Morgunblaðið - 02.07.1936, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1936, Blaðsíða 8
8 BfORGUNBIiAÐIÐ Fimtudaginn 2. júlí 193ff^ Rabarbari, nýupptekinn. Þor- steinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Kartöflur í heilum pokum og lausri vigt. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Matarkex, aðeins 0.75 pr. Y2 kg. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Ávextir niðursoðnir, einnig þurkaðir, gráfíkjur, döðlur, sveskjur og rúsínur. Þorsteins- búð, Grundarstíg 12. Sími 3247. Bílar til sölu á bílaverkstæði Þorkels og Tryggva, Hverfis- götu 6. Sími 4707. Kaupi Soyjuglös, allar teg undir, háu verði. Ásvallagötu 27, kl. 2—5. Trúlofunarhringana kaupa menn helst hjá Árna B. Björaa- »yni, Lækjartorgi. Kaupi gull og silfur hæsta verði. Sigurþór Jónsson, Hafn- wstræti 4. KAUPUM allar tegundir ull- •rtuskur hreinar. Hátt verð. ifgr. Álafoss, Þingholtsstrœti 2. Kaupi íslensk frímerkí hæsta verði. Gísli Sigurbjörnsson, Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið 1—4 síðd. Kaupið leikföng í Leik- fangakjallaranum, Hótel Heklu Sími 2673. Elfar. Stœrsta úrvál rammalista. — Jfanrömmun ódýrust. Verslunin Katla, Laagaveg 27. Trúlofunarhringar hjá Sigur- \ór, Hafnarstræti 4. Dagbókarbföð Reykvíkings «^£3 Glæný stórlúða í Öllum fisk- búðum Hafliða Baldvinssonar. Hangikjöt nýreykt. Nordals- íshús. Sími 3007. Nýtt gróðrarsmjör. — Ágæt tólg. Ódýrt hangiflot. Kaupfje- lag Borgfirðinga, sími 1511. Hvalsporður, saltaður. Nor- dalsíshus, sími 3007. Kaupi gamlan kopar. Vald. Poulsen, Klapparstíg 29. Vjelareimar fást bestar hjá Poulsen, Klapparstíg 29. Kaupi gull hæsta verði. Árni jBJÖrnsson, Lækjartorgi. Ábyrjuð púðaborð, íslensk munstur, falleg, ódýr í Versl. Gunnþ. Halldórsdóttur & Co. LJOSGRÆNT HÁR. i grend við koparnámurnar á "¦- Cuba, í Chile og víðar, þar sem mikið er um kopar, kem- ur það oft fyrir að menn fá ljós- grtent hár. Þið megið þó ekki halda að þetta stafi af því, ;að fólk Iiti á sjer hárið, heldur stafar það beint frá koparvinslunni. Koparinn er bræddur í stórum ofnum, og þá framleiðist loftteg- und, sem hefir þau áhrif á hár verkamanna, að það skiftir lit og verður ljósgrænt. Með rann*sóknum hafa menn komist að því, að í kopareimn- um er arsenik, og þar hlýtur or- sökin að liggja til þess, að hár manna skiftir lit, en þetta hefir engin áhrif á hárvöxtinn. *&itP1t>€i<- ðBfééj§nninaa& m- ¦¦¦ "^ ¦ ....... - ¦ *^ ¦¦ * Gefjunarfataefnin góðu í úr- vali á Laugavegi 17. Klæða- verslunin, Guðm. B. Vikar. — Sími 3245. UM BÆKUR. Ullarprjónatuskur, alumin- íum, kopar, blý og tin keypt á Vesturgötu 22. Sími 3565. Sjómenn, íerðamenn, og Reykvíkingar; munið braut- ryðjanda í ódýrum mat. Borð- ið á Heitt & Kalt. | Tng stúlka, sem fekst við blaða- *—' mensku, spurði Mark Twain einu sinni að því, hvað hann segði um bækur. — Bækur eru ómetanlegar, svar aði hann. En gildi þeirra fer nokk- uð eftir því hvernig á stendur. Bók, sem bundin ér í gott skinn- band, er ágæt til þess að hvetja skegghníf sinn á. Lítil og þunn bók, eins og þær sem Frakkar gefa út, er fyrirtak til þess áð setja undir borðlöpp, ef lappirn- ar eru misháar. Stórar og þykk- ar bækur eru ágætar til þess að Gluggahreinsun og loftþvott- ur. Sími 1781. henda þeim í ketti og hunda, sem j maður vill losna við. Og landa-' Uraviðgerðir afgreiddar fljótt brjefabók, með þykkum og góðum ! °« vel af úrvals fagmönnuns. blöðum er ómissandi, því að það | V* Arna B- Björnssyni, Lækj- má nota blöðin til þess að líma artorfn. fyrir brotnar' rúður. I — í Ungverjalandi er fólk mjög hjátrúarfult. Þegar barn fæðist er því rjettur peningur og fiðla. j Athugið! Karlmannahatta- Ef það káfar eftir peningnum búðin, Hafnarstræti 18, næstit verður það þjófur, en ef það káf-' dyr við Kjötbúðina Herðubreið,- ar eftir fiðhinni verður það lista- jtekur gamla hatta til viðgerðar.. maður. jAðeins handunnin vinna. Selur — En ef það káfar eftir hvoru- nýja hatta og margt fleira. tvegg;ia? 1 Heimabakaðar kökur fást — Þá verður það tóuskáld. dagIega g guðurgötu 24, Hafn- 'arfirði. Tekið á móti stærri og Tapanska útvarpið hefir nýlega! smærri pöntunum. Sími 9178. *r, tekið upp á því að birta á á-'-----------------------"--------------------- kveðnum tíma dags auglýsingar j Sundhöllin á Alafossi er opin- frá mönnum og konum, sem vilja J ''l hi ' ' giftast. Þess verður því skamt að bíða, að hjón í Japan geti sagt: „Æ, já, við kyntumst kl. 2 síð- degis á 218,2 metra bylgjulengd!" * l^álspor í fötum karlmianna eru , nokkuð mörg, en það eru víst ekki margir, sem hafa talið síðd. Allir velkomnir. Best að< baða sig í Sundhöllinni á Ála- f ossi. ' Café — Conditori — BakarL. Laugaveg 5, er staður hinnai. vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor- berg Jónsson. Friggbónið fína, er bæj&rina þau. Ungverskur skraddari þyk-1 besta bón, ist þó hafa gert það, og segir hann, að í jakkanum sje 42.287 nálspor, í vestinu 18.734 og í bux- unum 13.371. Ætti þá að vera Ferðatöskur, allar stærðir,. 74.392 nálspor samtals í einum j komnar. Leðurvörudeild Hljóðr- fatnaði. ' f ærahússins. Pantið í tíma, í síma 3416^ Kjötverslun Kjartans Milner: AUBY M. AYRES: PRISCILLA. 61. TUTTUGASTI OG FYRSTI KAPÍTULL Skíðaferð Priscillu og Jónatans var ekkí sjer- lega skemtileg. Priscilla fann, að hún var ekki eins örugg með sjálfa sig eins og hún var að öðru jðfnu, og gramdist það. Áður en hún fór af stað, hafði hún rekist á Égerton. Hann stóð tilbúinn niðri í anddyrinu og bjóst við því, að hún kæmi með sjer, eins og venjulega. Hann varð svo einkennilegur á svipinn, þegar Priscilla sagði honum, að hún ætlaði með Jónatan, að henni brá í brún. Hann sagði ekki neitt, en gekk rakleitt leiðar sinnar. Hún kallaði gletnislega til hans: „Ætlið þjer ekki að óska mjer góðrar ferðar?" , En hann svaraði því engu. Én hvað fólk gat verið heimskt- Ekki gat hún sagt honum, að það væri eingöngu hans vegna, að hún færi með Jónatan. Þetta kom henni í slæmt skap. Þegar hún sá, hve Jónatan var fimur á skíðum, fanst henni hún sjálf vera ófyrirgefanlega klaufa- Ieg| Tvisvar sinnum datt hún, af því að hún neitaði að *láta hann leiða sig, og þá var hún orðin svo gröm, að hún sagðist vera þreytt og vilja fara heim. Þau voru þá komin miðja vegu niður brekkuna og þar var lítið veitingahús. Jónatan stakk uppá því, að þau færu þangað og fengju sjer kaffi. Priscilla f jelst á það eftir nokkra mótbáru. Hún var reið bæði við sjálfa sig og hann. Hún hafði ætlað að sýna honum, hve dugleg hún væri orðin, en það hafði þá farið svona. Hún hafði dottið tvisvar og meitt sig töluvert. „Jeg skil ekki í þessu", sagði hún gröm. „Jeg datt aldrei, þegar jeg var á skíðum með Egerton". „Kannske það hafi verið af því að þú lofaðir honum að Ieiða þig", sagði hann rólega. g Hún leit snögglega á hann. En hann sýndi engin svipbrigði fremur en venjulega. „Það þýðir ekki að renna sjer