Morgunblaðið - 03.07.1936, Side 5

Morgunblaðið - 03.07.1936, Side 5
Föstudagiim 3. júlí 1936- MORGUNBLAÐIÐ Prestafjelag Islands skorar á kirkjustjórnioa að auglýsa prestaköllin Frá aðalfundi fjelagsins. Aðalfundur Prestaf jelags ís- 3ands 1936 var haldinn á Þingvöll- mm dagana 28.-29. júnx, og hófst :með guðsþjónustu í Þingvalla- 'kirkju, þar sem sjera: Gísli Skúl’a- ~son prjedikaði og sjera Hálfdan Helgason þjónaði fyrir altari. Fundurinn endurkaus Ásmund prófessor Guðmundsson í barna- verndarráð íslands. Minst var á fundinum for- manns Prestafjelagsins, próf. Sig- urðar P. Sivertsen vígslubiskups, og hins mikla og ágæta starfs kans í þarfir fjelagsins frá stofn- un þess. Formaður Prestafjelags íslands hefir hann verið síðustu 12 árin. Var skýrt frá því, að hann færðist nú undan endurkosningu til formensku og stjórnarstarfa sökum heilsubrests. Fundurinn samþykti í einu hljóði að gera •prófessorinn að heiðursforseta Prestaf jelagsins. í stjórn fjelagsins voru endur- "kosnir prófessorarnir Ásmundur 'Guðmundsson og dr. Magnús Jóns son, sr. Bjarni Jónsson dómpró- fastur og sr. Friðrik Hallgrímsson •dómkirkjuprestnr. í liið auða sæti í stjórnimii var kosinii sjera Árni Sigurðsson > fríkirkjuprestur. Hagur fjelagsins hafði stórum 'batnað á árinu, Og var fjehirðin- •um, sr. Helga P. Hjálmarssyni, vottuð þökk fundarins fyrir ágæt- ilega unnið starf. Eftirfarandi ályktanir voru -samþyktar á fundinum m. a.: 1. Aðalfundur Prestafjelags ls- lands hvetur prestai, sem hafa til "þess hæfiléika og kringumstæður, að starfrækja unglingaskóla, þeg- ar næg nemendátala. fæst til þess, •að skólinn njóti styrks úr ríkís- sjóði. Telur fundurinu nauðsyn- legt, að preStar yfirleitt gefi sitt ‘til þess áð stuðla að aukinni fræðslu uuglinga í landinu, þar eð : alt slíkt starf geti orðið kristninni til mikíllar eflingar meðal ,æsku- lýðsins. 2. Aðalfundur Prestafjélags ís- lands telur mjög heillavænleg ferðalög presta og fermingar- barna og samvistir um lengri eða skemmri tíma á fögrum stöðum. 3. Að'alfundur Prestafjelags ís- lands lítur svo á, að hugmynd hr. Jens Bjarnasonar um Vídalíns- klaustur í Görðum, sje athyglis- werð og fögur, og felur stjórn sinni að setja sig í s'amband við höfundinn, í því skyni að athuga og rannsaka möguleika fyrir því að kom’a þessari hugmynd í fram- kvæmd. 4. Aðalfundur Prestafjelags Is- la.nds telur það illa farið, að ekki skuli hafa verið auglýst til um- sóknar fleiri af hinum lausu prestaköllum, og skorar á kirkju- stjórnina að setja presta í þau, • eftir því sem kostur er. Frú María Sigurðardóttir látin. Frú María Sigurðardóttir dó að heimili sínu hjer í bæ, 22. júní síðastl. Hún var fædd hjer í bænum 9. nóv. 1886 og ólst upp hjá foreldrum sínuni, Sigurði Jóns- syni fangaverði, syni Jóns ritstjóra og alþm. Guðmundssonar og konu hans Maríu Nissen. Var það hið mesta myndar- og reglulieimili og uppeldi hennar hið besta. Ung að aldri giftist hún Vigfíisi klæð- •skera Guðbrandssyni, og eignuð- ust þau þrjú börn, Hauk bankarit- ara, Friðrik bókhaldara og Rósu, sem er heima í föðurhúsum. María var fyrst og fremst reglu- söm, stjórnsöm og góð húsmóðir, sem ljet sjer einkar :ant um heim- ili sitt og uppeldi barna sinna. Enda var heimili hennar fyrir- mynd að reglusemi og allri sið- prýði. Mai'ía var, eins og fólk hennar, sjerstaklega skyldurækin, og rækti hvert starf er lienni var falið með stökustu s!amviskusemi, fanst henni því að heimilið ætti fyrst og fremst að njóta starfs- krafta sinna, og góð heimili vera þeir hyrningarsteinar, sem engin þjóð má án ver!a. Af þessum or- sökum