Morgunblaðið - 03.07.1936, Page 6

Morgunblaðið - 03.07.1936, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudaginn 3. júlí 1936- Hann ætlar að kynna sjer viðskiftaástand- ið á Islandi. 8iOa§ti gestur sœnsku vtkunnar. "LJr. Thorsten Ohde, ritstjóri „Koopera- tören“ í Svíþjóð, kom hingað með Íslandi í gær. Hann kemur síð- astur af hinum vel- komnu gestum vorum frá Svíþjóð. Th. Ohde. En hann mun í staðinn dvelja hjer lengur en aðrir gestir sænsku vikuhnar. Að vikunni lokinni ætlar hann að íerðast umí landið ðjf kynna sjer við- skiítalíf þjóðar vorrar. Gerir hann ráð fyrir að dvelja hjer um 5—6 vikna skeið. Vjer hittum hr. Ohde að máli í gærkvöldi: — Jeg gat ekki komið fyr, sagðí hr. Ohde, jeg yar önnum kafinn við að ljúka við bók um gerfisilki. Hr. Ohde er hagfræðingur og hefir ritað m. a. merka bók um ,,Det moderne Trust och Kar- tellvæsenet“. Bók þessi hefir komið út í 8 útgáfum. Nýlega • V hefir verið reist ný gerfisilki- verksmiðjá í Svíþjóð með nýrri vinsluaOTero. Ýmsan fróðleik hafðf hr. Ohde að segja um verksmiðju þessa og helstu nýj- ungar í gerfisilkiframleiðslu o. fl. Vjer getum lofað lesendum vorum um þetta fróðlegri grein síðar. -”u Hr. Ohde flytur einn fyrir- lestur á sænsku vikunni, á þriðjudaginn. Fyrirlesturinn heitir: „Den svenska varudistri- butionen“. Ægir er nýkominn út. Hann byrjar á grein eftir Svein Arna- son fiskimatstjóra;: ,4slsnskur. salt- fiskur *að v^rá bvítur“. Þá er grein um sjaldsjena fiska, eftir dr. Bjarna Sæmundsson. Þá kem- ur maískýrsla ^fiskifulltrúans á Spáni. Þá grein um Borgundar- hólm eftir ritstjórann Sveinbjörn Egilson, önnur atliyghsyerð grein eftir hann: Mihnisvarðar drukn- aðra manna. Þá skrjfar hann um viðhald mótorbáta við Faxaflóa. Og margt fleira er í heftinu. Jún Eigilberts og „Kaimeraterne" Islenskum málara sýndur heiðar. TÖN ENGILBERTS ^ listmálari, sem nú býr í Kaupmannahöfn, hefir verið kjörinn fastur meðlimur lista- mannafjelagsins „Kam- meraterne“. Þessi fjelagsskapur lista- manna þykir einn hinn virðu- legasti í Danmörku, og eru í fjelaginu aðeins 12 meðlimir. Þegar sæti losnar í fjelaginu við fráfall einhvers fjelaga, er nýr valinn meðal hundr- aða af yngstu málurum í Dan- mörku. Er það því talin mikil sæmd fyrir Jón, að hafa verið kjörinn meðlimur þessa fjelags. Sem fastur meðlimur þessa fjelags gefst Jóni í framtíðinni kostur á að sýna “á haustsýn- ingum fjelagsins, svo margar myndir sem hann kýs. Tekur hann þannig þátt í hinni miklu sýningu fjelagsins á Skagen í sumar, og í sýningunni sem „Kammeraterne“ halda í októ- ber í haust, samkvæmt venju sinni í Grönningen í Kaup- mannahöfn, sem er stærsta sýn- ingarhöll borgarinnar. Er þetta í fyrsta sinn, sem íslenskur málari er kjörinn meðlimur í „Kammeraterne“. (Samkvæmt útvarpsfregn). Síldveiðin: FBAMH. AF ÞRIBJX7 SfÐU. von á mörgum fleiri skipum. Fjöldi útlendra veiðiskipa var út af Grímsey í gær og fengu þau óhem.ju veiði. I gær Ijetti til. — Þræmar voru að fyllast og yfir 20 skip biðu eftir löndun. í fyrrinótt var enn sett nýtt vinslumet í síldarverksmiðjum