Morgunblaðið - 03.07.1936, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudaginn 3. júlí 193&
Rabarbari, nýupptekinn. Þor-
steinsbúð, Grundarstíg 12. Sími
3247.
Kartöflur í heilum pokum
og lausri vigt. Þorsteinsbúð,
Grundarstíg 12. Sími 3247.
Matarkex, aðeins 0.75 pr. Vá
kg. Þorsteinsbúð, Grundarstíg
12. Sími 3247.
Ávextír niðursoðnir, einnig
þurkaðir, gráfíkjur, döðlur,
sveskjur og rúsínur. Þorsteins-
Jbúð, Grundarstíg 12. Sími 3247.
Bílar til sölu á bílaverkstæði
Þorkels og Tryggva, Hverfis-
götu 6. Sími 4707.
Kaupi Soyjuglös, allar teg-
undir, háu verði. Ásvallagötu
27, kl. 2—5.
Glæný stórlúða í Öllpm fisk-
búðum Hafliða Baldvinssonar.
Hangikjöt nýreykt. Nordals-
íshús. Sími 3007.
Nýtt gróðrarsmjör. — Ágæt
tólg. Ódýrt hangiflot. Kaupfje-
lag Borgfirðinga, sími 1511.
Hvalsporður, saltaður. Nor-
dalsíshús, sími 3007.
—.......... 1 y—
Kaupi gamlan kopar. Vald.
Poulsen, Klapparstíg 29.
Vjelareimar fást bestar hjá
Poulsen, Klapparstíg 29.
Kaupi gull hæsta verði. Árni
JBJörn3son, Lækjartorgl.
Trúlofunarhi'ingana kaupa
menn helst hjá Árna B. Bjöms-
•jmi, Lækjartorgi.
Glæný ýsa. Klapparstíg 8;
sími 2307.
Kaupi gull og silfur hæsta
9-erði. Sigurþór Jónsson, Hafn-
arstræti 4.
KAUPUM allar tegundir ull-
artuskur hreinar. Hátt verð.
kfgr. Álafoss, Þingholtsstræti 2.
Kaupi íslensk frímerki hæsta
verði. Gísli Sigurbjörasson,
Lækjartorgi 1. Sími 4292. Opið
1—4 síðd.
Kaupið leikföng í Leik-
fangakjallararium, Hótel Heklu
Sími 2673. Elfar.
Stærsta úrval rammalista. —
Innrömmun ódýrust. Verslunin
Katla, Laugaveg 27.
Trúlofunarhringar hjá Sigur-
\6r, Hafnarstræti 4.
Ábyrjuð púðaborð, íslensk
munstur, falleg, ódýr í Versl.
Gunnþ. Halldórsdóttur & Co.
Veggmyndir og rammar í
fjölbreyttu úrvali á Freyju-
götu 11.
Dtu&naz&L
Góða 3—4 herbergja íbúð,
’helst nálægt miðbænum, vantar
mig frá 1. október. Heimilis-
fólk fullorðið. Sveinn Árnason
fiskimatsstjóri. Sími 3281.
Það er rólegt og gott fyrir
ferðafólk að borða á Matsöl-
unni, Klapparstíg 31. Sími 2973
Á Heitt og Kalt fæst ágætur
miðdagsmatur fyrir 1 kr.
"C-KJETTARITARI enska blaðs-
.■** ins „Daily Telegraph“ í
Moskva segir, að nú um páskana
hafi verið gífurleg aðsókn að þeim
fáu kirkjum, sem eftir eru í Rúss-
landi. Guðsþjónustur hófust á
laugardagskvöld og stóðu yfir aha
nóttina og á páskamorgun hófust
þær að nýju. Mörgum sinnum
fleira fóllc sótti til kirknanna lield-
ur en þær gátu rúm'að, og biðu
margir í 10 klukkustundir eftir
því að komast inn. Stjórnin
reyndi alls ekki að hamla þessari
kirkjusókn, og Bolsivikar Ijetu
hið guðrækna fólk 'afskiftalaust.
Frjettaritarinn hyggur að ástæðan
til þessa sje ófriðaróttinn, sem hel-
tekið hefir hina rússnesku þjóð.
*
NDREA MATELLI heitir
ítalskur maður. Hann ætíaði
sjer að verða ríkur á heimsku ann-
ara. Sendi hann fjölda mörgum
viðskiftarekendum brjef og bauðst
til fyrir ákveðið gjald að gefa
þeim ráð um það, hvemig þeir gæti
komist hjá því að nota penna, hlek
og þerriblöð. Sagði hann *að þeir
gæti sparað sjer margar þúsundir
líra á ári, ef þeir færi að ráðum
sínum. Fjöldi manna sendi honum
hina ákveðnu þóknun, en þeir
fengu svolátandi svar:
— Notið ritblý, asninn yðar!
