Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.04.1937, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 14. apríl 1937 Amerísk blöð ræða um „fangelsun Henrv Forös“ FRÁ FRJETTARITARA VORUM. . ___KHÖl’N I GÆR. Sigur Roosevelts í hæstarjetti „hinna niu vitru manna" Londorí í gær. FÚ. 01dungarnir níu í Hæstarjetti Banda- ríkjanna úrskurðuðu í gær Wagner- lögin, ein af viðreisnarlögum Roose- velts, gild. I dag hefir gengið orðrómur um það í sam- bandi við þenna úrskurð að Roosevelt myndi taka aftur frumvarp sitt, sem miðar að því, að hnekkja valdi hinna níu dómara hæstarjettar, en dóms- málaráðherra Bandaríkjanna sagði í dag að orð- rómur þessi hefði við engin rök að styðjast. Með Wagnerlögunum er verkalýðnum í Bandaríkjunum Am o r g u n verður rædd í breska þing- inu vantrauststillaga frá stjórnarandstæðingum á stjórn Stanley Bald- wins. Tillagan er fram kom- in vegna stefnu stjóm- arinnar í sambandi við hafnbann Francos við Bilbao. I»rátl fyrir að Baldwin hafi lýst yfir því, að Bretar muni ekki þola að bresk skip sem sigla til Spánar verði ónáðuð, þá telja stjómarandstæðingar að breska stjórnin hafi gert Franco kleift að fram- kvæma hafnbannið, með því að vara bresk skip við að sigla til Bilbao. Baldwin sagði í ræðu sinni í gær, að mikil áhætta fylgdi því að sigla til Bilbao, þar sem skipin gætu átt von á loftárás- um, og að rekast á tundur- dufl. Baldwin sagði, að ómögulegt væri að vernda skipin gegn þessum hætWrfl'; Uppreisnarmenn á Spáni gera góðan róm að ræðu Baldwins. í ræðu, sem Mr. Anthony Eden flutti í Liverpool í gær, sagði hann að hann hyggist ekki við að styrj- öldihni á Spáni myndi brátt verða lokið. EKKI SIGUR ÖFGÁSTEFNANNA London í gær. FÚ. En þegar iHenni lyki, sagði Eden/ myndi sú stjórn, sem þar tækf við hvorki verða kom- múnistisk sovjet-stjórn, eins og sunjir óttuðust að verða myndi ef' stjórnarliðar bæru sigur úr býtum, ríje heldur hrein fas- cistisk ,st.fóríl, sniðin eftir fyrir- komulagi Ítalíu eða Þýskalands. Hann kvað sponsku þjóðina trygður rjettur til heildarsamningagerða, er fulltrúi, er þeir kjósa sjer sjálfir, annist fyrir þeirra hönd. Þar sem lög þessi ná til samningagerða fyrir verkamanna- sambönd sem eru starfandi í mörgum ríkjum, koma þeir í bága við þann skilning sem hæstirjettur hefir áður lagt í ákvæði stjórn- arskrárinnar um sjerrjettindi ríkjanna í ríkjasambandinu. Er því úrskurður þessi talinn fela í sér mikinn sigur fyrir Roosevelt forseta og viðreisnarstefnu hans. Blöð í Bandaríkjunum ræða um það í dag, hvort Henry Ford muni nú eiga það eftir að lenda í fangelsi, en hann hefir verið hinn svamasti óvinur þeirrar stefnu, að verkamanna- sambönd geri heildarsamninga fyrir alla meðlimi sína (collect- ive bargaining). En Wagner- lögin leggja fangelsisvist við því að vinnuveitandi neiti að semja við verkafólk sitt á þessum grundvelli. Alls Voru málin 5, sem hæsti- rjettur feldi í úrskurð í gær, og lutu öll að deilum milli at- vinnurekenda og vinnuveitenda. vinnurekenda og vinnuþega. og voru dómararnir sammála í 4 málum, en 5 gegn 4 í einu þeirra. Dómarnir þykja einna merk- astir sökum þess, hversu óskild atvinnufyrirtæki áttu hlut að máli. T. d. var eitt þeirra frjetta stofa (Associated Press), en annað bifreiðaflutningafjelag. EFTIRLITIÐ VIÐ SPÁN. Berlín í gær. FÚ. Cranborn lávarður tilkynti í neðri deild breska þingsins í gær, að gæslustarfið við strendur og landamæri- Spánar myndi verða komið í fullan gang innan fárra daga. 200 KM. í SVIF- FLUGVJEL. Berlín í gær. FÚ. Málmur fyrir matvæli. Kaup Breta á Spáni. Stokkhólmi í gær. FÚ. nglendingar hafa nýlega gert samning um stórkost- leg kaup á málmi við spönsku stjórnina og átti að skipa þessum málmi/ sem að öðru leyti er í óunnu ástandi, þ.e.a.s. málmgrjót, á skipsfjöl