Morgunblaðið - 22.01.1937, Síða 7

Morgunblaðið - 22.01.1937, Síða 7
Föstudagur 22. janúar 1937. 7 Ekkert samkomulag milli Tyrkja og Frakka Málið keraur fyrir Þjóðabandalaga- fundinn. London 21. jan. FÚ. fundi Þjóðabandalagsráðs- ins, sem hófst í dag, taka þátt utanríkisráðherrar flestra þeirra ríkja, sem fulltrúa eiga í ráðinu. Anthony Eden og del Vayo (utanrikisráðherra Val- enciastjórnarinnar) komu til Genf í morgun. Sandler, utanríkisráðherra Svía, hefir nú samið skýrslu nm deilumál Frakka og Tyrkja út af Alexandretta, og verður hún lögð fyrir fundinn. Fulltrúar Frakklands og Tyrkl&nds hafa átt við- rasður undanfarna 2 daga, en samkomulagstilraunir eru sagðar hafa farið út um þúfur. Minningarorð um Þórð Narfason trjesmið. í dag verður til moldar borinn einn af elstu borgurum bæjar- ins, Þórður Narfason trjesmiður, er átti heima á Nýlendugötu 23. Hann var fæddur 4. júlí 1858 að Stíflisdal, sonúr hjónanna Þjóð- bjargar Þórðardóttur og Narfa kreppstjóra Þorsteinssonar. Hing- að fil bæjarins fluttist hann 1884 og tók þá þegar að nema trje- smíði,, er > hann stundaði ætíð síð- an. Tók hann að sjer smíði fjölda húsa hjer og vann einnig að smíði flestra hinna stærri bygginga, svo sem fríkirkjunni, Lands- bankahúsinu gamla o. ±1. En þeg- ar byggingu timburhúsa tók að fækka, vann hann mest að skipa- smíði, alt til þess að hann var orðinn 75 ára. Þórður gaf sig lítt að opinber- um málum, en ljet sig töluvert skifta hin ýmsu framfarámáí síns tíma, var hann t. d. meðlimur Goodtemplararegluniiar, einn af stofnendum fríkirkjusafnaðarins, í stjórn ellistyrktarsjóðsins lengi og fátækrafulltrúi í mörg ár. Við ýms fleiri málefni bæjarins var hann riðinn og þótti hann ráðholl ur í besta lagi og hverjum manni lijálpfúsari. Hann var giftur Guð- riinu Jóhannsdóttur, en misti bana eftir 28 ára sambúð. Börn þeirra eru: Þjóðbjörg, gift Jör- undi Brynjólfssyni alþm. Geir- laug, er sá fyrir búi föður síns, Johanna bankafulltrúi, Torfi stjórnarráðsritari og Narfi trje- smiður. Þórður hjelt óskertum líkams- kröftum fram á síðasta ár, en sjóndepra þjáði hann allmikið, ekki síst vegna ]>ess, að hann var maður bókhneigður og mjög víð- lesinn, enda átti hanu bókasafn gott. Hann andaðist 10. þ. m., og varð æðakölkun honum að aldur- tila. GOLFKLÚBBURINN: SÁ SEM HNEYKSL- UNUM OLLI FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. málum? Ilingað til hefir það ver- ið álit manna, að bærinn ætti að koma upp leikvöllum handa börn um, en ekki einstaklíngar, sem svo seldu aðgang. Eftir langar og á ýmsan hátt hneykslanlegar umræður um þetta mál, fóru leikar svo, að til- laga borgarstjóra (um ábyrgð fyrir Golfkl.) var feld með 7:6 atkv., en tillaga sósíalistanna (um ábyrgð til að koma upp æf- ingarvöllum til knattspyrnu og leikvöllum) var samþ. með 7:5 atkv. Sá sem hneykslun- um olli. Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við formann Golfklúbbs Is- lands, Gunnlaug EinarsSon lækni, og var hann undrandi er hann heyrði um það, sem fram hafði farið á fundi bæjarstjórnar, því að ummælin hitta ekki aðeins inarga ágæta borgara þessa bæj- ar, úr öllum flokkum, heldur einn ig erlenda embættismenn, sagði G. E. En tilefni hinna miður vingjarn legu ummæla bæjarfulltrúa Guðm. R. Oddssonar munu vera þau, sagði Gunnlaugur Einarsson, að í fyrrasumar kom mjög drukkinn utanfjelagsmaður inn í hús það, sem klúbburinn hafði á æfinga- vellinum, og ljet þar