Morgunblaðið - 03.07.1936, Page 3

Morgunblaðið - 03.07.1936, Page 3
. Föstudaginn 3. júlí 1936- •i MORGUNBLAÐIÐ mmSBœMSSi 3 Stærstu svikin: Afsal landhelgis varnanna f hendur Dana. Rauða hyskið „okar landið undir nýjan hlekk“. Burt með svikarana! FREGNIN, sem Morgunblaðið flutti í gær, að ís- lenska stjórnin sje að afsala landhelgisgæslunni við strendur fslands í hendur Dana, vakti fádæma gremju og undrun almennings. En fregnin, sem hingað er komin frá Daiimörku, minnir á það, að í fyrra var Jónas Jónsson frá Hriflu sendur utan, þeirra erinda, að selja íslensku varðskipin úr landi. Luxusflakkarinn fór land úr landi, á luxusbílnum og bjó á dýrnstu luxushotelum. ,Ekki er upplýst hvort það er íslenska rík- ið eða dansba, sem greiddi ferða- kostnaðinn. En það er vitað, að árangurinn af þessu luxusflakki luxusflakkar- ans varð sá, að Oðinn var seldur úr landi. Og það er einnig vitað, að um þessar mundir gerðist það, að (jr. Lauge Koch var, með sam- þvkki ríkisstjórnarinnar falið, að stjórna öllum landfræðirannsókn- um á Islandi. Þegar íslendingar tóku að eign- ast strandvarnaskip, heldu Danir því fast fram, að þeir ættu að hafa yfirUmsjón með starfsemi skipanna og að íslensku skipin gengu þann- ig í þjónustu dönsku landhelgis- gæslunnar við strendUr landsins. Þessu fekk þó Sigurður Eggerz afstýrt, með miklu þófi, og síðan hafa íslensku skipin og öll starf- semi þeirra Verið undir íslenskri stjórn að öllu leyti. En nú er það deginum ljósaxa, að íslenska ríkisstjórnin er að of- urselja þessi yfirráð landhelgis- varnanna í hendur Dana. En fá í staðinn danskar fleytur og danskar flugvjelar, svífandi yfir íslenskri landhelgi, með yfirráð- stöfunarrjetti á þeim fleytum, sem enn eru eftir í eigu fslendinga. Hann kraSðist þess að ítölsku blaða- mðnnunum yrði vísað burtu. Titulescu mótmælti hinni hneyksl- anlegu framkomu ítala. Löng og erfið var barátta ís- lendinga fyrir sjálfstæði þeirra á liðnum tímum. En forvígismenn baráttunnar reyndu ,að láta aldrei úr greipum ganga neitt af því, sem áunnist hafði. Þessi áryekni og sífelda viðleitni til að gæta þess sjálfstæðis, er fengið yar, er ágætlega fram sett af skáldjöfrinum, Einari Bene- diktssyni, er hann kveður; Landið vort skal aldrei okað, undir nýjan hlekk. Ekki úr spori aftur þokað, ef að fram það geklc. Mun nú mörgum þjóðhollum manni svíða sárt, að líta yfir rás viðburðanna: Landeyður sendar í önnur ríki, til þess að undirbúa leynisamn- inga um aukna íhlutun erlends valds, smánarsölu íslenskra land- varnarskipa og sigling þeirra úr landi, alfarinn undir erlendan fána. Meiri síld en nokkru sinni fyr. 25 þúsund mál komu til Siglufjarðar í gær. 40-50 skip komu inn. FEIKNA mikil síld var norðvestur af Grímsey í gær og fyrradag. Síldartorfurnar voru svo stór- ar, að mörg skip fyltu sig í einu kasti. Margir fengu 1100—1200 tunnu köst og gáfu sumir öðrum síld úr sinni nót, því þeir fengu meira en skipin gátu borið. í fyrradag var svört þoka milli Grímseyjar og lands og hamlaði þoka veiðinni. Seinni hluta dagsins urðu Is- lendingar v.arir við, að norsku skipin voru í mikilli síld fyrir norðvestan Grímsey. Þar Ijettara yfir, svo að hægt var að sjá síldartorfurnar tilsýndar.. Flestir mótorbátarnir voru á Grímseyjarsundi í fyrradag. Urðu þeir þar eftir, þegar flest stærri skipin fóru um morguninn, djúpt út af Skaga til þess að leita að síld, sem þar hafði frjest af. f fyrrakvöld og í fyrrinótt var mest allur mótorbátaflotinn 'kom- inn á veiðisvæðið Ifjnrir KV. Grímsey. Þar jusu bátarnir upp síldinni. í gær og fyrrinótt komu þessi skip til Siglufjarðar, flest höfðu fengið síldina út af Grímsey. Kolbeinn ungi með 450 mál, Hvítingur 50, Fylkir frá Akranesi 600. Valur 350, Alden 700, Málm- ey 180, Júní 1560, Ágúsfca 350, Valbjörn 600, Venus 800, Birkir 350. Gotta 400, Síldin 800, Skag- firðingur 800, Frigg 350, Haraldur 600, K’ristjana & Þór 400, Þórir 500, Þorsteínn, skipstjóri Torfi Hall- var dórsson, 700 (í fimta sinn), Mun- inn & Ægir 500, Njáll 600 (land- aði einnig í fyrradag), Jón Þor- láksson, skipstjórí Guðm. Þorlák- ur Guðmnndsson 650 (í fimta sinn), Sæbjörn 650, Kári 600, Sæ- fari 800, Skúli fógeti 450, Hilmir 550, Frigg, Freyja & Lagarfoss 600, Pilot 450, Hrönn 550, Auð- björn 650, Bangsi & Hafþór 500, Geir goði 500, Nanna 500, Kol- brún 700, Tveir Ólafsfirðingar 300, Huginn II. 700, Huginn III. 700, Hringur, skipstjóri SighvatuV Bjarnason Vestmannaeyjum, 1000 (í fimta sinn; liefir aflað á 5. þús. mál), Erna með hálffermi, Sigríð- ur 1000. Fekk síldina djúpt af Skaga. Þaðan og frá Grímsey var FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Geysir 62 metra. -.!