Morgunblaðið - 11.09.1936, Page 3

Morgunblaðið - 11.09.1936, Page 3
Föstudagur 11. sept. 1936. MORGUNBLAÐIÐ 3 Mikil sfidvfliði i Faxaflóa i gær. Um 2250 tn. í fjórum veiðistöðvum. Um 2250 tunnur síldar komu á land í fjórum veiðistöðvum við Faxaflóa í gær. Til Reykjavíkur komu þessir bátar með síld í gær: Geir goði með ea. 150 tn., Bangsi 100, ís- leifur 60—70, Fram 60—70 og Jón Þorláksson með um Í20 tn. Til Hafnarfjarðar konra tveir bátar í gær með samtals um 150 tunnur. Til Keflavíkur komu í gær alls á land 1352 tunnur síldar. Afli bátanna var sem lijer seg- ir: Svanur 56, Jón Guðmundsson 53, Ólafur Magnússon 80, Bjarni Ólafsson 75, Kári í Garði 65, Herj- ólfur, Ve. 67, Bragi 80, Freyja 45, Óðinn, Ve. 33, Óðinn, Garði 67, Maggi, Ve. 7, Öðlingur 38, Björg- vin 93, Mummi 17, Trausti 31, Goðafoss 52, Reynir 43, Ása 28, Örninn 102, Erlingur, Ve. ca. 120 og Ingólfur, Sandgerði 200. Bátar þessir fóru ekki á veiðar í gærkvöldi. Til Sandgerðis komu þessir bát- ar með síld í gær: Mummi 87 tn., Ingólfur 58, Gylfi 42 og Lagar- foss 39. Um afla Akranessbáta var ó- frjett í gærkvöldi. Björn R. Stefánsson, fyrv. alþm, látinn. Björn R. Stefánsson fyrverandi alþingismaður andaðist í fyrra- dag. Hafði hann farið, ásamt öðru starfsfólki Tryggingarstofnunar ríkisins, í skemtiferð út úr bænum og var komið við í Skíðaskálan- um á heimleið og matast þar. Undir borðum hneig Björn skyndi- lega niður og var brátt örendur. Þessa merka og vinsæla manns verður getið nánar hjer í blaðinu. Myndarleg gjöf. Landsnefnd Hallgrímskirkju í Saurbæ hefir nýlega borist eitt þúsund króna veðdeildarbrjef að gjöf, sem á sín- um tíma skal varið til þess að kaupa fyrir altaristöflu handa kirkjunni. Gefandinn, sem er val- inkunnur sæmdarmaður, vill ekki láta hafns síns getið, en með því að nefndin hefir fyrir löngu tekið þá ákvörðun, og víkur ógjarna frá henni ,að gripir gefnir kirkjunni skuli áletraðir með nafni gefand- ans, liefir honum verið tjáð að nafn hans muni verða greypt á töfluna, að honum látnum. Inni- legustu þakkir fyrir þessa stör- myndarlegu gjöf. Ól. B. Björnsson. Innanfjelagssundmót Ármanns heldur áfram n.k. sunnudag. Nán- ari upplýsingar gefur Þórarinh Magnússon, Fhakkastíg 13. Valdhafarnir neyöast til að ganga að kröfu Morgunblaðsins. Samþykt i gær að hækka stórlega innflutnings- ieyfi á byggingarefni. Aukafundur Búnaðarþingsins: jarðræktarlögin sett í 5 manna nefnd. Frá setningu þingsins. Kröfu Björns Ólafssonar full- nægl að t I esfu. jaldeyris- og innflutningsnefnd samþykti á fundi í gær, að verða að mestu leyti við kröfu Iðnsambands byggingamanna um við- bótarleyfi á byggingarefni til bæjarins. Nefndin samþykti að veita viðbótarleyfi til að fullgera þau hús, sem í smíðum eru og enn- fremur að veita leyfi fyrir timbri, sementi og járni, sem með þarf fyrir áramót til þeirra ný- bygginga, sem um getur í skýrslu Iðnsambands- ins, að undanskilinni einni byggingu, bílaviðgerð- arstöð Steindórs Einarssonar, sem sjerstakt leyfi þarf fyrir. ________________________ Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, var í skýrslu Iðnsambandsins gengið