Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.03.1936, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudaginn 3. mars. 1936. Skemtifundur Heimdallar. Einn af þeim bestu, sem haldinn hefir verið. T TETMDATiTjÍTR fjelag ungra ^ Sjálfstæðismanna helt fund í Oddfellowhúsinu s. 1. sunnudags- kröld. Á fundinum voru um 200 manns og þó urðu margir frá að hverfa sökum rúmle'ysis. Fundinn setti varaformaður fje- lagsins, Jón Agnars. Síðan flutti Gísli Sveinsson alþingism. snjalla ræðu og lagði út af erindinu í Havamálum: „Eldur er bestur með ýtasonum og sólarsýn“. Þá tók til máls Jón Pálmason, alþingism. frá Akri, og helt kvatningaræðu til æskunnar. Var máli hans vel tek- ið. Þeir Ámi Jónsson frá Múla og óskar Nórðmann skemtu með Gluntasöngvum, og síðar um nótt- ina sungu þeir Árni Jónsson frá Múla og Jakob Havste'en nokkur Gluntalög. Áheyrendur ljetu óspart hrifn- ingu sína í ljósi. Ætlaði lófa- klappinu aldrei að linna og urðu söngvaramir að syngja mörg aukalög. Að lokum var dans stíginn langt fram á nótt. Var alment mál manna, er fund þenna sóttu að þetta væri einn besti skemtifundur, sem haldinn hefir verið innan fjelagsins og hafa þó margir ágætir skemti- fundir verið haldnir á undanföm- «m árum. Mestu trjárekar í manna minnum á Tjörnesi. HÚSAVÍK, MÁNUDAG. EINKASKEYTI TIL * MORGUNBLAÐSINS. "O rjettir af Tjörnesi herma að meiri trjáreki sje orðinn þar £ vpíur en dæmi eru til í manna minqum. Á 'Sandhólum hefir rekið 8Ö til 100 trje. Á Máná hefir rekið hátt upp í 200 trje, sum geysistór, flest um 18—30 fet. Á flestum bæjum á Tjöraesi hefir verið einhver reki í vetur. Reka- viðurinn er mjög líkur að stærð, hvar sem hann rekur. Egill. EGGGRT CLAES8EK feæstarjettarmálaflutningsmaðxir. Skrifstofa: Oddfellowhúsið, Vonarstræti 10. ýlpngangur um austurdyr). Orð úr viðskiftamáli w ómissandi hverjum þeim, er kunna viH íslenskt versl- unarmál. Nokkur eintök fást á af- greislu Morgunblaðsins. Árásir „Bjarma“. í Morgnnblaðinu 28. febr. s. 1., birtist grein e'ftir síra Háldan Helgason að Mosfelli, með fyrir- sögninni: „Árásir „Bjarma“ á síra Áma Sigurðsson, fríkirkjuprest“. Tilefni greinarinnar e'r forystu- grein sú, er birtist í 4. tbl. Bjarma og nefndist „Spíritismi“. Tilgang- urin.a með grein prestsins er sá, að því er vjer best fáum sjeð að sýna fram á, að Fríkirkjusöfnuð- urinn sje1 talinn innan hinnar ís- lensku kirkju, og að síra Á. S. eins og aðrir prestar, hafi leyfi til þess „að láta í ljósi skoðun sína á því, hvað hefði orðið íslensku kirkjunni til þrifa eða hnekkis“, — án þess að þeir væru álitnir hrifsa umhoð úr höndum annara. Vjer viljum taka þetta fram: Grein prestsins hrekur ekkert af því, sem vjer sögðum og gengur algerlega fram hjá kjarna málsins. Vjer segjum hvergi í greininni, að fríkirkjan sje ekki talin innan hinnar íslensku kirkju. Þessi skoð- un virðist hafa komist inn hjá pre'stinum við það, aS vjer sögð- ’ um, að síra Á. S. hefði ekki leyfi til þess að kaga orðum sinum eins og hann gerði, meðan herra bisk- upinn eða dómkirkjupresturinn, sem er prófastur (og þar með æðri e'n prestur), eða meiri hluti presta hinnar íslensku kirkju, hefðu ekki látið þessa skoðun í Ijósi. Að vjer höguðum orðum vorum þannig, stafar af því, að vjer sjáum ekki betur en þótt síra Á. S. sje innan hinnar íslensku kirkju, þá sje hann þó glæsile'gur minnihluti hennar. Hjer hefir þaS vilt síra H. H., að vjer gerðum greinarmun á Þjóðkirkju- og út- an