rík- isins á Siglufirði. Verksmiðjan S. R. frá árinu 1930 hækkaði met- ið frá því í fyrradag úr 172 sekkj- um á vakt upp í 180. Svarar það til að unnið væri úr ca. 3428 mál- um á sólarhring, ef jafnvel gengi á öllum fjórum vöktum sólar- hringsins. Metið í fyrradag svar- aði til oa. 3276 mála vinslu á sól- arhring. Þann 1. þ. m. voru komin á land í Djúpuvík 11 200 inál af síld og var lokið að bræða alla þá síld að kvöhli þess dags. Verk- smiðjan var þann dag búin að fá 250 tonn af mjöli og nokkru minna af lýsi. í Nýju ríkisverksmiðjunni, sem bygð; var í fyrra var einnig sett nýtt met í fyrrinótt. Fengust 158 sekkir á vakt á móti 154, sem feng- ust í fyrradag. Verksmiðjan er í ágætu lagi og hefir komist upp í 3700—2800 mála vinslu á sólarhring. Milwaukie, þýska skemtiferða- skipið, er væntanlegt hingað í nótt Með því koma um 400 farþegar. Dr, Skúli Guöjónsson kom hingað í gsr. Aö boði Læknaf jelags fslands, til þess að halda fyririestra. Dr. med. Skúli Guð- jónsson, yfirlæknir var meðal farþega á íslandi í gær. Dr. Skýli kemur hingað að boði Læknafjelags íslands, til þess að halda fyrirlestra á að- alfundi Læknaf jelagsins, sem hefst hjer í bænum í dag. Dr. Skúli mun halda tvo fyrirlestra hjá Læknafjelaginu, og verður annar um nýjustu vitamínrann- sóknir og verður fluttur kl. 6 síðd. í dag. Hinn fyrirlesturinn verður um iðjusjúkdóma og verður fluttur kl. 3 síðd. á morgun. Morgunblaðið náði aðeins tali af dr. Skúla í gær og spurði hann hve lengi hann myndi dvelja hjer að þessu sinni. Hann kvaðst mundu dvelja hjer í bænum fram í næstu viku, en þá ætlar hann norður í Skaga- fjörð, til æskustöðvanna. Þar ætlar hann að dvelja eitthvað, en kemur svo hingað til bæjar- ins aftur. Hann leggur af stað heimleiðis, til Kaupmannahafn- ar, 26. þ. m. Geysisförin: FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Áður en borðhaldinu í Skíða- skálanum lauk, stóð upp N. Her- litz, próf. og þakkaði fyrir hönd Svíanna. Hann sagði frá ánægju landa sinna yfir þessum ógleym- anlega degi og yfirleitt yfir mót- tökunum og verunni hjer á landi. H.ann mintist sjerstaklega á hve alt hefði verið vel undirbúið til þessarar ferðar og hve Svíarnir hefðu fengið allar sínar óskir upp- fyltar án þess að bafa nokkuð fyr- ir því. Að lokum þakkaði bann fyrir hönd Svíanna Reykjavíkur- bæ og öllum, sem sýnt hefðu þeim velvild og gert dvöl þeirra svo ánægjuríka hingað til lands. Að lokum söng svo kórinn „Málar- drottning“, sem er þakklætis og kynningarsöngur kórsins, — Það er ekki hægt að segja af' hverju maðnr varð hrifnastur þenna ógleymanlega dag, sagði einn söngmannanna í gærkvöldi. Dagurinn hefir verið svo við- burðaríkur og áhrifin svo mörg og margþætt. — Gullfoss — Geys- ir — veðrið — litlu, íslensku hest- arnir, og hið óviðjafnanlega lands- lag, alt þetta blandast í hug- annm og það tekur marga daga að greiða úr þessum indislegu minningum, og þá fyrst getur mað- ur farið að tala um að þetta eð.a hitt hafi verið best. Eitt er þó hægt að segja str.ax: Oll ferðin var ágæt, svo óviðjafnanlega ágæt. „Morgunn