Morgunblaðið - 02.07.1936, Side 6

Morgunblaðið - 02.07.1936, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudaginn 2. júlí 1936~ Rfkisstjöinin flýr á náöir Dana i landhelgismálunum. Fulltrúi Suður-Afríku tðk svarl keisaraos. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hann sagði, að Þjóðabandalaginu bæri skylda til þess, að halda áfram refsiaðgerðum gegn Ítalíu, ef það vildi varðveita tilverurjett sinn. Hann sagði, að sáttmálinn væri að fara í rústir, í höndunum á Þjóðabandalaginu, og að fremst í flokki þeirra, sem mætu stundarhagnað framyfir skyldu sína gagnvart kom- andi kynslóðum, væru þrjú stórveldi heimsins, sem nú væru í þann veginn að játa vanmátt sinn til þess að vernda sinn veik- asta bróður. Tefata sagði, að það gæti skeð að áframhald refsiaðgerð- anna breytti ekki miklu um endalok Abyssiníudeilunnar, en það myndi bera vott um einlægni Þjóðabandalagsins. Ræða Haile Selassie. FRAMH. AF ÞRIÐJÚ SHíU. Barátta * fslendinga. 1 8. gr. Sambandslaganna frá 1918 segir: ' „Ðanmörk hefir á hendi gæslu fökívéiða í íslenskri land- heij^i undir dönskum fána, þar til ísland kynni að ákveða að taka hana í sínar hendur, að öllu eða nokkru ieyti, á sinn kostnað“. En Sambandslögin höfðu staðið skamt, þegar Islendingar hófu baráttu'fyrir því, að taka iandhelgisgæsluna í áínar hend- ur. -5 .ví ,!baai30(í l Fyrsti verulegi árángur þeirr- ar báráttu er koma Óðins 1926, hins fyrsta fullkomna varðskips Islendinga. Þej*ar Óðinn lagðist fyrsta sínni við hafnargarðinn í Rvík, sagði þáverandi forsætisráð- herra, Jón Þorláksson, í ræðu, er hanh fltftti Við móttöku skips ins: ”,,]VÍéð þessu trausta og fal- lega •sjáum vjer uppfyll- ingu ‘líjélnaðarfuHra hugsjóna, margþráðra óska og vakandi vona, leggja; hjer að landi. Það hefir verið ein af hugsjónum mannanna, sem meta sjálfstæði landsins ofar öllu, að vjer tækj- um sjálfir gæsln fiskiveiðarjett- indanna í,:v,orar hendur“. Þannig mælti þessj mæti mað- ur og sanni Islendingur. Og baráttan helt áfram, Islending- ar eignuðust brátt annað, full- komið gæsluskip og takmark- inu var að verða náð. Barátta niður- rifsmanna. Svo komu piðurrifsmennirnir til yaláa, mennirnir, sem sjá ekkr út fyrjp flokksmörkin og hirða því ejckert um heill og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessir^menn hófu brátt sína barátju og hún var mjög á ann- an Af.eg en barátta hinna sönnu Islendinga. , Niðurrifsmennirnir heimtuðu, að gæsluskipin yrðu seld úr landi! . : Forustuna í þessari baráttu hafði Jónas Jjáps^pn, formaður Framsóknarflokksins. Hann vildi selja flest eða öll skipin, en fekk ekki heimild þingsins til að selja nema eitt, Óðinn. Hann var seldur fyrir gjafverð úr landjnu á þessu ári. Svo flýja þeir til Dána! Þégaf niðúrrifsmennirnir hafa selt öðinn út úf landinu og bú- ið þannig í haginn hjer heima, að ísl'ensku varðskipin, sem eftir eru, verða lengst af að vera bundin í höfn, vegna þess að fje vantar til að gera þau út, þá fér atvinnumálaráðherr- anp krjúpandi til dönsku stjórnarinnar og biður hana að verja landhelgina við strendur íslands! Þannig er þá komíð hugsjón hinna bestu íslendinga, sem börðust fyrir því á undanförn- um árum, að Islendingar tækju landhelgisgæsluna í eigin hend- ur! „Vjer mót- mælum allir“! Innan skams eru þeir vænt- anlegir hingað, forsætis- og flotamálaráðherra Dana. Þeir hafa ekkert til saka unn- ið í þessu máli, því að þeir hafa aðeins farið að óskum íslensku stjórnarinnar. Hinir dönsku ráð- herrar eru því kærkomnir gest- ir hingað og sjálfsagt að taka á móti þeim