í Bilbao. Þau bresk kaupför, sem und- anfarið hafa verið að leitast við að ná höfn í Bilbao og voru hlaðin matvælum, áttu að taka þennan málm og flytja til Eng- lands, en matvælin voru greiðslu til stjórnarinnar af hendi Breta. hvorugt vilja og mýndi hún í engu tilfeíli lengi þola erlenda íhlutun um stjórfí eða stjórn- arfar landsins. Nýtt iheimsmet í svifflugi var í gær sett af tveim Svíum. Flugu þeir 200 km. vegalengd, en fyrra heimsmet í þessu flu^i var 133 km. 10 þús. króna vinningur Happ- dþættisins kom upp á Akranesi. IVjiðinn var seldur í umboði Ól- afs B. Björnssonar á Akranesi. --------------Spánn: Rauðliðar—— hörfa undan við háskólaíiverfið. FRÁ FRJETTARITARA VORUM: KAUPMANNAHÖFN 1 GÆR. Igærkvöldi hófu uppreisnarmenn ákafa gagnsókn á vígstöðvunum vestan og nórðan við Madrid til þess að koma til hjálpar fjelögum sínum í háskólahverfinu, sem stjórnarliðar hafa einangrað. Svæðið, sem rauðliðar höfðu náð á sitt vald, er þeir einangruðu háskólahverfið, virðist ekki hafa verið breitt, og í dag hafa þeir orðið að hörfa undan á nokkrum hluta þessa svæðis. í allan dag hafa staðið yfir ákafar bardagar. í tilkynningu frá Madrid síðari hluta dags í dag, segir að uppreisnarmönnum hafi ekki tekist að rjúfa varnarlínu rauðliða. Stjómin í Salamanca hefir sent Baskastjórninni í Bil- bao ennþá einu sinni áskorun um að gefast upp, og að íbúum borgarinnar muni að öðrum kosti verða tortímt. Ekkert hefir verið barist á Bilbao-vígstöðvunum í dag og kenna uppreisnarmenn um illviðri. Breska herskipið „Hood“ lagði út til hafs í morgun frá Bilbao, vegna óveðurs (segir í Lundúnafregn FÚ), þar sem það var talið myndi vera öruggara þar en í höfn vegna veðursins. Henry Ford. „Akafleg fiskitregða við Island Khöfn 13. apríl. FÚ. okkrar færeyskar fiski- skútur, sem stundað hafa veiðar við suðurströnd Is- lands í vetur, eru þegar komn- ar heim til Færeyja, annað- hvort vegna þess að eitthvað hefir orðið að, eða að þær eru hættar veiðum. Segja fiskimennirnir ákaflega fiskitregðu við Island á þess- ari vertíð. Mestur afli, sem get- ið er um að nokkur skúta hafi komið með heim, er Vidoy, með 10.000 stk. af stórþorski. Skálanes fekk 5.000 og Fossa- nes 2.500 stk. Ýmsar af skútunum hafa orðið fyrir óhöppum, annað- hvort árekstrum, eða leki hefir komið að skipunum. Alvarlegasta slysið, sem orð- , ið hefir, er þó það, að skútan Riddaren misti út mann, 19 j ára gamlan pilt, Jóhannes Jak- obsen úr Sandvog. Háskólafyrirlestur á sænsku. Sænski sendikennarinn, fil. tnag. S.ven Jansson, flytur fyrirlestur í kvöld kl. 8 stundvíslega í háskól- anum um skáldið Birger Sjöberg, aðallega uin Fridas visor og Kvartetten som sprángdes. Flýja undan yfirráðum Mussolinis. London 13. apríl. FÚ. ú s u n d i r flótta- manna streyma frá Abyssiníu yfir landa- mærin til Breska Som- alilands, samkvæmt fregnum sem þaðan berast. Er sagt, að einungis í gær hafi um 1000 menn, konur og börn flúið yfir landamærin, og leitað hælis undir vernd Breta. Itölsk þriggja hreyfla flug- vjel hefir sjest á sveimi yfir landamærunum, til þess að kynna sjer, um hve mikinn flótta úr landinu sje að ræða. Bresk stjórnarvöld gera nú ráðstafanir tíl þess að sjá fyr- ir flóttamönnunum. Útvarpsumræður frá Alþingi. Utvarpsumræður eiga fram að fara frá Alþingi (neðri deild) þrjú kvöld nú um næst- komandi helgi, föstudags-, laugar- dags- og mánudagskvöld^ Á föstudagskvöld verður rætt um sjávarútvegsmálin í sambandi við frumvarp sósíalista, er þeir nefna „ýmsar ráðstafanír til við- reisnar sjávarútveginum“. Á laugardagskvöld verður geng ismálið rætt í sambandi við frum varp Bændaflokksins. Svo kemur mjólkurmálið á mánudagskvöld, og mun það verða síðustu útvarpsumræðurnar frá Alþingi að þessm sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.