gaf hún sig minna við al- mennri f jelagsstarfsemi en ella hefði verið. Þó tók hún altaf virk- an og öflugan þátt í starfi K. F. U. K., og vlar hún einn af stofn- endum fjelagsins. Hún var trú- hneigð og taldi trúna skilyrði fyr- ir þroska og siðferði hvers manns. Hún var og fjelagi Góðtemplara- reglunnar og í báðum þessum fje- lögum var hún kær öllum þeim er kyntust henni og þeir fundu samviskusemi hennar og skyldu- rækni, umönnun hennar og dugn- að, og þeir sakna hennar frá starfi sínu og óska af alhug, að guð blessi starf hennar, heimili og börn. Dr. Lárus Einarsson, sem 1. ágúst tekur við prófessorsembætti sínu í Árósum, hefir einmitt þessa dag- ana lokið við stærðarrit um líf- eðlisfræðileg efni, og verður það gefið út á frönsku. (F.Ú.). Fornminjar fundnar á Staðarbakka Stykkishólmi 2. jú’lí F.Ú. t Staðarbakka í Helga- fellssveit, sem á sögu- öld hjet Bakki hinn meiri, hafa nýlega fundist forn- minjar. Þar í túninu er verið að gera nýjan bæ, og stendur hann þar sem álitið er að bærinn hafi stað- ið frá landnámstíð og fram yfir síðastliðin aldamót. Um einn og hálfan metra í jörðu niðri fanst holaður móbergssteinn — að lík- indum hlautbolli. Steinninn er því nær kringlóttur, um 40 cm. í þver- mál. Dæld er í steininn, 32 cm. í þvermál Og 11 og hálfur cm. á dýpt 0g er hún eldrauð. Nálægt steini þessum fanst stein- þró full af ösku. Þróin líkist ekki venjulegum hlóðum, en þó ætla menn að þar hafi verið matur seiddur eða eldur falinn. Þá fanst þar knöttur um 11 cm. í þvermál, gjörður úr livalbeini og ætla menn að þetta hafi verið leikknöttur. Alt var þetta um einn og hálf- an metra undir grassverði og lágu á því gámlar gólfskánir. Minnismerki fær- eyskra sjómanna á Eyrarbakka. Vorið 1934 fórst færeyskt fiski- skip, „Nólsoy“ að nafni, fyrir sunnan land. Voru á skipinu 20 menn, og fórust þeir allii'. Lík eins þeirra, Bernhard Henriksen, rak á iand hjá Eyrarbakka og var grafið þar. Lík hinna hafa aldrei fundist. Þegar „Dronning Alexandrine“ kom hingað fyrst í júní, kom með henni fagur bautasteinn, sem Fær- eyingar hafa gefið til að reisa á leiði Bemhards Henriksen í kirkju garðinum á Eyrarbakka. Eru á hann letruð nöfn allra þeirra, sem fórust með „Nólsoy“, og á 'fótstall- ann þessi vísa: Mugu enn við sorg vit siga kæmm vinum her farvæl. Góðandagin gleðiliga tó í himli ljóða skal. Steinn þessi er mjög fagur og er gerður af steinhöggvaranum O. Arge í Þórshöfn, og flutti Sam- einaða fjelagið hann ókeypis til Reykjavíkur, en Jes Zimsen kon- súll sá um flutning hans austur til Eyi'arbakka og þar í kirkjugarð- inum var hann reistur laust fyrir miðjan jtiní. Fyrir nokkrum árum reistu Fær- eyingar látnum sjómönnum sínum annað veglegt minnismerki í kirkjugiarðinum í Reykjavík. En hvernig minnist íslenska þjóðin sjómanna, sem farast? Hvar eru bautasteinar þeirra? Er það af ræktarleysi eða hugsunar- leysi, að vjer höfum ekki reist þá? f glugga Morgunblaðsins er til sýnis mynd af bautasteininum, sem Færeyingar ljetu reisa á Eyr- arbakka. F 5 Rafvirktaverkfallltl: mm^^^^^^^^^^^^^mm^"mm^mm^m^mmmmmmmmm^mmm Um hvað er barist? I7ERKFALL Rafvirkja- '' fielags Reykjavíkur stendur við það sama og engin lausn sjáanleg enn- þá. Stjórn fjelags rafvirkjameistara hefir sent Morgunblaðinu skýrslu um tildrög vorkfallsins. Þar segir að bæði rafvirkjafje- lögin í Rvík, fjelag meistara (F. L. R. R.) og fjelag sveina (R. V. R.), sjeu meðlimir í Iðnsambandi byggingarmann.a. Fjelögin hafa samið sín á milli um kaupkjör sveina, vinnutíma o. fl. og síðasti samningur gilt frá 1. maí 1935 til 1. maí 1936. Fjelag meistara