með sannri ís- lenskri gestrisni. En það er rjett, að Staunlng forsætisráðherra viti það, áður en hann stígur hjer á land, að þessi ráðstöfun íslensku stjórn- arinnar á landhelgismálunum, er ekki aðeins í hreinni and- stöðu við fjölmennasta stjórn- málaflokk landsins, Sjálfstæðis flokkinn, heldur og gegn vilja meginþorra hinnar íslensku þjóðar. Islenska þjóðin mótmælir þeirri ráðsmensku valdhafanna, að verja um 20 milj. króna ár- lega af almanna f je og þar af miljónum í bitlinga og óþarfa, en samtímis krjúpi þeir fyrir er- lenda þjóð og biðji HANA að vernda okkar dýrmætustu rjett- indi! Nú er svo komið, að íslenska ríkisstjórnin hefir falið dönsk- um manni, dr. Lauge Koch, að rannsaka okkar eigið land. Og hún hefir falið forsætis- og flotamálaráðherra Dana, að gæta landhelginnar við strend- ur landsins. Þetta eru óskir ríkisstjórnar- innar íslensku. Sem svar við þeim hefir Sjálf stæðisflokkurinn þá einu ósk fram að bera, að sósíalistar láti sjer nægja, að reyna að koma sjálfum sjer í húsmensku til Dana, en geri ekki þjóð sinni að öðru leyti meiri skömm með fram- ferði sínu. Undir ÞESSA ósk tekur von- andi þjóðin öll. FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Hik Frakka. Þá rakti keisarinn sögu deilunn- ar. Hann byrjaði á því, að segja frá þeim samningum, sem Abyss- iniumenn og ítalir hefðu gert með sjer, og ítalir að engu haft. Hann siagði frá atburðunum við Wal- Wal, og benti á það, hvernig hann hefði gert' alt sem í hans valdi stóð til þess að komast hjá stríði. Hann sagðist ekki hika við að segja, að sjer hefðu orðið það sár vonbrigði, hversu land eitt í Evrópu hefði torveldað starf sitt og starf Þjóðabandalagsins, vegna þess, að það vildi ekki eiga á hættu að tapa vináttu ítala og væntanlegri samvinnu þeirra síðar meir. Refsiaðgerðirnar. Hann hefði leitað til Þjóða- bandalagsins. Það hefði felt hinn sjálfsagða dóm yfir ítolum. Þijár þjóðir þess hefðu brugðist með öllu, með því að neita að taka þátt í refsiaðgerðum. Hinar hefðu í orði kveðnu samþykt þær, til þessj að láta svo heita, að þeir framfylgdu Þjóðabandalagssáttmálanum, og þær þjóðir, sem hefðu haft ' ein- lægan viljia til þess að beita þeim til fulls, hefðu verið hindraðar af öðrum, sém ekki vihlu tapa vin- áttu Itala. Bngin hefði veitt fjárhagslega aðstoð. Það hefði ekki verið leyft, ■að vopn eða hergögn væru flutt nxeð járnhrautinni frá Djibuti, en nú fengju ítalir að flytja með þeirri járnbraut alt, sem þeir vildu. Svikin við Abyssiniumenn. Og nú loks hefðu tvö stórveldi komið sjer saman um, iað beita sjer fyrir því, að refsiaðgerðir yrðu afnumdar. Hann sagðist mótmæla þessu. Það kæmi í bága við grund- vallaratriði sameiginlegs öryggis, sem Þjóðabandalagið væri skuld- bundið til að vernda; það kæmi í hága við allar yfirlýsingar um helgi gerðra samninga; og það gerði það að verkum, að engin smáþjóð gæti framar litið til Þjóða- bandalagsins sem verndara síns. Siðferðistilfinningin er sljó! Það væri talað um endurbætur á sáttmálanum. Væri nokkur trygging fengin fyrir því, að end- urhættum sáttmála yrði betur fram- fylgt en þeim gamla? Keisarinn kvaðst álíta, að það sem þyrfti mestrar endurbótar við, væri siðferðistilfinning í alþjóða- málum. Síldveiðarnar: FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Orninn 800 mál, Árimann, Rvík 450, Svanur 350, Njáll 350, Björn 300, Bára 250. Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði höfðu 'að kvöldi 30. júní tekið á móti: í ár í fyrra S.R.P. 14.648 mál 12.958 mál S. R.