Fyrir þetta situr Matelli nú í
fangelsi.
*
IRGIN Burry-Mountain í Ala-
bama í Bandaríkjunum var
nýlega ltomin að gjaldþroti.
Borgarstjórinn var þó ekki
ráðalaus. Hann ljet það boð
út ganga, að liann ætlaði, til þess
að bjarga fjárhag borgarinnar, að
selja dóttur sína, 18 ára gamla, á
uppboði. Vakti þetta auðvitað mik
ið umtal, því að dóttir borgarstjór
ans var fegursta stúlkan þar. Og
hún tók sjálf af skarið og tilkynti
að hún ætlaði sjer að giftast þeim
manni, sem hæst byði í sig, til að
bj'arga fjárhag borgarinnar. —
Svo kom uppboðsdagurinn. Stúlk-
an kom með uppboðshaldara á að-
altorg bæjarins og stóð þar á há-
um palli, svo 'að allir gæti sjeð sig.
Ungur bankastjóri bauð þegar 75
þús. dollara — og varð einn nm
boðið. Hann gaf út ávísun fyrir
upphæðinni. Fjárhag borgarinnar
var borgið og bráðum verður hald
ið eftirminnilegt bi'úðkaup í
Burry-Mountain. (Eftir * „Syd-
svenska Dagbladet“).
*
p’ERÐAMENN, sem verið liafa
í It'alíu að undanförnu, hafa
undrast það hvað mikil áfengis-
lykt er á götum borganna. Nú
hafa þeir komist að raun um
hvernig á þessu stendur. Vegna
refsiaðgerðanna hafa ítalir verið
í vandræðum með olíu og bensín.
Og til þess að geta haldið uppi
bílaferðum innan Iands fundu
þeir upp á því að drýgja bensínið
á þann hátt að blanda það til
helminga með vínanda.
*
Læknir; Jeg skal lækna for-
stjórann, enda þótt það verði að
kosta mig aleigu hans!
Húllsaumur
Lokastíg 5.
Gluggahreinsun og loftþvottr-
ur. Sími 1781.
Oravíðgerðir afgreiddar fljótb
og vel af úrvals fagmönnuna
hjá Árna B. Björnssyni, Lækje
artorgi.
Otto B. Arnar, löggiltur út-
varpsvirki, Hafnarstræti 19. —
Sími 2799. Uppsetning og við-
gerðir á útvarpstækjum og loffc-
netum.
Sokkaviðgerðin, Tjarnargötu.
10, 2. hæð, gerir við lykkjuföll'
í kvensokkum, fljótt, vel og
ódýrt. Sími 3699.
Nýja Fiskbúðin, Laufásveg;
37, sími 4052, verður opnuð
aftur í dag og mun hún ávalt
kappkosta að hafa góða og;
vandaða vöru til sölu. Munið::
Sími 4052.
Sundhöllin á Álafossi er opin.
aftur frá kl. 9 árd. til kl. 9 y%
síðd. Allir velkomnir. Best a®
baða sig í Sundhöllinni á Ála-
fossi.
Café — Condiiori — Bakarít
Laugaveg 5, er staðúr hinna*
vandlátu. - Sími 3873. Ó. Thor-
berg Jónsson.
Friggbónið fína, er bæjarins
besta bón.
RUBY M. AYRES:
PRISCILLA. 62.
Þau fóru aftur að skíðabrautinni.
„Ef þú gætir yfirunnið sjálfa þig til þess að
halda í hönd mína, gætum við ‘fengið góða ferð
niður í þorpið“, sagði Jónatan. „Jeg skal ábyrgj-
ast að þú dettir ekki“.
Priscilla hefði helst kosið að malda í móinn,
sýna honum, að hún gæti bjargað sjer upp á eigin
spýtur. En hins vegar langaði hana ekki til þess
að meiða sig aftur, svo að hún gekk þegjandi að
tillögu hans.
„Borgaði það sig ekki?“, spurði Jónatan, þegar
þau voru komin niður í þorpið. Um leið leit
hann á hana og brosti. „Varstu ekki jafn örugg
með mjer og Egerton?“
„Miklu öruggari“, svaraði Priscilla himinlifandi.
Annars hafði hún ekki ætlað að láta það uppi, þó
að það væri satt. Henni hafði fundist hún vera
örugg og viss, þegar Jónatan leiddi hana og hvorki
verið hrædd nje feimin á leiðinni niður brekkuna.
„Við skulum koma aftur eftir matinn“, sagði
hann aðeins.
Eftir hádegi lögðu þau aftur af stað og alt
gekk vel. Priscillu fanst hún hafa lært heilmikið,
þegar hún var á leiðinni heim í gegnum þorpið
með Jónatan.
„Jeg verð að æfa mig ein einhverntíma“, sagði
hún. „Jeg vildi óska, að jeg gæti orðið eins dugleg
og þú“.