út frá, að vanta mundi byggingarefni fyrir 311 þús. króna, auk efnis í verkamannabústaði, háskóla, kartöflukjallara og hafnarhús. En sá galli var á þessari skýrslu, að hún var ekki tæmandi, eins og sýnt hefir verið fram á hjer í blaðinu. Þar sem Gjaldeyris- og inn- flutningsnefnd hefir tekið þá ákvörðun að leggja til grund- vallar skýrslu Iðnsambandsins, ættu byggingarefna-leyfin til innflytjenda í bænum að vera þessi: Áður leyft .... kr. 150.000 Nú leyft ....... — 311.000 Samtals kr. 461.00 Þó undanskilur nefndin eina nýbyggingu, bílaviðgerðastöð Steindórs Einarssonar, sem sótt hefir verið um bygginga- leyfi fyrir. Um þessa byggingu segir nefndin, að sækja verði sjerstaklega um leyfi fyrir hana. Má því gera ráð fyrir að þetta leyfi fáist einnig, ef afráðið er að byggja nú í haust. En auk þessara leyfa, sem koma til skifta milli byggingar- vöruverslana bæjarins, ber nefndinni að veita sjerstök leyfi fyrir efni til háskólans (ca. 40 þús.), verkamannabústaða fca. 50 þús.), kartöflukjallara (ca. 25 þús.) og hafnarhúss. Mun því láta nærri, að heild- arleyfin — að frádregnum op- inberum byggingum — nemi svipaðri upphæð og Björn Öl- afsson flutti tillögu um á dög- Lærdómsrík saga. Baráttan um byggingarefnið, sem staðið hefir rúma viku, er mjög merkileg og lærdómsrík. Þegar málið er tekið fyrir á fundi Gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndar 2. þ. m., er boð- skapur valdhafanna sá, að ekki megi leyfa byggingarefni nema fyrir 150 þús. kr., en af þeim skuli 50 þús. kr. ganga til verkamannabústaðanna. Morgunblaðið sýndi strax daginn eftir fram á, að þetta framferði valdhafanna yrði til þess, að öll byggingarvinna myndi stöðvast í bænum fram. á næsta vor, eða í fulla 8 mán- Morgunblaðið sýndi ennfr. fram á, að afleiðing þessara að- gerða yrði stórkostlegt atvinnu- leysi fyrir iðnaðarmenr. og verkamenn í bænum. Tveir dagar liðu, án þess að Alþýðublaðið segði eitt orð um málið. Sýnilegt var, að Alþýðu- blaðið ætlaði — rjett einu sinni — að gleyma skjólstæðingun- um, verkamönnum. Loksins á þriðja degi, kemur gusa í Alþýðublaðinu og ræðst það þá með skömmum og sví- virðingum á Björn Ólafsson, stórkaupmann, manninn, sem haldið hafði fastast á rjetti verkamanna í Gjaldeyris- og innflutningsnefnd. Samhliða þessu var Alþýðu- blaðið með skæting til Morg- unblaðsins og sagði það bein ósannindi, að byggingarvinna myndi stöðvast í bænum, þótt ekki fengist byggingarefni PRAMH. Á SJÖUNDU SÍDU. Kl. IV2 í gær var aukafundur Búnaðar- þmgsins settur í Baðstofu iðnaðar- manna. Allir búnaðarþingsfulltrúarnir voru þar mættir. Til aukafundar þessa er boðað sam- kvæmt bráðabirgðaákvæðum hinna nýju Jarð- ræktarlaga, þar sem ákveðið er, að Búnaðarþing skuli á aukafundi taka afstöðu til þeirra atriða í lögunum er varða Búnaðarfjelag Islands. Áður en þingið var sett, skýrði Magnús Þorláksson bóndi á Blikastöðum frá því, að stjórn Búnaðarfjelagsins hefði daginn áður samþykt að óska eftir því við Magnús Guðmundsson, að hann gegndi forsetastörfum þessa búnaðarþings. En Magnús Guðmundsson var eftir fráfall Tryggva Þórhallssonar, kosinn forseti