þjóðkirkju-prestum. Hvað því viðvíkur, að síra Á. S. sje frjálst að láta skoðun sína í ljósi, viljum vjer benda á það, að í grein vorri tökum vjer það skýrt fram, að „í sjálfu sjet er ekkert við því að segja, að síra Á. S. taki ákveðna afstöðu til spíritismans og láti þaS hreinlega í ljósi, þegar honum finst þaS sjer staklega viðeigandi“. En hitt sögð- um vjer og höldum fast við það, að hann sem þjónn kirkjunnar he'fir ekkert leyfi til að gera það eins og hann gerði. Spíritisminn, að minsta kosti eins og hann er hjer á lándi, er í andstöðu við grundvallarkenningar kirkjunnar, og þá hefir prestur, sem vill vera sannur þjónn, ekki leyfi til þe'ss að leiða viðurstygð eyðingarinnar inn á helgan stað. Dýrkun síra H. H. á kenningarfrelsi presta innan kirkjunnar gagnvart valdi biskups og synodus er hættuleg. í því fyrirkomulagi liggur hin mikla hætta afskræmds fagnaðarerindis og agaleýsis, sem hlýtur að leiða til eyðileggingar hinnar sýnilegu kirkju, þótt aldrei verði sigmst á hinni sönnu. Að lokum. Hjer er ekki um per- sónulega árás á síra Á. S. að ræða frá vorri hálfu, heldur um mál- efnið. Að síra Á. S. varð fyrir „árásinni“ stafar af því, <að hann einn, þeirra pre'sta, sem vjer eig- um kost á að hlusta á, gaf tilefni til þess með því að leiða stefnuna í stólinn. Það þýðir ekki að setja prest í stöðu ranglega ofsótts manns fyrir það, að því er kröft- ugle'ga mótmælt, þegar hann legg- ur sjer við hjarta stefnur, and- stæðar kenningunni um hjálpræði Guðs fyrir fórn Jesú Krists. Ritstj. Bjarma. Sigrar ítala. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. hafi byrjað 27. febrúar, og sóttu ítalir að Abyssiníumönn- um bæði að norðan og sunnan. Orusta þessi stóð dögum , sam- an og var hin skæðasta, og lauk henni í gærdag með algerum sigri ítala. Ras Kassa og Ras Seyoum reyndu báðir að brjót- ast í gegnum herfylkingar I- tala og komast að baki þeim, en mættu ósigrandi mótstöðu. Sigurinn var svo alger, að heil- ar herfylkingar Abysiníumanna lögðu niður vopn sín, og er það í fyrsta sinn síðan ófriðurinn hófst, að slíkt hefir borið við. ÞaS er af sú tíðin þegar aðeins var farið í kaupstað- inn einu sinni til tvisvar á ári. Nú er þessu öðruvísi farið. Fjölbreyttari atvinna við sjávarsíðuna. Meiri peningar í umferð. í dag færum við yður dag- legar nauðsynjar heim á eld- húsborðið. Þó verslunarhættir sjeu nú með öðrum. hætti, þykir altaf búmannslegra að taka heldur meira en til dagsins, þó ýms- ir verði að haga innkaupum sínum eftir því sem ástæður leyfa. Flestir hafa meiri peninga- ráð í byxjun mánaðarins en endranær, og er þá góður vani að kippa heldur ríflega til sín af matartægi, því eins og gefur að skilja verður það altaf heldur að setja í fyrirrúmi. Já, nú tekur kaupstaðar- ferðin ekki marga daga, við færum yður þetta heim, svo að segja samstundis. CUÍÍRllStdi, Höfnml flestallar algengar Bókf ærslubækur svo sem: íöfuðbækur, Kladda, Dag- bækur o. fl. Ennfremur allskonar ritfönff. Bókavers lun Þór. R Þoiiák«sonar Bankastræti 11. Sími 3359 Þýskakensla. Brjefaskriftir og þýðingar á þýsku Bruno Kress, Dr. des. Austurstræti 14. Frá 12—1 og 7—8 í síma 3227. Eftirköst japonsku uppreisnarinnar. Foringi uppreisnar- manna fremur sjálfsmorð. KAUPMANNAHÖFN í GÆE. EINKASKEYTI TIL MORGUNBLAÐSINS. Opinberlega hefir það verið tilkynt í Tokio, að foringi uppreisnar- manna Nonaka, hafi framið sjálfsmorð. Aðrir liðsforingjar úr hern- um, sem þátt tóku í uppreisn- inni hafa 'verið settir í varðhald Óbreyttir liðsmenn í liði upp- reisnarmanna sitja í varðhaldi á setuliðsstoðvum sínum. Páll. Stríðsundirbúningur Breta. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. jafnframt endurvígbún- aðinum farnir að gera ýmsar varúðarráðstaf- anir til þess að skjóta fyrir það loku að hægt verði að svelta þá með því að loka höfnum þeirra (Blockade). Er búist við að stjórnin muni leggja á það mikið kapp, að landbúnaðarframleiðslan verði aukin. Ennfremur er búist við að bygð verði stór frystihús í öllum þýðingarmestu innflutn ingshafnar borgunum. — Þar verður safnað birgðum af mat- vælum. Ódýrar vðr Matskeiðar frá ur. 0,20. Matgaflar frá 0,20. Teskeiðar frá 0,10. Vatnsglös frá 0,30. Vínglös frá 0,60. Deserdiskar frá 0,35. Asjettnr, gler, frá 0,25. Bamakönnur frá o Ol p Sjálfblekungasett á 1,50 Litunarkassar, barna 0,35. Höfuðkambar, fílabem 1,25. Höfuðkambar, svartir 0,35. Hárgreiður frá 0,50. Handsápur frá 0,40, K. Finarsson & B|$rnsson. Bankastræti 11. Hjeðinn og S. I. F. FRAMHALD AF ÞRIÐJU SÍÐU. skýrt fram, að hún telji sig ekki bundna við neinar frekari sölur S. f. F. á þessum farmi. Neyddist því S. 1. F. til að síma öllum umboðsmönnum sínum um að stöðva allar frek- ari sölur í bili.- Hjer hefir í afar fáum drátt- um verið rakin sagan af fram- komu Fiskimálanefndar gegxt Sölusambandinu, þeirri stofnun, sem íslenskir fiskframleiðendur hafa sjálfir stofnað og eiga sjálfir. Saga þessi er ótrúleg, én samt er hún sonn. Fiskiínálanefnd hefir verið ætlað það hlutverk að styðja nýjar markaðstílraun- ir. Hún hefir miljpn króna til umráða í þessu skyni. Það er lagaleg skylda hennar að greiða fyrir nýjum verkunarað- ferðum og sölu á fiski. Yfirgangur og afskifti eins manns veldur því, að þessi stofnun, bregst að öllu skyld- um sínum og eyðiléggur þær tilraunir, sem hæfasta stofnun landsins í þessum málum vildi gera. Menn vita, að ástæðan til þessa ofbeldis Hjeðins olíusala er engin önnur en sú, að hon- um var ljóst að Fiskimálanefnd hafði fyrirgert öllum tilveru- rjetti sínum. Þess vegna sölsar hann undir sig árangur af ötarfl annara manna, og bætir því svo ofan á alt áð níða þésðá menn í skrifum sínum og bera þá. röngum sökum. Fiskmarkaðurinn í Banda- ríkjunum er vafalaust merk- asta nýjungin í fisksölumál- unum nú sem stendur. For- maður þeirrar stofnunar sem þjóðin hefir falið, að beitast fyrir slíkum nýjungum, hef- ir gerst mesti óþurftarmað- ur málsins, spilt því af fremsta megni, og ekki hik- að við að tefla því í hættu. Jón Gíslason verkfr. fór utaa með Lyra síðast til að sjá uni við- gerð botnvörpungsins „Andri“, sem strandaði við England nýlega. Sveinbjörn Egilsson ritstjóri hefir mianna mest barist fyrir því að sjómenn kynn sjer sín verk þe'g ar um borð er komið. Hefir hann ritað margt um það, og auk þess liefir hann kent mörguni monnum ýmislegt, sein lýtur að vinnu sjó- manna: um borð við segla og reiðagerð. He'fir áður verið sagt frá því í Morgunblaðinu. Nú hef- ir Reiða og seglameistarafjelag íslands lieiðnað Sveinbjörn fyrir þetta starf hans á aðalfundi sín- um, sem haldinn var 22. febmar, ineð því að gena hann að heiðurs- fjelaga sínum. Samvinnubyggingafjelagið „Síminn“. Aðalfundar -- f jelagsins verður haldinn annað kvöld (miðvikud.) 4. þ. m., kl. 21 á lesstofu F. f. S. í Landssímahúsinu við Thorvald- sensstræti. — Dagskrá samkvæmt fjelagslögum. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.