(h. 1930) 16.602— 14.513 — S.R.N. 16.726 — 10.102 — Samtals 47.976 mál 37.573 mál Vinslan hjá ríkisverksmiðjunum á Siglufirði gekk betur í gær en nokkurn tíma áður. Á seinni vakt í gær (fjórar vaktir eru á sólarhring) var sett nýtt vinslumet í öllum þremur verksmið junum. í dr. Paul verksm. fengust 94 sekkir af mjöli á vagt á móti 94 mest áður. í verksmiðjunni frá 1930 fengust 172 sekkir, mest áð- ur 161. í Nýju verksmíðjunni fengust 154, mest áðnr 122. Verksmiðjurnar getia ekki geng- ið allan sólarhringinn með svona miklum krafti, en gengi jafnvel á öllum fjórum vöktum, væri vinslan á sólarhring: 1 gær Mest áður Dr. Paul verk- smiðjan 1.809 mál 1.790 mál Síldarverksm. frá 1930 3.276 — 3.066 — Nýja verksm. 2.933 — 2.323 — Síldin er altaf að fitna. Síð- asta síldin, sem fekst út af Siglu- firði var með 18% fitu og síld af Húnaflóa 19%%. í gærkvöldi var talsvert pláss autt í þróm ríkissíldarverksmiðj- anna og aðeins þrjú skip að losa síld. Drengurinn okkar, Markús, andaðist miðvikudaginn 1. júlí. — Líkið verður flutt til Siglufjarðar laugardag 4. júlí frá Framnesvegi 14, kl. 3 e. h. Jenný Jónasdóttir, Halldór Kristinsson, Siglufirði. Tftlboð éskasf um kaup eða leigu á vjelskipi, 45—60 tons :að stærð. 1 tilboðunum sje auk sölu- eða leiguskilmála getið um stærð, aldur skips og vjelar, teg- und vjela, olíu- eða kolaeyðslu, ganghraða og aðrar nauðsynlegar upplýsingar. Tilboð óskast komin til vor fyrir 1. úgúst næstkomandi. H.f. Vestfjarðabáturinn, ísafirði. Stjómin átti engan talsmann í Ólafsfirði. Þingmenn Eyfirðinga ▼erða að afboða fand að Reistará. TKINGMÁLAFUNDIRNIR í “ Eyjafirði verða sögu- legri með hverjum degi, sem líður. Garðar Þorsteinsson boðaði fund í Olafsfirði á þriðjudaginn var. Þar var einnig mættur Sig- urður Kristjánsson alþm. En. þingmenn Eyfirðinga sóttu ekki fundinn, heldur boðuðu sjálfir fund að Reistará í Arnarneshreppí og hugðust þar verða óáreittir af þéim Garðari og Sigurði. Fundurinn í Ótafsfirði var mjög fjölmennur; um 100 manns sátu íundinn og voru þó margir Ól- afsfirðingar á sjó þehna dag. Sjálfstæðismenn voru í lang- samlega yfirgnæfandi meiri- hluta á þessum fundi. Áttu ná- lega allan fuudinn. Enginn fekst til að mæla stjóminni bót. Engar tillögur komu fram á fundinum, en fundarmenn sýndu eindregna andúð sína gegn athæi'i valdhaflanna. Að Reistará. Þingmenn Eyfirðinga höfðu boð-; að til fundar að Reistará í Amar- neshreppi þenna sama diag. Þeir ætluðu að grípa tækifærið, meðah þeir Garðar og Sigurður voru út í Ólafsfirði. En þetta fór á annan veg en ætlað var. Þeir Garðar og Sigurður komu til Reistarár hálfri klukkustund eftir að fundur átti að hefjast. Þar voru þá fyrir, ®uk fundarboðenda, 5 menn, og voru þeir sem óðast að tínast burtu. Þeir þóttust hafa heðið nógu lengi eftir fundi. Og þar sem fleiri komu ekki, fell þessi fundur þingmiannahria niður. Sýning á málverkum frá íslandi i Vínarborg, Vínarborg, í júní. T istakonan Katharine Wallner ^ hefír nýlega opnað sýningu hjer í borginni á teikningum frá íslandi. Sýningin, sem hefir verið ágæt- lega sótt, hefir hlotið góða dóma í Vínarborgarhlöðunum og orðið til þess að .vekja athygli á íslandi og Islendingum. K. Wallner, sem er nrikill íslands- vinur, veit mikið um land vort og þjóð og er nú að nenra íslensku, því bráðlega ætlar hún til íslands ■aftur. Sýning K. Wallner er nú í „Kunslerhaus“. 1 haust ætlar lista- konan að opna málverkasýningu og sýna m. a. málverk frá Mývíatni, Reykjanesi, Hvalfirði, ÞíngvöUum og víðar. — a. t ;

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.