„Jeg hefi verið hjer ár eftir ár“, sagði hann.
„Þú ættir ekki að fara ein, nema þú sjert í brekk-
unum hjá gistihúsinu. Þú gætir dottið og meitt
þig“.
„Jeg má ekki fará ein, og jeg má ekki fara
með Egertón“, sagði hún stríðnislega. „Hverjum
á jeg þá að vera með?“
„Jeg verð hjer að minsta kosti jafn lengi og þú“.
„Mjer dytti ekki í hug að heimta að þú værir
altaf með mjer“.
„Jeg gæti sagt þjer, ef jeg hefði ákveðið að fara
með öðrum“, sagði hann stuttur í spuna. Og hinar
hlýju tilfinningar Priscillu í hans garð hurfu eins
og dögg fyrir sólu.
Hún fór inn í gistihúsið án þess að svara honum.
Það snjóaði mikið um kvöldið. Priscilla var far-
in upp í herbergi sitt til þess að skifta um föt.
Hún stóð við gluggann og leit út. Ekkert sást
nema Ijósin í húsunum á móti, fjallatindarnir voru
gjörsamlega huldir í snjóbylnum.
Alt í einu kom Joan inn. Hún var búin að fá
brjef frá móður sinni og hjelt á því í hendinni.
„Við megum vera hálfum mánuði lengur“, sagði
hún himinlifandi. „Er það ekki dásamlegt? Ertu
ekki fegin, Priscilla?“
„Jú, vissulega“.
„Mjer er sagt, að þú hafir verið í skemtilegri
skíðaferð með hr. Corbie í dag“, sagði hún og
dansaði um stofuna af fögnuði.
„Hver sagði þjer það?“
„Hr. Corbie. Og hann sagði, að þú ftefðir tekið
miklum framförum“.
Priscilla hristi höfuðið.
„Sagði hann þjer líka, að jeg hefði dottið tvisv-
ar, og orðið fokvond?“
„Nei, honum dytti aldrei í hug að segja slíkt
um þig“. Joan þóttist sannfærð um, að Jónatan
elskaði Priscillu ennþá, og var hissa á því að hún
skyldi ekki vera hrifin af honum líka.
Um kvöldið, þegar farið var að dansa, spurði
Egerton Priscillu, hvort hún vildi dansa við sig.
„Ef það er ekki bannað líka“, bætti hann við
reiðilega.
Priscilla fór að hlæja.
„Hvers vegna segið þjer þetta? Þótti yður, að
jeg fór út með Jónatan?“
„Já, þegar jeg vissi af hverju þjer gerðuð það“.
„Hvers vegna?“
Þau dönsuðu þegjandi um stund.
„Fólkið er farið að stinga saman nefjum um.
okkur“.
Priscillu fanst það óviðeigandi af honum að-
minnast á það.
„Fólk verður altaf að hafa eitthvað til þess að-
tala um“, sagði hún glaðlega. „Það er heimskulegt.
og skiftir engu máli“.
„Ekki fyrir mig“, sagði hann lágt.
„Það líður ekki á löngu, áður en jeg get rent.
mjer á skíðum ein“, sagði hún og sneri talinu að.»
öðru. „Þá þarf enginn að hjálpa mjer“.
„Jeg hefi haft mikla ánægju af að hjálpa yður-
— jeg hefi aldrei verið jafn hamingjusamur“.
Priscilla var farin að vera óróleg, en hún reyndi.
að hlæja.
„Nú er yður ekki alvara“.
„Jú“.
Alt í einu tók hann undir handlegg hennar og
leiddi hana með sjer fram í anddyrið sem: var
mannlaust. Hann var fölur og augsýnilega í mik-
illi geðshræringu.
„Er yður ekki sama þó að þjer sitjið hjerna dá--
litla stund? Jeg er þreyttur”.
„Þjer hafið ofreynt yður á íþróttunum í dag“..
„Jeg hefi ekki komið út fyrir dyr“.
„Ekki það?“ Hún horfði á hann vandræðaleg.
„Það er ólíkt yður“.
„Jeg kæri mig ekki um að fara út án yðar“.
Við því var ekkert að segja. Priscilla þagði og
hann rauf þögnina.
„Trúið þjer á ást við fyrstu sjón, Priscilla?“
Hún ypti öxlum.
„Það veit jeg ekki. Hvers vegna spyrjið þjer
að því ?“
„Af því að jeg varð ástfanginn af yður í fyrsta
skifti sem jeg sá yður“.
Priscilla stóð á fætur. „Svona megið þjer ekki
tala. Mjer fellur það illa“.
„Vegna þess að jeg er giftur? Jeg giftist ekki
af ást. Við höfðum þekst frá því að við vorum
börn — og fjölskyldur okkar ætluðust til þess að>