Morgunblaðið - 13.03.1937, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.03.1937, Qupperneq 2
2 MORGU^BLAÐíÐ Laugardag 13. mars 1937. Útg-ef.: H.f. Árvakur, Reykjarík. Ritstjórar: .T6n KjurtanBBon og Yaltýr StefánBBon •— ábyrgtiarmaOur. Ritetjórn og afgreiBsIa: Austurstrœti 8.—Sfaii lt##. Heimasfmar: J6n Kjartansson, nr. 874? yaltýr Stefánsson, «r. 482». Árni Óla, nr. 8045. Áskriftagjald: kr. 8.00 á mánufi. í lausasölu: 15 aura elntakitf. 25 aura nsefi Lesbök. Lýðræðið. Báðir stjórnarflokkarnir hafa fyrir skömmu haldið flokksþing hjer í bænum, og hafa þar mætt fulltrúar hvaðanæfa að af land- inn. Ýmsar samþyktir og ályktanir voru gerðar á flokksþingunum og þær síðan birtar. Á báðum flokksþingunum hafa komið fram skýrar yfirlýsingar og ótvíræðar samþyktir gerðar, þar sem því er yfir lýst, að báðir flokkarnir sjeu lýðræðisflokkar. Morgunblaðið sjer nú ekki á- stæðu tíl að vefengja, að í raun og sannleika vaki það fyrir a. m. k. mörgúm af leiðandi mönnum stjórnarflökkanna, að reynast trú ir lýðræðishugsjóninni. En fyrir þá menn er sjerstök ástæða til að Hta um öxl og athuga, hvað þeir í verkunum hafa gert til þess að sanna þá hollustu. í því sambandi er þeim holt að líta' til ýmsra ríkja í Evrópu og athuga, hvað veldur því að gaml- ar lýðræðisþjóðir hafa kastað frá sjer lýðræðinu og gripið til -ein- ræðisins. * Hjá öllum þessum þjóðum má rekja einræðið til sömu róta. Og því verður ekki neitað, að margt eða flest þeirra fyrirbrigða á sviði stjórnmálalífsins, sem ann- arsstaðar hafa rutt einræðisbraut- ina, hafa í ískyggilegum rnæli gert vart við sig í okkar þjóð- lífi. Lítum rjett sem snöggvast á á- standið: Skattaánauð, athafnabann, skerðing og afnám eignarrjettar, samfara taumlausri ofsókn á hend ur andstæðingunum, eru þekt fyr irbrigði í íslensku þjóðlífi. Og jafnframt þessu hafa einstaka stjórnmálamenn tekið upp þá bar dagaaðferð, að ljúga og rægja svo svívirðiléga, að hrekklaus almenn- ingur trúir því vart að nokkur mannskepna sje til, er beiti slík- um vopnutti á pólitíska andstæð- inga. * Ef stjórnarflokkarnir unna lýð ræðinu, mega þeir ekki gleyma því, að fyrsta skilyrðið til þess að þjóðin virði lýðræðið er, að ríkj- andi meirihluti á hverjum tíma, taki hæfilegt tillit til minnihlut- ans, og sýni honum fullkomið rjettlæti, svo að einu og sömu lög gangi yfir alla þegna þjóðfje- lagsins. Hv.er sú stjórn sem brýtur þessi boðorð, spanar beinlínis til heiftar, og gerir sitt til að ryðja braut ofbeldi og einræði. Núverandi þingmeirihluti og ríkisstjórn yita oíur vel, að þeirra sekt er þung hvað þetta snertir. ÚTLENDINGAHERSVEITIR VERJA GUADALJARA. „Verja Guadaljara, hvað sem það kostar“, segir Miaja. Hersveitir Franco 5 kílómetra frá borginni. Slæmt veður tefur sóknina. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN t GÆR. Miaja hershöfðingi hefir kallað tvær út- lendingahersveitir af Jarama-víg- stöðvunum og sent þær til Guadal- jara og skipað þeim að verja borgina hvað sem það kosti. Hersveitir Francos sækja nú fram í þrennu lagi fyrir norðaustan Madrid. Ein fylkingin stefn- ir beint í vestur til Guadarama-vígstöðvanna, önnur sækir í suður til Jarama-vígstöðvanna, en sú þriðja til borgarinnar Guadaljara. Uppreisnarmenn segjast (skv. Lundúnafregn F.