allskonar ill um látum, vildi brjóta alt og bramla. Varð að lokum að taka manninn og bera hann með valdi út í bíl. Bæjarfullarúi Guðm. R. Oddsson hafði verið sjónarvott- ur þessa. En jeg vil í þessu sambandi geta þess, bætir G. E. við, að í fyrrasumar ljet stjórn G. I. það óátalið, að fjelagsmenn hefðu vín um hönd í húsi klúbbsins, en vegna þess að þetta varð til að draga þangað drukna utanfjelags menn var þetta með öllu bannað nú í sumar. Ekki vildi G. E. segja Mbl. hver hinn drukni utanfjelagsmað ur var, sem komið hefir þessu ó- orði á klúbbinn og sem klúbbur- inn verður nú að gjalda, en úr annari átt frjetti blaðið, hver maðurinn var. Getur blaðið frætt Guðm. R. Oddsson um það, að þessi maður er háttsettur í liði stjórnarflokkanna og átrúnaðar- goð ríkisstjórnarinnar. Gæti blað- ið einnig frætt G. R. 0. um hverj ir voru í fylgd með þessum dánu manni, ef hann óskaði þess. EJNAR MUNKSGAARD HELDUR YEISLU. Khöfn 21. jan. FÚ. Danski bókaútgefandinn Ein- er Munksgaard hjelt í gær veislu fyrir forseta bóksalafje- lagsins breska Stanley Unwin sem nú er staddur í Khöfn í tilefni af 100 ára afmæli Danska bóksalafjelagsins. Meðal gestanna var Sveinn B.jörnsson sendiherra og ýmsir rithöfundar íslenskir, og dansk- i?, sem bækur hafa verið gefn- ar út eftir á ensku. MuilGUNBLAtíil' □agbófe. I.O.O.F. 1 = 1181228V* = Veðrið í gær (fimtud. kl. 17): SA-hvassviðri og 5—6 st. hiti um alt land. Djúp lægð suðvestur af Reykjanesi á hreyfingu norðvest- ur eftir. Onnur lægð vestur af Irlandi hreyfist norður eftir og veldur sennilega vaxandi A-átt hjer sunnanlands innan skams. Veðurútlit í Reykjavík í dag: Hægviðri fyrst og síðan vaxandi austanátt. Þíðviðri. Guðspekifjelagar. Munið fund- inn í Septimu í kvöld kl. 8,30. Spegillinn kemur út laugardag- inn 30. þ. m. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær: Besti sólkoli 98 sh. pr. box, rauðspetta 80 sh. pr. box, stór ýsa 36 sh. pr. box, miðlungs ýsa 35 sh. pr. box, frálagður þorskur 42 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 20 sh. pr. box og smáþorskur 19 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimálanefnd. FB.). Jarðarför. í gær var jarðsung- inn á Akranesi Sigurður Hall- dórsson í Akbraut. Hann var 71 árs að aldri, orðlagður atorku- og dugnaðarmaður. Harm ól allan aldur sinn á Akranesi. Var það stefna hans í lífinu, að heimta fyrst og fremst af sjálfum sjer, en síður af öðrum. Hann misti föður sinn, er hann vár 12 ára og varð, er honum óx fiskur um hrygg, fyrirviúna hjá móður sinni. Sjálfur byrjaði hann bú- skap með tvær hendur tómar, en með sparsemi og dugnaði komst hann vel af, reisti t. d. myndar- legt steinsteypuhús af eigin rammleik. Hann Ijet éftir sig ekkju og fjögur uppkomin börn. Eru tvö þeirra, Sigurjón og Svanlaug, ógift á Akranesi, en tvö í Hafnarfirði, Matíhiídur og Guðmundur. Lög'reglan tók í gær 17 ára ára gamlan pilt hjer í bænum, sem hafði stolið miklu af kvon- * undirfötum, aðallega úr þvotta- húsum víðsvegar um bæinn. Af þýfinu var búið að skila á lög- reglustöðina 11 silkiundirkjólum, mörgum pörum af sokkum, skóm og kjólum, ásamt fleiru. Exelsior, sænskt flutningaskip fór hjeðan fyrir 5 sólarhringum óg ætlaði til Vestmannaeyja. Skip ið kom hingað aftur í gær. Hafði því ekki tekist að .komast inn r höfn í Vestmannaeyjum, en mi: akkerið við Eyjar. Af veiðum komu í gær Tryggv, gamli og Baldur með um 2500 körfur hvor. Skipin eru bæði