Morgunblaðið - 03.07.1936, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 3. júlí 1936-
Útíref.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Rltstjörar: Jðn Kjartansson og
Valtýr Stefánsson —
ábyrgtSarmaður.
Rltstjörn og afgreitSsla:
Austurstræti 8. — Síini 1600.
Auglýsingastjöri: Ei' Hafberg.
Auglýsingaskrifsto ‘a:
Austurstræti 17. — Slmi 3700.
Heimasímar:
Jön Kjartansson, nr. 3742
Valtýr Stefánsson, nr. 4220.
Árni Óla, nr. 3046.
E. Hafberg, nr. 3770.
Áskriftagjald: kr. 3.00 á mánutSI.
1 láusásðlu: 10 aura eintakitS.
20 aura metS Lesbók.
Afturábak.
Þegar Sambandslögin gengu
í gildi var ákveðið að Danir
færu með utanríkismálin fyrir
vora h.öiid. ,v f . framkvæmdinni
hefir þetta orðið svo, að íslend-
ingar hafa sjáífir annast alla
þá' samrtinga víð önnur ríki, sem
nokkru vét*úíegu máli skifta fyr
ir þjóð vora. Má í því sambandi
nefna Erigland, Spán, ftalíu,
Nofeg og Þýskaland. Allir fs-
lendjjn^af þafa virst á einu máli
urri, að hjer væri rjett stefnt og
að 1 óSs bæri að taka utanríkis-
málíri að fullu og öllu í vorar
hendur, þegar er þess gæfist
kostur.
Sambandslögin gera einnig
ráð fyrir því, áð Danir annist
landhelgisgæslu hjer við land,
,,þar til íslarid kynni að ákveða
að taka hana í sínar hendur, að
öílu eða nokkru leyti, á sinn
koátnáð".
í þessu efni hafa íslendingar
fylgt sömu stefnunni og í utan-
ríkismálunum. Framkvæmd
strandvörslunnar hefir síðasta
áratuginn verið nálega einvörð-
ungu í höndum íslendinga.
Þegar Óðinn hóf strandvörsl-
una fyrir 10 árum var því fagn-
að sem merkasta viðburðinum
á braut íslensku þjóðarinnar til
aukins sjálfstæðis. Á næstu ár-
um keptust allif flokkar við að
tjá kjósendum umhyggju sína
fyrir landhelginni, enda leið
ekki á löngu áður en annað
fullkpmið strandvörsluskip
bættist við.
Mörgum hnykti við þegar
Óðinn var seldur úr landi fyrir
nokkrum mánuðum. En þó mun
fæsta fíafa grunað að það væri
fyrirboði þeirra meiri og alvar-
legri viðburða, sem nú hafa
gerst.
Sala Óðins markaði undan-
hald í landhelgisgæslunni. Sú
braut sem stjórnin hygst nú að
leggja inn á markar undanhald
í sjálfstæðisbaráttunni.
Sjálfstæðisflokkurinn mót-
mælir því, að Dönum verði fal-
in umsjá landhelginnar. Hann
veít að meginþorri íslensku
þjóðarinnar —úr hvaða flokki
iem er — fylgir honum að mál-
um í þessu efni.
Ráðabrugg stjórnarinnar er
hneyksli. Framkvæmd þess
væri svik við sjálfstæði þjóðar-
innar.
SMÁÞJÓÐIRNAR
REIÐA TIL HOGGS.
Neita að taka þátt í refsiaðgerðum framvegis, nema með skilyrðum.
Leon Blum.
20 miljarða
kr. greiðslu-
halli.
Þung byrði
fyrir
Roosevelt.
Gullbrúðkaup áttu í gær hjónin
Jóhann Erlendsson söðlasmiður og
Anna Sigurðardóttir í Stykkis-
hólmi. Börn þeirra öll, 7 að tölu,
voru gestir þeirra í dag, ásamt
barnabörnum og mörgnm öðrum.
(P.Ú.)
Fyrsta skilyrðið: Breytingar
c-^t
London, 2. júlí. FÚ.
GreiSsluhalli Banda-
ríkjanna fyrir fjár-
hagsárið sem nú er ný-
endað (en hví lauk 30.
f. m.), varð um 900
miljónir sterlingspunda,
eða 4500 miljónir doll-
ara, að því er f jármála-
ráðherrann skýrði frá
í útvarpsræðu er hann
flutti í gærkvöldi.
Mr. Morgenthau sagði, að
þetta væri sá stærsti greiðslu-
halli sem sögur færu af í stjórn
Bandaríkjanna á friðartímum,
og stafaði hann að sumu leyti
af því, að stjórnin hefði ekki
getað innheimt ýmsa skatta,
nje notið allra þeirra tekju-
linda sem hún hefði gert ráð
fyrir, vegna þess að hæstirjett-
ur hefði ónýtt ýms ákvæði við-
reisnarlöggj af arinnar.
Ennfremur hefði stjórnin orð-
ið fyrir meiri útlátum til upp-
gjafa hermanna, en gert hefði
verið ráð fyrir, og hefði greiðslu
hallinn vegna þeirra aukist um
550 milj. sterlingspund.
Fjármálaráðherrann leit
samt sem áður björtum
augum á framtíðina.
Sagði hann, að tekjur ríkis-
sjóðs færu nú vaxandi, tolltekj-
ur hækkuðu og skattar inn-
heimtust betur en verið hefði.
Fundi Þjóðabandalagsins
lýkuF sennilega í dag.
v --:-— j : - I ’ ‘
LONDON OG KAUPMANNAHÖFN í GÆR.