lífsins“ fær góða dóma i Bandaríkjunum. mMORGUN L1FSTNS“ eftir Kristmann Guðmundsson er fyrir nokkru komin Út í ame- rískri þýðingu. Bókin hefir selst geysimikið og ritdómarar blað- anna hafa kepst um að hæla sög- unnj og Kristmanni fyrir rithöf- undarhæfileika hans. Morgunblaðinu hafa borist dóm ar úr nokkrum amerískum blöð- um, sem öll eru ásátt úm að lofa Kristmann fyrir söguna og vænta þess, áð fleira verði þýtt eftir hann. Hjer fara á eftir stuttir úr- drættir úr dómum „The Provi- denee“ og „The New York Times“. Bókmentadómari „The Provi- denee“ segir m. a.: — íSíðan íslendinglasögurnar voru ritaðar, hafa íslendingar ekki lagt mikinn eða merkilegan skerf til héimshókmentanna. En nú hef- ir ísland á ný eignast skáld, sem er verðugur og hæfur talsmaður Sögueyjunnar. Á jeg þar við Kristmann Gnðmundsson, sem setja má á bekk með Sigrid Un- set og Selmu Lagerlöf. Bækur þessa höfundar, sem komið hafa út hjer í Ameríku, staðfesta að K. G. er sá skáldsagnameistari, sem vert er að leggja sig í framkróka til >að kynnast. The New York Times: ..... Þannig er aðalefni þess- arar framúrskarandi vel gerðu sögu. Það er ómögulegt að skýra. frá þeim tilfinningaþrungnu á- hrifum, sem skáldið gefur oss með sagngáfu sinni og hæfileikunum til að láta hvern viðburð og hverja persónu renna inn í aðal- straum sögnnnar. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið, að h.jer er hrífandi saga, fagurfræði- lega bygð. Ef K. G. á fleiri slíkar bækur óþýddar, vona jeg að þýðandi hans, sem tekist hefir svo prýði- lega með þetta verk, láti hendur standa fram úr ermum og haldi nú áfram að þýða eftir Kristmann Guðmundsson. Kapprelðar i Hornafirðl. Met > 300 metra lileupi. Hornafirði 2. júlí F.Ú. I—l estamannafjelag Horn- * * firðinga efndi til kapp- reiða síðastliðinn laugardag á skeiðvelli fjelagsins á Stapasandi. Reyndir voni 6 hestai' í 300 metra hlaupí og 5 hestar, 4 til 5 vetra í 250 metra folaþlaupi. Nýtt met var sett í 300 metra hlaupi af Nasa Vilborgar Jóns- dóttur, Ámesi, er rann skeiðið á 21,5 sekúndum. Fleiri hestar hlupu mjög hratt, 300 metra hlaupið. í úrslitaspretti hlaut fyrstu verð- laun í folahlaupi Jarpur, Her- manns Sigurðssonar, Horni. Hann rann skeiðið á 20 sekúndum, Systraskip Queen Mary ennþá fullkomnara. London, 2. júlí. FÚ. Blaðamönnum, sem snúið hafa sjer til John Brown Limited, skipa- smíðastöðvarinnar, þar sem risaskipið „Queen Mary“ var smíðað, með fyrirspurnir um hið fyr- irhugaða nýja skip Cun- ard-White Star línunn- ar, hefir verið sagt, að fjelagið hafi ekki pant- að smíði á nýju skipi, enn sem komið er. En það upplýsir, að síðan byrjað var á smíði „Queen Mary“ fyrir sex árum, hafi fje- lagið látið gera fjölda fyrir- mynda, með ýmsum endurbót- um, og geri sjer vonir um, að geta nú smíðað skip sem taki „Queen Mary“ fram um ýmsa hluti, og yrði m. a. talsvert hraðskreyðara. 26 ferðamenn, aðallega Englend- ingar, sem komn hingað með „Pri- mula“, fóru í gær austur að Geysi og Gullfossi og komu aftur í gær- kvöldi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.