Morgunblaðið - 02.07.1936, Blaðsíða 7
fimtudaginn 2. júlí 1936.
MCf.GU^BLAÐlÐ
, :* .- "-•¦¦' ••>.-. ..¦••
,<w
I
FRAMH. AF ÞEIÐJU SfDU.
skörunga", sagði Nordal. (Fögn
uður).
, Tunberg hefir verið rektor
háskólans í Stokkholmi í 9 ár,
en hefir samhliða því samið
mörg og merk vísindarit.
Prófessor Tunberg rakti sögu
hinnar norrænu samhygðar frá
því um Kristsfæðingu og fram
á miðja þrettándu öld.
Þessu tímabili skifti hann í
fjögur smærri tímabil, frá
Kristsfæðingu til 400 e. Kr.,
frá 400—800, víkingaoldina og
„hina norrænu endurvakningu"
fram á miðja þrettándu öld.
Hánn lýsti því hvernig sam-
hygðin hefði farið vaxandi jafnt
og þjett þar til á Víkingaöld-
inni. Á þessu tímabili hefðu rík-
ih þrjú verið að mótast, Svíþjóð,
Noregur og Danmörk — og síð-
ast ísland.
Þjóðir þessar hafi átt sam-
éiginlega tungu, trú og kyn-
stófriinn hafi verið hinn sámi.
'SamhýgSin kom m. a. fram í
l>ví, sagði prófsesorinn og brostí,
að bætur fyrir norrænan mann
<voru 9 merkur silfurs, en ekki
nema 4 mérkur fyrir annara
bjóða ménn. (Þetta var þo að-
eins innskot!).
Fortíðinni lauk þannig að
¦öll skilyrði voru fyrir hendi til
þess að skapa samheldni milli
Norðurlandaþjóðanna.
En á næstu öldum f óru löndin
þrjú að huga meir að sínum
eigin málef num, hver fyrir sig.
Deilur risu milli þeirra, er þjóð-
armeðvitund þeirra varð ríkari.
En í byrjun þrettándu aldar
vaknaði hugsjónin um sam-
heldni þjóðanna að nýju með
Birgi jarl í Svíþjóð".
V.ar gerður góður rómur að ræðu
Tunbergs. Hafði fyrirlesturinn
staðið í þrjá stundarfjórðunga.
í gærkvöldi flutti próf. Hjalmar
Lindroth erindi í útvarpið, sem
hann kallaði: Þegar íslenskan var
talin móðir norðurlandamálanna.
Deginum luk með kynningar-
kvöldi í Oddfellowhúsinu.
Voni þar 200 manns, Svíar og
gestir úr sænsk-ísl. fjelaginu Sví-
þjóð. Asgeir Asgeirsson bauð gesti
velkomna, Veislan stóð til kl. 2.
Var mikið fjör, dansað og sungið
— og leikið! Meðan á borðhaldi
stóð var komið upp leiksviði á
annari hæð, las Aug. Falck leik-
hússtjóri upp úr verkum Strind-
bergs.
Nýr leiknemi kom fram á svið-
ið — sá tignasti sem Aug. Falck
hefir fengið til kenslu í 35 ára
leikstjórnarstarfi: prólfessor Tuin-
berg.
„Hjer er fjör, óvenjulegt fjör",
var það síðasta, sem Mbl. frjetti
áður en það fór í pressuna.
Nýr lax,
(lækkað verð).
Ný Nautalifur og
ágsetur Rabarbari.
Milnersbiið.
Laugaveg 48. Sími 1505.
00
„Stockholms Studeit-
sánoeríörbund"
er snildar-kór.
Hinn sænski stúdentakór viakti
geysimikla hrif ningu meðal áheyr-
enda í Gamla Bíó í fyrrakvöld.
Aður en þessir fyrstu tónleikar
kórsins hófust, söng „Karlakór
Reykjavíkur"«„Du gamla, du fria",
en Svíarnir svöruðu með „Ó, guð,
vors lands".
„Stoekholms Studentsángar-
förbund" er snildar-kór og Einar
Ralf er snildar-söngstjóri. Radd-
efni kórsins er eins og best getur
verið, og „Dieiplin" í svo góðu
lagi, að Hkast er því að söngstjór-
inn leiki á orgel og „registreri" frá
hinum veikasta „aeolinu"-blæ til
þrumandi básúnuhljóms.
Þessi kór staðfestir glæsilega
það orð, sem löngum hefir farið
af afburða karlakórssöng Svía.