á skíðum, áður en maður kann að ganga á þeim", bætti hann við, um leið og hann setti sykur í kaffi sitt. Þau sátu á trjebekk við trjeborð. Sólin skein inn til þeirra, og veður var óvenju f agurt þenna morg- un. En hið góða skap Priscillu hafði algjörlega brugðist. Hún var þreytt og úrill. „Hve lengi verður þú hjer?", spurði hún alt í einu upp úr þurru. Hann hristi höfuðið. „Það er jeg ekki búinn að ákveða. Jeg hefi ekki eftir neinu að sækjast heima". „Frænka þín er þó heima", sagði Priscilla, en iðraðist jafnskjótt eftir að hafa sagt það. Hann horfði á hana með alvörusvip. „Heldur þú, að je'g sje stöðugt að hugsa um kvenfólk? 1 gær barst þú mjer á brýn, að jeg væri ástfanginn af ungfrú Bindloss". „Þú ert hugsunarsamari við hana en Egerton hefir nokkru sinni verið við mig". „Jeg er því svo óvanur, að stúlka kæri sig um minn fjelagsskap, að það er ekki nema eðlilegt, að jeg meti það nokkurs". „Kæri si'g um peningana", hugsaði Priscilla, en hún þorði ekki að segja það upphátt. Hafði hún ekki sjálf hugsað mest um peningana hans? „Verður þú lengi hjerna?", spurði Jónatan. „Við áttum upphaflega að vera hjer þrjár vik- ur. En Joan skrifaði heim í gær og spurði, hvort við mættum vera lengur". „Mjer líst vel á Joan". PrisciIIa Ieit á hann. „Þu veist líklega, að jeg er hjer til þess að gæta Joan?" „Nei, það vissi jeg ekki. En skiftir það nokkru máli?" „Já, fyrir sumt fólk". „Ekki fyrir mig". Priscilla drakk kaffi sitt þegjandi. Jónatan var gerbreyttur, alt öðru vísi en hann hafði verið áður fyr. Áður fyr? Henni fanst ár og dagur, síðan hún hafði verið trúlofuð þessum manni. , „Ef þú kærir þig um getum við farið aftur út eftir hádegi", sagði Jónatan. „Þú þarft aðeins aðj æfa þig". „Jeg var miklu betri í gær", sagði Priscilla. „Jeg held, að þú gerir mig feimna". Hann fór að hlæja. . „Ekki trúi jeg því". „En það er satt, engu að síður: Egerton er ekkií nándar nærri eins duglegur á skíðumi og þú. Og; þegar jeg veit, að þú getur leikið alskonar listir á skíðum, finn jeg enn meira til þess, hve klaufa- leg og ódugleg jeg er sjálf". „Hefi jeg leikið nokkrar listir í dag?" „Nei, en þú hefðir gert það, ef jeg hefði ekkí verið með þjer". „Jeg skal kenna þjer eitthvað af þeim. — Tele- mark-stökkið er auðvelt". „Það vildi jeg mjög gjarna". Hún leit upp og horfði vingjarnlega á hann. „Hr. Egerton sagði að það væri langt þangað til jeg mætti byrja á. þessháttar listum". „Kannske að hann segi það, af því að hann. hefir sjálfur litla æfingu". „En þú hefir mikla æfingu?" Hann svaraði ekki, og hún fann, að hún hafði: verið ókurteis. Hún óskaði þess með sjálfri sjer, að hún gæti verið við þenna mann eins og góðan kunningja, eni fann, að það gæti hún aldrei. Þó fann hún, að þetta smá kít þeirra var eingöngu henni að kenna. „Jeg vil gjarna koma með þjer út eftir hádegi",. flýtti hún sjer að segja. „Ef þú ert ekki búinn að ákveða eitthvað annað". „Nei, það hefi jeg ekki gert". „Ungfrú Bindloss er víst mjög fim á skíðum?", sagði Priscilla eftir nokkra þögn. „Hún er mjög dugleg. En hún hefir líka verið hjer oft áður". „Jeg kem víst aldrei hingað aftur", sagði Prisc- illa dauf í dálkinn. „Mjer finst það hreinasta æfin- týri, að jeg skyldi nokkurn tíma komast hingað". Hann svaraði því engu og nokkru síðar stakk hann upp á því, að þau skyldu halda af stað. „Þú getur átt á hættu að kvefast, ef við sit-- um hjer Iengur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.