Ö ítxrX Svíarnir klöppuðu. Góður dagur '4 í fjörugum hóp. cp.’Ksrí /"^j.EYSIR gaus fyrir Svíana. Og hvílíkt ^ gos! Fyrst heyrðust þungir dyrikir, eins og skotið væri af fallbyssu í fjarska. SjÖ mínútum síðar byrjuðu gosin. Fyrst smá gos, sem hækkuðu smátt og smátt. En svo alt í einu hækkaði strókurinn, hækkaði, hækkaði og náði loks 62 metrum/ Svíarnir byrjuðu að klappa og síðan að hrópa og að lokum kunnu þeir sjer engin læti fyrir fögnuði. Geysir hafði gosið einu af sínum fallegustu gosum. ; u , ni Dagurinn hafði hepn- ast. Og hann hafði hepnast vel, alveg frá byrjun. Lagt var af stað frá Reykja- Vík kl. tæplega 9. Þátttakendur voru sænski kórinn og aðrir Sví- ar á sænsku vikunni. Ennfrem- ur framkvæmdanefnd sænsku vikunnar, blaðamenn, borgar- stjóri og bæjarráðsmenn. Var fyrst ekið að Kambabrún og þar staðnæmst. Veður hafði verið drungalegt, en nú rofaði til. Af Kambabrún blasti við alt Ölvesið og sást alla leið til Vestmannaeyja. Síðan var ekið austur að Keri í Grímsnesi og þaðan austur að Gullfossi, en þangað var komið klukkan 1. Við Gullfoss var sólarlaust, en veður var að öðru leyti gott. Þótti Svíunum mikið til um feg- urð fossins. Þeir ljeku við hvern sinn fingur og gátu að lokum ekki á sjer setið: Þeir urðu að syngja og sungu af þrótti með þróttmiklum undirleik hins tigna foss. Við Gullfoss var snæddur há- degisverður, smurt brauð, sem haft var með frá Reykjavík. ,,Undir borðum“ ávarpaði borg- arstjóri gestina og þakkaði þeim að þeir hefðu þegið boð bæjarstjórnar til Gullfoss og Geysis, með ósk um að ferðin mætti verða þeim hin ánægju- legasta. Kl. rúmlega 2 var lagt af stað frá Gullfossi. Var haldið að bæn- um Gýgjahól, en þar voru fyrir 20 hestar. 18 Svíar og 2 fylgdar- menn stigu á bak hestunum og fóru ríðandi til Geysis, en hinir heldu áfram í bílunum. Til Geysis var komið kl. rúml. 4. Var í fyrstu ekkert sint um hver- inn, lieldur fyrst hugsað um kaff- ið, hinn góða þjóðardrykk. Kl. 5 var látin sápa í hverinn. Biðu menn nú milli vonar og ótta í hálfá klukkustund. Umræðuefnið var: gýs hann, eða gýs hann ekki. — Hann gaus. Hann gaus upp á rítt besta, . eins og þegar hann gaus. tignarleg- ast fyr. Og jafnvel enn betur. Fögnuður Svíanna aúlaði eng- ann endi að taka. Þeir byrjuðu að klappa, þegar smágosin liófust. Og þeir heldu áfram að klappa, enn ákafar og hrópa þegar gosið lnckk- aði. Og að lokum kuimu þeir sjer engin læti fyrir fögnuðh rb Gosið stóð til kl. tæpl. 6. Var þá lagt af stað heiirfleiðisy ó^ koRn^'! við hjá Geysi í ölvesi' í léiðinni. Litli Geysir gaus fÖgru gósi, en 1 hvað var það hjá stórabróður hans? Kl. 9 var komið í Skíðaskálann og sest að kvöldverði. Borgar- stjóri Pjetur HalldórsSon þakkaði gestunum daginn. Undir borðum söng stúdentakórinn noklrur lög og allir voru í sólskinsskapi og töluðu ekki um annað en hinn viðburð- arríka dag. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Komungs- hjónin„ákaf- lega ánægð“ Konungshjónin komu úr íslandsför sinni til Khafnar klukkan ,2 í gær. Frjettaritari vor í Khöfn símar í gær: Viðstaddir voru á „Tollbúð- inni“ helstu tiginmenni úr her og stjórn landsins og áuk þess öll konungsfjölskyldan, ér „Dannebrog“ lagði að landi kl. 2 í dag. Fulltrúi ísle.nska sendi- ráðsins var Tryggvi Sveinbjörns son í fjarveru SVeinS Björns- sonar og Jóns Krabbe. Jeg hefi af því sannar fregn- ir að konungshjónin eru ákáf- |lega hrifin af hinum ágætu mót tökum á Islandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.