Ú.) hafa tekið þorpið Brihuesca í morgun, en það er tæpum 5 kílómetr- um fyrir austan Guadaljara. Við Guadaljara skiftist vegurinn frá Madrid og liggur önnur álma hans til austurstrandarinnar (skv. Lundúna- fregn F.U.). Það er þessi vegur, sem stjóminni ríður á að halda opnum. (Vegur þessi, sem liggur um Cuenca er ekki talinn til að- alvega á Spáni, en er mjög þýðingarmikill fyrir stjómina, ef takast skyldi að loka Valenciaveginum, þótt ekki væri nema í bili. Nú eru ekki opnir nema þessi vegur og Valenciavegurinn, af þjóðleiðum til Madrid). Síðan á mánudaginn segj- ast uppreisnarmenn hafa sótt fram um 45 km. Segja þeir að framsókn þeirra gangi með afbrigðum vel. í morgun varð Madrid fyrir ákafri skothríð og voru sjúkra- vagnar stöðugt á ferðinni. f dag hefir veður farið versn- andi við Madrid, og hafa bar- dagar því verið minni en und- anfarið. Þátttaka Itala. London í gær F.Ú. Spanska ráðuneytið ákvað á fundi sínum í gærkvöldi, að draga athygli Þjóðabandalags- ins að því, að ítalskar hersveit- ir sjeu í þjónustu uppreisnar- manna og hafi því ítalir gerst brotlegir við hlutleysissamning- inn. Stjómin heldur því fram, að 25.000 ítalskir her- menn berjist nú í liði upp- reisnarmanna norðaustan við Madrid. Á háða bóga. De Llano fór í gærkvöldi í út- varpserindi sínu háðulegum orð- um um það, sem hann nefndi „veður út af fjórum ítölskum föngum“ (frjettir herma að fjórir ítalskir foringjar hafi verið teknir höndum á Guadal- jara vígstöðvunum). Hann sagði, að meðal fanga þeirra sem uppreisnarmenn hefðu tekið á Guadaljaravíg- stöðvunum hafi verið Norð- menn og Tjekkar, og sanni þetta, að það sjeu engu síður útlendingar í liði stjórnari>?nar en uppreisnarmanna. Uppreisnarmenn segjast enn- fremur hafa tekið til fanga ítalska kommúnista, sem verið hafi undirforingjar í her spönsku stjórnarinnar. Við Oviedo. De Llano sagði í Sevilla-út- varpinu í gærkvöldi, að upp- reisnarmenn hefðu valdið miklu manntjóni í liði stjórnarinnar við Oviedo. Stjórnin tilkynnir áframhaldandi sigra hersveita sinna á þessum stöðvum. Fiskmarkaðurinn í Grimsby í gær; Besti sólkoli 78 sh. pr. box, rauðspetta 55 sh. pr. hox, stór ýsa 22 sh. pr. hox, miðlungs ýsa 22 sh. pr. box, frálagður þorskur 12 sh. pr. 20 stk., stór þorskur 4 sh. 3 penee pr. box og smáþorskur 4 sh. pr. box. (Tilk. frá Fiskimála- nefnd. — FB). Miaja. — Italir — nota brynbifhjól, Útbreiðslumálaskrifstofa Ma- dridborgar skýrir frá því, að frá ítalíu hafi nú verið send til Spánar fjögur heil herfylki (division) ítalska hersins, eða alls 60 þús. manna lið. Skv. FÚ. * Frjettaritari vor í Khöfn sím ar, að á vígstöðvunum fyrir norð-austan Madrid noti ítalir nýja vopnategund, brynvarin bifhjól. •'ý//jn'ý5 AtitruS' \Túrr*U)uMA 7iua.tf.Uu> lAORIDyú mm , iÁi *a.tcsrheno rnn * " ^ Kortið sýnir veginn frá Gudalajara til Cuenza Mussolini tekið?eins og rómverskum sigurvegara. Libyuforin til að ögra Brefum? FRÁ FRJETTARITARA VORUM. KHÖFN 1 GÆR. ör Mussolini til Libyu er alment álitin vera farin til ögrunar Bretum. Þegar Mussolini steig á land í Tripolis í dag, var hleypt af 31 heiðurs- skotum við allar her- stöðvar í nýlendunni. Balbo, landstjóri í Libyu hafði látið gera heiðurs- boga að forn-rómverskri gerð. í heiðursbogann voru skornar lágmyndir sem sýna sigra Itala frá því í fornöld, þar til í Abyssiniu- stríðinu. Á súlum eru áletranir, sem hefja Mussolini til skýjanna. FRAIHS. Á 8JÖ*ND¥ StÐV. Franska lánið gekk út á skömmum tíma. Verkföll yfir- vofandi. London 12. mars F.Ú. Frakklandi vofa nú yfir verkföll, vegna aukinnar dýrtíðar í land- inu, sem leitt hefir af verðfellingu frankans. Starfsfólk við leikhús í Parísarborg, og við gas stöðvar borgarinnar, og ennfremur starfsfólk við efnabirgðir símafjelags- ins, á nú í deilum við vinnuveitendur sína. Franska stjórnin bauð í morgun út vígbúnaðar- láns-skuldabrjef sín, og var eftirspum svo mikil, að þau seldust upp á skömm.um tíma. Skulda- brjefin eru þegar komin yfir nafnverð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.