Það er ekki æfinlega að karlakór-
ar, jafnvel þó góðir þyki, flytji
verðmæta list, en hjer svífur and-
inn yfir vötnunum, því að þrótt-
mikill listamaður, með fullkomna
stjórnaratækni, stýrir fylking á-
gætra söngmanna, sem kunna og
geta hlýtt hverri bendingu, hverju
augnaráði hins markvísa og djarfa
söngstjóra.
Kórinn flutti oss sænsk karla-
kórlög, eldri og nýrri. gum ivoru
gamlir, góðir kunningjar, sem
gaman var að heyra aftur. Hin
lögin vöktu þó engu síður hrifn-
ing áheyrenda, og má sjerstak-
lega nefna „Pá fjállet i sol" eftir
Peterson-Berger, „Sorgbudet" eftir
Pergament, „Under Lövet" eftir
Schönning og hina fögru „Vöggu-
vísu" eftir stjórnandlann, Einar
Ralf.
Pram úr röð bassianna steig Sig-
urd Björling og söng einsöng með
mikilli barytónrödd. Það var ekki
laust við að röddin yrði helst til
fyrirferðarmikil í „Vaggvisa" Rolfs,
en í „Sten Sture" var hjer sannur
hetjusöngvari á ferðinni og mikill
fyrir sjer.
„Sænsk vika" stendur nú yfir
þessa dagana í Reykjavík og
sænsk flögg blakta víðsvegar við
hún.
Við fögnum hinum sænsku gest-
um. Við fögnum hinum glæsilegu
fulltrúum mestu söngþjóðar Norð-
urlanda, Svía. P. f.
Dagbók.
1 i^'-i (
Hafnarffftrðiir
ðll skipin fara á veiðar
Togararnir Maí og Júpíter fóru
á ísfiskveiðar í gær.
Togarinn Sviði fór á síldveiðar í
fyrrakvöld, og hefir skipshöfnin
leigt hann til veiðanna.
Togarinn Andri fer í Slipp í dag
og síðan á ísfiskveiðar. Eru þá
öll Haínarfjarðarskipin farin á
veiðar.
Enskur togari kom í gær til þess
að skila af sjer fiskiskipstjóra, Jóni
Árnasyni frá Heimaskaga.
I.O.O.F. 5-H8728V2EE
Veðrið (miðvikud. kl. 11): Vind-
ur er víðast hægur hjer á landi og
vindstaða breytileg. Norðanlands
er bjartviðri en annars þykt loft
og sumstaðar lítilsháttar rigning
eða súld. Hiti er frá 9—16 st.
Veðurútlit í Rvík í d;ag: Hæg-
viðri. Urkomulaust.
Lágafellskirkja. Messað á Lága-
felli n.k. sunnudag, 5. júlí kl. 1.
Sænski stúdentakórinn söng í
annað sinn í Gamla Bíó í gær-
kvöldi við mjög góða aðsóka og
ágætar viðtökur. Næstu tónleik-
ar kórsins verða lannað kvöld í
Gamla Bíó.
Verkfall rafvirkja heldur áfram
og var engin lausn fengin í gær-
kvöldi. Byggingar í bænum stöðv-
ast nú smám saman, því að eng-
ar raflagnir fást lagðar í hús. Er
það því mjög bagalegt. ef ekki
fæst skjót lausn á þessa deilu.
3ja mánaða fangelsi fyrir skít-
kast.' Dómur er fallinn í skítkast-
málinu í Hafnarfirði. En því máli
var þannig háttað að menn t4ku að
kasta skít í bæjarfógetann á með-
an hann^yar ^ð^jbjóða.upp kýr á
uppboði fyrir . ógoldnu verðjöfn-
unargja.ldi. Tveir menn, sem tóku
þátt í skítkastinu, voru dæmdir í
þrigg3a mánaða fangelsi, við venju-
legt fangaviðurværi, óskilbrðsbund-
ið. Mennirnir, sem dæmdir voru,
heita Otto Björnsson og Sigurður
Einarsson.
Wigmore bjargað. Enska togar-
anum "Wigmore, sem strandaði á
Skallarifi við Skaga á sunnúdag-
inn var, hefir verið bjargað af
skerinu. Tókst varðskipinu „Ægir"
að draga skipið út á flóðinu i
fyrrakvöld.
Togararnir. Sviði kom í gær
vegna lítilsháttar bilunar og .fór
samdægurs aftur á veiðar. Belgaum
kom af veiðum í gærmorgun með
um 2000 körfur og fór aftur á
veiðar; Otur fór á ísfisksveiðar í
gær.
Kennaraprófi við Háskólann í
íslenskum fræðum lauk nýlega
Jóhann Sveinsson frá Flögu, með
1. einkunn, 94 stigum.
