Fiskimálanefnd neitaði þessu harðlega, og tekur það FRAMHAUD Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.