Morgunblaðið - 02.07.1936, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.07.1936, Blaðsíða 3
2. júlí 1936. MORGUNBLAÐIÐ Sænska vikan: Forsætis- og tlota Dana væntanlf malaraonerrar igir hingað Veisla ríkisstjórnar- innar að Hótel Borg mpn vim >qr fvriríptlflnir“ Próf. Tunberg: Um sögu hinnar II10U jjJIIIC IQl IJIIIWllullll ■ norrænu samhygðar. Danskar flngvjelar eiga að annast landhelgisgæslu við ísland! RAUÐA stjórnin, sem nú fer með völdin hjer á landi, ætlar ekki að gera enda- slept niðurrifsstarfið í landhelgisgæslunni. , Fyrsta skrefið er, að selja út úr landinu annað fullkomna varðskipið, sem þjóðin hafði eignast. Annað skrefið er, að atvinnumálaráðherra flýr í utanför sinni á náðir dönsku stjórn- arinnar og biður hana að annast gæsluna við strendur la'ndsins! Og nú er Stauning forsætisráðherra tDana væntanlegur hingað næstu daga og ^með honum flotamálaráð- herrann, og hafa þeir „ýmsar fyrirætlanir“ í sambandi við landhelg- isgæsluna. Utanför atvinnu- málaráðherra. Eins og kunnugt er fór Har- aldur Guðmundsson atvinnu- málaráðherra utan skömmu eft- ir þinglokin í vor. Hann hljóp burtu á einhverju alvarlegasta augnablikinu, sem komið hefir yfir atvinnulíf þjóðarinnar, þar sem fyrir dyrum lá álger stöðv- un síldveiðiflotans, vegna þess gerræðis, sem valdhafarnir beittu útgerðarmenn og sjó- menn. Þetta alvarlega augna- blik valdi atvinnumálaráðherr- ann til utanfarar og fól Finni Jónssyni forsjá síldarmálanna! Eigi var mönnum kunnugt þá, hvaða erindi ráðherrann átti utan, sem var svo brýnt, að hann varð að hlaupa frá á þessu alvarlega augnabliki. En nú er upplýst, hvert er- indið var. íslandsför Staunings. í einkaskeyti því til útvarps- ins, frá Khöfn, sem birtist hjer í blaðinu, er sagt frá fyrir- hugaðri íslandsför Staunings, forsætisráðherra Dana, sem ráð- gerð er í þessum mánuði. Stauning forsætisráðherra hefir sagt í viðtali við danska blaðið Politiken, að hann fari til Islands „samkvæmt loforði", er hann hafi gefið 1935. Erind- ið til Islands sje, ,,að ræða þar ýms mál, er sameiginlega snerti hagsmuni Islands og Danmerk- ur, einkum á viðskiftasviðinu, svo og gagnkvæm rjettindi danskra og íslenskra þegna“. Ennfremur segir í skeytinu: „Hann (þ. e. Stauning) skýr- ir og frá því, að hann hafi með höndum ýmsar fyrirætlanir um að nota flugvjelar við landhelg- isgæslustarfið hjer við ísland, auk gæsluskips þess, er Danir hafa hjer, og sje því eðlilegt, að flotamálaráðherrann og em- bættismenn þeir, sem með mál flotans fara, komi til íslands og kynni sjer aðstöður og ástæð- ur“. Samtal við Hermann Jónasson forsætisráðherra. Þegar Morgunblaðið fekk þetta merkilega skeyti í hend- ur, hringdi ritstj. blaðsins til Hermanns Jónassonar forsætis- ráðherra, sem er yfirmaður. landhelgisgæslunnar hjer, las fyrir honum skeytið og spurði, hvað ráðherrann hefði að segja um skeytið. Forsætisráðherrann kvað það rjett hermt, að Stauning for- sætisráðherra Dana kæmi hing- að til þess, fyrst og fremst, að ræða um viðskiftamál land- anna. íslendingar væru mjög óánægðir yfir því, hve ójöfn viðskiftin væru og vildu fá þar lagfæringu á. En viðvíkjandi síðari hluta skeytisins — landhelgisgæsl- unni — sagði forsætisráðherra, að hann væri því atriði ekki eins kunnugur, en sagði, að atvinnumálaráðherrann hefði i utanför sinni farið fram á það við dönsku stjórnina, að fá hingað flugvjelar til landhelgis- gæslu og til notkunar við síldarleit. Morgunblaðið reyndi nú að ná tali af atvinnumálaráðherra, en það tókst ekki. Þess gerist heldur ekki þörf, því skýring forsætisráðherra er alveg full- nægjandi. Sven Tunberg, flutti fyrírlestur í gær. Hjalmar Lindroth, talaði í '’tvarpið í gær. Hjarta Norðurlanda. „Vegna legu landsins er ekki hægt að segja að ísland