Sjúklingar á Laugarnesspítala
hafa beðið blaðið að færa þeim
Kjartani Bjarnasyni, lögreglu-
þjóni, og Jóni ísleifssyni kærar
þakkir fyrir komuna á spítalann
í fyrradag. Kjartan skemti sjúkl.
með söng og Jón ljek undir á
hljóðfæri.
Rúml. 60 þús. laxaseiði hafa
verið klakin út í klakhúsi fiski-
ræktarfjelagsins „Rangá" í vetur,
eftir því, sem formaður fjelagsins,
Björgvin Vigfússon skýrir frá.
Seiðin verða látin í Eystri-Rangá,
Ytri-Rangá, Hróarslæk og Stokka-
læk. (P.Ú.).
Happdrætti hjúkrunarkvenna.
Frestað verður að draga til 15.
september næstkomandi.
Frú Theodóra* Sveinsdóttir, mat-
reiðslukona, á sextugsafmæli í
dag. Frú Theodóra starfrækir nú
gistihúsið í Reykholti. Hinir
mörgu vinir hennar munu senda
henni hlýjar óskir á þessum merk-
isdegi hennar.
Veitingaskálinn við Gullfoss
hefir mi verið stækkaður og um-
bættur og tekur nú um 100 manns
í sæti. — Hjónin Sveinlaug Hall-
dórsdóttir 0g Sigurður Kristjáns-
son Ul Hafnarfirði anuast veit-
ingar. Hafa þau haft veitingar
við Gullfoss síðastliðin 3 sumr
ur. (F.Ú.).
Fagranes fer hjeðan til Akra-
ness kl. 4 í dag.
E.s. tyræ 'fer"í kvöld kl. 6 fil
Bergen.
Hvað vérðúí
um ítölsku
:i » SJ í, 1
London, 1. júlí. FÚ.
T T ö L S K U blaðamennirnir,
!¦¦ sem reknir voru út af fundi
l>jóðabandalagsins í gærkvöldi,
sátu í varðhaldi í nótt sem leið.
Þeim hefir nú verið bannaður
aðgangur að blaðamannasal
Þjóðabandalagsins, og skrifari
Þjóðabandalagsins hefir svift
þá heimild til allrar frjetta-
starfsemi i sambandi við fundi
stofnunarinnar.
Þá hefir blaðamannafjelagið
„Foreign Press Association"
haldið fund, og vítt harðlega
framkomu blaðamannanna, og
sent Abyssiníukeisára afsökán-
arbeiðni í nafni stjettárinnari
éti uní leið tekið fram, að ít-
Ölsku blaðamennírnir hafi ekki
verið meðlimir fjelagsins.
Athæfi ítölsku blaðamann-
anna sætir hörðum dómtim
------- fi^Blebrvfidrafiðl .ra ,8 í
hvarvetna um Evróput nenm
á ítalíu. ttisrf sÍTÖfnnjííi,,.
Frönsk blcið er^fateifeiar^ifí.
í garð blaðamannatnna'ínOtg 't^larK
dame Tabouis hikarv3kkl yið. að i
segja, að þeir, hafi koffii^,íf5»tiy
eins og þeirsgefð&><að be&ði Jfco
ölsku stjórnarinnar. Enda hefir,!
þeim í dag,.;bQpiffe,f«as0iygðl!r-
skeyti frá ý,tlji;ei^f^n|álaréð#>i,
herra ltala,/eg .ít<ölsk bi.í>ð;Sfigj%
að ekki ha|i vM&*Xý>fi,l$8 i>mr\
gætu þolað þegjandi þá óvirð-;
ingu, sem ítalíu van ,sýnd» <m«ð
því að leyfa keisa«aBumÆt8itaka .
til máls. ntoiifiíi ain& aöW
Það er á valdi si5issftesklí»i
stjórnarinnar, að\ ivísa -þlaða-
mönnunum úr landii ^ða- dæma
þá í tveggja ár&s-tnieð^i lengri
— f angelsisvist,. Rúist s&fí við ¦ a𠦦
þeim^verði vísag;'úriAíP#d.Ínfirí -m
j <$sz.h<íií ;HIy
Barnaverndarráðið. Út er. komin
skýrsla þess og nær yfir tímabilið
1. júlí 1932 til 31. desember 1935.