far in áleiðis til Englands B.v. Otur kom í gær og hafði aflað um 1800 körfur. Togarinn fer aftur út á veiðar áður en hann fer til Englands. Barnastúkan „Æskan“ nr. 1 hefir í hyggju að halda hluta- veltu núna um helgina til ágóða fyrir starfsemi sína. „Æskan“ hefir starfað af miklum áhuga og fjöri í vetur undir stjórn gæslu- manns síns, Guðmundar Pálsson- ar. Barnastúkur eru afar þarfur barnafjelagsskapur, sem kennir börnunum ýmislegt fagurt og nyt- samt, sem þau annars vart mundu læra. En það er með barnastúk- ur ekki síður en annan fjelags- skap af slíku tægi, að til þess að starfið geti borið einhvern árang- ur, þarf nokkurt fje. Æskusyst- kinin, sem sýnt hafa þenna frá- bæra áhuga fyrir starfi sínu, ættu skilið að menn sýndu þeim vel- vild og skilning í þessari tilraun þeirra til að skapa enn fjölþætt- ara fjelagslíf. Firðritarinn, blað islenskra loftskeytamanna, er komið út, janúar—febrúar heftið. Meðal greina í blaðinu er tekið til um- ræðu varnarskjal vitamálastjóra út af radióvita á Reykjanesi. Engels teflir í .Mentaskólanum á Akureyri. Þann 19. þ. m. tefldi skákmeistarinn Engels við 23 nemendur og kennara í Menta- skólanum á Akureyri. Engels vann 17 skákir, tapaði 3 og gerði 3 jafntefli. (FÚ) Umferðin er nú smátt og smátt að komast í sj.mt lag aftur eftir snjókomuna ' dSgunum. Um bæ- inn verður nú komist hindrunar- laust. Hafnarfjarðarferðir hófust aftur í gærdag kl. 3. Hafði snjón- um verið mokað á veginum. í gær braust bíll upp að Álafossi, en færð þangað var slæm. Útvarpið: Föstudaginn 22. janúar. 8.00 Morgunleikfimi. 8.15 Islenskukensla. 8.40 Þýskukensla. 12.00 Hádegisútvarp. 15.00 Veðurfregnir. 19.10 Veðurfregnir. 19.20 Hljómplötur: Ljett lög. 19.30 Erindi Búnaðarfjelagsins-. Sauðf járpestin og varnarráð- stafanir gegn henni (Ásgeir Einarsson dýralæknir). 20.00 Frjettir. 20.30 Stjórnmálaumræður ungra manna. Skinnauppboð Grænlands- verslunarinnar. FÚ 21 .jan. Skinnauppboð Grænlands- verslunarinnar dönsku hefst í Khöfn 17. febr. Þar verða seld alt að 3000 grænlensk blárefa- skinn, 1825 hvítrefaskinn græn lensk og 97 bjarnarfeldir* Er þetta nokkru meira en selt var á uppboði Grænlands- verslunarinnar í febrúar í fyrra — Verðið var í fyrra stórum hærra en á uppboðinu 1935. Til dæmis hækkuðu blárefa- skinn um alt að 70%. • -'g öiTav 01 Friðarmálin. Það er engum vafa undirorpið. að hægt er að koma-á alls-,. herjar friði — ef ekki á jörðunni, þá að minsta kosti 3 áinir niðri í moldinni. t............................ ’ ’ ........... * ! ; 4 ? 4 4 ? ? x i 4 ? I í I I ? ? 1 t I ? I I ♦ * Hertoginn af Windsor. 1. des. og þangað til konungur sagði af sjer, fylgdist hann daglega með rás viðburðanna og átti margsinnis tal við konunginn og frúna á Fort Belvedere. Þetta er frægasta ástarsaga veraldarinnar, og kostaði aðalpersónuna stærsta ríki í heimi.---- Hún birtist í næstu tíu blöðum. Fyrsta greinin bútist í fyrramálið. Fylgist með frá byrjun! — Gerist áskrifendur! Sannleikurinn um Edward og frú Simpson. Frásögn af viðburðunum, sem leiddu til falls Edwards Bretakonungs, staðfest af konungin- um og frú Simpson, verður birt í næstu 10 blöðum. Greinaflokkur þessi er ritaður af blaðamanninum NEWBOLD NOYES, sem er giftur náfrænku frú Simpson og gerði sjer ferð til London, samkvæmt beiðni hennar. Frá Vikublaðið Wallis Simpson. Sölubörn kom* ið og seljið! X i Vesturbæingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.