fjelagsins, enda þótt Magnús Þorláksson, varamaður hans, hafi altaf gegnt þeim störfum síðan. Um leið og Magnús Guð- mundsson setti þetta Búnaðar- þing, bar hann fram þá ósk, að góð samvinna mætti takast milli hans og fulltrúanna, og að samþyktir þær, sem þingið gerði, mættu verða til heilla og blessunar fyrir bændastjett landsins. Hann sagði ennfremur: Ástæðan fyrir því, að þessi aukafundur Búnaðarþingsins er kallaður saman, er sú, að í bráðabirgðaákvæðum Jarðrækt- arlaganna frá síðasta Alþingi er ákveðið að landbúnaðarráð- herra kveðji þenna aukafund saman, í samráði við Búnaðar- fjelag Islands í þeim tilgangi, að kosningar til nýs Búnaðar- þings geti farið fram fyrir næstu áramót. Hann komst ennfremur að orði á þessa leið: Áður en gengið verður hjer til starfa, er skylt að minnast þriggja manna sem dáið hafa síðan síðasta Búnaðarþing var haldið og mjög koma við sögu Búnaðarfjelags íslands og land- búnaðarins yfirleitt, að því er snertir tvo þeirra. Er þá fyrst að nefna Tryggva heitinn Þórhallsson, sem var fulltrúi á Búnaðarþingi 1919— 1925, og formaður fjelagsins frá 1925 til dauðadags, 31. júlí 1935. Ef honum hefði enst ald- ur til, hefði hann staðið í þeim sporum, sem jeg stend nú. Þá mintist M. G. fáum orð- um á æfistarf Tryggva Þórhalls- sonar og sagði m. a. að um það líefðu allir verið sammála, hvar í flokki sem þeir stæðu, að Tryggvi hefði alla æfi verið ein- lægur bændavinur og \iljað. helga landbúnaðarmálum krafta sína. Þá mintist M. G. Halldórs heitins Vilhjálmssonar, hins mikilvæga starfs, sem hann hefði innt af hendi fyrir ísl. bændastjett, sem skólastjóri. — Og að lokum mintist hann Egg- erts Briem, hæstarjettardóm- ara, sem í 10 ár var í stjórn Búnaðarfjelags íslands, frá 1909—1919. Fulltrúar og aðrir viðstaddir vottuðu minning þessara þriggja manna lotningu sína. Því næst var kosin kjör- brjefanefnd og fundi frestað til kl. 41/2. Kl. 41/2 var fundinum haldið áfram. Hermann Jónasson talaði þar um hin nýju jarðræktarlög, og ,er vonandi að hann komi ræð- unni orðrjettri á prent, en hún var áreiðanlega þess virði fyr- ir andstæðinga hans, að henni verði veitt eftirtekt. Ræðan átti að vera greinar- gerð fyrir Jarðræktarlögunum, þeim atriðum þeirra, er ágrein- ingi hafa valdið, og því sem sjerstaklega jsnertir Búnaðar- þing og Búnaðarfjelag íslands. Er H. J. hafði lokið máli sínu var kosin 5 manna nefnd í mál- ið og hlutu þessir kosningu: Ólafur Jónsson, Jón á Reyni- stað, Jakob Líndal, Jón Hann- esson og Sveinn Jónsson. Var málinu því næst vísað til 2. umræðu. Næsti fundur verður ekki fyr en nefndin hefir skilað áliti. 75 ára varð 7. seþt. Guðmundur Kr. Guðmundsson, Tjarnargötn 7 í Keflavík. Haun er fæddur í Keflavík og hefir dvalið þar all- an sinn aldur. Hann var sjómað- ur meðan aldur og heilsa leyfði, og formaður á opnum skipum í mörg ár. Síðan hefir hann verið fiskimatsmaður í rúmlega 30 ár. Hann hefir verið giftur í nál. 50 ár og eignast 5 syni í hjónaband- inu, og liafá þau hjón komið þeim vel til manns af dugnaði sínum, en lengst af litlum efnnm. unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.