Er hún gefin út samkvæmt fyrir-
mælum, í 21. grein barnaverndar-
laganna. Mun það vera í fyrsta
skifti sem stutt ýfirlit yfir sögu
barnaheimiha á fslandi birtist í
einu lagi. Og það er aðalerindi
skýrslunnar: Að fræða lesendur
úm það, hvað gert hefir verið, og
hvetja þá til að sinna barnavemd-
armálum meir en áður. Er mikinn
fróðleik í skýrsluna að. sækja um
það hver þörf hefir verið á barna-
hælum og bamavernd hjer á landi.,
Parþegar með Goðafossi frá
Rvík í gær til Hull og Hamborgar:
Herr Ziegler og frú, Eiríkur Bene-
dikz o'g' frú, Sturla Friðriksson,
kaupm, Sigþrúður Friðriksdóttir,
frú Sigurlaug Einarsdóttir, Björg
Axelsdóttir. •'
Eimskip. Gullfoss er í Kaup-
mannahöfn, Goðafoss fór til Vest-
mannaeyja, Hull og Hamborgar í
gærkvöldi. Brúarfoss var á Hest-
eyri í gær. Dettifoss fór frá Hull
í fyrradag áleiðis til Vestm.eyja
og Reykjavíkur. Lagarfoss er í
Kaupmannahöfn. Selfoss er í
Reykjavík.
Hafþór, vjelbáturinn, sem strand
aði í Siglufirði, er frá Akranesi,
en ekki Hafþór frá Reykjavík.
Til Strandaxkirkju: frá ísfirð-
ing 10-kr., ónefndum (gamalt á-
heit) 5 kr., N. N. 10 kr., Kr. Jó-
hannsd. 5 kr., í. B. 2 kr.
Til fötluðu konunnar, frá E. S.
J. 5 kr., N. N 10 kr.
Útvarpið: - .
Pimtudagur 2. júlí.
10,00 Veðurfregnir.
12,00 Hádegisútvarp.
15,00 Veðurfregnir.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Hljómplötur:. Ljett lög.
19,45 Frjettir.
20,15 Upplestur (Jón ísorðfjörð,
gamanleikari).
20,40 Einsöngur (frú Guðrún Á-
gústsdóttir).
21,05 Lesin dagskrá næstu viku. ¦
isk svíta, eftir Ippolitow, o. fl.
21,15 Útvarpshljómsveitin: Kákas-
21,40 Hljómplötur: Danslög (til
kl. 22,00).
!Q iiii'-
«t5j
Gullbmðkaup- érgta- þau í dág,
Jóhann Erlendssori söðlasmiður í
Stykkishólmi og frÖ: Awiá'Sigurð-
ardóttir. 4í Þau eru'Bæo"? H góð-
um bændaættum'á 'Sííéefellsnesi óg" '
hafa dvalið þar'íaHa'æfií *° Pátín
hjónin byrjuðu búskai) í Ð&l í
Miklaholtshreþþi' ög héfir Jóhann
oftast verið kðndur við Dal síðan,
en nú hafla þaii, síðustu" 30 árin
átt heima í Stykkishólmi. '•
\ Um þessi hjóri má það segja> ^að
þau hafi Hfað lífi . hinna l^yrlátu
í landinu. Jóharin héfir st'undað
starf sitt af kostgæfni'Og terið tal-
inn meðal góðr'a bórgara í sveit
sinni, en Anna hefir gætt heimilis
síns með þeirri alúð og ástundun,
sem góðri konu særiiir. ~ Þtau
hafa eignast mörg börii; og iriann-
að þau eins og best má verða. —
f elli sinni njóta þau nú verð-
skuldaðra ávaxta. '¦— ' Nú safnast
börn þeirra saman í Stykkishólmi
til þess að gera gömlu hjónunum
þennan merkisdag í lífi þeirra svo
hátíðlegan, sem föng standa til,
en við vinir þéirra óskum þess, að
þau megi lengi "endast heil heilsu.
Dóttir þessara hjóna er frú Þóra
ekkja Ólafs Stefánssonár "skósmíða
meistara á fsafirði, en synir þeirra
eru: Þórður, úrsmiður á fsafirði,
Sigurður Marinó, sjómaður í
Stykkishólmi, Þorleifur, sk'ósmið-
ur í Stykkishólmi, Oddgeníi,^ versW
unarmaður hjá Qarðnfi Gíslasyni
í Reykjavík, Torfi, yerslm, hjá
Þórði Pjeturssyni & Co, í Reykja-
vík, og Erlendur, húsgagnasmiður
Reykjayík. , O. C
Sundmeistaramótinu
verður
frestað til laugardags, og .fer þá
fram að Álafossi. Verður þá kept
í þeim sundum, sem értii1 eru, 100
m. baksund karla, #ðÖ m. 'frjáls
aðferð karla, 200 m. bringti#und
kvenna, 200 m. bringusund- karla,
og 50 m. frjáls aðfarð í kvenna-
sundi. aia*«.....•¦