CMÁÞJÓÐIRNAR, Danir, Svíar, Norð-
^ menn, Finnar, Hollendingar, Sviss-
lendingar og Spánverjar, lýstu því yfir sam-
eiginlega á fundi Þjóðabandalagsins í gær, að
þau áskildu sjer rjett til þess að taka ekki
þátt í refsiaðgerðum framvegis, sem fram-
kvæmdar kunna að verða samkvæmt núgild-
andi ákvæðum Þjóðabandalagssáttmálans. Þeir
rökstuddu þessa ákvörðun sína með því að
refsiaðgerðirnar gegn Itölum hef ðu reynst
ófullnægjandi.
Þetta er hið fyrsta alvarlega áfall Þjóða-
bandalagsins og bein afleiðing af ósigri þess
gagnvart Mussolini. Smáþjóðirnar lýstu því
jafnframt yfir að óhjákvæmilegt væri, að,
gerðar yrðu gagngerar breytingar á Þjóða-j
bandalagssáttmálanum.
,,Takmarkið hlýtur
að vera (segir í yfir-
lýsingu þeirra), að
skapa sameiginlegt ör-
yggi þjóðanna byggt á
alþjóðalögum“.
,,Með þetta takmark fyrir
augum var Þjóðabandalagið
upprunalega stofnað“.
Italirnir reknir
frá Genf.
London, 2. júlí. FÚ.
Hinir átta ítölsku blaða-
menn, sem vor\i gerðir rækir
úr Genf-hjeraðinu (canton)
voru í morgun fluttir í bif-
reið út fyrir landamæri hjer-
aðsins. ítölsk blöð eru enn í
dag full af árásargreinum á
Þjóðabandalagið fyrir með-
ferð þess á blaðamönnunum,
og engir aðrir frjettaritarar
hafa verið sendir til Genf í
þeirra stað.
Engar ákvarðanir á
þessu þingi.
Þrátt fyrir þessa yfirlýs-
ingu, er þó gert ráð fyrir að
öllum ákvörðunum um breyt-
ingar á sáttmálanum verði
frestað þar til á september-
þinginu.
En að líkindum verður skip-
uð nefnd til þess að taka til at-
hugunar gang Abyssiníudeil-
unnar, og þá ætlast til að hún
skili áliti, sem leiði í ljós galla
sáttmálans, á haustþinginu.
Fundi slitið.
Að því búnu er talið að fundi
Þjóðabandalagsins verði slitlð,
sennilega á morgun; nema því
aðeins að Þjóðabandalagsráðið
ákveði á fundi sem það heldur
í kvöld, að setja Danzig-málið
á dagskrá fundarins og verði
það þá að öllum líkindum tekið
fyrir á laugardaginn.
Það er talið ólíklegt, að
nokkrar samþyktir verði gerð
ar um afnám eða áframhald
refsiaðgerða, en að ætlast
verði til, að hver þjóð út af
fyrir sig ráði því, hvort hún
heldur þeim áfram, eða legg-
ur þær niður.
Keisárinn fekk engan
stuðnins:.
Á furidinurii í dag tók fyrst-
ur til máls Stanley Bruce, 'full-
trúi Ástræl-íu. Sagði hann, .að
Ástralía áliti,; að refsiaðgerðir
kæmu ekki Abyssiníu að neinu
gagrii hjer eftir, og væri því
sjálfsagt að leggja þær niður.
De Valera, stjórnarforseti Irska
Fríríkisins, talaði næstur á eftir
honum, og hafði ekki lokið máli
sínu er þessi frjett var send.
Titulescu, utanríkisrá^ðherra
Rúmeníu, talar á fundinum í
kvöld.
Fyrirætlanir ítala.
Róm, 2. júlí. FÚ.
ítalska stjórnin birti boðskap
í dag um framtíðartilhögun í
Abyssiníu undir ítalskri stjórn.
Segir í yfirlýsingunni, að við-
skifti við Abyssiníu og ferðir
um landið skuli vera öllum
frjálsar.
Ennfremur, að þrælahald
skuli hvarvetna afnumið, og að
því unnið á næstu árum, að
koma á almennri alþýðufræðslu
meðal innfæddra manna. I lok
tilkynningarinnar segir, að
aldrei í sögunni hafi menn sjeð
svo volduga tilraun gerða til
þess að frelsa heila þjóð frá
siðleysi, fáfræði og villimensku.
Á tv8im sólar-
hringum yfir
Atlantshaf.
Nýtt met
„Hindenburg“
London, 2. júlí. FÚ.
i Loftskipið ,Hindenburg‘ kom
snemma í morgun til Lakehurst
í New Jersey, og hafði þá verið
aðeins 52 klukkustundir og 52
mínútur á leiðinni vestur um
haf frá Þýskalandi, en það er
átta klukkustundum styttri tími
en það hefir áður þurft til þess-
arar ferðar, hefir það því enn
sett nýtt met í flughraða loft-
skipa.
„Sænska vikan"
í sænskum blöðum.
Khöfn, 2. júlí. FÚ.
Sænsk blöð flytja löng skeyti
og ítarlegar fregnir um opnun
sænsku vikunnar á Islandi.
Telja blöðin yfirleitt að byrjun
vikunnar hafi tekist ágaetiega,
og að alt bendi til þess, að hún
verði merkilegur viðburður að
því er snértir menningarsam-
band þessara þjóða.
1 suðurhluta Texas-ríkis hef-
ir gert flóð vegna stórrigninga.
Hefir regnið mælst 10 þumlung-
ar á einu dægri. Tuttugu manns
hafa farist vegna flóðanna og
fjórtán orðið fyrir meiðslum.
Tjón á uppskeru er metið á
eina miljón dollara. Nautgripir
hafa drukknað svo hundruðum
skiftir. (FÚ).