sagði samningn- um upp frá 1. maí s. I. Fjelögin kusu því næst samninganefndir, „en meðan á samningaumleitunum stóð, sneri R. V. R. sjer til Iðnsam- bands byggingarmanna um aðstoð í samninganlálinu, þar eð samn- ingar væru strandaðir“, segir í skýrslunni. En með því að samn- ingaumleitanir hafi ekki verið strandaðar, hafi „öll afskifti Iðn- sambandsins vérið ótímabær“. Svo segir í skýrslu stjórnar F. L. R. R.; „Aðalorsökin til þess að raf- virkjafjelögin Iiafa ekki samið að nýju, er sú, að nokkrir meðlimir sveinafjelagsins eru farnir að liafa á hendi sjálfstæðan atvinnurekst- ur í iðninni, þrátt fyrir það, þó .að slíkt sje: í fyrsta' lagi brot á samn- ingi þeim milli fjelaganna, sem gilti til l. maí 1936, í öðru lagi brot á lögúm Iðnsambands bygg- ingamanna, og í þriðja lagl brot á reglum Rafmagnsveitu Reykja- víkur, um raflagnir. Þegar rafvirkjameistarafjelagið lýsti yfir, að það gæti ekki samið á meðan svona væri ástatt, svaraði stjórn Iðnsambandsins með því að úrskurða að samningurinn frá 1. maí 1935 skyldi vera í gildi þar til nýr samningur væri gerður. Lög Iðnsambands byggingamanna heim- ila stjórn þess ekki að fella úr- skurð sem þennan, og mótmælti rafvirkjameistaraf jelagið því úr- skurðinum, á þeim grundvelli, að hann væri ólöglegur. Kvaðst það neyðast til að segja sig úr Iðnsam- bandinu, ef úrskurðurinn yrði ekki feldur úr gildi. Þessu svaraði stjórn Iðnsam- bandsins með því, að leggja fyr- ir rafvirkjasveinafjelagið að gera verkfall hjá rafvirkjameisturum, og stendur málið þannig nú. Fjelag löggiltra rafvirkjameist- ara lítur svo á, að ekki sjeu uppi nein þau ágreiningsmál milli raf- virkjafjelaganna — þegai' frá er talinn sjálfstæður atvinnurekstur nokkurra sveina, — sem ekki sje mjög auðvelt að semja um. A 9 smálesta bát við straumaraiesóknir i Norðurhöfum. Sænskur visinda- leiðangur. Cænskur vísindaleiðangur sem í eru fjórir menn, kom hingað í fyrradag á 9 smálesta vjelbáti, sem ,Golf- strömmen‘ heitir. Foringi leiðangursins' er veður- fræðingurinn Sandström frá Stokkliólmi. Tíðindamaður Morgunblaðsihs, hitti hann skömrnu eftir komuna og spurði um ferðalagið. Hann svaraði svo: — Tilgangur fararinnar er að- allega sá að rannsaka Golfstraum- inn hjer í norðurliöfum. Vjer lögðum á stað frá Stokk- hólmi 26. maí, fórum fyrst til Suður-Noregs og dvöldumst þar nokkuð, en síðan heldum yjer til Hjaltlands. Þaðan var haldið til Færeyja, og svo til Hornafjarðar. Þar dvöldumst vjer fjóra daga, og gengum upp á austurbrún Vatna- jökuls og hittum þar leiðangurs- níenn úr sænsk-íslenska leiðaingrin- um. Frá Hornafirði lieldum vjer svo hingað og munum dveljast hjer í 4—5 daga, en það er þó undir veðrinu komið. — Hvert er svo förinni heitið? — Norður í ísinn við austur- strönd Grænlands, og þaðan til Jan Mayen. Á allri þessari leið rannsökum vjer strauma og hita- stig í sjónum. Og þetta er ekki fyrsta ferðin mín til slíkra rann- sókna. Jeg kom hingað á þessum sama báti fyrir nokkrum árum á leið norður í höf í samskonar rann- sóknarerindum, eins og' þá var sagt frá í Morgunblaðinu. Þegar báturinn kom í fyrra- dag, lagðist hann að steinbryggj- unni, en varð svo að færa sig þaðan. Um leið og hann var að leggja frá steinbryggjunni, vildi það óhapp til að skrúfan rakst í bryggjuna, og getur verið að hún hafi laskast svo, að bátinn verði að draga upp í Slipp til eftirlits. Nýr lax Nýtt bögglasmjör. Kjötbúðin Herðobreið. Rúðugler. Höfum venjulega fyrirliggjandi rúðugler einfalt og tvöfalt, einnig 4,5 og 6 mm. Eggert Kristjánsson B Co.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.