sje miðstöð norrænnar menn- ingar“. „En víð getutn kallað það hjarta norrænnar menningar, því að hvergi finnur maður æðaslög hins norræna kyn- stofns slá jafn ört og einmitt hjer“. — Próf. Tunberg í fyrir- lestri sínum í gær. Fyrirætlanir Staunings. Khöfn, 30. júní. FÚ. STAUNING forsætisráðherra Dana segir í viðtali við blaðamenn frá „Politiken" í dag, að hann fari til íslands samkvæmt loforði, sem hann hafi gefið 1935 um það, að koma til íslands og ræða þar ýms mál er sameiginlega snerti hagsmuni Islands og Danmerk- ur, einkum á viðskiftasviðinu, og að því er snerti gagnkvæm rjettindi danskra og íslenskra þegna. Hann skýrir og frá því, að hann hafi með höndum ýmsar fyrirætlanir um að nota flug- vjelar við landhelgisgæslustarf- ið hjer við Island, auk gæslu- skips þess er Danir hafa hjer, og sje því eðlilegt, að flota- málaráðherrann og embættis- menn þeir, sem með mál flot- ans fara, komi til íslands og kynni sjer aðstöður og ástæður. FRAMHALD Á SJÖTTU SÍÐU. Aðalfundur Læknafjelags ís- lands hefst kl. 4 síðdegis á morg- un í Rannsóknarstofu Háskólans. Mörg merkileg erindi verða flutt á fundinum. Thorsten Ohde, kemur með íslandi í dag. Enn hamlar þoka sildveiðum. Síld dfúpt af Skaga. C varta þoka var út af ^ Siglufirði í gær og durab- ungs veður víðast hvar fyr- ir Norðurlandi. í gær var töluverð síld uppi vestan við Grímsey og á Grímseyj- arsundi, en slæmt skygni spilti fyrir veiði. Samt fengu mörg skip slatta og sum mikið. 1 gærmorgun frjettist af mikilli síld djúpt af Skaga og fóru tog- ararnir og stærri skip þangað. Areiðanlegar fregnir af því, hvern- ig þeim gekk, voru ekki komnar í gærkvöldi. Nokkur skip ringu síld á Húnaflóa, en voru ekki komin til hafnar. Þessi skip komu til Siglufjarðar í gær og fyrrinótt : IDOMLEGA hundrað ■■■*’ manns sátu veislu ríkisstjórnarinnar að Hótel Borg í fyrra- kvöld, sem haldin var vegna sænsku vikunn- ar. Var þar glatt á hjalla. Undir þorðum Voru fluttar tvær ræður og sungin sænsk og íslensk lög. í miðjum hópi sæirtku stúd- entasöngvaranna var borgar- stjóri, Pjetur Halldórsson, og söng með þeim hvert lagíð af öðru. Veislan hófst kl. 9. Meðal þátttakenda voru allir hinir sænsku gestir og sendiherrar! Norðurlandaþjóðanná'. Af íslendingum þáðu boð rík- isstjórnarinnar, móttökunéfnd sænsku vikunnar, nókkrir þing- menn og blaðamenril Undir borðum kélt Hermann Jónasson forsætisráðherra ræðu fyrir minni Svíþjóðar. Mintí hann á kvæði skáldajofuirsíns Matthíasar Jochumssonar" ,,Þú söguríka Svíabygð“ og lýkti þeirri hlýju vínattu, sem I'slénd- ingar hefðu jafnan börið til Svía. Ivar Wennerström, fyrver- andi landvarnaráðlierrá Sýía og fulltrúi sænsku ríkisstjórnarinn-' ar á „vikunni“, mælti fyrir minni Islands. Wennerström gat þéss m. a. að nýlega hefði orðið stjórnar- skifti í Svíþjóð. Stjórna'rSkifti hefðu engin áhrif á hina' hlýju vináttu sem Svíar báéri til Ts- lendinga. Vináttan vseri jöfn hjá öllum flokkum. Til marks um þáð vöeri, að hin nýja sænska stjórn hafi sent hann, andstæðing éinn í stjórnmálum, til þess að vera fulltrúi hennar á sænsku vik- unni. Veislan stóð langt fram eftir nóttu. Mbl. var tjáð síð hún hefði staðið til kl. 4. Eri' riúmir segja að hún hafi staðið miklu lengur. í gær skoðuðu gestir vorir Reykjavíkurbæ og það sem hann hefir að geyma markVert; en ekki er fært í annála hfé snemma dagurinn var tekinn. Nóttin var svo „björt“. I gærkvöldi kl. 6 flutti hr. Sven Tunberg rektot háskólans í Stokkhólmi erindi í Kaup- þingssalnum um „sögu hinnar norrænu samhygðar“. Sigurður Nordal prófessor bauð hinn góða gest velkominn. Gat prófessor Nordal þess, að Tunberg væri frá Sköru í Sví- þjóð. „Þá menn köljum vjer FRAMJBL Á SJÖTTU SÍÐU FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.